Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ1997 51
GUNNAR HINRIK
ÁRNASON
+ Gunnar Hinrik
Árnason fædd-
ist í Reykjavík 14.
febrúar 1957. Hann
lést á sjúkrahúsi í
Lúxemborg 23. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Helga Henrysdótt-
ir, húsmóðir, f.
16.10.1931, og Árni
Hinriksson, fyrr-
verandi forstjóri
Laugarásbíós, f.
7.3. 1930, d. 18.9.
1975. Systkini
Gunnars eru Ellen
Ingibjörg, f. 1951, Anna, f. 1953,
Guðrún, f. 1959, Helga Dagný,
f. 1964, og Árni Þór, f. 1966.
Dætur Gunnars eru Eva
Björk, f. 24.1.1977, móðir Guð-
leif Þórðardóttir, f.
1957, og Rakel, f.
14.2. 1978, móðir
Anna Guðnadóttir,
f. 1958, fyrrverandi
sambýliskona
Gunnars. Árið 1981
kvæntist Gunnar
Hennýju Her-
mannsdóttur, f.
1952. Þau skildu
1989. Sonur
er Árni
f. 26.9.
Stjúpdóttir
Gunnars er Unnur
Berglind Guð-
mundsdóttir, f. 3.12. 1977.
Utför Gunnars fer fram frá
kapellu Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan
10.30.
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast fósturpabba míns. Síðast-
liðinn föstudag setti mig hljóða er
ég frétti að fósturpabbi minn til tíu
ára hefði látist í Luxemborg. Hann
var ávallt í reglulegu símasambandi
við okkur á ferðalögum sínum og
þar sem ég var nýverið í stúdents-
prófum og var alltaf heima, kom
það í minn hlut að taka við fréttum
og kveðjum til fjölskyldunnar. Það
var því orðinn vani að fá símtöl frá
honum hvaðanæva úr heimi. Ferða-
lög heilluðu hann mikið og tengjast
margar æskuminningar því þegar
við íjölskyldan ferðuðumst innan
lands og utan.
Árið 1982 fæddist bróðir minn,
Árni Henry og var hann ævinlega
augasteinn pabba síns. í mars síð-
astliðnum fóru þeir feðgarnir til
London að horfa á fótboltaleik en
pabbi var uppgefínn eftir helgina,
því Árni hafði meira þrek í búða-
rápi en nokkur kvenmaður.
Elsku Árni minn, amma Helga
og fjölskylda, ég bið Guð að styrkja
ykkur í þessari miklu sorg.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Unnur Berglind.
Hann Gunnar bróðir okkar er
dáinn. Líf hans var ekki alltaf létt.
Þótt samverustundum okkar fækk-
aði er tímar liðu áttum við samt
margar góðar samverustundir, sem
við finnum að voru okkur dýrmæt-
ar. Hann var seinni árin upptekinn
af hugðarefnum sínum er tóku
mestan tíma hans.
Við söknum hans sem bróður og
vinar. Blessuð sé minning hans.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin bjðrt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Systkini.
Gunnar. Mig langar að skrifa
nokkur kveðjuorð til þín. Þegar
hringt var til mín og sagt var:
„Veist þú hver er dáinn?“ komu tvö
önnur nöfn upp í huga minn, en
ég átti erfitt með að trúa því að
það gæti verið þú.
Þú hefur dvalið erlendis mikið
sl. ár og varst í einni slíkri ferð
þegar kallið kom. Nú hefur þú lagt
upp í ferðalagið sem við förum öll
að lokum og úr því ferðalagi verður
ekki aftur snúið í sömu mynd.
Við ákváðum í bytjun þessa árs
að gleðjast saman og halda upp á
afmæli okkar. Við áttum bæði stór-
afmæli framundan með nokkurra
daga millibili. Þótt árin á milli okk-
ar væru tíu.
Við vorum góðir vinir enda þótt
á ýmsu hafi gengið á milli okkar.
