Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNUR HANNA ÁGÚSTSDÓTTIR +Gunnur Hanna Ágústdóttir var fædd á Vopnafirði 23. júlí 1954. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru hjónin Krist- björg Dórhildur Gunnarsdóttir og Ágúst Jóhannes Jónsson. Hún var elst þriggja dætra þeirra hjóna. Syst- ur hennar eru Jóna Sigurveig og Anna Hjördís, báðar búsettar í Reykjavík. Gunnur ólst upp á Vopnafirði. Hún brautskráðist úr Fóstur- skóla íslands árið 1977 og veitti leikskólanum við Lönguhóla á Höfn í Hornafirði forstöðu frá stofnun hans árið 1979 og nær sleitulaust síðan. Gunnur hóf árið 1974 búskap með Gunn- laugi Sigurðssyni kennara á Höfn í Hornafirði. Gunn- laugur er sonur Sig- urðar Geirssonar frá Reyðará í Lóni og konu hans, Ástu Guð- laugsdóttur. Þau Gunnur og Gunn- laugur giftu sig 17. júní 1989. Börn þeirra eru tvö: Sigurður menntaskólanemi, f. 21.6 1977, og Melkorka, f. 29.8 1986. Gunnur verður jarðsett frá Hafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. ^ Okkur langar til í örfáum orðum að minnast tengdadóttur okkar, Gunnar Hönnu Ágústsdóttur frá Vopnafirði. Gunnur var að mörgu leyti óvenjuleg kona, skarpgreind, föst fyrir og alltaf hrein og bein. Lét ógjarnan sinn hlut fyrir neinum nema góð rök fylgdu með. Barngóð var hún svo af bar og var það varla tilviljun að hún færi í fóstrunám, sem hún lauk með prýði árið 1977. Hún mótaði starf leikskólans á ' - Lönguhólum í upphafi og var for- stöðumaður og síðar leikskólastjóri þar frá byrjun og óslitið utan nokk- urra mánaða er hún var í bams- burðarleyfi. Það starf hefur gengið mjög vel enda stjómað af röggsemi og kunnáttu. Henni tókst ætíð að laða til sín frábært starfsfólk. Hún hugsaði ákaflega vel um sitt heim- ili. Börnin vom þar í fyrirrúmi eins og nærri má geta. Andlát hennar kom öllum mjög á óvart. Við vissum að vísu að hún hafði verið mjög veik undanfarnar vikur en við lifðum í voninni um bata. Núna eru aðeins minningarn- ar eftir, eingöngu góðar minningar um frábæra móður, ástríka eigin- konu og indæla tengdadóttur. Það em bara nokkrir metrar á milli íbúð- arhúsanna okkar og stutt að fara á milli. Þar hefur aldrei fallið skuggi á í þau tæplega tuttugu ár sem við höfum verið grannar. Fyrir allt þetta viljum við þakka af heilum hug, elsku Gunnur. Við söknum þín sárt og biðjum góðan guð að halda verndarhendi yfir þér og styrkja þá sem eiga um sárt að binda. Tengdaforeldrar. Kveðja frá Gerðu og fjölskyldu. Nú er erfiðu en stuttu sjúkdóms- stríði svilkonu minnar Gunnar Hönnu lokið, því miður með öðmm hætti en við fjölskyldan trúðum og treystum að yrði. í fáum orðum langar mig að minnast hennar og þakka kynnin. Uppúr 1970 trúlofuðumst við bræðrum og dvöldum samtímis nokkur sumur á heimili tengdafor- eldra okkar á Höfn. í minningunni era þetta skemmtileg sumur, lífið blasti við og við svilkonurnar að smá- öngla að okkur búsáhöldum til að stofna heimili. Á meðan Gulli og Gunnur vom í námi bjuggu þau í Reykjavík og samgangur við þau ’^Jður. Með fárra vikna millibili átt- um við Gunnur fyrstu