Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Mengun í Reykjavík TILEFNI greinar- koms þessa er nýlegur fréttaflutningur af mikilli mengun í Reykjavík. Fyrst stillt- an vetrarmorgun fyrir fáum vikum þegar gult mengunarský lá yfir borginni og nokkru síðar þegar út kom skýrsla Hollustu- verndar um mengun við Miklubraut. Köfnunarefnisoxíð - NO2 Við framleiðslu Teitur saltpéturssýru hjá Gunnarsson Áburðarverksmiðjunni hf. verður til köfnunarefnisoxíð, sem þvegið er með vatni og þann- ig verður til saltpéturssýra. Lítill hluti köfnunarefnisoxíðanna slepp- ur út í gegnum þvottakerfi verk- smiðjunnar og út í loftið. Þetta er það mengunarefni sem opinberir aðilar hafa haft sem mestar áhyggjur af og frá verksmiðjunni stafar sk. gula reyk. í Reykjavík er það skoðun margra að Áburðar- verksmiðjan sé eini aðilinn sem sleppi út í loftið mengandi köfnun- arefnisoxíðum. Þetta sést best á því að flestir fjölmiðlar, Heilbrigði- seftirlit Reykjavíkur og fjöldi ein- staklinga hafði samband við fyr- irtækið og spurðist fyrir um óvenjumikla mengun fyrrnefndan vetrarmorgun. Þennan tiltekna morgun var hins vegar verksmiðjan stopp og hafði svo verið í tvo sólarhringa og þessi mengun í Reykjavik orðið ' til samt sem áður. í samtölum við fólk hef ég orðið var við mikinn misskilning um magn þessa meng- unarefnis sem frá verksmiðjunni kemur og langar mig því til að taka af handahófi tvö dæmi til samanburðar. Einn meðal frystitogari sem brennir um það bil 2,3 milljónum lítra af flotaolíu á ári sem samsvar- ar 1.970 tonnum framleiðir að lík- indum 142 tonn af NO2 (reiknað sem NO2 á ári ef miðað er við að það myndist 72 kg NO2 fyrir hvert tonn af eldsneyti sem brennt er. Strætisvagnar Reykjavíkur brenna 2.9 milljónum lítra af dísilolíu á ári eða um 2.480 tonnum. Úr því myndast ef til vill 104,5 tonn af NO2 á ári ef miðað er við að 42 kg myndist við bruna á hveiju tonni. Forsenda þess er að eldsneytiseyðslan sé 29.9 1 á hundraðið, en hjá SVR er hún 55 1 á hundraðið og er NO2 mengunin því væntanlega mun meiri en þetta. Við framleiðslu á saltpéturssýru hjá Áburðarverksmiðjunni mynd- ast köfnunarefnisoxíð og lítill hluti þess kemst í gegnum þvottakerfí verksmiðjunnar eins og áður sagði. Þetta magn er mælt stöðugt og skýrsla um magnið er send Holl- ustuvemd árlega. Undanfarið 6 ár hafa farið að meðaltali 19,9 tonn af köfnunarefnisoxíðum út í loftið frá Áburðarverksmiðjunni á ári reiknað sem NO2. Þetta er um einn sjöundi þess sem einn meðal frysti- togari sendir frá sér á ári! Koldíoxíð - CO2 Koldíoxíð hefur mikið verið til umræðu í þjóðfélaginu að undan- förnu m.a. vegna skuldbindinga íslendinga um að draga úr losun þes_s. Áburðarverksmiðjan hefur að meðaltali síðustu 6 ár brennt 258 t af svartolíu á ári til upphitunar í rafmagnstruflunum og til áburðarþurrkunar. Af þessum bruna stafar um 810 t af CO2 á ári. Þetta er langstærsti hluti þess koldíoxíðs sem stafar af rekstrin- um. Til samanburðar má taka frystitogarann sem brennir um 2,3 milljónum lítra af flotaolíu á ári eða 1 970 tonnum en af því stafar um 6.200 t af CO2 á ári. Strætis- Áburðarverksmiðj an, segir Teitur Gunnars- son, sparar koltvíoxíð- mengun 5.800 einkabíla. vagnar Reykjavíkur nota eins og áður sagði 2,9 milljónir lítra af díselolíu á ári eða um 2 480 tonn og úr því verða til 7.800 t af CO2 á ári. Áburðarverksmiðjan hf. fram- leiðir að meðaltali 8.820 t af amm- oníaki á ári og notar til þess raf- orku, vatn og loft. Ef þetta ammoníak væri framleitt erlendis úr gasi sem er næst besti kosturinn frá umhverfissjónarmiði losnar koldíoxíð er nemur um 1,4 tonnum fyrir hvert tonn af ammoniaki sem framleitt er. Til að framleiða 8.8201 af amm- oníaki losnar því u.