Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 118. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Chirac býður upp á „draumalið“ Reyna að snúa vörn í sókn París. Reuter. MEÐ blessun Jacques Chiracs buðu frönsku stjórnarflokkamir í gær upp á nýtt „draumalið" til þess að freista þess að halda velli í seinni umferð þingkosninganna á sunnu- dag. Vaxandi ótti á fjármagnsmark- aði við að vinstriflokkar fari með sigur af hólmi leiddi til verðhruns á hluta- og verðbréfum og lækkunar frankans. Andstæð sjónarmið innan stjóm- arflokkanna þóttu jöfnuð í gær er hinn félagslega sinnaði þingforseti, Philippe Seguin, og herskár frjáls- hyggjumaður, Alain Madelin, tróðu upp saman á kosningafundi í Alpa- bænum Chambery en þeir þykja líklegir til að skipa embætti forsæt- is- og fjármálaráðherra í nýrri stjórn haldi flokkarnir velli. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að Seguin nýtur mests trausts til embættis forsætisráðherra haldi mið- og hægriflokkarnir velli. Hann er fýrrverandi andstæðingur evr- ópumyntarinnar. Hann sagði að sú afstaða sín að bæta bæri hag snauðra og atvinnulausra kæmi al- veg heim og saman við skoðanir Madelins sem boðað hefur uppræt- ingu allrar efnahagslegrar miðstýr- ingar. Hann var settur af sem fjár- málaráðherra 1995 fýrir að ráðast gegn forréttindum opinberra starfsmanna. Ríkisstjóm Alains Juppe hélt sinn síðasta fund með Chirac for- seta í gær. Af því tilefni varaði for- setinn þjóðina við því að söðla um því breyttu stjórnarmynstri fylgdi mikil áhætta; breyting yrði tákn um veikleika og glundroða. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, hvatti Chirac til að sýna stillingu og búa sig heldur undir að deila völd- um með vinstrimönnum. Reuter ALAIN Juppe forsætisráðherra fer fýrir ráðherraliði sínu af síðasta fundi stjómarinnar með Jacques Chirac forseta í Elyseehöll í gær. Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti kemur í fylgd Beatrix Hollandsdrottn- ingar til viðhafnarfundarins í Haag í gær. Marshall-áætlunarinnar minnst Sameinuð Evrópa verði að veruleika Haag. Reuter. BILL Chnton Bandaríkjaforseti skoraði í gær á Vesturlönd að taka höndum saman um að láta samein- aða Evrópu verða að veruleika með því að veita ríkjum sem áður til- heyrðu áhrifasvæði Sovétríkjanna í mið- og austurhluta álfunnar dygg- an stuðning við uppbygginguna eft- ir fall járntjaldsins. Clinton lét þessi orð falla í ávarpi sem hann hélt í Haag, þar sem leiðtogar flestra Evrópuríkja voru saman komnir ásamt Bandaríkjaforseta til að minnast tilurðar Marshall-áætlun- arinnar fýrir 50 árum, sem hjálpaði Vestur-Evrópu að endurreisa efna- hag sinn eftir eyðileggingu síðari heimsstyrjaldai-. „Við eigum að fýlgja anda Mars- hall-áætlunarinnar næstu 50 árin og framyfir það til þess að byggja upp lýðræðislega, friðsamlega og óskipta Evrópu, í fyrsta sinn í sög- unni,“ sagði Clinton. Wim Kok, forsætisráðherra Hol- lands, sem var gestgjafí minningar- fundarins, flutti Clinton þakkir hinna 16 landa sem nutu góðs af áætluninni, en innan ramma hennar var flutt fé og hjálpargögn yfir Atl- antshafið að værðmæti um 13 millj- arða bandaríkjadala, sem að núvirði nálgast 6.000 milljarða króna. Við minningarathöfnina tárfelldi Helmut Kohl Pýzkalandskanzlari er Clinton vék máli sínu að æskuminn- ingum kanzlarans sem tengdust þvi hvemig aðstoðin frá Bandaríkjun- um hjálpaði til við að reisa land hans úr rústum stríðsins. Fyrr um daginn hafði Clinton set- ið sameiginlegan leiðtogafund Evr- ópusambandsins og Bandaríkjanna, en slíkir fundir fara fram á hálfs árs fresti. Þar sagði Clinton að nauð- synlegt væri að einkageirinn í hin- um ríku löndum vestursins fjárfesti meira í austantjaldslöndunum fyrr- verandi til viðbótar við þá aðstoð sem þessi lönd þiggja nú þegar. Átökin í norðurhéruðum Afganistans Talebanar sigraðir í götubardögiim Mazar-i-Sharif. Reuter Mjólk komist í tísku London. Reuter. MJÓLK verði tískudrykkur eru einkunnarorð herferðar fyrir hollustu mjólkurdrykkju sem Evrópusambandið (ESB) hefur afráðið að ýta úr vör