Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 25 The Globe endurbyggt á bökkum Thamesár Eitt penní í aðgangseyri London. Reuter. GUNNAR við eitt verka sinna. LEIKHÚSGESTIR hurfu aftur til 16. aldar er þeir voru við- staddir fyrstu leiksýninguna í eftirmynd The Globe, sem nú er að rísa í Lundúnum. Búist er við að byggingunni ljúki árið 1999. Um fimmtán hundruð manns tróðu sér inn í hálfbyggt útileik- húsið, sem verður allt úr tré. Fetuðu áhorfendumir í fótspor leikhúsgesta fyrri tíma; hrópuðu, púuðu og hvæstu á viðeigandi augnablikum. Kostnaður við bygginguna nemur um 30 milljónum punda, um 3 milljörðum ísl. króna, en hún stendur sunnan Thamesár þar sem hið upprunalega Globe- leikhús var. Hugmyndin að end- urbyggingunni er eignuð banda- ríska leikstjóranum Paul Wana- maker, sem nú er látinn. Þegar Globe verður fullbyggt, eftir tvö ár, verða nákvæmlega fjórar ald- ir liðnar frá fyrstu leiksýning- unni sem vitað er um í ieikhús- inu. Flutt var verk Williams Shakespeares, Hinrik V, og með aðalhlutverkið fór Mark Ryl- ance. Rétt eins og í leiksýningum á tímum höfundarins fóru karl- menn með öll hlutverkin og var þess vandlega gætt að sýningin nú væri í einu og öllu eins og talið er að leiksýningar á tímum Shakespeares hafi farið fram. Búningarnir voru handsaumaðir og sumir áhorfendanna greiddu eitt penní í aðgangseyri, sama verð og sett var upp fyrir 400 árum. Bjarni Jóns- son sýnir í Sjóminja- safni Islands SÝNING á 20 olíumálverkum eftir Bjarna Jónsson verður opnuð á laug- ardaginn í sjóminjasafni íslands, Hafnarfirði. Allt eru þetta myndir um sjómennsku og sjávarhætti fyrri tíðar er sýna hákarlaveiðar, skreið- arferðir, saltfiskbreiðslu, seglskip, togara, árabáta o.fl. Um helmingur myndanna er frá þessu og síðasta ári og eru aliar til sölu. Sýningin stendur í sumar. Sjóminjasafnið er opið alla daga frá kl. 13-17 frá 1. júní til 30. sept- ember. Málverka- sýning í Grindavík GUNNAR Þorleifsson opnar mál- verkasýningu í menningarmið- stöðinni í Grindavík í dag, fimmtudag. Þetta er 10. einkasýning Gunn- ars sem stundaði nám við málara- skóla Finns Jónssonar, Jóhanns Briem og Reklam-Institute, Stokkhólmi. Sýningin er opin virka daga frá kl. 17-22 virka daga, um helgar kl. 14-22. Henni lýkur 9. júní. -----♦ ♦ ♦ Styrkir úr List- danssjóði Þjóð- leikhússins AÐ LOKINNI nemendasýningu Listdansskóla íslands, laugardag- inn 24. maí voru veittir styrkir úr Listdanssjóði Þjóðleikhússins. Þessi sjóður var stofnaður á 30 ára af- mæli Þjóðleikhússins árið 1980 af Sveini Einarssyni þáverandi þjóð- leikhússtjóra. Styrknum er ætlað að vera hvatning og viðurkenning fyrir góðan árangur í listdansi. Veitt hefur verið úr sjóðnum annað hvert ár og margir starfandi list- dansarar og kennarar eru meðal styrkþega. Að þessu sinni voru veittir fimm styrkir. Þá hlutu: Anna Sigríður Guðnadóttir, Gunnlaugur Egilsson, Kristín Una Friðjónsdóttir og Sonja Baldursdóttir, öll nemendur í List- dansskóla íslands, og Kári Freyr Björnsson sem stundar nú nám við Sænska ballettskólann i Stokkhólmi en var áður nemandi í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins. Gunnlaugur Egilsson fer nú í haust til náms við Sænska ballettskólann. OPTIROC MÚRVÖRUR & VIÐGERÐAR- EFNI »Betokem Dek »Betokem Rep | »Betokem ExM | ♦ Ódýrar múrblöndur W KV Gólflagnir IÐN AÐARQÚLF Smlðjuvogur 72,200 Köpavogur Símar: 564 1740,892 4170, Fax: 554 1769 Bifreið morgundagsins m- fáanleg strax f dag Auði fHOfW HEKLA Vorsprung durch Technik Fra m ú rstefn u bíli. 1 yrsta iiUutivkið svm •’ fékk Yiðiirkcnniiigu JR i\ rir að ttppfx lla |»\'ska •>a‘ðasta(>alimi l)IN 9001 • Ný lircN l ilta'Uni • Bylt i n «a rkvttml n r rjiiðrmiarbúnaðnr • Lciöamli taUni í uinaiii o £ í»irk a sva • llvillandi litlff :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.