Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Höggmynd Helga Gíslasonar við Útvarpshúsið
Aform um
framkvæmdir
döguðu uppi
Norræn kvikmyndahátíð í Tókýó
Vekur meiri athygli en heims-
meistarakeppnin í Kumamoto
Morgunblaðið/Kristinn
DJOFLAEYJA Friðriks Þórs Friðrikssonar vekur mikla athygli
á norrænu kvikmyndahátíðinni sem stendur nú yfir í Tókýó í
Japan. Hér sést Hreggviður kúluvarpari reyna sig á Melavellinum.
VILHJÁLMUR Hjálmarsson, arki-
tekt Útvarpshússins í Efstaleiti,
segir að áform um að reisa högg-
mynd eftir Helga Gíslason mynd-
höggvara á torginu framan við aðal-
inngang hússins hafi dagað uppi
en myndin varð hiutskörpust í verð-
launasamkeppni sem fram fór á
vegum Ríkisútvarpsins árið 1987.
„Umfang verksins var gríðarlegt
og þegar menn fóru að skoða málið
betur kom í ljós að hér var um mun
dýrari framkvæmd að ræða en gert
var ráð fyrir í upphafi. í mínum
huga er það aðalástæðan fyrir því
að málið dagaði uppi,“ segir Vil-
hjálmur en í verðlaunamynd sinni
gerði Helgi ráð fyrir að stæðið
væri 5x8 metrar, nokkru hærra en
stéttin í kring. Hæð myndarinnar
skyldi vera nálega sex metrar.
Að sögn Vilhjálms spiluðu fleiri
þættir inn í ákvörðun Ríkisútvarps-
ins um að hætta við framkvæmdirn-
ar, svo sem að Strætisvagnar
Reykjavíkur óskuðu um líkt leyti
eftir því að fá að reisa skiptistöð á
svæðinu. Þá komu til landsins ísra-
elskir skemmtikraftar sumarið
1987 og efndu meðal annars til
skemmtunar fyrir framan útvarps-
húsið að viðstöddu fjöluænni. j(Það
fylltist allt af fólki og í framhaldi
af því fóru menn að velta fyrir sér
hvort þetta svæði hentaði ekki vel
fyrir uppákomur af þessu tagi.“
Að áliti Vilhjálms kemur það sér
alls ekki illa fyrir Ríkisútvarpið að
hætt skyldi vera við framkvæmdir
eftir að búið var að efna til sam-
keppninnar og velja verkið. „Þvert
á móti tel ég að framtakið hafí
verið lofsvert og hvetjandi fyrir
listamennina sem tóku þátt í sam-
keppninni. Það er hefð fyrir því hjá
Ríkisútvarpinu að gera vel við
myndiistarfólk og á stofnunin orðið
býsna myndarlegt listaverkasafn -
að vísu bara innandyra.“
Verðlaunasamkeppni Ríkisút-
varpsins er eitt af þremur dæmum
sem Gísli Sigurðsson tekur í grein
í Lesbók Morgunblaðsins síðastlið-
inn laugardag um verðlaunasam-
keppnir sem ekki hafa borið ávöxt.
Hin dæmin tvö snúa að samkeppn-
um á vegum Reykjavíkurborgar
vegna útilistaverka við Borgarleik-
húsið og Höfða. Ekki fengust svör
við því í gær hvers vegna þau verk
hafa ekki verið reist en málin eru
í skoðun hjá borginni.
NORRÆN kvikmyndahátíð er nú
haldin í Tókýó í Japan og eru þrjár
íslenskar kvikmyndir á meðal þátt-
takenda; Agnes, eftir Egil Eðvarðs-
son, Benjamín dúfa, eftir Gísla Snæ
Erlingsson, og Djöflaeyja Friðriks
Þórs Friðrikssonar. Þijár myndir eru
frá hveiju Norðurlandanna en hátíðin
er skipulögð og haldin af Japan Fo-
undation og Skandinavian Films sem
eru sameiginleg kynningarsamtök
norrænu kvikmyndasjóðanna. Hátíð-
in, sem hófst 30. maí og stendur til
22. júní, hefur val<ið nokkra athygli
að sögn Þorfinns Ómarssonar, fram-
kvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs ís-
lands, sem er staddur í Tókýó ásamt
leikstjórum kvikmyndanna þriggja.
„Viðtökurnar hafa verið ágætar.
Aðsóknin að íslensku myndunum
hefur verið með meira móti miðað
við það sem gengur og gerist á með-
al mynda hinna þjóðanna. Einkum
hefur Djöflaeyjan vakið athygli en
Friðrik er þekktastur leikstjóranna
hér ásamt Finnanum Kaurusmaki.
Benjamín dúfa og Agnes hafa líka
vakið athygli enda eru þetta allt sam-
an myndir sem eru fullar af dramat-
ík og miklum örlögum sem gengur
vel í Japana; þeir voru líka mjög
áhugasamir um það hvernig íslend-
ingar bera sig að við aftökur eftir
að þeir höfðu horft á Agnesi.“
Hátíðin hefur fengið nokkra um-
fjöllun í ijölmiðlum í Tokyo, að sögn
Þorfinns, en það vekur hins vegar
athygli hans, og fleiri þarna úti, að
nánast engin umfjöllun er um heims-
meistarakeppnina í handknattleik.
