Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Starf Þróunarsamvinnustofn-
unar á Grænhöfðaejjum
TIL AÐ meta þróun-
arverkefni og árangur
þeirra, verðum við fyrst
að líta á þau markmið
sem sett voru fyrir þau
í byijun og síðan að
dæma árangurinn mið-
að við aðstæður. Aðal-
markmiðin í byijun sam-
starfsins árið 1980 voru
„að meta fiskveiðimögu-
leika við strendur Græn-
höfðaeyja og gera
mögulega nýtingu þess-
ara auðlinda á hag-
kværnan og raunhæfan
hátt“. Árið 1990 var síð-
an gerður nýr sam-
starfssamningur og þá
var þessari þróunarsamvinnu breytt
þannig að meiri áhersla var lögð á
stuðning við haf- og fiskirannsóknir
heimamanna.
Rannsóknir
Til að vinna að_ ofangreindum
markmiðum var ÞSSÍ með töluverða
starfsemi á eyjunum sérstaklega um
1984 til 1989. Sú starfsemi sem var
í kringum íslenska rannsóknaskipið
Feng, náði hámarki um 1988 til
1989, í formi rannsókna, tilrauna-
veiða og þjálfunar áhafna á skipið.
Þá virtist sem mjög góðum árangri
hefði verið náð, en þegar tíminn leið
frá brottför Fengs (1989) og þess
starfsliðs sem tengdist útgerð hans
var eins og sú uppbygging rynni að
nokkru leyti út í sandinn. Fljótlega
sannfærðust menn um að ekki væri
•hægt að byggja upp rannsóknir
heimamanna á eyjunum án þess að
þeir hefðu aðgang að einhveiju rann-
sóknaskipi. Rannsóknaskipið íslan-
dia var tekið í notkun 1994 og voru
þá rannsóknir á fiskimiðum teknar
upp að nýju. Fengur var í raun ís-
lenskt rannsóknaskip
þar sem ÞSSÍ bar
ábyrgð á öilum rekstri,
en rs. íslandia er þarlent
rannsóknaskip rekið af
heimamönnum. Nokkrir
fiskifræðingar Ha-
frannsóknastofnunar-
innar hafa tekið þátt í
þessu starfi á vegum
ÞSSÍ, með tímabundn-
um heimsóknum. Starf
þeirra fólst í rannsókna-
leiðöngrum til athugana
á tegundasamsetningu
fisks á miðunum og út-
breiðslu og magni nýt-
anlegra tegunda. Rann-
sóknastörf og skýrslu-
gerð var fyrst nær eingöngu unnin
af starfsmönnum ÞSSÍ eða Hafrann-
sóknastofnunarinnar, en eftir 1990
hefur mikil áhersla verið lögð á það
að heimamenn ynnu samhliða okkur
í hveijum verkþætti frá gagnasöfnun
að skýrslugerð.
Niðurstöður
Það kom fljótt í ljós að veiðisvæð-
in við Grænhöfðaeyjar eru mjög tak-
mörkuð. Eyjaklasinn nær yfir tölu-
vert stórt svæði en yfirleitt er mikið
aðdýpi við eyjarnar eða snarbrattur
botn niður á 2.000 til 3.000 m dýpi.
Við nokkrar eyjar er smávegis land-
grunn og einnig eru sumstaðar grunn
eða neðansjávar tindar milli eyja. Það
þarf því ekki að undrast að niðurstöð-
ur úr rannsóknum og tilraunaveiðum
urðu þær að fiskistofnar og sérstak-
lega botnlægir fiskistofnar við Græn-
höfðaeyjar væru einnig mjög tak-
markaðir. Til að gera sér grein fyrir
því hversu takmarkaðar þessar auð-
lindir eru þá er talið að ef allir veiði-
möguleikar væru nýttir til hins ýtr-
asta, bæði botnlægir stofnar og upp-
Stjórnvöld á Græn-
höfðaeyjum hafa sóst
eftir, segir Vilhjálmur
Þorsteinsson, að ná
þróunarsamvinnu við
okkur á ýmsum sviðum.
sjávarstofnar, þá yrði sá afli samt
undir 100.000 tonnum og þar af
gæti botnfiskur í mesta Iagi orðið
um 10.000 til 20.000 tonn. Til sam-
anburðar má minna á að samsvar-
andi heildarafli okkar íslendinga var
um 2 millj. tonna árið 1996.
