Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
BRIDS
FANNAR ÞORLÁKUR
SVERRISSON
+ Fannar Þorlák-
ur Sverrisson
fæddist í Reykjavík
29. nóvember 1968.
Hann lést af slysför-
um 5. apríl síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Víd-
alinskirkju í
Garðabæ 22. apríl.
Hver kannast ekki
við þá tilfinningu sem
grípur mann þegar vor-
ið er að ganga í garð.
Vetur er á enda og birt-
an, hlýjan og lífið auka
þrótt og lífsgleðin gagntekur mann.
Þegar vorið nálgast gefur að líta
undarlega menn sem annaðhvort
keyra, labba eða jafnvel synda gón-
andi upp í loftið, talandi við sjálfan
sig um skýjafar og vindstefnu.
Þetta eru svifflugmenn og Fannar
var einn af þeim.
Fannar var með svo mikla flug-
dellu að svifflug nægði honum alls
ekki, því lærði hann vélflug til að
hámarka þann tíma sem hann gat
verið á lofti. En Fannar var enginn
venjulegur flugmaður, hann var
bestur. Flugið var honum eðlislægt,
svo eðlislægt að snemma eftir að
hann náði fullum réttindum í svif-
fluginu var haft á orði að þarna
færi drengur með sér-
staka hæfileika. Fyrst
gaf hann þeim bestu
ekkerý eftir og á síð-
asta íslandsmeistara-
móti í svifflugi sýndi
hann og sannaði að
hann var kominn í
fremstu röð svifflug-
manna á íslandi, að-
eins 27 ára gamall. Ég
fylgdist með Fannari í
gegnum tíðina og
gladdist mjög yfir vel-
gengni hans í fluginu
og kallaði hann oft
Waldo Pepper eða
Chuck Yeager íslendinga í höfuðið
á einhverjum frægustu flughetjum
sögunnar.
Já, tímarnir uppi á Sandskeiði
eru nú dýrmætir í minningunni.
Flugið og félagsskapurinn er það
sem menn sækja í uppi á Sand-
skeiði og einlæg vinátta myndast
sem nær langt út fyrir flugið á
sumrin. Fannar varð snemma einn
af mínum bestu vinum og hélst sá
vinskapur þótt ég hafí dregið mikið
úr fluginu undanfarin ár sökum
náms og annarra áhugamála. Fann-
ar var ósáttur við að ég flygi svona
lítið og argaðist í mér að bæta úr
þessu. Ég gerði það og fyrir þrem-
ur árum tók ég prófíð mitt upp á
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNA GISSURARDÓTTIR,
síðast til heimilis
á Sólvöllum, Eyrarbakka,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag-
inn 31. maí kl. 13.30.
Bjöm Jensen, Guðrún Á. Halldórsdóttir,
Gissur Jensen, Hansína Á. Stefánsdóttir,
Jóhanna Jensen, Svavar Bjarnhéðinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kæra þökk fyrir auðsýndan hlýhug við andlát móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SÓLVEIGAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Strandseljum.
Amór Hannibalsson, Ólafur Hannibalsson,
Elfn Hannibalsdóttir, Guðriður Hannibalsdóttir,
Jón Baldvin Hannibalsson,
tengdabörn, barnabörn
og barnabamabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug viö
andlát og útför
SVEINS KJARTANSSONAR
bónda,
Seli, Grimsnesi.
Sórstakar þakkir færum við starfsfólki við
Sjúkrahús Suðurlands.
Aðstandendur.
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
r
Islensk framleiðsla
Sendum
myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - Revkjavik
sími: 587 1960 -fux: 587 1986
nýtt og var þá Fannar kennarinn
minn. Eftir tvö flug rak hann mig
í fyrsta einflug mitt í rúm sjö ár
með þeim orðum að ef ég færi var-
lega þá myndi ég spjara mig vel.
Þótt flugið hafí valdið því að vin-
átta tókst með okkur Fannari, þá
viðhélt ekki bara flugið henni, því
ég og konan mín urðum vinir hans,
eins og aðrir, sem sóttu í þá miklu
birtu og húmor sem jafnan fylgdu
Fannari. Fyrstu dagana eftir að
Fannar dó hringdu margir vinir og
málkunningjar í mig til að votta
mér samúð sína og varð þeim öllum
tíðrætt um þessa miklu birtu sem
stóð af Fannari. Allir eru sammála
um þessa birtu og tala um þá hlýju
sem henni fylgdi og bæta jafnan
við að Fannar hafi alltaf verið bros-
andi. Er ég lít til baka og skoða
allar þær myndir sem við hjónin
eigum af Fannari þá man ég eftir
þessu öllu og fínn að með brott-
hvarfí hans hefur kalið í mér part
sem seint eða aldrei verður þíddur.
Harmur okkar vina Fannars er ólýs-
anlegur og hugsunin að fá ekki að
njóta hans í framtíðinni er þung-
bær. Vinir Fannars eins og Gunni
kokkur og Þórður sem nutu daglegs
samneytis við Fannar og um margt
stóluðu á vinfengi og nærveru hans
bera mikla sorg sem enginn getur
gert sér í hugarlund. Þeir bera harm
sinn í hljóði með mikilli reisn.
