Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 33
Ný námsskipan Verzlunarskóla íslands fyrir haustið 1997 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 33 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Verzlunarskóli íslands stokkar upp námsbrautir og kennsluaðferðir 3. bekkur Alþjóðabraut er ný töluverðu um einkunn í lokin,“ sagði Helgi. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að nemendur fái ekki fyrirtæki til samstarfs því hingað til hafi það gengið vei. Mörg fyrirtækjanna séu tilbúin að eiga samstarf við nemendur ár eftir ár og allmörg dæmi eru þess að nemendur hafa í kjölfarið feng- ið vinnu. Á viðskipta- og alþjóðabraut verður einnig lögð sérstök áhersla á samþættingu námsgreina, s.s. sölu- og markaðsfræði, fjármál, stjórnun, milliríkjaviðskipti o.fl. NettO . < ASKO ÍCZ32>) OfMM OTURBO NILFISK EMIDE EMIDE NILFISK OTURBO Qium ASKO NettOÍ Hugmyndir varðandi alþjóða- braut eru ekki fullmótaðar enn en aukin tungumálakennsla og al- þjóðaverkefni munu marka braut- inni sérstöðu. Markmiðið er að nemendur verði færir um að tak- ast á við fræðilegt nám í háskóla og taka að sér störf í atvinnulífinu þar sem reynir á sérstaka færni í tungumálum og samskiptum. M.a. verður lögð áhersla á málefni tengd ESB, samstarfi Norður- landa og að nemendur fái nokkra þjálfun í alþjóðlegu samstarfi. „Sem sagt samskipti í víðasta skilningi," sagði Sólveig Friðriks- dóttir. Hún bætti við að einnig væri nauðsynlegt að nemendur kynnu nokkur skil á menningu og sögu þjóða, þ.e. svokallað menn- ingarlæsi. Málabrautin er nánast óbreytt frá þvi sem verið hefur nema nem- endur byija einu ári fyrr á fjórða máli og latína verður skyldufag. Líkist brautin nokkuð fornmála- brautum annarra framhaldsskóla. Breytt stærðfræðibraut Þær breytingar verða helstar á stærðfræðibraut að raungreinar á 3. og 4. ári verða auknar til muna á kostnað viðskiptagreina. Bætist við meiri efnafræði og líffræði auk jarðfræði og forritunar. „Þetta er nánast tvöföld aukning á raun- greinum frá því sem áður var,“ sagði Ingi Ólafsson. Hann segir að nú sé námið orðið sambærilegt eðlisfræðibrautum annarra fram- haldsskóla. Nemendur hafi að námi loknu allan nauðsynlegan grunn fyrir hvaða háskólanám sem er. Meðal annarra nýjunga má nefna að áhugi er fyrir því að bæta við kennslu í tölfræði, eink- um úrvinnslu og túlkun tölfræði- legra gagna. Einnig að kenna grunnatriði í aðferðafræði félags- vísinda í 6. bekk. „Ég tel einnig mikilvægt að nemendur notist við erlent námsefni, einkum á síðustu tveimur árunum, þannig að þeir viðhaldi til dæmis norrænum tungumálum og auki færni sína i öðrum." sagði Kirsten Friðriks- dóttir. Morgunblaðið/Golli ÞAU HAFA komið að breytingum á námsskipan með ýmsum hætti. F.v. Kirsten Friðriksdóttir, Helgi E. Baldursson, Sólveig Friðriksdóttir, Steinunn Stefánsdóttir sem var formaður fyrstu undirbúningsnefndar og Ingi Ólafsson. braut eftir fjögur ár „Eftir skiptingu verður aðallega lögð áhersla á fyrirtækjarekstur á viðskiptabraut og vinna nemendur verkefni sem tengjast stofnun fyr- irtækja og rekstri þeirra. Einnig verður kennsla aukin í tungumál- um,“ sagði Helgi E. Baldursson. „Á hagfræðibraut verður megin- áherslan á rekstur þjóðfélagsins. Þar er markmiðið að búa nemend- ur undir frekara nám í viðskipta- og hagfræðigreinum." Hluti af vinnu nemenda á við- skiptabraut er að afla sjálfir verk- efna hjá fyrirtækjum, gera sam- starfssamning og vera í samskipt- um við þau meðan á verkefnum stendur. Er það sams konar fyrir- komulag og tíðkaðist á núverandi verslunarmenntabraut. „Þegar kemur að því að meta verkefnið er það annars vegar kennarinn sem það gerir og hins vegar senda fyrirtækin inn umsögn, sem ræður Framundan eru veruleg umskipti á skipan náms í Verzlunarskóla íslands, sem um 30 kennarar skólans hafa tekið þátt í að skipu- leggja. Felast þær í breytingum á kennslu- — — háttum og framboði námsbrauta. I haust stendur nýnemum