þ.b. 12.350 tonn af CO2 þegar það er framleitt úr gasi. Til þurrkunar á áburði notar Áburðarverksmiðjan að mestu orku úr rafmagni, en aðrir áburð- arframleiðendur nota svartolíu eða gas. Reikna má með að til að fram- leiða að meðaltali 54.000 tonn á ári af áburði þurfi um 1.200 t af svartolíu sem breytist í 3.750 tonn af CO2. Því má halda fram að Áburðar- verksmiðjan minnki koldíoxíð- mengun í heiminum um 15 400 tonn á ári eða sem nemur CO2 los- un frá tveimur og hálfum meðal frystitogurum. Sett í samhengi við einkabíla má segja að rekstur Áburðarverk- smiðjunnar spari sem nemur koldí- oxíðmengun 5.800 einkabíla, mið- að við að þeim sé ekið 10.000 km á ári og að þeir eyði 10 1/100 km. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að mengun frá Áburðarverksmiðj- unni er mjög lítil miðað við ýmsa aðra atvinnustarfsemi sem ekki er þó í daglegu tali tengd mengun. Höfundur er framleiðslustjóri Áburðarverksmiðjunnar hf. Enn ein blekking R-listans í morgunblaðinu 15. maí skrifar Stein- unn V. Óskarsdóttir, fulltrúi R-listans í borgarstjórn, eina blekkingargrein R- listans „Svart skal vera hvítt“. Steinunn er að blekkja fólk með alls konar reiknikúnst- um að ódýrt sé að fara í sund í Reykjavík. Hún segir að það kosti 100 krónur, sem er náttúrlega argasta rugl, það kostar 200 krónur. Um leið og R-listinn hækkar verð að sundstöðum um nær 50% vogar hún sér að koma með svona blekkingar. Steinunn kvartar yfir að ná- grannasveitarfélögin hafi ekki vilj- að vera með í ráninu (gott hjá þeim) og hún segir: „A hveiju sumri koma þúsundir erlendra m ferðamanna til Reykjavíkur, enda eru sundlaugarnar rækilega kynnt- ar í öllum ferðamannabæklingum.“ Dettur nokkrum heilvita manni í hug að erlendir ferðamenn kaupi 30 miða kort að sundstöðum Reykjavíkur til að fara í nokkur skipti í sund? Aldeilis ekki. • I Reykjavík kostar 200 kr. að fara í sund. • í Kópavogi kostar 140_kr. að fara í sund. • Á Seltjarnarnesi kostar 150 kr. að fara í sund. • í Garðabæ kostar 150 kr. að fara í sund. • í Hafnarfirði kost- ar 150 kr. að fara í sund. Alltaf er að fjölga þeim ferðamönnum sem kvarta undan því að ísland sé að verða óheyrilega dýrt. Því undrar mig að ferða- málaráð skuli ekki mótmæla ráninu gagnvart erlendum ferðamönnum, sem hér er sýnt. Formaður ferðamálaráðs (Magnús Oddsson) veit um þessa hækkun Það lýður varla sú vika, segir Karl Ormsson, að R-listinn hækki ekki einhver þjónustugjöld eða skatta. en lætur ekkert heyra í sér. Það er notað hvert tækifæri sem hægt er að notfæra sér kunnáttu- Karl Ormsson leysi erlendra ferðamanna til að hafa af þeim sem mesta peninga. Auðvitað eigum við að taka á móti ferðamönnum og selja þeim þjón- ustu og vöru, en ekki að ræna þá. Útlendum sem innlendum ferða- mönnum er í sjálfsvald sett hveiju þeir eyða af fé sínu, en það er ekki heiðarlegt að leggja fyrir þá gildrur. R-lista-grúppunni sem ræður hér ríkjum í Reykjavík hefur tekist alveg ótrúlega oft í fjölmiðlum að blekkja kjósendur án þess að því sé mótmælt. Enn einn smánar- bletturinn er afhjúpaður af for- manni miðborgarsamtakanna í Morgunblaðinu 24. maí um rúm- lega 100% hækkun