Vorið er komið en það er dimmur
og kaldur vetur í huga og sálu
minni. Ég veit hins vegar að Fann-
ar vill hafa glaðværð þar sem hans
verður minnst og að minningu hans
verður haldið á loft með sem öflug-
ustu svifflugi á Sandskeiði. Ég ætla
því að hleypa vorinu, birtunni og
hlýjunni inni í hjarta mitt því ein-
ungis þannig getur maður minnst
Fannars á réttan hátt.
Sá stóri hópur fólks sem nú syrg-
ir Fannar og líka Þorgeir L. Árna-
son verður að styrkja fjölskyldur
þeirra með ráðum og dáð og heiðra
minningu þeirra með því að styrkja
flugið á íslandi.
Elsku Fannar vinur minn. Ég vil
þakka þér fyrir allt sem þú gafst
mér í þessu lífí. Ég veit að við eig-
um eftir að hittast aftur á stað þar
sem flugið er stundað af kappi. Ef
það er rétt sem vitrir menn segja
að englarnir hafi vængi, þá veitir
mér ekki af góðum flugkennara
þegar þar að kemur.
Jón Kristinn Snæhólm.
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON
+ Sigurður Guð-
mundsson fædd-
ist i Litla-Saurbæ í
Ölfusi 30. ágúst
1918. Hann lést á
Landspítalanum 19.
maí síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Hveragerðis-
kirkju 24. maí.
Lífið og dauðinn sí-
fellt sækjast á, sorgin
og gleðin öndótt talast
við, en ofar öllu böli
einn er sá, sem eins í
lífí’ og dauða veitir grið, teflir
sterkri huggun harmi mót, heljar
sárin græðir meina bót.
Já, hér hafa líf og dauði enn
sóst á, og Sigurður, kær, og lang-
tíma vinur horfínn af sjónarsviðinu
- þessi lífsorkubrunnur og heljar-
menni, sem átti fáa sína líka að lík-
amsburðum - þetta kjarkmenni
sem lét ekkert aftra sér, þegar
mikið lá við að hjálpa öðrum, hvort
heldur var um að ræða ofviðri og
fannfergi eða að stilla til friðar á
mannfundum þar sem óeirðaseggir
vildu fara m.eð ófriði. Þeim lærðist
fljótt að hafa hægt um sig þar sem
hann var viðstaddur. Hér er innt
að ytri kostum, sem blöstu við allra
sjónum. Hliðstæðir kostir ein-
kenndu einnig hans innra mann.
Þar var styrkur, festa, áreiðanleiki
og heiðarleiki sem ófrávíkjanlegar
dyggðir, því hann mátti í engu
vamm sitt vita, það þurfti hvorki
undirskriftir eða stimpluð plögg til
að tryggja, að loforð hans stæðust
í hveiju sem vera skyldi, Töluð orð
hans voru sem bezta undirskrift.
Þannig var hans innri maður. En
þó gustaði jafnan kröftuglega af
honum; bar hann hlýjan og viðkvæ-
man mann í innstu innum. Það
auðnaðist mér sérstak-
lega að sjá í söngnum.
Allt frá ungum árum
söng hann í kirkjukór
Hveragerðis- og Kot-
strandarsókna, enda
raddmaður góður, tón-
næmur og unni og
naut söngs heilum
hug.
Við hjónin nutum
þeirra forréttinda að
aðstoða þetta söngfólk
nokkur ár utan skyldu-
starfa okkar. Þegar við
létum gamminn geisa
á léttum, glöðum text-
um og tónum, sá ég hina næmu
og tilfinningaríku sönggleði Sigurð-
ar. Er við svo fengumst við alvar-
legri - já sorgþrungin viðfangsefni
eins og t.d. föstudaginn langa, sá
ég honum blika tár á hvarmi. Þann-
ig var þetta heljarmenni í innstu
innum - en tilfinningar sínar bar
hann ekki á torg né fyrir allra augu.
Að honum er sannarlega mikill
sjónarsviptir. En svona er það eigi
að síður, því vér ráðum ei lögum
lífs og dauða, lendum þráfalt í sorg-
um nauða, því „maðurinn gamli,
sem gengur með ljáinn", guðar tíð-
um óvænt á skjáinn. Ekki bar and-
lát hans þó með öllu óvænt að, því
alllengi var hann búinn að vera
veikur.
Fundum okkar bar fyrst saman
stuttu eftir að ég kom til Suður-
lands vorið 1944. Allt frá þeim tíma
höfum við þekkst, og sú langstæða
kynning eftirskildi fátt, sem hvor
vissi ekki um annan.
Elsku Helga, ástvinir og söngfé-
lagamir allir. Við hjónin sendum
ykkur hlýjustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja ykkur og
hefja yfír harm og trega í vissunni
um endurfundina á landi lifenda.
Sólveig og Jón Hjörleifur.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí
(5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS).
