Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.05.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ I I I I I I ► ) i i ) i i i ERLENT Reuter Wolf dæmdur fyrir mannrán ÞÝSKUR dómstóll kvað á þriðjudag upp tveggja ára skil- orðsbundinn fangelsisdóm yfir Markus Wolf, sem var yfirmað- ur austur-þýsku leyniþjón- ustunnar í 30 ár, fyrir þrjú mannrán á árum kalda stríðs- ins. Sami dómstóll dæmdi Wolf í fangelsi fyrir landráð árið 1993 en æðsti dómstóll Þýskalands hnekkti þeim dómi tveimur árum síðar á þeirri forsendu að ekki væri hægt að dæma hann fyrir að hafa sem Austur- Þjóðveiji njósnað um Vestur- Þýskaland, sem þá var erlent ríki. í þetta sinn ákærðu sak- sóknararnir Wolf fyrir brot á austur-þýskum lögum og féllu frá ákærum um landráð til að flýta réttarhöldunum. „Ég býst við að ég geti sætt mig við þetta,“ sagði Wolf eftir dómsuppkvaðninguna og benti á að saksóknararnir höfðu krafist þriggja og hálfs árs fangelsisdóms. A myndinni gengur Wolf, sem er 74 ára, í dómhúsið í Diisseldorf með eiginkonu sinni, Andreu. Þingkosningarnar á Indónesíu Þjóðin hvött til að nýta lýðræðið Jakarta. Reuter. SUHARTO, forseti Indónesíu, ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti Indónesa til að neyta atkvæðisrétt- ar síns í þingkosningunum í dag eftir mannskæðustu pólitísku átökin í landinu í þijá áratugi. Kosningabaráttan stóð í 27 daga og henni lauk á föstudag með óeirðum sem kostuðu að minnsta kosti 124 lífið í Banjarm- asin, höfuðstað héraðsins Suður- Kalimantan. Tæpar 125 milljónir manna eru á kjörskrá í þessu fjórða fjölmenn- asta ríki heims. 425 þingmenn verða kjömir og auk þess á herinn að tilnefna 75 þingmenn. Gert er ráð fyrir að helstu úrslit liggi fyr- ir á morgun og lokaniðurstaðan verði kunngerð eftir viku. Loka varð japanska sendiráðinu í Jakarta um tíma í gær vegna sprengjuhótunar, sem reyndist gabb, og fregnir hermdu að varað hefði verið sprengjum á fleiri stöð- um. Herinn var sagður hafa hand- tekið fjóra menn sem grunaðir voru um að hafa ætlað að koma fyrir sprengju í verslunarmiðstöð í höfuðborginni. Óttast litla kjörsókn Aðeins þremur fiokkum var leyft að taka þátt í kosningunum. Talið er nánast öruggt að stjórnar- flokkurinn, Golkar, fari með sigur af hólmi í kosningunum, en frétta- skýrendur beina einkum sjónum sínum að Sameinaða framfara- flokknum, sem höfðar einkum til múslima, og veltu vöngum yfir hugsanlegum viðbrögðum stjórn- valda ef fylgi hans yrði mikið. Þriðji flokkurinn, Indónesíski lýð- ræðisflokkurinn, sem höfðar til kristinna og þjóðernissinnaðra kjósenda, er talinn hafa lítið fylgi vegna valdabaráttu meðal forystu- manna hans. Fréttaskýrendur fylgjast einnig með stærð „hvíta flokksins", eins og þeir kalla þann hóp kjósenda sem ógildir atkvæði sín eða mætir ekki á kjörstað til að láta í ljós óánægju með valdhafana og stjómkerfið. Þeir sögðu að áskor- un forsetans um mikla kjörsókn benti til þess að ráðamennirnir óttuðust að þessi hópur yrði stór í kosningunum. skartgrípi frá Silfurbúðinni 63) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœrdit gjöftna - FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 21 Husqvarna Rider 850-12 Hagkvæm aksturssláttuvél með sjálfvirkri kúplingu. Fimm gírar áfram og einn aftur. Vélinni má snúa við á 20 sm bletti. Sláttubreidd 85 sm með þriggja blaða sláttuhaus. Sláttuhæð stillanleg. 12.5 hp mótor. Verð kr. 369.871 Flymo Turbo Compact 300 Rafdrifin loftpúðavél með í 28 lítra grassafnara. Sláttubreidd 30 sm. Sláttuhæð stillanleg (12-32mm). 1250wmótor. Verð kr. 26.842 Flymo L 47 Létt loftpúðavél. Hentug fyrir brekkur, stórar lóðir og erfiðar aðstæður. Með 4 hp tvígengismótor. Verð kr. 49.613 MTD GES53 Sláttuvél með grassafnara. Sláttubreidd 53 sm. Sláttuhæð stillanleg. Drif á afturhjólum. 5 hp Quantum mótor. Verð kr. 77.200 1 MTD SD042 Sláttuvél með sláttubreidd 53 sm. Sláttuhæð stillanieg. 272k Létt og kraftmikil steinsög með góða þyngdarjöfnun og stillanlegt sögunarhjól Handföng einangra vel titring. 3.6 kW mótor / 4.9 hp. 9.6 kg. Verð kr. 85.217 G.A. PETURSSON ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580 (tðHusqvarna ÖJHusqvarna Sláttuvélamarkadurinn Gerðu kröfur um gæði og góð kaup - komdu beint til okkar! <4 isa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.