Gagnsemi
Þótt fiskistofnar séu svo litlir sem
raun er á, eru þeir samt mjög mikil-
vægir fyrir þjóðfélagið á Grænhöfða-
eyjum. Fiskur er mikill hluti af nær-
ingu þjóðarinnar, sérstaklega þeirra
sem fátækir eru. Nýtt fiskmeti er
mjög mikilvægt fyrir þann litla ferða-
mannaiðnað sem er á Grænhöfðaeyj-
um, nokkur möguleiki er á sjóstanga-
veiði og útflutningi á tegundum sem
hlutfallslega mikið verð fæst fyrir
eins og t.d. humar. Þótt ekki væri
hægt að heija neinar meiriháttar fisk-
veiðar var þó mikilvægt að benda á
leiðir til að veiða og vinna það litla
sem fæst. Ekki má heldur gleyma
því að þessi þekking á auðlindunum
sem við höfum aðstoðað íbúa Græn-
höfðaeyja við að byggja upp, hefur
orðið til þess að forða þeim frá þvi
slysi að ijárfesta um of í fiskiskipum.
Um tíma kom til greina að keypt yrðu
nokkuð mörg stór fískiskip eins konar
ijölveiðiskip með lánum frá Afríku-
bankanum. Upplýsingar um takmark-
aða veiðimöguleika urðu til þess að
ekkert varð úr þessum kaupum og
lántöku. Stjóm Grænhöfðaeyja hefur
oftar en einu sinni staðið frammi fyrir
því að stórar fískveiðiþjóðir hafa óskað
eftir að stunda tilraunaveiðar í land-
helgi þeirra með stórtækum veiðiskip-
um. Staðfestar upplýsingar um tak-
markaða fískistofna auðvelduðu
stjómvöldum að neita slíkum beiðnum
en slíkar veiðar hefðu í sumum tilfell-
um getað skaðað það viðkvæma lífríki
sem er við eyjamar.
Hafrannsóknastofnun
Grænhöfðaeyja (INDP)
Hafrannsóknastofnun Græn-
höfðaeyja var, þegar við byijuðum
samstarfið, í höfuðborginni Praia
sem er á eyjunni Santiago, en var
flutt þaðan 1992, til útgerðarbæjar-
ins Mindelo á eyjunni Sao Vicente
og fékk nýtt nafn (INDP). Þessi
stofnanaflutningur hefur verið mun
erfiðari en heimamenn óraði fyrir,
en nú virðist vera að rofa til vegna
þess að starfsfólk sem hefur verið í
framhaldsnámi bæði hjá okkur og
öðrum samstarfsþjóðum er að koma
aftur til starfa. Hvað varðar upp-
byggingu rannsóknarstarfs á stofn-
uninni, þá var eftir 1990 unnið að
rannsóknaverkefnum með starfsfólki
þannig að yfirfærsla þekkingar og
reynslu yrði sem mest, ýmis nám-
skeið, t.d. í grundvallaratriðum í
tölvunotkun, tölfræði, gagnasöfnun
og úrvinnslu gagna hafa verið haldin
og efnilegum líffræðingum verið
veittur stuðningur við nám. Of langt
yrði að telja upp hér alla þá heima-
menn á Grænhöfðaeyjum sem hafa
komið við sögu okkar samstarfs og
fengið einhveija starfsmenntun af
samskiptum við starfsmenn ÞSSÍ.
Sá hópur er orðinn mjög stór og
dreifist yfir flestar starfsstéttir
tengdar sjávarútvegi í landinu, t.d.
Vilhjálmur
Þorsteinsson
fískverkafólk, sjómenn, vísindamenn
og starfsfólk í stjórnarráðum. Fyrir
kemur að fólk sem notið hefur starfs-
menntunar af einhveiju tagi fari í
önnur störf. Það gæti virtst missir
fyrir tilgang þróunarverkefna en er
það ekki ef þeir nýtast þjóð sinni
annars staðar í þjóðfélaginu.
Viðhorf stjórnvalda á
Grænhöfðaeyjum
Stjómvöld á Grænhöfðaeyjum hafa
yfírleitt verið mjög jákvæð í þróunars-
amvinnunni með okkur. í fyrsta lagi
hafa stjómvöld á Grænhöfðaeyjum
sóst eftir að ná þróunarsamvinnu við
okkur Islendinga á ýmsum sviðum
og í öðm lagi hafa þau komið með
mótframlag sem svarar því að fyrir
hvern 1 USD sem íslendingar hafa
lagt fram, hefur sjórn Grænhöfðaeyja
lagt fram 2 USD, oft með því að
veita til þess fé til þess frá öðmm
samstarfsþjóðum. Þegar nýi rann-
sóknabáturinn Íslandía var smíðaður
lögðu þeir fram 40% af kostnaði með
tilfærslu frá þróunaráðstoð Svía.
