Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
„VIÐ TÓKUM okkur saman fjórar
mæður og ákváðum að hefja for-
varnir gegn vímuefnum eftir öðr-
um leiðum en venja er. Ég tek það
skýrt fram að þetta kom ekki upp
* vegna neinna vandamála,“ sagði
Hjördís Bjamadóttir, ein fjögurra
mæðra frá Grundarfirði sem hlutu
Foreldraverðlaun Heimilis og
skóla sl. fimmtudag. Hinar eru
Ingibjörg Þórólfsdóttir, Hildur
Sæmundsdóttir og Anna María
Reynisdóttir.
Verkefnið kölluðu þær Tilveru
og í stað þess að vera með boð
og bönn var markmiðið að byggja
upp sjálfstraust og sjálfsmynd
nemenda. „Við fórum þá leið að
fá fyrirlesara einu sinni í viku, sem
^ fjölluðu um hin margvíslegustu
málefni. Hingað kom hárgreiðslu-
kona og ræddi um meðferð á hári,
krakkamir fengu fræðslu um ból-
ur, meðferð húðar og mataræði.
Þeim var kennd hand- og fótsnyrt-
ing og þá sýndu strákarnir meira
að segja mikinn áhuga. Banka-
starfsmaður veitti tilsögn í sam-
bandi við fjármál, því i svona litlu
byggðarlagi fara krakkarnir að
heiman eftir 10. bekk,“ sagði Hjör-
dís.
Allir dönsuðu línudans
Stúlka frá jafningjafræðslunni
ræddi við unglingana, þjónn
fræddi þá um hvernig haga ætti
^ sér á veitingahúsum og þannig
mætti lengi halda áfram. „Ef
sjálfstraust krakkanna er í lagi
hafa þau þrek til að segja nei takk
við vímuefnum og geta lært að
skemmta sér án þeirra. Það sáum
við einna best þegar hingað kom
kennari til að kenna línudans. Þá
dönsuðu allir af hjartans lyst.“
Augljóst var að nemendurnir
Morgunblaðið/Ásdís
FRÁ verðlaunaafhendingunni. F.v. Unnur Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, Jónína
Bjartmarz formaður, verðlaunahafarnir Hjördís Bjamadóttir, Anna María Reynisdóttir, Ingibjörg
Þórólfsdóttir og Hildur Sæmundsdóttir. Lengst til hægri er Axel Eiríksson formaður dómnefndar.
Foreldraverðlaun veitt í annað sinn
Forvamir sem féllu í kramið
voru mjög ánægðir með framtak-
ið því á sumum námskeiðunum
var 100% mæting en Hjördís telur
að að jafnaði hafi mæting verið
90%. Alls eru um 40 nemendur í
8.-10. bekk grunnskólans. Einn
fyrirlestur var bæði fyrir foreldra
og nemendur, en þá kom sálfræð-
ingur sem ræddi fyrst við ungl-
ingana og síðan við foreldrana,
þar sem meðal annars var farið
inn á jákvæðan aga.
Aðspurð um kostnað við nám-
skeiðin segir Hjördís að mæðurn-
ar ásamt öllum heimamönnum
hafi gefið vinnu sína. Síðan leit-
uðu þær eftir fjárstyrk frá ýmsum
samtökum og félögum auk sveit-
arfélagsins. „Okkur var alls stað-
ar tekið vel og við máttum nota
öll hús á svæðinu sem við þurft-
um. Þetta varð til þess að krakk-
arnir þurftu ekkert að borga fyr-
ir námskeiðin."
Svo mikil ánægja var meðal
nemenda og foreldra, að beðið
hefur verið um að þessu starfi
yrði haldið áfram næsta vetur.
„Við erum ylvolgar, þrátt fyrir
að þetta sé gífurlega mikil vinna.
