Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 25
The Globe endurbyggt á bökkum Thamesár
Eitt penní í aðgangseyri
London. Reuter.
GUNNAR við eitt verka sinna.
LEIKHÚSGESTIR hurfu aftur
til 16. aldar er þeir voru við-
staddir fyrstu leiksýninguna í
eftirmynd The Globe, sem nú er
að rísa í Lundúnum. Búist er við
að byggingunni ljúki árið 1999.
Um fimmtán hundruð manns
tróðu sér inn í hálfbyggt útileik-
húsið, sem verður allt úr tré.
Fetuðu áhorfendumir í fótspor
leikhúsgesta fyrri tíma; hrópuðu,
púuðu og hvæstu á viðeigandi
augnablikum.
Kostnaður við bygginguna
nemur um 30 milljónum punda,
um 3 milljörðum ísl. króna, en
hún stendur sunnan Thamesár
þar sem hið upprunalega Globe-
leikhús var. Hugmyndin að end-
urbyggingunni er eignuð banda-
ríska leikstjóranum Paul Wana-
maker, sem nú er látinn. Þegar
Globe verður fullbyggt, eftir tvö
ár, verða nákvæmlega fjórar ald-
ir liðnar frá fyrstu leiksýning-
unni sem vitað er um í ieikhús-
inu. Flutt var verk Williams
Shakespeares, Hinrik V, og með
aðalhlutverkið fór Mark Ryl-
ance.
Rétt eins og í leiksýningum á
tímum höfundarins fóru karl-
menn með öll hlutverkin og var
þess vandlega gætt að sýningin
nú væri í einu og öllu eins og
talið er að leiksýningar á tímum
Shakespeares hafi farið fram.
Búningarnir voru handsaumaðir
og sumir áhorfendanna greiddu
eitt penní í aðgangseyri, sama
verð og sett var upp fyrir 400
árum.
Bjarni Jóns-
son sýnir í
Sjóminja-
safni Islands
SÝNING á 20 olíumálverkum eftir
Bjarna Jónsson verður opnuð á laug-
ardaginn í sjóminjasafni íslands,
Hafnarfirði. Allt eru þetta myndir
um sjómennsku og sjávarhætti fyrri
tíðar er sýna hákarlaveiðar, skreið-
arferðir, saltfiskbreiðslu, seglskip,
togara, árabáta o.fl.
Um helmingur myndanna er frá
þessu og síðasta ári og eru aliar til
sölu. Sýningin stendur í sumar.
Sjóminjasafnið er opið alla daga
frá kl. 13-17 frá 1. júní til 30. sept-
ember.
Málverka-
sýning í
Grindavík
GUNNAR Þorleifsson opnar mál-
verkasýningu í menningarmið-
stöðinni í Grindavík í dag,
fimmtudag.
Þetta er 10. einkasýning Gunn-
ars sem stundaði nám við málara-
skóla Finns Jónssonar, Jóhanns
Briem og Reklam-Institute,
Stokkhólmi.
Sýningin er opin virka daga frá
kl. 17-22 virka daga, um helgar
kl. 14-22. Henni lýkur 9. júní.
-----♦ ♦ ♦
Styrkir úr List-
danssjóði Þjóð-
leikhússins
AÐ LOKINNI nemendasýningu
Listdansskóla íslands, laugardag-
inn 24. maí voru veittir styrkir úr
Listdanssjóði Þjóðleikhússins. Þessi
sjóður var stofnaður á 30 ára af-
mæli Þjóðleikhússins árið 1980 af
Sveini Einarssyni þáverandi þjóð-
leikhússtjóra. Styrknum er ætlað
að vera hvatning og viðurkenning
fyrir góðan árangur í listdansi.
Veitt hefur verið úr sjóðnum annað
hvert ár og margir starfandi list-
dansarar og kennarar eru meðal
styrkþega.
Að þessu sinni voru veittir fimm
styrkir. Þá hlutu: Anna Sigríður
Guðnadóttir, Gunnlaugur Egilsson,
Kristín Una Friðjónsdóttir og Sonja
Baldursdóttir, öll nemendur í List-
dansskóla íslands, og Kári Freyr
Björnsson sem stundar nú nám við
Sænska ballettskólann i Stokkhólmi
en var áður nemandi í Ballettskóla
Guðbjargar Björgvins. Gunnlaugur
Egilsson fer nú í haust til náms við
Sænska ballettskólann.
OPTIROC
MÚRVÖRUR
& VIÐGERÐAR-
EFNI
»Betokem Dek
»Betokem Rep |
»Betokem ExM |
♦ Ódýrar
múrblöndur
W KV
Gólflagnir
IÐN AÐARQÚLF
Smlðjuvogur 72,200 Köpavogur
Símar: 564 1740,892 4170,
Fax: 554 1769
Bifreið morgundagsins
m- fáanleg strax f dag
Auði fHOfW
HEKLA
Vorsprung durch Technik
Fra m ú rstefn u bíli.
1 yrsta iiUutivkið svm •’
fékk Yiðiirkcnniiigu JR
i\ rir að ttppfx lla |»\'ska
•>a‘ðasta(>alimi l)IN 9001
• Ný lircN l ilta'Uni
• Bylt i n «a rkvttml n r
rjiiðrmiarbúnaðnr
• Lciöamli taUni í
uinaiii o £ í»irk a sva
• llvillandi litlff :