Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FLUGSAGA Helgi Sveinsson/Úr safni Gunnars Steindórssonar. #> Helgi LEIFAR vélarinnar utan í brattri hlíðinni. Hér má sjá hversu erfiðar aðstæður voru BJÖRGUNARMENN í fjörunni niður af slysstað. á slysstað. í baksýn sést inn Héðinsfjörð. TF-ISI veturinn 1947 í Reykjavík. Flugslysið í Héðinsfirði í DAG eru 50 ár síð- an mesta flugslys ís- landssögunnar varð er 25 manns fórust í Dou- glas DC-3 flugvél Flug- félags íslands, TF-ISI í Hestfjalli við Héðins- fjörð. Árin 1942 til 1947 voru miklir uppgangs- tímar hjá Flugfélagi íslands. Félagið var stofnað upp úr Flugfé- lagi Akureyrar árið 1942 og átti þá tvær flugvélar. Vorið 1947 voru vélarnar orðnar níu og þar af voru þijár DC-3 og þrír Catalínu flugbátar. Margir ungir flugmenn fóru til flugnáms eftir stríð og þar sem skortur var á reyndum flug- mönnum voru þessir ungu menn fljótir að vinna sig upp í flugstjóra- tign. Á þessum árum var ekki kominn flugvöllur við Akureyri heldur var landflugvélum lent á Melgerðisflug- velli sem er um 30 mín. akstur inn af Akureyri, en sjóflugvélum var lennt á pollinum við Akureyri. Lítið var af flugleiðsögutækjum á þessari flugleið og var því venjan að fljúga sjónflug. Vélin hverfur Ferð TF-ISI átti að verða fyrri ferð vélar og áhafnar til Akureyrar þennan dag. Var haldið af stað frá Reykjavík kl. 11.25 og áætlaður flugtími til Melgerðis voru 90 mín., en flugvélin hafði flugþol til 6 tíma flugs. Hafði fyrir ferðina verið ákveðið að eina færa leiðin væri að fljúga til Skagafjarðar og þaðan að reyna að skríða undir skýjum útfyr- ir mynni Siglu- Héðins- og Ólafs- fjarða til að komast inn í Eyjafjörð. Ferðin gekk samkvæmt áætlun til Skagafjarðar og fyrir mynni Siglu- Hörður Geirsson fjarðar, síðan var flogið framhjá Siglunesi þar sem síðast sást til vélar- innar. Vitað er að flug- vélin flaug inn í þoku u.þ.b. 2 km frá þeim stað þar sem hún fórst (sjá kort). Leit var hafin þegar áhöfnin hafði ekki sam- band á umtöluðum tíma og var fyrst reynt að kalla vélina upp. Síðar um daginn var send til leitarflugvél frá Varn- arliðinu í Keflavík sem leitaði með radar úti fyrir ströndinni þar sem síðast sást til vélarinn- ar, einnig voru þennan dag sendir leitarflokkar til leitar á sjó og með ströndum fram, en þeir sem fóru í Héðinsfjörð sáu ekkert þar sem þoka Mesta flugslys Islandssögunnar varð er 25 manns fórust í Hestfjalli í Héðinsfirði hinn 29. maí árið 1947. Hörður Geirs- son rifjar upp þennan hörmulega atburð. lá niður að sjó og ekkert sást uppí íjallshlíðar. Flakið finnst Um nóttina 30. maí létti til og var hafin leit með þremur flugvélum Flugfélags íslands og var það síðan Smári Karlsson flugmaður á TF- ISP sem fann flugvélina í Hestfjalli kl. 8.20 um morguninn. Var strax ljóst að enginn hafði komist lífs af úr þessu slysi. Flugvélin hafði komið úr suður- átt er hún flaug í fjallið, þar sem hún hafði splundrast og einnig brunnið mikið. Þegar fréttir bárust til Ólafs- fjarðar og Siglufjarðar fóru björg- unarflokkar strax af stað til leitar og er aðkomunni þannig lýst í Tím- anum 31.5. 