Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Spurt og svarað um neytendamál
Nýjar kartöflur á
boðlegu verði?
HVENÆR bjóðast nýjar, erlendar
kartöflur á sanngjömu verði?
Svar: „Gæðin á íslenskum kart-
öflum hafa verið viðunandi fram til
þessa vegna breyttra geymsluað-
ferða og við höfum ekki séð ástæðu
til að sækjast eftir innfluttum kart-
öflum,“ segir Jóhann Ólason hjá
Nóatúni.
Guðmundur Marteinsson hjá
Bónusi tekur í sama streng með
gæði íslenskra kartaflna á þessum
árstíma sem hann fullyrðir að hafi
aukist mjög mikið með kæligeymsl-
um sem kartöflurnar em nú geymd-
ar í.
Níu krónur kílóið
„Á hinn bóginn er framboð af
íslenskum kartöflum mjög mikið og
þessa dagana erum við að selja kfló-
ið af kartöflum í lausu á 9 krónur.
Það er ekki ólíklegt að þetta verð
haldist eitthvað áfram.“
Guðmundur segir að þessa dag-
ana séu forsvarsmenn hjá Bónusi
að íhuga innflutning og sýnishom
em væntanleg til landsins í næstu
viku. „Eini gallinn er sá að kartöfl-
urnar koma þvegnar til landsins
sem styttir geymsluþolið mjög mik-
ið,“ segir hann.
Morgunblaðið/Ásdis
Mikið framboð
af íslenskum kartöflum
Að sögn Ólafs Friðrikssonar,
deildarstjóra hjá landbúnaðarráðu-
neytinu, er um þessar mundir 59
króna magntollur og 30% verðtollur
á innfluttum kartöflum. „Það em
til gríðarlegar birgðir í landinu af
kartöflum og gæðin em mjög
þokkaleg miðað við árstíma,“ segir
hann.
Ólafur segir að engin afstaða hafi
verið tekin til breytinga á tollum á
næstunni.
Ef þú kaupir
kæliskáp frá
okkur fyrir
föstudaginn
6. júní n.k. færðu
10.000 kr.
gjafabréf frá 10-11
^ií kaupbæti
Seljum einnig
nokkur
útlitsgölluð
heimilistæki á
sama tíma
IMEYTENDUR
Hættan mest á spóluormasýkingu núna
Skiptið um sand í sand-
kössum fyrir sumarið
IMýtt
„ÞEIR sem hafa yfir sandkössum
að ráða ættu endilega að skipta um
sand núna því á sólríkum dögum
fer hiti upp úr öllu valdi í sandköss-
um og eggin I skítnum verða smit-
hæf,“ segir Karl Skímisson, dýra-
fræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla
íslands að Keldum.
Fyrir nokkm gerði Karl ásamt
Heiðdísi Smáradóttur rannsókn þar
sem kannað var hvaða sníkjudýr
er að finna í sandkössum á leik-
svæðum bama hérlendis. Að
minnsta kosti þijár tegundir sníkju-
dýra, katta-, og hundaspóluormam-
ir T. cati og T. canis auk bogfrym-
ilsins T. gondii fundust í sandköss-
um á leiksvæðum í Reykjavík og
Kópavogi. „Allar þessar tegundir
geta lifað í mönnum og valdið í
þeim sjúkdómum." Fjórða tegundin,
sníkjudýrið Giardia sp., fannst einn-
ig í kattaskít. Skiptar skoðanir eru
um hvort þessi tegund er sú sama
og veldur oft alvarlegum niðurgangi
í mönnum.
Dauð rotta í einum
kassanum
Sýni vom tekin úr 32 sandköss-
umi Reykjavík og Kópavogi, sjö
sandkassar vom við leikskóla, þrír
á gæsluvöllum, ellefu á opnum
svæðum, sjö við fjölbýlishús og fjór-
ir við einbýlishús. Enginn kassanna
var með yfírbreiðslu og skipt hafði
verið um sand sama árið í um þriðj-
ungi kassanna. Fjöldi saura í hveij-
um kassa var frá einum og upp í
tólf. í flestum tilfellum var um
kattaskít að ræða en í einum fannst
hundaskítur og dauð rotta var í
einum kassa.