börnin okk- ar, stráka sem í dag eru tvítugir. Ég man þennan tíma vel, tilhlökk- unin var mikil og kapp lagt á að undirbúa komu frumburðanna. Gunnur átti Sigga sinn, stóran og myndarlegan. Við Ásgeir eigum margar skemmtilegar myndir af ' þeim frændum frá þessum tíma sem gaman er að skoða. Ekki var gleði Gunnar minni allmörgum ámm síð- ar þegar þau Gulli eignuðust dóttur- ina Melkorku, sem er einstaklega efnileg og góð stúlka og voru þær mæðgur mjög nánar. Börnin vom Gunni afar kær og hún þeim umhyggjusöm móðir. Reyndar var það svo að öll böm áttu hauk í horni þar sem Gunnur var, enda nám hennar og áhuga- svið þeim tengt. Mínir krakkar hafa óspart notið ræktarsemi hennar og velvilja í gegnum árin og var hún ósjaldan búin að hýsa son okkar þegar hann dvaldi fyrir austan. Krakkarnir mínir höfðu jafnvel á orði þegar Gunnur sendi jóla- eða afmælisgjafír að það væri svo skrýt- ið, það væri eins og Gunnur vissi alltaf hvað þau langaði í. Á hverju sumri hefur mín fjölskylda skundað austur til að hitta tengdafólkið. Þá hafa þau Gunnur og Gulli jafnan slegið upp veislu fyrir okkur og eftirminnilegar eru humarveislurn- ar þar sem húsmóðirin naut sín í gestgj afahlutverkinu. Ég er ekki mjög heimspekilega þenkjandi manneskja og á erfitt með að sjá tilgang í að ung kona sé hrifin út úr hringiðu lífsins og sæti þeim grimmilegu örlögum að hverfa frá elskandi eiginmanni og hjartkæmm börnum. Eg treysti því að Guðs líkn og kærleikur umvefji hana og hennar nánustu. Kæri mágur, þú hefur mátt reyna mikið síðustu mánuði, en ég veit að þú lætur ekki hugfallast og heldur verki ykkar Gunnar áfram, að koma börnum ykkar til manns. Elsku Siggi og Melkorka, missir ykkar er sárastur, en gleymið því ekki hvað mamma ykkar var stolt af ykkur og elskaði ykkur heitt. Við Ásgeir vottum ykkur okkar dýpstu samúð, einnig íjölskyldu Gunnar og tengda- fólki. Gunni þökkum við samfylgd- ina og óskum henni góðrar heim- komu í landi ljóssins. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfír mér. (Hallgr. Péturss.) Þorgerður Gunnarsdóttir. Gunnur var björt yfirlitum, kvik og snörp í hreyfingum, svipfríð, nett. Atorkusöm. Hamhleypa til vinnu. Þegar við Halldóra komum til Hornafjarðar um miðjan níunda áratuginn kynntumst við henni sem forstöðumanneskju leikskólans eða kannski fyrst og fremst sem fóstm sem börn okkar löðuðust að. Hún var frábær með börnum. Fljótlega urðu Gunnur og maður hennar, Gunnlaugur, okkar bestu vinir í nýjum heimkynnum. Heimili þeirra stóð okkur opið og dætur okkar báðar löðuðust að Gunni. Hjá henni fannst þeim svo gott og gaman að vera að við nutum oft góðs af. Aldr- ei taldi hún eftir sér að hafa þær hjá sér kvöldstund eða dagstund ef því var að skipta. Hún átti svo auðvelt með að setja sig inn í hugar- heim bama og vera þeim um leið móðir og félagi. Milli hennar og barna hennar, Sigurðar og Mel- korku, var mjög náið og einlægt samband. Þau vom hennar líf og yndi. Gunnur gaf oftast kaffið og hún var líka oftast höfuðpaurinn í sam- ræðum okkar fjögurra, einkum ef rætt var um hag iaunafólks