Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 10.05.1997, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ1997 61 M YN DBOIM D/KVIKM YN Dl R/UTVARP-S JON V ARP Sérvitur gamanmynd Eyöimerkurtunglsýki (Mojave Moon)_____________ Gamanmynd ★ ★'/2 Framieiðandi: Matt Salinger. Leik- stjóri: Kevin Dowling. Handritshöf- undur: Leonard Glasser. Kvik- myndataka: James Glennon. Tón- list: Johnny Caruso. Aðalhlutverk: Danny Aiello, Anne Archer, Alfred Molina, Michael Biehn, Angela Jo- ilie, Jack Noseworthy. 95mín. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfu- dagur: 22. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. DANNY Aiello leikur bílasalann A1 McCord, sem er nýskilinn og nýfluttur til Los Angeles. McCord er ekki alveg viss hvort honum líki þetta nýja heim- ili, en það breytist allt þegar ung kynbomba (Ang- ela Joile) blikkar hann á veitinga- stað. Áður en hann getur sagt „grái fiðringur- inn“, hefur A1 skutlað stúlkunni inn í miðja eyðimörkina, orðið ástfang- inn að móður hennar (Anne Archer með Monroe-hreim), uppgötvað lík í farangursgeymslunni á bílnum, og lent í miðjum skotbardaga. Þetta er einkar ánægjuleg lítil mynd, þar sem áherslan er á sér- viskulegar persónur og skemmti- lega skrifað handrit. Allir leikaram- ir standa sig vel og þá sérstaklega Michael Biehn (Terminator, Aliens) sem hinn klikkaði kærasti móður- innar, og Jack Noseworthy, sem er hinn einfeldningslegi kærasti dótt- urinnar. Helsti galli myndarinnar er að hún vill oft fara yfir strikið í að gera umgjörð sína sem sér- stakasta og sérviskulegasta, en besta dæmið um það er skotbardag- inn, sem er eins og útúr súrrealísk- um vestra, einnig fór hinn fyrsti persónu sögumaður Aiellos í taug- amar á mér, þrátt fýrir að hann komi aðeins fram í byijun myndar- innar. Annars hafði ég afskaplega gaman af myndinni og mæli með henni. Ottó Geir Borg LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►21.05 Af þeim ! aragrúa mynda sem Ameríkanar hafa gert um unglinga sína, hvolpaástir þeirra, uppreisnir, 1 uppáhaldsmúsík, uppáferðir og, 1 að lokum, lágmarksþroska, þá er : Fjör í æðum (Fast Times At Ridgemont High, 1982) í hópi þeirra skástu. Innihaldið er ofan- talið en myndin er fyndin og fersk ef ekki frumleg. Sean Penn er fyrirtaks dóphaus og í úrvals leik- araliði eru m.a. Jennifer Jason Leigh, Judge Reinhold o.m.fl. Pmmraun leikstjórans Amy Hec- kerling og leikaranna Erics Stolz, Forests Whitaker, Anthony Edw- ards og Nicolas Cage. ★ ★ ★ Sjónvarpið ►22.35 Seinni hluti skrímslatryllisins Skrímslið (The Beast, 1996). Stöð 2 ► 15 .00 Náungi nokkur hyggst ná betri tökum á kvenþjóð- inni með aðstoð ævafoms töfra- hrings en breytist í staðinn í hund í gamanmyndinni Lubbi (Shaggy Dog, 1994), endurgerð vinsællar Disnéy-myndar frá 1959. Um- sagnir liggja ekki fýrir en Dennis Dugan leikstýrir Ed Begley jr. í aðalhlutverkinu. Stöð 2 ^21.05 - Sjá umfjöllun til hliðar. Stöð 2 ►23.25 James Gamer hefur alltaf verið með skemmti- ; iegri leikumm og hann fær eitt sitt bitastæðasta hlutverk í seinni i tíð í sannsögulegu sjónvarps- myndinni Villimenn við dymar i (Barbarians At The Gate, 1993). Hann leikur F. Ross John- son, stjómanda risafyrirtækisins RJR-Nabisco sem tekst á við slótt- uga íjárfesta sem hyggjast ná af honum fyrirtækinu. Aðrirgóðir . leikarar em Jonathan Pryce, Peter Riegert og Joanna