Stjómvöld á Grænhöfðaeyjum hafa
sem sagt lagt sig fram við að hjálpa
okkur við að hjálpa þeim.
Um gagnrýni
Hér er ekki verið að halda fram
að framkvæmd verkefna hafí verið
gallalaus. Margvísleg mistök hafa
eflaust verið gerð á báða bóga. í
mörgum tiifellum myndum við nú
standa öðmvísi að málum eftir þá
reynslu sem við höfum fengið í þró-
unarmálum. Gleymum því ekki að
þróunarsamstarfíð með Grænhöfða-
eyjum er fyrsta sjálfstæða verkefni
af þessu tagi sem íslendingar tóku
þátt í. Þegar það hófst vom Græn-
höfðaeyjar nýfijálst einræðisríki með
miðstýrða atvinnuþróun en hefur á
skömmum tíma gengið í gegnum
óvenju friðsama stjórnarfarsbreyt-
ingu til lýðræðis, miðað við Afríku
og er að þróa atvinnumál sín í átt
að markaðsbúskap. Ef þróunarsam-
starf okkar við önnur ríki er farið að
sýna árangur þá er það reynslu okkar
að þakka sem við höfum fengið t.d.
með samstarfinu við Grænhöfðaeyjar.
Höfundur er fiskifræðingur.
Frí frá opin-
berri þjónustu
ÞANN þriðja júní
var hátíðisdagur
verkalýðsins — skatt-
leysisdagurinn. Þetta
er ekki opinber hátíðis-
dagur. Ekki dagurinn
þegar steinrunnir
verkalýðsrekendur
safnast saman í Aust-
urstræti og eru hylltir
af múgnum. Þetta er
ekki einn af þeim dög-
um sem íslensk alþýða
lætur stjórnmálamenn,
atvinnu- og verkalýðs-
rekendur vaða yfir sig
á skítugum skónum.
Nei, þetta er fyrsti
dagur ársins sem ís-
lendingar eru fijálsir. Þriðji júní er
fyrsti dagur ársins sem Islendingar
vinna fyrir sjálfa sig — daginn áður,
annan júní, var síðasti dagur ársins
sem þeir unnu fyrir hið opinbera.
Því má e.t.v. halda fram að Iýsing-
in hér að framan sé að nokkru leyti
færð í stílinn. Auðvitað er það ekki
svo að vinnuframlag manna sem
innt er af hendi fyrir 3. júní skili
einungis ávöxtum til hins opinbera
'MXÍH'JRÍSAR
-?
ify Hc
v 1)
3E XL
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
og að það öfuga gildi
um vinnu frá og með
3. júní (ef svo væri
háttað ynnni eflaust
enginn neitt fyrir 3.
júní). Skattleysisdag-
urinn 3. júní er tákn-
rænn — táknrænn fyrir
það að þá er liðið sama
hlutfall ársins og skatt-
heimta er sem hlutfall
af þjóðarframieiðslu.
Skattleysisdag fyrr
En á sama tíma og
skattgreiðendur fagna
nýfengnu frelsi er rétt
að stjórnmálamenn
vakni til umhugsunar.
Þeir eru ábyrgir fyrir því að steypa
þjóðinni í stórkostlegar skuldir.
Þeir eru ábyrgir fyrir því að skatt-
heimta keyrir úr hófi fram. Þeir
hafa tekið of mikið tillit til krafna
ýmissa þrýstihópa sem sífellt
heimta aukin útgjöld til mála sem
þeim eru hjartfólgin án þess að
hugsa um hinn þögla minnihluta
sem innir skattgreiðslur af hendi.
Það er ódýrt fyrir stjórnmálamann
að hækka framlag til einhvers „göf-
ugs“ málefnis um 250 milljónir. Sú
hækkun skilar honum áreiðanlega
mörgum atkvæðum úr ranni stuðn-
ingsmanna útgjaldanna og skatta-
hækkunin á hvern landsmann er
einungis um þúsund krónur. Svo
lítil að hann hirðir ekki um að mót-
mæla. Þetta gerist aftur og aftur
og þá verður skattahækkunin um-
talsverð, en hvernig eiga skatt-
greiðendur þá að ráðast að öllum
Þorsteinn
Arnalds
sökudólgunum? Það gleymist að í
hjarta sínu eru íslendingar tals-
menn einstaklingshyggju en ekki
hóphyggju. En þar sem lesendum
er fæstum til setunnar boðið; þeir
þurfa af öllum mætti að nýta ný-
fengið frelsi vil ég ekki tefja þá um
of, heldur leggja nokkrar einfaldar
spurningar fyrir þá, sem þeir geta
lesið og svarað við hvaða tækifæri
sem er:
Skattleysisdagurinn er
fyrsti dagurinn sem
íslendingar eru fijálsir,
segir Þorsteinn
Arnalds, fyrsti dagur-
inn sem þeir vinna
fyrir sjálfa sig.