eða annað réttlæti eða óréttlæti í samfé- laginu. Ákveðin í skoðunum, rök- föst, bar í bijósti óvenju sterka rétt- lætiskennd. Hún helgaði líf sitt fjöl- skyldu og heimili og vinnunni sem varð henni samgróin og ekki spurt um tíma. Við yfirvöld bæjarins var hún hörð og ákveðin ef hagsmunir leikskólans eða starfsfólksins vom í húfí. Margan slaginn vann hún með ákveðninni. Hún kom einnig að nefndarstörfum í bæjarfélagi sínu. Stundum reyndi Gunnur að fara í hálft starf í sinni vinnu til þess að geta verið meira með börn- um sínum og þá einkum Melkorku, Sigurður orðinn táningur. En það var eins og Lönguhólar þyldu ekki fjarvem hennar til lengdar og for- stöðumanneskjan fýrr en varði komin í fullt starf aftur. Hún var mjög framarlega í sínu fagi og með afbrigðum áhugasöm. Þau Gunnlaugur kynntust í Reykjavík og hófu búskaparár sín þar, bæði við nám. Héldu austur undir lok áttunda áratugarins og Gunnur kornung fær það hlutverk að opna og leiða starf nýbyggðs og glæsilegs leikskóla á Höfn. Ég hygg að þar hafi verið frábærlega ráðið. Leikskóli þessi alltaf til hreinnar fyrirmyndar. Hann stækk- aði og efldist og var ætíð og er nú eitt af því sem gerir Homafjörð að aðlaðandi stað. Þar em að verki margra manna ráð en ég hygg að ákveðni Gunnar og færni eigi stærstan þátt í því hvað vel hefur tekjst til. Ég votta foreldrum og tengdafor- eldrum Gunnar mikla samúð, sömu- leiðis systrum hennar sem hún var mjög náin og auðvitað Gunnlaugi vini mínum, Melkorku og Sigurði. Við getum óhrædd beðið Guð fyrir hana Gunni því að allt sem hún gerði hér á jörðu var Guði þókn- anlegt. Hún vann að verðugum verkefnum. Oheilindi fundust ekki í hennar fari, hreinskiptin var hún og heiðarleg og hún bar hag ann- arra fyrir bijósti. Hún var lifandi og atorkusöm manneskja sem gust- aði af, gott var að vera nálægt, gott var að þekkja og gott er nú að hugsa til. Guð blessi hana á hennar nýju vegferð. Séra Baldur Kristjánsson. Ég minnist þín er sé ég sjóinn glitra við sólarhvel. Og þegar mánans mildu geislar titra ég man þig vel. Ég leita aftur í tímann í huganum og rifja upp allar þær stundir sem ég hef átt með þér. Þessar stundir eru mér kærar, hvort heldur þær tengjast daglegu lífi okkar á leik- skólanum, þar sem við unnum sam- an til íjölda ára, eða utan hans. Það rifjast upp fyrir mér mörg dýrmæt augnablik og þau ylja um hjarta. Elsku Gunnur, takk fyrir allt. Hvíl í friði. Eyrún. Við Gunnur vorum báðar litlar telpur þegar ég fluttist úr sveitinni inn í þorpið á Vopnafirði, þar sem hún bjó. Gunnur var sjö ára og ég átta. Við áttum eftir að verða vin- konur þegar frá leið og margar minningar á ég um samverastundir okkar um og eftir ferminguna. Oft var ég með Gunni þegar hún var að passa systur sínar og ég á meira að segja enn lítinn miða sem hún sendi mér kvöld eitt, sumarið eftir ferminguna. Þar biður hún mig að koma til sín þar sem mamma hennar sé að salta og pabbi hennar að vinna niðri á Hafbliki. Hún biður mig að koma með segulbandið því um kvöldið verði skemmtileg lög í útvarpinu, sem gaman verði að