Morgunblaðið - 29.05.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
I
I
I
I
I
I
►
)
i
i
)
i
i
i
ERLENT
Reuter
Wolf dæmdur fyrir mannrán
ÞÝSKUR dómstóll kvað á
þriðjudag upp tveggja ára skil-
orðsbundinn fangelsisdóm yfir
Markus Wolf, sem var yfirmað-
ur austur-þýsku leyniþjón-
ustunnar í 30 ár, fyrir þrjú
mannrán á árum kalda stríðs-
ins.
Sami dómstóll dæmdi Wolf í
fangelsi fyrir landráð árið 1993
en æðsti dómstóll Þýskalands
hnekkti þeim dómi tveimur
árum síðar á þeirri forsendu
að ekki væri hægt að dæma
hann fyrir að hafa sem Austur-
Þjóðveiji njósnað um Vestur-
Þýskaland, sem þá var erlent
ríki. í þetta sinn ákærðu sak-
sóknararnir Wolf fyrir brot á
austur-þýskum lögum og féllu
frá ákærum um landráð til að
flýta réttarhöldunum.
„Ég býst við að ég geti sætt
mig við þetta,“ sagði Wolf eftir
dómsuppkvaðninguna og benti
á að saksóknararnir höfðu
krafist þriggja og hálfs árs
fangelsisdóms.
A myndinni gengur Wolf,
sem er 74 ára, í dómhúsið í
Diisseldorf með eiginkonu
sinni, Andreu.
Þingkosningarnar á Indónesíu
Þjóðin hvött til
að nýta lýðræðið
Jakarta. Reuter.
SUHARTO, forseti Indónesíu,
ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti
Indónesa til að neyta atkvæðisrétt-
ar síns í þingkosningunum í dag
eftir mannskæðustu pólitísku
átökin í landinu í þijá áratugi.
Kosningabaráttan stóð í 27
daga og henni lauk á föstudag
með óeirðum sem kostuðu að
minnsta kosti 124 lífið í Banjarm-
asin, höfuðstað héraðsins Suður-
Kalimantan.
Tæpar 125 milljónir manna eru
á kjörskrá í þessu fjórða fjölmenn-
asta ríki heims. 425 þingmenn
verða kjömir og auk þess á herinn
að tilnefna 75 þingmenn. Gert er
ráð fyrir að helstu úrslit liggi fyr-
ir á morgun og lokaniðurstaðan
verði kunngerð eftir viku.
Loka varð japanska sendiráðinu
í Jakarta um tíma í gær vegna
sprengjuhótunar, sem reyndist
gabb, og fregnir hermdu að varað
hefði verið sprengjum á fleiri stöð-
um. Herinn var sagður hafa hand-
tekið fjóra menn sem grunaðir
voru um að hafa ætlað að koma
fyrir sprengju í verslunarmiðstöð
í höfuðborginni.
Óttast litla kjörsókn
Aðeins þremur fiokkum var
leyft að taka þátt í kosningunum.
Talið er nánast öruggt að stjórnar-
flokkurinn, Golkar, fari með sigur
af hólmi í kosningunum, en frétta-
skýrendur beina einkum sjónum
sínum að Sameinaða framfara-
flokknum, sem höfðar einkum til
múslima, og veltu vöngum yfir
hugsanlegum viðbrögðum stjórn-
valda ef fylgi hans yrði mikið.
Þriðji flokkurinn, Indónesíski lýð-
ræðisflokkurinn, sem höfðar til
kristinna og þjóðernissinnaðra
kjósenda, er talinn hafa lítið fylgi
vegna valdabaráttu meðal forystu-
manna hans.
Fréttaskýrendur fylgjast einnig
með stærð „hvíta flokksins", eins
og þeir kalla þann hóp kjósenda
sem ógildir atkvæði sín eða mætir
ekki á kjörstað til að láta í ljós
óánægju með valdhafana og
stjómkerfið. Þeir sögðu að áskor-
un forsetans um mikla kjörsókn
benti til þess að ráðamennirnir
óttuðust að þessi hópur yrði stór
í kosningunum.
skartgrípi
frá Silfurbúðinni
63) SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þar fœrdit gjöftna -
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 21
Husqvarna Rider 850-12
Hagkvæm aksturssláttuvél með sjálfvirkri kúplingu.
Fimm gírar áfram og einn aftur. Vélinni má snúa við
á 20 sm bletti. Sláttubreidd 85 sm með þriggja blaða
sláttuhaus. Sláttuhæð stillanleg. 12.5 hp mótor.
Verð kr. 369.871
Flymo Turbo
Compact 300
Rafdrifin loftpúðavél með í 28
lítra grassafnara. Sláttubreidd
30 sm. Sláttuhæð stillanleg
(12-32mm). 1250wmótor.
Verð kr. 26.842
Flymo L 47
Létt loftpúðavél. Hentug fyrir brekkur,
stórar lóðir og erfiðar aðstæður.
Með 4 hp tvígengismótor.
Verð kr. 49.613
MTD GES53
Sláttuvél með grassafnara.
Sláttubreidd 53 sm.
Sláttuhæð stillanleg.
Drif á afturhjólum.
5 hp Quantum mótor.
Verð kr. 77.200 1
MTD SD042
Sláttuvél með sláttubreidd 53
sm. Sláttuhæð stillanieg.
272k
Létt og kraftmikil steinsög með góða
þyngdarjöfnun og stillanlegt sögunarhjól
Handföng einangra vel titring.
3.6 kW mótor / 4.9 hp. 9.6 kg.
Verð kr. 85.217
G.A. PETURSSON ehf
Faxafeni 14 • Sími 568 5580
(tðHusqvarna
ÖJHusqvarna
Sláttuvélamarkadurinn
Gerðu kröfur um gæði og góð kaup - komdu beint til okkar!
<4
isa