Hvers vegna er varið um 100
milljónum til að styrkja pólitíska
útgáfustarfsemi sem neytendur
hafa beinlínis hafnað?
Er nauðsynlegt að skattgreiðend-
ur séu neyddir til að greiða 250
milljónir árlega til þess að lands-
menn fái að sjá glaðvær andlit veð-
urfræðinga á sjónvarpsskjánum og
njóta annarrar þjónustu VÍ?
Eiga skattgreiðendur að standa
straum af um 600 milljóna kostnaði
sem hlýst af áhugamáli lítils hluta
skattgreiðenda; þjóðleikhúsi, dans-
fiokki og sinfóníuhljómsveit?
Er það réttlætanlegt að ríkið
veiji rúmum 5000 milljónum til
þess að hvetja neytendur til að
neyta frekar sauðakets og mjólkur
í stað kjúkiinga og aldinsafa?
Vonandi verður næsti skattadag-
ur nær opinberum frídegi verka-
lýðsins.
Höfundur er verkfræðingur og
ritari Heimdallar.
I maí að ári?
10. JÚNÍ 1995, 7.
júní 1996 og 3. júní
1997. Hvað eiga þessar
dagsetningar sameig-
inlegt? Þetta eru þeir
dagar sem skattadag-
inn hefur borið upp á
frá því að Heimdallur
hélt fyrst upp á hann.
Hægt og sígandi færist
hann framar á árið, en
það þýðir að hver vinn-
andi maður eyðir
styttri tíma í að vinna
fyrir sköttum og gjöld-
um í ár en í fyrra.
Fleira er skattur en
tekjuskattur
Við höfum stundum verið spurð
að því, Heimdellingar, af hveiju við
höfum svona mikinn áhuga á skatta-
Því hærra hlutfall af laun-
um sem fer til hins opin-
bera, segir Elsa B. Vals-
dóttir í grein um skatta-
daginn 1997, því minna
er eftir til ráðstöfunar
fyrir einstaklinginn.
málum, hvort það séu ekki önnur
mál sem ættu að standa okkur nær,
eins og til dæmis menntamál eða
húsnæðismál. Þessi mál eru vissulega
ofarlega á blaði hjá okkur, en þegar
nánar er skoðað sést að skattar eru
sérstakt hagsmunamál unga fólksins.
Það er nefnilega algengur misskiln-
ingur að ungt fólk, sérstaklega náms-
menn, borgi litla eða enga skatta þar
sem það greiðir lítinn tekjuskatt. En
það er fleira skattur en tekjuskattur.
Heildartekjur ríkisins
eru rúmir 126 milljarðar
króna og af þeirri upp-
hæð er tekjuskattur ein-
staklinga ekki nema um
17 milljarðar, eða rúm
13 prósent. Allir sem
kaupa mat, föt eða
námsbækur borga virð-
isaukaskatt, líka unga
fólkið. Því hærra hlut-
fall af launum sem fer
til hins opinbera því
minna er eftir til ráð-
stöfunar fyrir einstakl-
inginn, líka hjá ungu
fólki.
Lægri skattar -
allra hagur
Vissulega eru það góðar fréttir
að skattadagurinn skuli færast
framar á árið. Það væri óskandi að
sá árangur væri því að þakka að
ríkisstjórnin hefði dregið úr útgjöld-
um hins opinbera. Því miður er því
ekki þannig farið, heldur hafa út-
gjöld ríkisins þvert á móti aukist.
Landsframleiðsla hefur hins vegar
aukist meira en ríkisútgjöldin og það
veldur þessari hagstæðu útkomu.
Það má reyndar færa góð og gild
rök fyrir því að ástæða þess að lands-
framleiðslan hefur aukist jafn mikið
og raun ber vitni sé góð stjórnun
efnahagsmála. Þeim efnahagsbata
væri hins vegar betur varið í draga
úr ríkisútgjöldum og lækka skatta
enn meira en það sem núverandi
ríkisstjórn ætlar sér. Það er ekki
bara hagsmunamál ungs fólks held-
ur allra landsmanna, launþega sem
annarra. Ég skora á ríkisstjórnina
að setja sér það markmið að skatta-
dagurinn verði í maí að ári.
Höfundur er formaður
Heimdallar.
Elsa B.
Valsdóttir