Við gátum vel talað saman um alla
hluti og treyst hvort öðru að það
færi aldrei lengra. Ýmsa galla var
hægt að finna í fari okkar, en við
áttum líka ýmislegt sameiginlegt.
Við áttum það sameiginlegt að
reykja ekki né nota lyf í neinu formi
og vorum við hreykin af því. Okkur
þótti líka mjög vænt um börnin
okkar og foreldra, svo og flesta
aðra. Þú þráðir að eignast aftur
fallegt heimili og hafa fjölskyldu
þér við hlið.
Þú minntist oft pabba þíns og
varst stoltur af honum. Þér þótti
afskaplega vænt um mömmu þína,
son þinn og uppeldisdóttur. Þú
varst fagurkeri, ávallt snyrtilegur,
vel til fara og framkoman slík.
Nú upp á síðkastið varstu loks
ánægður með hvernig hjólin voru
farin að snúast þér í hag í sam-
bandi við Boney M. o.fl. varðandi
viðskipti.
Ákveðið hafði verið að hittast á
kaffihúsi eftir að þú kæmir heim
og ræða saman. Við áttum ýmis-
legt eftir óuppgert. Ekki verður nú
af því.
Eg_ bið góðan guð um að styrkja
þig Árni Henrý, Unnur Berglind
og Helga. Ég votta ykkur og öllum
öðrum ástvinum Gunnars mína
innilegustu samúð.
Hvíl þú í friði, elsku vinur. Guð
geymi þig. Vinarkveðja.
Guðrún Pétursdóttir.
Elsku frændi.
Þær eru góðar minningarnar
sem við eigum um þig sem strák
á öllum aldri. Hún systir okkar sá
foreldrum okkar fyrir einum sex
barnabörnum áður en skriðan fór
af stað hjá okkur hinum. Við dáð-
umst að þeim og fannst þau vera
fallegri en nokkur önnur börn, eig-
inlega voruð þið eins og litlu systk-
in okkar hinna. Þú komst þriðji í
hópinn, strax stór og sterkur, al-
gjör pabbastrákur. Minningarnar
eru margar um indæla tíma sem
við höfum átt saman. Sérstakléga
allar stundirnar í sumarbústað fjöl-
skyldunnar, sem þér þótti svo vænt
um, þar sem þú lékst þér við læk-
inn og fékkst vænan skammt af
vatninu eins og öll önnur börn í
fjölskyldunni, og við pollinn þar
sem þú byggðir fleka til að sigla
á. Alltaf varst þú allra hugljúfi og
í fararbroddi í leikjum sem pabbi
þinn var svo duglegur að finna
upp. Þær eru líka góðar minning-
arnar um sumarið þegar þú varst
lærlingur á varðskipinu Ægi og svo
heppinn að hafa tvo eldri frændur
með um borð. Kannski vorum við
of harðir við þig á stundum, en það
átti að herða litla frænda. Við höf-
um líkast til verið skrautlegur hóp-
ur þegar við fórum til að vera við
brúðkaup Önnu systur þinnar í
Silkiborg, allir sem vettlingi gátu
valdið, ömmur sem ungabörn.
Pabbi þinn var nýdáinn og allir í
sorg, það skiptast á skin og skúrir
í lífinu en brúðkaup skyldi haldið,
þú leiddir Önnu upp að altarinu og
varst fjölskyldunni til sóma með
ræðunni þinni fínu. Ferðin skipar
sess í hugum okkar enn þann dag
í dag, það var mikið grátið en líka
hlegið og þú áttir þinn þátt í því.
Það koma líka myndir í hugann af
afmælisboðum Rakelar dóttur ykk-
ar Önnu í litlu íbúðinni við Rauða-
læk, brúðkaupið ykkar Hennýar,
mikið voruð þið falleg brúðhjón.
Þú lagðir þig líka fram við að halda
sambandi við okkur öll alla tíð og
við vitum hvað fjölskyldan var þér
mikilvæg.
Það er erfítt að sjá hvenær halla
fer undan fæti og sjálfsagt gerist
það hægt, en það fer ekkert á milli
mála að vín var þinn versti óvinur.