1947: „Flugmönnunum sem sáu flakið, virtist það myndi verða mjög örðugt að komast að því nema helst að fara uppá fjallið og síga niður í gilið, þar sem flakið lá. Klettar ganga þarna fram í sjó og er fjallið bæði bratt og hömrótt. Bátum sem voru á nálægum stöðum var gert viðvart og nokkru fyrirjiádegi tókst vélbátnum Agli frá Ólafsfírði að leggjast að klöpp þarna rétt hjá og gátu skipveijar síðan klifrað upp að fiakinu. Blasti við þeim mjög hörmuleg sjón er þangað kom. Allt var brunnið af flugvélinni sem brunnið gat og hún hafði brenglast mikið við sprenginguna. Flest líkin lágu á víð og dreif í kringum flak- ið, sum all fjarri. Hafa þau senni- lega henst úr vélinni við sprenging- una. Mörg þeirra höfðu mikla Gert af höf. eftir lýsingum gagna málsins. KORT af flugleið TF-ISI. X-ið sýnir slysstað. Þekkt og líkleg flugleið er sýnd. Sveinsson/Úr safni Gunnars Steindórssonar Þau fórust Þau sem fórust í flugslysinu í Héðinsfirði voru: Bryndís Sigurðardóttir, Reynihlíð, Mývatnssveit, 23 ára. Brynja Hlíðar, lyfjafræðing- ur, Akureyri, 36 ára. Ógift. Garðar Þorsteinsson, al- þingismaður, Reykjavík, 48 ára. Kvæntur og átti 4 börn. Georg Thorberg Óskarsson, flugmaður, Laugavegi 5, Reykjavík, 23 ára. Kvæntur og eftir fráfall hans fæddist honum sonur. Guðlaug Einarsdóttir, skrif- stofumær, Túngötu 25, Siglu- firði, 33 ára. Ogift. Gunnar Hallgrímsson, tann- læknir Akureyri, 37 ára. Kvæntur og átti einn son. Jens Barnæs, starfsmaður RARIK, Norðmaður. Jóhann Benidikt Guðjóns- son, starfsmaður RARIK, Eyrarbakka, 23 ára. Júlíanna Arnórsdóttir frá Upsum í Svarfaðardal, 29 ára, og sonur hennar, Árni Jóns- son, 4 ára. Kristján Tryggvi Jóhanns- son, verkfræðingur, forstjóri Vélsmiðjunnar Odda Akur- eyri, 29 ára og Erna Jóhannsson, kona hans 29 ára, fædd í Noregi. Synir þeirra Gunnar 4 ára og Tryggvi á 2. ári. Kristján Kristinsson, flug- maður, Reykjavík, 23 ára, ókvæntur. María Eydís Jónsdóttir, Kaldbak við Húsavík, 17 ára. Ragnar Guðmundsson, loft- skeytamaður, Flókagötu 1, Reykjavík, 25 ára. Ókvæntur. Rannveig Krisljánsdóttir, Eyraiyegi, 11 Akureyri, 29 ára. Ógift. Saga Geirdal, frá Grímsey, Akureyri, 41 árs. Ógift. Sigríður Gunnlaugsdóttir, flugþerna, Hjallavegi 52, Reykjavík, 23 ára. Ógift. Sigurrós Jónsdóttir, Hörgár- braut 3, Akureyri, 16 ára. Sigurrós Stefánsdóttir, frá Skógum á Þelamörk, 49 ára. Ógift. Stefán Sigurðsson, deildar- stjóri hjá KEA, Hafnarstræti 90, Akureyri, 29 ára. Ókvænt- ur. Guðríður Þorgerður Þor- varðardóttir, húsmæðra- kennari. Túngötu 49, Reykja- vík. Þórður Arnaldsson, Þrúð- vangi við Akureyri, bifreiða- stjóri, 23 ára. Ókvæntur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.