Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C 122. TBL. 85. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Franskir vinstrimenn unnu stórsigur í kosningunum á sunnudag Krefjast endurskoðunar á stöðugleikasáttmála ESB Búist við nýrri stjórn sósíalista, kommúnista og græningja fyrir vikulok París. Morgunblaðið. Reuter LIONEL Jospin, leiðtogi sósíalista, ræðir við blaðamenn eftir fund með Jacques Chirac, forseta Frakklands, i Elysée-höll í gær. Þar var honum falin myndun nýrrar stjórnar og tekur hann við forsætisráðherraembættinu af Alain Juppé í dag. JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, fól í gær Lionel Jospin, ieið- toga sósíalista, að mynda nýja stjóm í landinu en vinstriflokkamir unnu mikinn sigur í síðari umferð kosning- anna á sunnudag. Er jafnvel búist við fyrsta fundi nýrrar ríkisstjómar fyrir vikulok en sósíalistar geta ekki myndað stjórn einir án stuðnings kommúnista. Sigur vinstriflokkanna hefur valdið aukinni óvissu um fyrir- hugað myntbandalag Evrópusam- bandsríkjanna og Jospin sagði í gær, að ný stjórn myndi krefjast þess, að ekki kæmi til frekari niður- skurðar í Frakklandi vegna þess. Niðurstaða kosninganna var sú, að sósíalistar fengu 273 sæti af 577 á þingi, kommúnistar 38 og græn- ingjar átta. Fráfarandi stjórn mið- og hægriflokka, sem hafði 464 sæti, tapaði nærri helmingi þeirra og fékk 256. Þjóðarfylking Jean-Marie Le Pens fékk eitt sæti og óháður fram- bjóðandi á Martinique náði kjöri. Talsmaður Jospins, sem tekur formlega við af Alain Juppé sem forsætisráðherra í dag, sagði, að þess yrði krafist, að svokallaður „stöðugleikasáttmáli" ESB-ríkj- anna yrði endurskoðaður. Það gæti aftur leitt til árekstra við þýsku stjórnina en hún féllst á að afsala sér markinu fyrir evró gegn því, að þeim ríkjum yrði refsað, sem færu yfir þriggja prósenta markið í fjárlagahalla. Af öðrum málum, sem ný ríkis- stjórn ætlar að leggja áherslu á, má nefna atvinnuleysisvandann, trygginga- og menntamál og hyggj- ast sósíalistar afla fjár til þeirra með því að draga úr ríkisaðstoð við stórfyrirtæki. Samstjórn vinstrimanna Sósíalistar sögðu í gær, að þeir vildu aðild allra vinstriflokkanna að stjórn og kommúnistar og græn- ingjar hafa fallist á það. Stjórn- málaskýrendur segja, að Jospin verði þó að taka nokkurt tillit til Chiracs forseta við val á ráðherra- efnum og telja, að margir ráðherr- anna verði ungir og hugsanlega þriðjungurinn konur. Kosningaúrslitin í Frakklandi eru mikið áfall fyrir hægriflokkana og segja má, að Chirac forseti sé kom- inn í gíslingu vinstriflokkanna þeg- ar aðeins eru liðin tvö ár af sjö ára kjörtímabili hans. Mun hann áfram hafa sín áhrif ásamt ríkisstjórninni á utanríkis- og varnarmál en hann verður áhrifalaus í innanríkis- og efnahagsmálum. Chirac er fyrsti forseti Frakk- lands, sem rýfur þing og bíður síð- an ósigur í kosningum. Fyrir nokkru lýsti hann yfir, að hann hygðist sitja áfram þótt vinstriflokkarnir sigruðu en sjálfur krafðist hann afsagnar Francois Mitterrands, forseta úr flokki sósíalista, eftir stórsigur hægrimanna í kosningunum 1993. Þá má líka minna á, að Charles de Gaulle dró sig í hlé að lokinni þjóð- aratkvæðagreiðslu undir lok sjö- unda áratugarins. Hægrimenn gramir Chirac Þetta er i þriðja sinn á rúmum áratug sem forseti Frakklands og ríkisstjórn eru hvort úr sinni fylk- ingunni en Mitterrand bjó í tvisvar sinnum tvö ár við hægristjórn, fyrst undir forsæti Chiracs og síðan Edouard Balladur. Munurinn er þó sá, að Mitterrand rauf ekki þing, heldur