Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 33 Yfirpoppað plast MYNDLIST M o k ka PLAST HELGI SIGURÐSSON Opid á tímum kaffistofunnar. Til 6. júní. Aðgangur ókeypis. FRAM kemur takmörkuð trú á miðlum fortíðar og nútímans í myndlist í samræmi við þann við- varandi áróður, að dagar málverks- ins og raunar fleiri sjónrænna miðla séu taidir. „Verkunum er ætlað að yfirpoppa og afhjúpa óþol gerand- ans gagnvart gjaldþroti miðilsins. Framkalla plestnar klisjur sem hver og ein uppfyllir þó eitt af frumskil- yrðum myndverksins; að lifa sjálf- stæðu lífi.“ Um er að ræða teiknara og graf- ískan hönnuð, sem um árabii hefur starfað sjálfstætt í umhverfi þar sem tölvur hafa ráðið ferðinni að mestu í vinnsluferlinu. Seilist að sögn úr stafrænu umhverfi sínu til að kanna þá mótsögn er felst í sköpun myndverka, nú þegar upp- Dýrasti saur sög- unnar? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BER listasafnið í Randers á Jót- landi ábyrgð á því að dós með hægðum ítalsks listamanns er farin að leka eða er það eðli dósa með súru innihaldi að tærast á endan- um? Þessi spurning hefur vaknað eftir að danski listaverkasafnarinn John Hunov hefur krafist um 3,3 milljóna íslenskra króna í skaða- bætur frá safninu, þar sem dós í hans eigu með saur ítalska lista- mannsins Piero Manzoni er farin að leka. Safnið neitar hins vegar að borga skaðabætur, þar sem dós- in sé eðilega tærð, en hafi ekki orðið fyrir hnjaski í þess vörslu. Forsagan er sú að 1961 setti ítalski konseptlistamaðurinn Piero Manzoni saur úr sjálfum sér á dós- ir og skýrði verkið hreint og beint „Merda d’artista", eða „Saur lista- manns". Eina dósanna keypti Hunov, sem er ötull danskur list- unnandi. Ilann á eitt stærsta safn nútímalistaverka í Danmörku og lánar gjarnan verk sín á sýningat', þegar eftir því er leitað. Fyrir þrern- ur árunt lánaði hann saurdósina sína til Randers-listasafnsins, en á sýningunni vildi svo illa til að dósin sprakk og fór að leka nteð þeim afleiðingum að gríðarlegur fnykur gaus upp. Dósinni var komið hið snarasta til listaverkaviðgerðar- manns, sem bætti dósina, en sagð- ist ekki geta lofað hversu vel við- gerðin entist, þar sem dósin hefði tærst og myndi væntanlega halda því áfram. Hunow gerði sér hins vegar við- gerðina ekki að góðu, heldur krefst skaðabóta, þar sem dósin hafi orð- ið fyrir hnjaski við flutning og auk þess staðið í ljósi, sem hún hafi ekki þolað. Skaðabótaupphæðina, 3,3 milljónir íslenskra króna, miðar hann við það verð, sem dósir Manz- onis hafi farið á á uppboðum. Safn- ið heldur því hins vegar fram að tæringunni megi líkja við náttúru- hamfarir, sem safnið tryggi ekki gegn. A alnetinu hafa safnverðirnir fundið upplýsingar um að farið hafi um fleiri dósir eins og dós Hunovs að þær hafi farið að leka. Nú á eftir að sýna sig hvort Hunov er svo viss í sinni sök að hann stefni safninu til að fá skaðabætur, en þá verður saur Manzonis líklega sá dýrasti sem um getur í mann- kynssögunni. lausn allra forsendna vofir yfir. Telur hæpið að myndlistin geti sinnt hlutverki sem boðberi nýrra strauma á tímum er mögulegt er að flytja þrívíðan veruleikann yfir upplýsinganetið og ofgnótt mynd- efnis á öllum sviðum heijar á og situr um skilningai'vitin. Alítur að fislétt fjöllistamótöld komi til með að leysa myndlistina af hólmi og menn fái í staðinn guðdómlega hólógrafíska (heilmyndaða) krist- alskjái þar sem gagnvirkir margm- iðlunardraumar nudda taugaend- ana frá morgni til kvölds. Stafræn ígildi efnisins vegi stöðugt þyngra í allri sköpun meðan mólikúlin (efniseindirnar) sitja heima. Hér er þannig komin ofurtrú á tölvuna og margmiðlunina í list framtíðar, en ekki má um leið gleyma að aðrir hafa þveröfuga skoðun á hlutunum og álíta að dagar skynræns og tilfinninga- þrungins ferlis séu runnir upp. Ein- mitt í ljósi þess að tölvan hefur hvorugt til að bera og rökvísi henn- ar og kuldi megi ekki bera sigurorð af þessum eiginleikum mannsins, sem hafa verið á undanhaldi á síð- ustu árum svo sem heimurinn er til vitnis um. Listin stöðugt hrárri og kuldalegri, bijóst- og hyggjuvit úr leik í framúrstefnu og listaskól- um, hin flínka hönd bannvara sem kaunum hlaðið hold. En rétt er að plastið spegli tíðar- . andann, og þannig séð ekki dauður hlutur, þótt efnið sé hins vegar steindautt, gefi ekki af sér neina nyt og andar ei heldur. Sama má segja um tölvuna, hún speglar tím- ann en getur ekki af sér afkvæmi, lifir ekki tilhugalífi, er ekki gædd neinum fijóhirslum og líffæri henn- ar dauður efnisheimur. Ást og af- brýði ekki til í boðkerfum hennar. Kemur því aldrei í stað lifandi efnis- heimsins, getur hins vegar gelt hann og átt þátt í að eyða öllu lífi. Myndverkin á veggjunum eru svo í samræmi við skoðanjr og stefnumörk gerandans, yfirpoppað, glansandi og stásslegt hnoð, þótt fram komi dijúg tilfinning fyrir formi, einkum í verkinu „strokleð- ur“ (8). Bragi Ásgeirsson EITT Af verkum Helga Sig- urðssonar á Mokka. a n a ð a r i n s í verslunum um allt land Gómsætt ojí gimilegt pasta Pastaréttirertyrsta íslenska matreiðslubókin með uppskriftum að Ijúffengum pastaréttum sem allir em sérstaklega sniðnir að smekk íslendinga. Ritstjórar bókarinnar em Bjöig Sigurðardóttir og Hörður Héðinsson en þau em ritstjórar hjá matreiðsluklúbbnum Nýjum eftirlætisréttum. • Nýstáriegir og sígildir pastaréttir • AHt hráefnið sem notað er í uppskriftimar er auðfengið í næstu verslun • Einfaldar og þægilegar leiðbeiningar • Stórar og fallegar litmyndir af öllum réttunum Á ótrúlega góöu verði! Tilboðsverð: BÓKSEMAIUR Ful/t verð: 1.680 kr. Þú sparar: 690 kr. Tryggðu þér eintak í júní. Frá 1. júlí kostar bókin 1.680 kr. VAKÁHELGAFELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.