„Við höfum ekki séð einn einasta
leik með íslendingunum í sjónvarp-
inu. Úrslitaleikurinn var sýndur beint
hérna og einn annar leikur svo við
vitum til. Og það er kannski
skemmtilegt að segja frá því að í
Japan Times var greinin um kvik-
myndahátíðina stærri en greinin um
heimsmeistaramótið. “
Þorfinnur segir að íslensku þátt-
takendurnir í hátíðinni geri sér vonir
um að selja myndir sínar til Japans
í kjölfar hátíðarinnar. „Eftir að
myndirnar hafa verið sýndar hér í
Tókýó verða þær sýndar í kvik-
myndaklúbbum vítt og breitt um
Japan næstu tvö árin. Vonandi skiiar
þetta sér í auknum áhuga Japana á
íslenskri kvikmyndalist. Þessar þijár
myndir hafa ekki verið seldar hingað
enda var það skilyrði fyrir því að þær
fengju að taka þátt í hátíðinni. Hvort
við getum náð í eitthvert fram-
leiðslufé hérna á líka eftir að koma
í ijós en það er þó öllu flóknara mál.“
Stiga Tornado '
sláttuvéi með drifi
Fyrir sumarbústaða-
eigendur, bæjarfélög
og stofnanir
Stiga
rafmagns- *
limgerðisklippur
360W
Stiga EL33
rafmagns-
sláttuvél 1000W
Fyrir litla garða
Stiga Garden
aksturssiáttuvél
Einstök fyrir
sumarbústaðaeigendur
og stofnanir. ^
Stiga
mosatætari
325W
Sölustaöir um allt land
VETRARSOL
HAMRABORG 1-3, NORÐANMEGIN • KÓPAVOGI • SÍMI 564 1864 • FAX 564 1894
/TIGK
Geislaplata með
verkum Arna
Bjömssonar
FYRIR stuttu kom út
á vegum bresku útgáf-
unnar Olympia geisla-
plata með verkum
Árna Björnssonar. Út-
gáfuna annaðist
breski píanóleikarinn
James Lisney, sem
leikur ennig á plöt-
unni, en aðrir fiytjend-
ur eru fiðluleikarinn
Elizabeth Layton og
Gunnar Guðbjörnsson
tenór.
I inngangi að útgáf-
unni rekur James
Lisney hvernig hann
komst í kynni við tón-
list Áma, en það var í gegnum tvo
íslenska nemendur konu hans í
fiðluleik. Annar þeirra bauð honum
á tónleika hér á landi og þar hitti
Lisney afa hans; Árna Björnsson.
Lisney segir að Islandsförin sé sér
eftirminnileg fyrir margt, þar á
meðal að í ferðinni hafi hann
kynnst tónlist Árna og þótt greina
hefði mátt áhrif frá Chopin og
Grieg hafi sterkur persónuleiki
■-------------
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur
Oðuntv
tfskuverslun
mm V/Nesveg, Seltj., s. 561 I680 h
tónskáldsins ekki Ieynt
sér í verkunum.
Á disknum eru tvær
rómönsur, píanósón-
ata og sautján söng-
lög. James Lisney leik-
ur á píanó og Eliza-
beth Layton á fiðlu og
Gunnar Guðbjörnsson
syngur.
ÖIl íslensk tónlist
er ný tónlist
Dómur um plötuna
er í nýjasta tölublaði
breska tónlistartíma-
ritsins Gramophone.
Þar fjallar Hilary
Finch um plötuna og hefur umfjöll-
un sína á þeim orðum að í raun
sé öll íslensk tónlist ný tónlist.
Sagt er frá því að Árni hafi starf-
að við tónlist, leikið í danshljóm-
sveitum og stýrt kórum, aukinheld-
ur sem hann hafi tekið þátt í að
stofna Sinfóníuhljómsveit íslands
og tónskáldafélagið. Hörmulegt
slys hafi gert að verkum að minna
varð úr tónsmíðum hans en efni
stóðu til, en bestu verk hans sé
kammerverk og sönglög, „sem
James Lisney hjefur uppgötvað og
heldur fram í þessari heillandi dag-
skrá“.
„Rómönsurnar fyrir fiðlu og
píanó, stemmningsverk að hætti
Wieniawskis, gefa glöggt til kynna
samruna íslensks uppruna og evr-
ópskra áhifa sem móttekin eru af
ánægju líkt og einkennir samtíðar-
rnenn hans,“ segir Finch og bætir
við að inn á milli örli á fimmundun-
um sem einkenni íslenskan tvísöng.
I lok dómsins fer Finch lofsam-
legum orðum um sönglögin og
Gunnar Guðbjörnsson.
Árni Björnsson