var kosið á tilskildum tíma. Hægrimenn í Frakklandi sleikja nú sárin en gremja þeirra beinist ekki síst að Chirae en mörgum finnst hann hafa að ástæðulausu teflt á tvær hættur. Utanríkisráð- herrar annarra ESB-ríkja reyndu í gær að sefa ótta margra við að sig- ur sósíalista myndi stefna áformum sambandsins í voða og talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði, að úrslit- in myndu engin áhrif hafa á góð samskipti ríkjanna. ■ Úrslitin áfali/34 Kanada Meirihlut- inn í hættu? Ottawa. Reuter. KOSIÐ var til alríkisþingsins í Kanada í gær og töldu fréttaskýr- endur að ríkisstjórn Fijálslynda flokksins, undir forystu Jeans Chrétiens, myndi halda velli en tapa fylgi, jafnvel meirihluta sínum á þingi. I könnunum sem birtar voru fyr- ir helgi var Fijálslyndi flokkurinn með töluvert forskot en fréttaskýr- endur sögðu líkur á að meirihiuti flokksins í fulltrúadeild alríkis- þingsins í Ottawa yrði minni að loknum kosningum ogjafnvel kynni svo að fara að Chrétien yrði að sætta sig við minnihlutastjórn. Útlit var fyrir að Endurbóta- flokkur Prestons Mannings, sem nýtur mests fylgis í vesturfylkjun- um Bresku Kólumbíu og Alberta, fengi næst flest sæti og verði því í hlutverki opinberrar stjórnarand- stöðu á þinginu. -----♦--»■ 4--- íhlutun í Si- erra Leone Freetown. Reuters EFTIR árangurslausar sáttaumleit- anir um helgina hefur Nígeríuher sent herlið til Sierra Leone. Samningamenn Nígeríumanna og Breta voru lengi bjartsýnir á að samkomulag tækist um að koma Ahmad Tejan Kabbah, forseta landsins, aftur til valda en á sunnu- dagskvöld var orðið ljóst að ekki yrði af friðsamlegri lausn. Innrás Nígeríumanna fór hægt af stað. Á mánudag sögðust þeir hafa náð alþjóðaflugvellinum á sitt vald. Að öðru leyti hefur lítið farið fyrir liði þeirra. Hryðjuverkið í Oklahomaborg, sem kostaði 168 manns lífíð fyrir tveimur árum Reuter VIKTORIA og Keith Hammond biðu niðurstöðu kviðdómsins ásamt mörgum öðrum við rústir Murrah-byggingarinnar í Oklahomaborg. Biðin reyndist Viktoriu þó um megn og varð maður henn- ar að leiða hana grátandi á brott. McVeigh fund- inn sekur Denver. Reuter. TIMOTHY McVeigh var í gær fundinn sekur um að hafa sprengt upp alríkisbyggingu í Oklahoma- borg í Oklahoma í Bandaríkjunum árið 1995 en þá týndu 168 manns lífi. Er það mannskæðasta hryðju- verk í sögu Bandaríkjanna. Það tók kviðdóminn, sem skipaður var sjö karlmönnum og fimm konum, fjóra daga að kom- ast að niðurstöðu en hann fann McVeigh sekan um öll ákæruatrið- in 11, morð og samsæri. Það bíður nú kviðdómsins að ákveða hvort McVeigh verður dæmdur til dauða eða í ævilangt fangelsi. Saksóknarar sögðu, að McVeigh hefði sprengt upp Alfred P. Murrah-bygginguna í Oklahoma- borg 19. apríl 1995 vegna sjúklegs haturs á bandarískum stjórnvöld- um. Meira en 160 vitni voru leidd fram í réttarhöldunum og meðal þeirra sem vitnuðu gegn McVeigtq voru félagar hans og systir. I réttarhöldunum nú var aðeins ákært vegna dauða átta lögreglu- manna en yfirvöld í Oklahoma munu höfða mál vegna dauða hinna 160. Brustu í grát Hundruð manna, þar á meðal margir ættingjar þeirra sem létu lífið í hryðjuverkinu, biðu fyrir utan réttarsalinn og við rústir Murrah- byggingarinnar og var niðurstöðu kviðdómsins tekið með fagnaðar- hrópum og margir brustu í grát. „Þetta er mikill léttir. Við höfum liðið mikið síðustu tvö árin en nú vitum við þó, að hinn seki fær makleg málagjöld," sagði Bud Welch, sem missti 23 ára gamla dóttur sína í sprengingunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.