taka upp. Það þótti merkilegt að eiga segulband á þessum tíma og um að gera að nota það. Einu sinni tókum við það meira að segja með okkur á skautasvellið til þess að hlusta á lögin sem við vorum búnar að taka upp. En tíminn leið og leiðir skildu. Ég fluttist til Reykjavíkur og Gunn- ur til Hafnar í Hornafirði. Þó kom fyrir að við hittumst á sumrin heima á Vopnafirði, síðast líklega fyrir tveim eða þremur árum á útihátíð í sveitinni og spjölluðum saman. Aðeins rúmri viku fyrir andlát Gunnar hitti ég hana í Kringlunni. Við vomm báðar á hraðferð en átt- um áreiðanlega von á að fá tæki- færi til þess að sjást aftur á gömlum slóðum heima á Vopnafírði. Það á því miður ekki eftir að verða úr því sem komið er. Ég þakka Gunni fyr- ir allar gömlu samvemstundirnar og vináttuna sem enst hafði allt frá því við vorum böm. Um leið og ég þakka Gunni fyr- ir vináttu hennar vil ég votta samúð mína eiginmanni hennar og börnum og sömuleiðis foreldrum hennar og systrum og öðrum aðstandendum. Þín gamla vjnkona, Guðbjörg Ármannsdóttir. Hljóðnar nú haustblær húsið við rótt. Dvelur við dymar drungaleg nótt. Fljúga þá fuglar flestir sinn veg, kvakandi kvíðnir kvöldljóðin treg. Svífur burt sumar sólar í lönd kveður létt kossi klettótta strönd, ljósu frá landi leysir sitt band, byltist þung bára bláan við sand. (Sigríður Þorgeirsdóttir.) Kæm vinir, hvar í sveit þið búið. Okkur tekur sárar en hægt er að segja frá þegar við reynum með fátæklegum orðum að færa minn- ingu um Gunni vinkonu okkar í let- ur. Haustið 1974 settumst við sam- an fímm á skólabekk í Kennarahá- skóla íslands, Gulli, Þorleifur, Sveinbjörn, Þóra og Oddný. Fljót- lega tókust með okkur sterk vina- bönd og upp frá því verðum við „klíka“ í skólanum. Öll áttum við tilvonandi maka og sum okkar voru þá þegar trúlofuð. Þannig leiddi hvað af öðru að brátt urðum við tíu. Gunnur var einn af mökunum í hópnum. Sama ár og við útskrifuðumst sem stúdentar úr Kennaraháskóla íslands 1977, útskrifaðist Gunnur úr Fósturskóla íslands ásamt Guð- björgu sem er einnig maki í klíku- hópnum. Vinaböndin og hnútar minninga hafa því smátt og smátt eflst og styrkst í gegnum þau 23 ár sem liðin eru frá fyrstu kynnum. 1977 var ákveðið að hittast öll á eins konar „héraðsmóti“ austur á Höfn í Hornafirði og heimsækja Gulla og Gunni, en þar átti að gista í sumarbústað fjölskyldu Gulla í Lóni. Þessi ferð var upphafið að því sem ennþá stendur, að hittast ár- lega eina væna helgi að sumarlagi og gleðjast saman, bæði án barna, sem fljótlega fór Ijölgandi og einnig með börnum okkar sem lifa ekki síður en við hin á minningum um ærsl og leiki á héraðsmótunum okk- ar. Þessi héraðsmót ganga hringinn til skiptis, svona nokkurn veginn. Það fór að vísu á tímabili eftir því hvernig stóð á barneignun innan klíkunnar. Það ríkir alltaf ákveðin spenna í lofti þegar nær dregur héraðsmóti og ekki hvað síst þegar haldið skyldi til Hornafjarðar að hitta Gunni og Gulla. Eins og á öðmm héraðsmótum var sungið og spilað, kveðið og leikið. Það brást ekki ef við strönduðum örlitla stund