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfín Word og
WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
éina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða
2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Frá Bridsfélagi Suðurnesja
Aðalfundur félagsins var haldinn
26. maí. Sú breyting varð á stjóm
félagsins að Amór R. Ragnarsson
lætur af störfum gjaldkera. Sam-
starfsmenn og félagar kunna hon-
um bestu þakkir fyrir vel unnin
störf. Núverandi stjóm skipa: Rand-
ver Ragnarsson formaður, Guðjón
S. Jensen gjaldkeri, Kristján Krist-
jánsson ritari, Gunnar Guðbjörns-
son og Jóhannes Sigurðsson.
Laugardaginn 31. maí fer fram
hin árlega bæjarkeppni milli
Reykjanesbæjar og Sandgerðis og
hefst kl. 14.00. Um kvöldið verður
sameiginleg árshátíð með kvöld-
verði og verðlaunaafhendingu.
Mánudaginn 2. júní hefst sumar-
spilamennska. veitt verða verðlaun
fyrir stigahæstu spilara sumarsins.
Sumarbrids 1997
Fyrstu viku sumarbrids lauk
sunnudaginn 25. maí og Guðlaugur
Sveinsson vann í bronsstigakeppn-
inni fyrir vikuna og hlaut að launum
mat fyrir tvo á LA Café. Aukaverð-
laun vikunnar vom einnig dregin
út á sunnudagskvöldið úr öllum
nöfnum vikunnar og Guðni Ingvars-
son fékk þau verðlaun.
Föstudagskvöldið 23. maí spilaði
31 par Mitchell-tvímenning, meðal-
skor 364 og lokastaðan í N/S var
þessi:
Geirlaug Mapúsdóttir - Torfi Axelsson 444
Áróra Jóhannsdóttir - Jórunn Fjeldsted 427
Halldór Már Sverriss. - Aron Þorfinnss. 423
Hulda Hjálmarsdóttir - Ólína Kjartansd. 409
A/V lokastaða:
Gunnlaugur Sævarss. - Vilhj. Sigurðss.jr. 465
FriðrikJónsson-GuðmundurSkúlason 433
Hrafnhildur Skúlad. - Jörundur Þórðarson 424
Guðbjöm Þórðars. - Jón Viðar Jónmundss. 422
Kl. 23.00 hófst síðan hin sívin-
sæla miðnætursveitakeppni með
útslætti og þar tóku þátt 11 sveitir
og lauk henni með sigri Liverpool,
eftir harða baráttu við sveit Geir-
laugar Magnúsdóttur. Fyrirliði Liv-
erpool var Páll Þór Bergsson og
sveitarfélagar Sveinn Þorvaldsson,
Jón Stefánsson og Steinberg Rík-
harðsson.
Sunnudaginn 25. maí spiluðu 14
pör Monrad-barómeter. Miðlungur
168.
Guðlaugur Sveinss. - Mapús Sverriss. 200
Rúnar Einarsson - Helgi Bogason 196
Hrafnhildur Skúlad. - Jömndur Þórðars. 194
Friðrik Jónss. - Jón Viðar Jónmundss. 192
Mánudaginn 26. maí spiluðu 21
par Mitcell, miðlungur 216. Þar
urðu efstir í N/S:
Gunnlaugur Sævarss. - Vilh. Sigurðss. jr. 281
Guðlaugur Sveinss. - Láms Hermannss. 258
Guðmundur Skúlason - Jón Viðar Jónsson 253
Aron Þorfinnsson - Snorri Kalsson 249
A/V:
Halldór Már Sverriss. - Rúnar Einarss. 254
Dúa Ólafsdóttir - Jón Hákon Jónsson 242
Gróa Guðnadóttir - Lilja Halldórsdóttir 241
Murat Serdaroglu - Þórður Bjömsson 240
Spilað er öll kvöld nema laugar-
dagskvöld í Þönglabakka 1, 3. hæð,
húsnæði Bridssambands íslands kl.
19.00. Mánudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og föstudaga er spilað-
ur Mitcell-tvímenningur og mið-
vikudaga og sunnudaga Monrad-
barómeter.
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni
Fimmtudaginn 22. maí spiluðu
17 pör Mitchell-tvímenning.
N/S
Elín Jónsdóttir - Gunnþómnn Erlingsdóttir 231
Ólafurlngvarsson-Guðm.Samúelsson 228
Kristinn Magnússon - Oddur Halldórsson 223
A/V
LárasHermannsson-EysteinnEinarsson 243
Kristinn Gíslason - Magrét Jakobsdóttir 228
RagnarHalldórsson-HjálmarGísIason 226
Meðalskor 216
Laugardaginn 24. maí var hin
árlega sveitakeppni spiluð á milli
Félags eldri borgara í Kópavogi og
Félags eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni.
Leikar fóru þannig að FEB í
Reykjavík og nágrenni fór með sig-
ur að þessu sinni, með 161 stig
gegn 137. Viljum við Reykvíkingar
þakka Kópavogsdeildinni fyrir
skemmtilega keppni.