Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 LEIÐIN Á TINDINN MORGUNBLAÐIÐ Miklir erfiðleikar mættu Everestförunum á leiðinni á tindinn Metnaður og vilji ráku okkur áfram ✓ Björn Olafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon koma til Islands í dag, en þeim tókst að klífa tind Everest, fyrstum Islendinga. Egill Ólafsson hitti þá að máli í London, þar sem þeir sögðu hon- um að þeir væru afar ánægðir með ferðina á tindinn, en að þetta hafí verið erfitt. „ÉG VAR ekki öruggur um að okkur myndi takast að ná tindin- um fyrr en við komumst upp á Suðurtind og sáum upp á Hillary- þrep. Veðrið var búið að vera vont á leiðinni, færið erfitt og við vorum seinir upp. Maður barðist því við efann allan tímann. Það sem dreif okkur hins vegar áfram var að mínu mati viljinn og metnaðurinn til að klífa fjallið og ná tindinum," sagði Björn Ólafsson. Björn, Hallgrímur Magnússon og Einar K. Stefánsson koma í dag til Islands eftir að hafa lokið vel- heppnaðri ferð til Himalaya þar sem þeim tókst að ná því markmiði sínu að klífa hæsta fjall í heimi, Everest, sem er 8.848 metra hátt. Þeir sögðu í samtali við Morgun- blaðið að þeir væru ánægðir en þreyttir. I þessari ferð hefðu þeir kynnst nánast öllum þeim aðstæð- um sem gætu komið upp á Ever- est, veikindum, vondu veðri og erf- iðum toppdegi. „Það kom okkur kannski mest á óvart hvað Khumbu-ísfallið reynd- ist vera erfitt og hættulegt. Veðríð olli okkur miklum erfiðleikum í ferðinni og kom okkur á óvart. Þetta var versta vor í Himalaya í 18 ár,“ sagði Björn. Veðrið olli því að leiðangurs- menn þurftu að bíða mjög lengi eftir tækifæri til að leggja á tind- inn. Samtals liðu nærri þrjár vikur frá því að aðlögun lauk þar til þre- Morgunblaðið/Björn Ólafsson ÞAÐ var um kl. 7:15 að íslenskum tíma 21. maí sem Everestförunum tókst að komast á tind Everest. Ferðin var erfið og menn voru því glaðir þegar takmarkinu var náð. Það var þd erfítt að ná brosinu á filmu. menningarnir náðu tindinum. Þeir sögðu að þeir hefðu ekki reiknað með því að þurfa að bíða svona lengi. Biðin hefði ekki alltaf verið auðveld. „Menn horfðu mikið á veður- spámar og veltu þeim fyrir sér fram og aftur. Spurningin var hvað menn ættu að láta þær ráða miklu varðandi ákvarðanatöku um hvenær farið yrði upp. Þegar við tókum síðan ákvörðun um að fara úr þriðju búðum áleiðis á tindinn hlustuðum við ekkert á veður- spána, m.a. vegna þess að við upp- lifðum það í tvo eða þrjá daga í röð að það komu góðir dagar og slæm- ir dagar úr takt við veðurspár. Hugsunin hjá okkur var að fara upp og sjá til. Það voru mjög margir sem höfðu uppi efasemdir um þetta og töldu þetta ekki vera réttu aðferðina," sagði Einar. Veðrið við Suðurtind var mjög slæmt „Það var ágætt veður á leiðinni upp í Suðurskarð úr fjórðu búðum, en þegar við komum þangað var hins vegar mjög hvasst. Þegar fór að líða á kvöldið fór að draga úr vindi og hlýna, en hins vegar varð skýjað. Við vonuðumst eftir að það myndi létta til um nóttina. Þegar við lögðum af stað um kvöldið frá SUÐURTINDUR var erfiður farartálmi og þegar hann hafði verið sigraður töldu þremenningarnir nokkuð víst að þeim myndi takast ætlunarverk sitt. Hér eru þeir á ferð rétt neðan við Suðurtind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.