til boða nám á fjónim nýjum eða breyttum námsbrautum. MEÐAL nýrra brauta Verzlunarskóla ís- lands er alþjóðabraut, en einnig kemur til nokkur breyting á verslunar- menntabraut, sem áður lauk með verslunarmenntaprófi en verður nú breytt í viðskiptabraut. Öllum brautum lýkur með stúdentsprófi. Eftir sem áður ljúka nemendur verslunarprófi eftir tveggja ára nám, en ekki verður krafist ein- kunnarinnar 6,50 til að hefja nám í 5. bekk eins og áður. Auknar kröfur utanfrá Að sögn Þorvarðar Elíassonar skólastjóra eru ástæður fyrir þess- um breytingum margvíslegar. Ber þar hæst breyttar kröfur háskóla- stigsins og atvinnulífsins til nem- enda sem lokið hafa framhalds- skólanámi og almennt aukin sam- keppni á framhaldsskólastiginu. Hann segir að skólinn vilji svara kalli tímans um alþjóðavæðingu með því að auka þekkingu nem- enda á því sviði. Þar fyrir utan hefur verulega dregið úr aðsókn nemenda í máladeild skólans og hlutur kvenna hefur farið minnk- andi á undanförnum árum. Með nýja skipulaginu verða skýr skil á milli námsbrauta, þar sem sérkenni hverrar brautar mótast af þvi framhaldsnámi eða þeim starfsvettvangi sem nemend- ur stefna að. Sérstök áhersla verð- ur lögð á að þjálfa nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum. Einn- ig er markmiðið að þeir þekki og kunni að nota nýjustu upplýsinga- tækni á hveijum tíma. í skýrslu undirbúningsnefndar kemur fram að markviss kennsla í tjáningu hafi að miklu leyti orðið útundan í skólanum. Hins vegar segir þar að vaxandi nauðsyn sé í nútímaþjóðfélagi, að hver og einn geti komið vel fyrir sig orði. Það skeri oft úr um hvort fólk geti nýtt tækifæri sem bjóðast, hvort heldur sem er í skóla eða starfi. Af þeim sökum verður lögð áhersla á munnlega tjáningu öll skólaárin, auk þess að nemendur verða þjálf- aðir í að setja mál sitt fram skrif- lega. Raunhæf verkefni í máli nokkurra kennara sem komið hafa með ýmsum hætti að undirbúningi framtíðarskipuiags- ins kom fram, að lögð verður auk- in áhersla á raunhæf verkefni (project) á sviði atvinnulífsins á öllum brautum, enda hafi reynsla af verslunarmenntabraut sýnt að slíkt gæfist vei. Þá verður lögð áhersla á að nemendur læri að taka meiri ábyrgð á eigin námi. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda, m.a. með því að flétta saman fleiri greinar en eina til að leysa verkefnin. „Þetta getur þýtt að þeir þurfi að safna saman upplýsingum á mörg- um tungumálum úr ýmsum áttum og koma þeim frá sér á íslensku eða öðru tungumáli eftir því hvert verkefnið er,“ sagði Kirsten Frið- riksdóttir og bætti við að með því breyttist hlutverk kennara frá því að vera fræðari yfir í að verða verkstjóri. Hún bendir einnig á að á þennan hátt læri nemendur að vinna sameiginlega að upplýsinga- öflun, leysa vandamál og koma verkefninu frá sér á skilmerkileg- an hátt. Sama nám í upphafi Framtíðarskipulag skólans ger- ir ráð fyrir að allir fyrsta árs nem- ar stundi sama nám utan þriðja tungumáls, sem verður val á milli frönsku og þýsku. Að loknu fyrsta námsári geta nemendur valið á milli fjögurra brauta: alþjóða- brautar, málabrautar, stærðfræði- brautar og viðskiptabrautar. Á þriðja ári skiptist viðskipta- braut i viðskiptabraut annars veg- ar og hagfræðibraut hins vegar. VORANNIR I FONIX NÝJAR GLÆSILEGAR DANSKAR ELDHÚS- OG BAÐINNRÉTTINGAR OG FLEIRI NÝJUNGAR Við höfum allt sem þig vantar INNRETTINGAR OG RAFTÆKI í eldhúsið, baðherbergið og þvottahúsið. Einnig fataskápa í svefnherbergið, barnaherbergið og anddyrið. Við erum í sólskinsskapi og bjóðum SANNKALLAÐ SUMARVERÐ Velkomin í Fönix. Heitt á könnunni og ís fyrir börnin. Þeir sem staðfesta pöntun á innréttingu fyrir 17. júní taka þátt í úrdrætti um Nilfisk ryksugu að verðmæti kr. 31.570,- og fá þar að auki óvæntan glaðning með nýju innréttingunni. Virka daga 9-18 iFOnix Laugardaga 10-14 hátúni6a reykjavík sími 552 4420 0PI0 Stúdentar af alþjóða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.