og kosta til þess 8,75 milljónum ECU eða 700 milljónum króna. Tilgangur herferðarinnar er einkum að fá ungt fólk, undir 25 ára aldri, til að hefja mjólkurdrykkju vegna nær- ingargildis hennar. Bent er á að það sé að hætti nútímafólks að neyta mjólkur. Efnt verður til mjólkur- og heilbrigð- isvikna hér og hvar, mjólkur- teitis, upplýsingaherferðar og kynningar tengdri íþróttum. Ætlunin er að fá ungt fólk til að snúa sér að mjólkinni af eigin hvötum en ekki vegna þess að móðirin sagði því að hún væri góð fyrir það. SVEITIR Taleban-fylkingarinnar voru gjörsigraðar í hörðum 15 klukkustunda bardaga í borginni Mazar-i-Sharif í norðurhluta Afganistans í gær. Pykir það mesta áfall Talebana frá því þeir náðu höf- uðborginni Kabúl í september. Bardagarnir blossuðu upp skömmu eftir fund leiðtoga Talebana og stríðsherrans Abduls Malik, á þriðjudag. Malik, sem er af úzbekís- kum uppruna og gekk nýlega til liðs við Talebana við að koma stríðsheiT- anum Dostum frá völdum í norður- héruðunum, snerist gegn hinum nýju bandamönnum sínum nú. Talebanar höfðu komið til borgar- innai- á sunnudag, einum degi efth- að menn Maliks náðu henni á sitt vald. Til átaka kom er þeir fóru inn í hverfi shíta í norðurhluta borgarinn- ar og hugðust afvopna þar hersveitir shítasamtakanna Hezb-i-Wahdat. Shítarnh- tóku á móti þeim með skot- hríð og ekki leið á löngu uns Malik og menn hans slógust í lið með þeim. Eftir að bardagarnir breiddust út um borgina urðu hermenn Talebana, sem eru óvanir götubardögum, að hörfa frá æ fleiri borgarhlutum og segja sjónarvottar að allt 3.000 manna lið þeirra sé nú horfið úr borginni. Fulltrúi Hezb-i-Wahdat sagði að hundruð Talebana hefðu fallið í bardögunum auk þess sem ut- anríkisráðherra ríkisstjómar þeirra, Mohammad Ghous, og yfirmaður hersveita þeirra í norðurhlutanum, Abdul Razzaq, hefðu verið hand- teknir. í norðausturhéraðinu Baghlan náðu Talebanar hins vegar borginni Pul-i-Khumri á sitt vald, en borgin tengh' mikilvæg landsvæði andstæð- inga þeirra. Landamærunum við Uzbekístan lokað Mikið er af fólki af úzbekískum og tadjíkískum þjóðarbrotum í norður- héruðum Afganistans. Á miðvikudag var landamærum Úzbekístans og Afganistans lokað vegna ótta um að átökin breiddust út. Sameinuðu arabísku furstadæmin tóku á þriðjudag upp stjórnmála- samband við stjórn Talebana og m'ðu þar með þriðja ríkið, á eftir Pakistan og Saudi-Árabíu, til að við- urkenna stjórn þeirra. Bannað að slá börnin Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. MEÐ aðeins eins atkvæðis meirihluta voru lög um bann við að slá böm samþykkt í danska þinginu í gær. Stjórn- arflokkamir, Jafnaðarmanna- flokkurinn og Róttæki vinstri- fiokkurinn, ásamt vinstri flokkunum, vom hlynntir banninu, en hægri flokkamir börðust hatrammlega á móti. Formælandi Venstre, flokks Uffe Ellemann-Jensens fyrrum utanríkisráðherra, til- kynnti, að kæmist flokkurinn í meirihlutastjóm yrði bannið afnumið og Pia Kjersgárd for- maður Danska þjóðarflokks- ins hyggst reyna að fá þjóðar- atkvæði um málið. Sambærileg lög um bann við að slá börn hafa fyrir löngu verið samþykkt í Svíþjóð og Noregi. Jafnheitar umræður og vora í þinginu í gær hafa ekki heyrst þar lengi. Hægri- flokkarnir héldu því fram að með banninu væri foreldram gert uppeldið erfiðara. Hinum bar saman um að lögin væra eðlileg vernd á réttindum barna. FINCH fagnar að hnattflugi loknu í Oakland í gær. Hnattflugi lokið Oakland. Reuter. LIND A Finch lauk í gær hnatt- flugi sínu á sextugri flugvél, en ferðin var farin í tilefni þess að öld er liðin frá fæðingu flugkon- unnar Ameliu Earhart. Finch flaug flugvél sömu teg- undar, Electra ÍOE, og Earhart notaði í misheppnaðri hnatt- fiugstilraun sinni 1937. Flugvél hennar hvarf í grennd við Howlandeyju í Kyrrahafi 2. júli 1937. Finch lagði upp í hnattfiugið 17. mars og hafði viðkomu á 30 flug- völlum í 18 löndum. Sfðasti áfang- inn, frá Honoiulu á Hawaii til Oakland í Kaliforníu, var sá lengsti eða 3.840 kflómetrar og tók hann 15 klukkustundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.