Cassidy. Leik- stjóri Glenn Jordan. ★ ★ ★ Kínahverfið í okkur öllum NÚ verðurgaman. Kínahverfið (Chinatown, 1974, Stöð 2, 21.05) er komin í flokk sígildra saka- málamynda og er þar áreiðanlega í fremstu röð, trúlega ein af fímm bestu frá upphafí kvikmynda- gerðar. Jack Nicholson er óað- finnanlegur sem einkaspæjarinn J.J. Gittes sem rambar af spori hefðbundinnar framhjáhalds- rannsóknar inná afar flókna en velfléttaða spennuslóð, þar sem spilling einstaklinga og samfé- lags, siðferðileg og pólitísk, em eitt. Ef grannt er skoðað fjallar myndin ekki aðeins um tilurð Los Angeles heldur nútímaþjóðfélags. En hún fjallar ekki síður um hyl- dýpin í mannshuganum. Handrit Roberts Towne er þannig marg- slungið meistaraverk, enda Ósk- arsverðlaunað og fyrirmynd margra slíkra, og leikstjóm Ro- mans Polanski er pottþétt. Hið heita andrúmsloft, mettað þurrki og svita til skiptis, er laðað fram í töku, leikmynd og tónlist. Faye Jack Nicholson sem J.J. Gitt- es eftir tilræði við nef hans, en það er leikstjórinn Ro- man Polanski sem leikur tdl- ræðismanninn. Dunaway og John Huston era hrein snilld í sínum margbrotnu hlutverkum. Ef þið hafíð á tilfínn- ingunni að ég sé hrifínn af þess- ari mynd þá er það vegna þess að éger það. ★ ★ ★ ★ Stöð 2 ►01.00 Axel Foley, hin kjaftfora lögga með rostungshlát- urinn, skemmti áhorfendum í túlkun Eddies Murphy dyggilega í fyrstu myndinni, Beverly Hill Cop. Mynd númer tvö skemmti minna og mynd númer þijú, Lögg- an í Beverly Hills (Beverly Hills Cop 3,1994) skemmtir minnst. En hún skemmtir þó. Leikstjóri John Landis. ★ ★ Sýn ^21.00 Með augum kattar- ins (Cat's Eye, 1985) veitir þremur hrollvekjusögum Steph- ens King skárri úrvinnslu en sög- ur hans fá yfirleitt á hvíta tjald- inu. Kötturinn er leiðarstefið í þessum sögum sem að öðra leyti em hversdagshryllingur um með- allag. Lewis Teague leikstjóri kann til verka. ★ ★ Árni Þórarinsson SPICE Girls ætla að skella sér í kvikmyndagerð í sumar. Kvikmynd með Spice Girls ► SPICE Girls ætla ekki ein- göngu að skemmta sér á Cannes kvikmyndahátíðinni í ár, þær ætla einnig að herja á dreifingaraðila en stúlkurnar munu heQatökur á kvikmynd í júní. Myndin á að vera um þær sjálfar, svona í anda Bítlamyndarinnar „A Hard Day’s Night“. Mel C., Emma, Geri, Victoria, og Mel B. ætla að syngja og dansa fyrir framan vélaranar en myndin á einnig að sýna lífið baksviðs, viðtöl við blaðamenn og baráttuna við ágenga aðdáendur. Handritið er skrifað af Jennifer Saunders og Kim Fuller en Saunders er m.a. þekkt fyrir gamanþættina „Absolutely Fabulous“. Myndin er væntanleg á markaðinn um jólin. Terry Gilliam á fullu TERRY Gilliam hefur skrifað undir að leikstýra Johnny Depp og Benicio Del Toro í kvikmynd byggðri á sögu Hunters S. Thompsons „Fear and Loath- ing in Las Vegas“. Gilliam stýrði seinast Bmce Willis í „12 Monkeys". Eftir að tökum á „Fear and Loathing in Las Vegas“ lýkur ætlar Gilliam að stýra Nicholas Cage í vísinda- skáldsögumyndinni „Defective Detective“. Cage kemur til með að leika lögreglumann í New York sem þarf að fara yfír í fantasíuheim til þess að leita að týndu barni. Vinnið gegn fíla- penslum og bólum iú&(n f. SáuunA silicol skin m súicol sk\n laiwsgii IfiiifliQ^ewgiiCÍIai^állh^^ Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum. \Æw í MIKLUM METUM ! m mb'iilniMli MíÚV’Kv
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.