Karl segir að lengi hafí verið vitað
að kettir, hundar og refír á íslandi
væm með spóluorma. Egg katta-
og hundaspóluorma berast með saur
hýsla út í umhverfið. Á nokkram
vikum eða mánuðum þroskast í egg-
inu lirfa sem skiptir einu sinni um
ham og verður að annars stigs lirfu.
Þroskatíminn fer eftir hita- og raka-
stigi umhverfisins og geta lirfumar
lifað inni í eggjunum mánuðum og
jafnvel ámm saman.
Mest smithætta frá
kettlingum og hvolpum
- Hvaða leiðir em til úrbóta?
„Það er mikilvægt að fræða
katta- og hundaeigendur um lífs-
ferli sníkjudýra sem gæludýrin geta
borið. Hvað spóluormasmit snertir
stafar mest hætta frá hvolpum og
kettlingum áður en þeir hafa náð
að mynda ónæmi,“ segir Karl. Hann
bendir á að stöðug hætta sé á að
kettir sem em lausir við spóluorma
endursmitist af nagdýmm og fugl-
um sem þeir veiða og jafnvel éta.
Þá ættu eigendur katta og hunda
að meðhöndla dýrin með ormalyfj-
um reglulega. Kettir eru í meiri
hættu en hundar og sérstaklega
veiðikettir.
Árangursríkast er að loka sand-
kössum svo kettir og hundar nái
ekki að skíta í þá þegar þeir eru
ekki í notkun. Verði vart við skít í
sandkassa á að fjarlægja hann. Síð-
an þarf að passa upp á að skipta
um sand á hveiju vori og jafnvel
oftar.
Þungaðar konur ættu að
varast kattasaur
Ófrískar konur ættu að varast
samgang við ketti meðan þær eru
barnshafandi. Karl segir að séu
menn smitaðir virki það sem eins
konar bólusetning. Hætta er á fóst-
urskaða eða fósturláti smitist kona
í fyrsta sinn af bogfrymli meðan á
meðgöngu stendur. Hægt er að at-
huga með blóðprófí hvort konur eru
með mótefni gegn bogfrymlum.
Þungaðar konur sem ekki hafa
mótefnavörn ættu að þvo sér vel
um hendur eftir garðvinnu eða eft-
ir að hafa komist í snertingu við
kattaskít.
Morgunblaðið/Ásdls
Nýjungar í
heimilis- og
ruslapokum
PLASTPRENT hf. kynnir nýja
neytendalínu, Pokahornið, um
þessar mundir. Um er að ræða
heimilis- og ruslapoka. Til að
auðvelda val á réttum stærð-
um eru stærðirnar skýrðar út
myndrænt á umbúðum. Á
nestispokunum em t.d. myndir
af samlokum og langlokum og
á heimilispokum myndir af
kökubotnum eða lambahrygg.
Til að auðvelda meðhöndlun á
pokunum em umbúðirnar rif-
gataðar á bakhlið umbúðanna.
Má geyma pokarúlluna í um-
búðum og taka einn poka úr
þeim í einu. Á hverri pakkn-
ingu eru heimilisráð úr poka-
horni Ráðhildar. Ráðhildur
upplýsir um hagnýtar aðferðir
við geymslu matvæla, geymslu
blóma í fríum og svo framveg-
is. Ruslapokarnir eru allir
framleiddir úr endurunnu
plastefni og fáanlegir í fjórum
stærðum. Plastpokarnir úr
Pokahorninu fást í helstu mat-
vömverslunum.
FAÐU ÞER
Garpurer l<röftugur drykkur sem býr yfir
miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur
að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa
en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar.
Gorpurer góður á íþróttaæfinguna,
í skólann, fjallib, bíltúrinn og bústaðinn.
EINN - DAGLEGA
Er bitvargurinn
að angra þig?
eða ertu á leið til útlanda?
• MOSQUIT-EX* heldur
flugunum frá þér allt að 12 klst!
• Lyktarlaust 2-3 minútum
eftir að borið erá húðina!
MosqÉ
I ®fiNOLASTINO
; »<SECT REPfcUÍ^
Fæst í öllum apótekum