í textanum að Gunnur kom með framhaldið. Gunnur var ákveðin og hrein- skiptin. Hún fór ekki dult með skoð- anir sínar og var líka tilbúin að ræða þær og skiptast á skoðunum við okkur hin. Á Hornafírði byggðu Gunnur og Gulli sér fallegt og traust heimili að lokinni skóla- göngu. Gunnur starfaði sem leik- skólakennari fyrst en síðan sem leikskólastjóri á Höfn. Breiðir svo húmið hljóðlátan væng, milt eins og móðir mjúkri hjá sæng. Fjúka um foldu fölnandi blóm, hlýða á haustsins helkaldan dóm. (Sigriður Þorgeirsdóttir.) Elsku Gulli, Siggi og Melkorka, megi guð ykkar styrkja ykkur. For- eldrum Gunnar og systkinum henn- ar svo og ættingjum og tengdafólki öllu sendum við samúðarkveðjur með ósk um styrk þeim til handa og trú á lífíð. Minningin um Gunni, okkar góðu og traustu vinkonu, lif- ir. Sveinbjörn, Guðbjörg Þóra, Gunnar Þorleifur, Sjöfn Oddný og Eiríkur. Drottinn minn, Guð, þú ert bjarg mitt og borg, brugðist þú getur mér eigi. Þú ert mitt athvarf í sérhverri sorg, sól mín á harmanna degi. Frelsisins merki ég hef upp hátt, hjálpin úr upphæðum kemur brátt. (V. Briem.) I dag kveðjum við ekki bara yfír- mann okkar heldur kæra vinkonu. Margs er að minnast þegar komið er að kveðjustund. Gunnur var leikskólastjóri á leik- skólanum Lönguhólum og sinnti sínu starfí af samviskusemi og al- úð. Það var alltaf hægt að leita til hennar, hún leysti úr hvers manns vanda og átti svör við öllu. Á leik- skólanum er góður starfsandi og átti hún ekki síst þátt í því að skapa hann. Oft var glatt á hjalla á kaffi- stofunni, þar var rætt um öll heims- ins mál og komum við aldrei að tómum kofunum hjá henni. Spaugs- yrði fuku í bundnu og óbundnu máli og mikið hlegið. Samheldni milli starfsfólks leik- skólans er mikil jafnt í starfí og leik. Það var ekki ósjaldan að Gunn- ur hafði fmmkvæði um að við gerð- um eitthvað skemmtilegt saman, færum t.d. í ferðir, saman út að borða, að ógleymdum árshátíðunum með glensi og gamni. Við vonum að við getum haldið þeim góða starfsanda sem hún byggði upp með okkur og verður hennar sárt saknað á leikskólanum. Allar góðar minningar um hana geymum við í hjarta okkar. Elsku Gulli, Siggi, Melkorka og aðrir ástvinir. Megi góður guð gefa ykkur styrk og huggun í þessari miklu sorg og veri með ykkur um ókomna tíð. Starfssystur á leikskólanum. Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinni. (Birgir Sigurðsson) í þijú ár vorum við 56 skólasyst- ur saman í Fósturskólanum. Bröll- uðum margt, hlógum, tókumst á, öfluðum okkur fræðilegrar þekk- ingar á leikskólauppeldi, öfluðum okkur þekkingar á lífinu, á því hvernig samskipti manna geta ver- ið, margslungin, hlý, dýrmæt. Þú varst alltaf svo ákveðin, þú slóst okkur svo oft út af laginu, þú fórst þínar eigin leiðir, þú gast stundum verið hvöss í orðum en þú varst „karakter", og þú varst stór „kar- akter“. Stjórnaðir nemendakaupfé- laginu með glæsibrag og sömu ákveðninni og öllu öðru, þú varst ekki allra en þú ert eftirminnileg. Það eru tuttugu ár síðan við útskrif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.