stöðumæla- gjalda. Það ber að mótmæla harð- lega þegar svona undirlægjuháttur er sýndur, það líður orðið varla sú vika að ekki séu hækkaðir skattar á hinu og þessu. Borgarstjóri sagði nýlega að- spurð í sjónvarpinu að holræsa- gjaldið væri ekki skattur. Það er blekking. Hún sagði í sjónvarpinu 25. maí að ferðamenn borgi allt of hátt gjald fyrir bjór, þvílík hræsni, alls staðar eru blekkingar. Nú var verið að hækka gjöld Rafmangsveitu Reykjavíkur. Al- freð Þorsteinsson getur sagt að kosningaskjálfti sé kominn í sjálf- stæðismenn. Hann skal minnast þess að það eru alltaf kosningar og menn dregnir til ábyrgðar fyrir verk sín, en allt of sjaldan. Þegar borgarsjóður er rekinn með stór- kostlegum duldum halla er ekki úr vegi að minna kjósendur á að aðeins er eitt ár í kosningar. Höfundur er deildarfulltrúi. Veldur hver á heldur ÞAÐ er alkunna að menn standa með ýms- um hætti að fram- kvæmdum. Verklag manna er misjafnt. Má strax sjá þetta í leik barna t.d. í sandköss- um á leikvöllum. Sum- um tekst að læra af öðrum, en aðrir hafa þetta meðfætt. Menn slá lengi á puttann fram eftir ævi en eru þeim mun betri við önnur störf. í Morgun- blaðinu 10. apríl, við- skiptablaði, er birt grein undir fyrirsögn- inni „Mun hagkvæm- ara að fljúga á viðskiptafarrými" og vitnað til skýrslu, sem Hagvang- ur hefur unnið fyrir Flugleiðir. Mér finnst þessi skýrsla bera einkenni þess, að Flugleiðir séu að slá þarna enn einu sinni á puttann á sjálfum sér. Skal nú einu sinni gerð tilraun til að afstýra slíkum slysum, því sjálfsagt er að viðhafa forvarnastarf í þessu sem öðru. Eg hefi margsinnis bent á að Flugleiðir eru að selja, sem flugfé- lag, sæti í flugfélögum. Það er þeirra meginstarf. Til þess hafa þær haft einkaleyfi á mörgum leið- um. Það vill svo til að flugvélar eru þannig hannaðar að sætin í sömu Er ekki ráð, spyr Kjart- an Helgason, að laga sig að breyttum aðstæðum? flugvélategund eru öll eins. Maður skyldi því ætla að það væri skortur á sanngirni að ætla sér að selja eitt sæti öðru dýrara en hitt. Hægt væri að selja þessi sæti öll á sama verði hvert fyrir sig. Einfalt og miklu hagkvæmara í sölu. Þetta hafa mörg flugfélög skilið, réttilega, bæði í innanlands- og utanlandsflugi. Gert sínar áætlanir í samræmi við markaðshorfur, eftirspurn o.s.frv. Árangurinn og arðsemin hafa síst verið lakari. Þessi stefna er að ryðja sér til rúms í flestum menningarlöndum. Það er þetta sem m.a. er kallað frelsi í flugi þ.e. fyrir almenning, en ekki eingöngu fyrir flugrekstur, sem mér finnst sumir halda að sé uppistaða þessa frelsins. Almenn- ingur og reyndar viðskiptamenn einnig vilja getað farið, þegar þörf þykir og komið til baka þegar henta þykir. Það eru engar forsendur fyrir því að menn þurfi að greiða öðrum meira, fyrir duttlunga flugfélaga í fargjöldum. Það til- heyrir fortíðinni. Aukin ferðatíðni með flugfélögum sýnir óskir viðskiptamanna. Hún kallar svo aftur á að fleiri þykjast geta flogið en áður og þarf þar að hafa aðgát, eins og gengur með annan rekstur. Ekki er hægt að veita aðilum rekstarleyfl til flugs nema að framfylgt sé mesta öryggi. Þetta þekkja Flugleiðamenn vel. Það hefur hins vegar verið mér hulin ráðgáta á hveiju vori, þegar þeir birta áætlanir sínar, að sjá hve flóran í fargjöldum getur verið fjöl- breytt. Mönnum gæti dottið í hug að þeir ættu að geta samræmt þetta enn betur eftir að þeir fengu sér tölvur og tölvukerfí, ekki eitt