Við horfum til þess að hafi krakk-
arnir nóg fyrir stafni - og það
er ekki sama hvað það er - þá
verður lífið mun jákvæðara, sem
skilar sér heim til þeirra,“ sagði
hún og bætti við: „Við erum eng-
ir fræðingar en eigum nóg eftir
af hugmyndunum. Það þarf ekki
alltaf að vera það dýrasta sem
verður heilladrýgst. Aðalatriðið
er að fræðslan sé stutt og að þau
fái svo að spreyta sig á verkefn-
um.“
Aðrar tilnefningar
Samtals fengu 11 einstaklingar,
foreldrafélög/foreldraráð, skóla-
stjórnendur, kennarar og starfs-
menn skóla tilnefningar; Jón
Hjartarson forstöðumaður Skóla-
skrifstofu Suðurlands, Stefán Jó-
hannsson ráðgjafi í Reykjavík,
Vigdís Stefánsdóttir, Reylqavík,
Stefanía Ingimundardóttir og
Ragnheiður Ingadóttir, Hafnar-
firði, foreldraráð Kópavogsskóla,
foreldrafélag Æfingaskólans, for-
eldrafélag og stjómendur Oldu-
selsskóla, sljóm foreldra- og kenn-
arafélags Grannskólans í Þorláks-
höfn, Vímuvarnamefnd foreldra-
félags Garðaskóla, stjómendur og
starfsmenn Álftamýrarskóla og
samstarf leikskóla og grannskóla
í Setbergsskóla Hafnarfirði.
Hönnunardeild Iðnskólans í Hafnarfirði
Nám í gluggaútstill-
ingum í undirbúningi
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÚTSKRIFTARNEMARNIR Rúnar Arnarson og Helgi Elíasson.
NÁM í gluggaútstillingum hefur
fram tii þessa ekki verið kennt á ís-
landi sem fullgilt nám en nú er það
í undirbúningi í hönnunardeild Iðn-
skólans í Hafnarfirði. Gert er ráð
fyrir að það verði tekið upp haustið
1998.
Iðnskólinn í Hafnarfirði var fyrstur
íslenskra skóla til að setja á stofn
hönnunardeild árið 1990. Hefur hún
verið í stöðugri þróun síðan og nem-
endum fjölgað jafnt og þétt, að sögn
Þorkels Gunnars Guðmundssonar
deildarstjóra. Námið er undirbúning-
ur fyrir frekara nám erlendis, t.d. í
iðnhönnun og arkitektúr. Telur Þor-
kell fyllilega tímabært að lengja það
hér heima um tvö ár og koma því á
háskólastig. Segir hann Iðnskólann í
Hafnarfirði vera faglega í stakk bú-
inn að sinna því; helst standi hús-
næðisskortur því fyrir þrifum. „Mitt
álit er að nemendur yrðu eftir sem
áður að afla sér árs framhaldsmennt-
unar erlendis til að víkka sjóndeildar-
hringinn."
■* Glæsileg sýning
í vetur voru 86 manns við nám í
deildinni en 17 útskrifuðust í síðustu
viku. Voru verk þeirra til sýnis í
Hafnarborg í Hafnarfírði, þar sem
þau vöktu verðskuldaða athygli.
„Nemendur ljúka námi á mismunandi
löngum tíma eftir því hvaða undir-
búning þeir koma með inn í deiidina.
Um helmingur nemenda hefur stúd-
entspróf og þeir geta yfírleitt lokið
náminu á 1 'h ári en hjá öðrum tekur
námið 2—2'/2 ár. Gallinn er sá að
námið er ekki lánshæft og því hafa
* margir ekki séð sér fært að stunda
það.“
Rúmlega þriðjungur námsins er
bóklegt, s.s. tungumál, raungreinar,
félagsfræði, bókfærsla o.fl. Vs náms-
ins fara í ýmiss konar teikningu, lista-
sögu, tölvufræði auk verklegra
greina. Fræðast nemendur um og
vinna með efni, tæki og aðferðir við
málmsíði, trésmíði, plastvinnu,
MARGT fallegra muna var á
sýningunni.
steinavinnu auk þess sem þeir fá
þjálfun í vinnubrögðum við hönnun
og smíðar, svo dæmi séu tekin. Þor-
kell segir að sumir nemendanna sér-
hæfí sig í ákveðnum greinum eins
og t.d. húsgagnahönnun en algeng-
ara sé að þeir leggi jafn mikla áherslu
á allar greinar.