Þú hugsaðir svo stórt og ætlaðir
þér svo margt, stundum kannski
einum of en það mikilvægasta í lífi
þínu voru þó börnin. Elsku frændi,
börnin eru okkar dýrmætustu gjaf-
ir, og þeim var deilt ríkulega til
þín og það vissir þú vel. Við vonum
að þið, Rakel mín, Eva Björk, Árni
Henry og Unnur Berglind getið
horft framhjá breyskleikanum í
honum pabba ykkar og séð hjarta-
hreina og hlýja manninn sem vildi
vera okkur öllum svo góður, en var
sjálfum sér verstur. Gæfan er
hverful og þú, elsku frændi, tókst
það stysta strá, þetta var hörmu-
legt slys sem henti þig á heimleið,
en þú fékkst góða heimfylgd móður
þinnar, vinkonu og systra. Elsku
systir, þetta er svo undarlegt ferða-
lag þetta líf, enn horfir þú á eftir
ástvini. Það hafa skipst á sorgir
og gleði í lífi þínu og ykkar. Við
vitum að gleðin verður alltaf ofan
á og þú átt ótalmargar góðar minn-
ingar að ylja þér við.
Við sendum ykkur öllum, sem
þótti vænt um Gunnar Hinrik, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur. Við
kveðjum þig, frændi, með ósk um
fallega heimkomu til Nangiyala,
þar sem tekið verður á móti þér
með mjúkum líknandi örmum.
Hjördís og Þorsteinn.
Erfidrykkjur
HÓTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í síma 568 9000
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins I bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp-
lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það
eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega Ifnuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
stn en ekki stuttnefni undir greinunum.
925
HöTEL föFTLEJÐIR
ICELANDAI. K' .H OT'.f tr*«
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR GUTTORMSSON
bílstjóri,
Mánagötu 25,
Reyðarfirði,
verður jarðsunginn frá Búðareyrarkirkju, Reyðar-
firði, laugardaginn 31. maí kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag (slands.
Helga Sveinsdóttir,
Guðlaugur S. Sigurðsson,
Anna Þ. Sigurðardóttir,
Hulda B. Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson,
Arndís Sigurðardóttir, Vilberg Einarsson,
Guttormur Sigurðsson, Laufey Brekkan,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lilja Jónsdóttir,
Jónbjörn Pálsson, Þóra Guðný Gunnarsdóttir,
Sæmundur Pálsson, Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir,
Sævar Pálsson, Soffía Sæunn Haraldsdóttir,
Vilhelm Páll Páisson, Eybjörg Guðný Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÁLL KRISTBJÖRN SÆMUNDSSON
frá Djúpuvík
í Árneshreppi
á Ströndum,
sem lést 23. maí sl. verður jarðsunginn frá
Áskirkju föstudaginn 30. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Inga Gröndal, Jón A. Skúlason.
Unnur Gröndal, Erna Jónsdóttir,
Helga Gröndal, Sveinn Björnsson,
Þórunn Gröndal, Júlíus Halldórsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og langalangömmubarn.
+
Maðurinn minn, sonur og bróðir,
JÚLÍUS GfSLASON
frá Hóli á Langanesi,
Þingholtsstræti 23,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 22. maí, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn
30. maí kl. 15.00.
Inga S. Þorsteinsdóttir,
Sigríður Hólm Samúelsdóttir,
Sara Hólm
og aðrir vandamenn.
+
Alúðarþakkir fyrir samúð og vináttu við andlát
og útför
BENEDIKTS RAGNARS
BENEDIKTSSONAR,
Safamýri 48.
Sérstakar þakkir til starfsfólks við Grensás-
kirkju og Kvenfélags Grensássóknar fyrir
ómetanlega aðstoð og stuðning.
Brynhiidur Skeggjadóttir,
Sigrún Benediktsdóttir, Gfsli Einarsson,
Lilja Benediktsdóttir, Sigurður Vilbergsson,
Benedikt E. Benediktsson, Þómý Alda Kristjánsdóttir
og barnabörn.