heldur er næstum endurnýjun á þeim árlega. Enda munu vandræð- in ekki stafa af því. Það getur stundum verið erfítt að vera tagl- hnýtingar annarra. Það hafa Flug- leiðir þurft að vera vegna alþjóða- samninga. Sú tíð er liðin með sam- þykktum Evrópubandalagsins. Við gerð áætlana fyrir árið 1997 hélt maður, að nú myndu Flugleið- ir taka á sig rögg og sýna virkilega fram- takssemi svo um mun- aði. Nei því er ekki að heilsa. Enn tróna „Saga Class“ fargjöld viðskiptafargjöld, sól- arlandafjargöld svo nokkuð sé nefnt. Sölu- fólk er í stökustu vandræðum að skilja þetta allt saman og viðskiptavinurinn er enn ruglaðri. Greiðir þetta bara í vímu í góðærinu og skrifar upp á vísakort o.s.frv. Reyndar eins og hann haldi að honun sé greitt fyrir það. Enda fer að nálg- ast það eftir tilkomu punktakerfis- ins. Enn bætast fyrirtæki hvert við af öðru, sem láta mönnum í té þetta og þetta marga punkta, svo þeir geti notað þá í flugi. Þessir hinir sömu viðskiptajöfrar gefa punkta fyrir viðskipti við sig og auðvitað reikna þeir verð sinna vara ofurlítið hærra, sem punktun- um nemur, því eitthvað vilja Flug- leiðir fá fyrir sinn snúð. Nema þetta sé allt gert af tómri hjartagæsku. Samkeppnisráð hefur löngu hætt að skipta sér af þessu enda að æra óstöðugan að greina þarna hismið frá kjamanum. Það versta er þó að postular frelsisins láta sér ekk- ert segjast við aðfínnslur þeirra. Allt virðist svo ætla að verða vit- laust út af frelsi í innanlandsflugi. Menn skilja það ekki, að ekki skuli vera hægt að búa til viðskiptapíra- míta. Ég skil Flugleiðir mætavel, þær eru orðnar svo góðu vanar og fínnst það allt í lagi, að sameina heitir það vist hitt og þetta í krafti fjár- magnsins. Eru keypt tapfyrirtæki á lágu verði, önnur vakin upp frá dauðum, sem geymd hafa verið í einhverri skúffunni. Flugleiðamenn eru stórmóðgaðir yfír því að for- ustumenn þeirra skuli ekki mega sitja í eins mörgum stjórnum dótt- urfyrirtækjanna og þeim hentar. Ég hélt að þeir mættu þakka fyrir að losa sig við slíkt. Þá gætu þeir kannski farið að nota vinnutíma sinn til að sinna arðvænlegri rekstri eins og t.d. að selja sæti í flugvélum á annan hátt en gert hefur verið. Þá myndi kannski með því komast meiri festa á hlutina. Menn þyrftu ekki að ferðast eftir einhveijum fyrirmælum rekstraraðilans, heldur eftir þörfum viðskiptavinarins. Hvernig væri að snúa þessu dæmi við? Ekki á morgun heldur svona hægt og bítandi. Ég er alveg viss um að þá myndu allir þeir, sem hafa hag af, að rekinn sé flugrekstur á fijálsum grund- velli, fagna því. Þeir myndu að öðru jöfnu, ef Flugleiðir hættu þeim ávana að auglýsa fyrirtæki sín í flugvélum bæta hag sinn. Ferðamönnum myndi fjölga og gjaldeyristekjur þjóðarinanr aukast. Þá myndi Ferðamálaráð fá annað hlutverk, eins og reynd- ar mér sýnist það vera nauð- beygt til. Enda finnst mér rekst- ur á skrifstofum erlendis vera bábilja þegar tekið er tilliti til þess að flestir eru komnir á fjölnet og geta bara eins og guðs eigin þjóð þrýst á hnapp vilji þeir vita aum eitthvað á Islandi. Er bara ekki ráð að fara að að- laga sig breyttum aðstæðum og nota vel tímann fram að aldamótun í þessum efnum. Ég er alveg viss um að þetta myndi færa Flugleið- um björg í bú. Þær myndu verða vinsælli o.s.frv. Þá fyrst myndi ég segja að þær væru traustur ferða- félagi. Höfundur hefur rekið ferðaskrifstofu. Kjartan Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.