Hluti hönnunarnámsins felst í að
fara í heimsóknir 1 fyrirtæki auk
þess sem atvinnurekendur flytja fyr-
irlestra fyrir nemendur innan skól-
ans. Þorkell segir að því miður hafí
atvinnurekendur ekki sýnt skólanum
nægilega mikinn áhuga með nokkr-
um undantekningum, „Ég fínn þó
fyrir breytingum að undanfomu í þá
átt að menn eru að átta sig á að hér
er um framtíðarstarfsmenn í iðnaði
að ræða,“ sagði hann.
Hlaut Evrópustyrk
Iðnskólinn fékk í fyrra styrk frá
Leonardo da Vinci starfsmenntaáætl-
uninni og fór hópur hönnunarnema
í þriggja vikna námsferð til Ítalíu.
„Þar heimsóttum við sambærilega
skóla. Það sem kom íslendingunum
mest á óvart var hversu aðstaðan er
góð hjá okkur. ítalimir vom verr
settir með tækjabúnað og kemur þar
til að við höfum aðgang að verknáms-
deildum iðnskólans, en þau tæki sem
ítalamir notuðust við vom meira í
ætt við tæki til tómstundaiðkunar,"
sagði Þorsteinn G. Guðmundsson.
Nemendafjöldi í grunnskólum í
Reykjavík árin 1984-2001
Grunnskólar Reykjavíkur næstu 5 árin
Fjölgun nemenda sam-
svarar þremur skólum
GERT er ráð fyrir að gmnnskólanem-
endum í Reykjavík fjölgi um 1.600
á næstu fímm ámm.
Er þetta mun örari fjölgun en ver-
ið hefur á undanfömum áratug og
samsvarar því að þrír nýir skóiar
bætast við á næstu fimm ámm.
14.314 nemendur em í grunnskólum
borgarinnar í ár en gert er ráð fyrir
að þeir verði 15.900 skólaárið 2001-
2002.
Fjölgunin er mismikil eftir
skólahverfum, en unnið er að því á
Fræðsluskrifstofu að skoða nem-
endaíjölda og gera spá um fjölda í
einstökum hverfum.
Skólum ber að gefa út
skýrslur um sjálfsmat
í NÝÚTKOMNU riti um sjálfsmat
skóla, sem menntamálaráðuneytið
hefur gefið út, kemur fram að gert
er ráð fyrir að hver skóli gefi út
opinbera sjálfsmatsskýrslu. Slíkt sé
forsenda aðhalds og að hægt sé að
fylgja umbótum eftir, en einnig að
skólinn fái viðurkenningu fyrir það
sem vel sé gert. í lögum um gmnn-
og framhaldsskóla og reglugerð um
starfsemi leikskóla er kveðið á um
sjálfsmat skóla.
í kafla sem fjallar um tilhögun
sjálfsmats segir að skólanámskrá sé
grundvöllur sjálfsmats. Þar er skrif-
leg lýsing á því hvað gert sé og
gera eigi í skóla og útskýringar á
því hvers vegna.
í ritinu segir að koma þurfí fram
með skýmm hætti hvernig staðið er
að matinu, hver beri ábyrgð á því í
heild og ólíkum þáttum þess, hvem-
ig farið sé með uplýsingar og hvetj-
ir séu samstarfsaðilar utan skólans,
sé um þá að ræða. „Meðan á sjálfs-
matinu stendur þaf að halda skrá
um framgang og niðurstöður ólíkra
verkþátta, þannig að staða verksins
sé ljós á öllum sviðum,“ segir þar.
I ritinu kemur ennfremur fram
að sjálfsmat feli í sér ítarlega lýs-
ingu og greiningu á markmiðum og
starfí skólans. Jafnframt sé mikii-
vægt að fram komi tillögur og úr-
bætur og mat á þeim. Velheppnað
sjálfsmat sé háð því að unnið sé að
því að finna leiðir til að bæta árang-
ur skólastarfsins.