Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SOGUÞING ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 39 Morgunblaðið/Golli PÁLL Skúlason háskólarektor, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Sveinbjörn Björnsson, fyrrverandi rektor, bera saman bækur sínar á lokafundi Islenska söguþingsins. Víðtækasta umræða um Islandssögu frá upphafi JÓHANNES Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri, lagði dóm á ýmsar hagsljórnaraðgerðir þriðja áratugarins. LOKAAVÖRP þingsins fluttu þeir Björn Bjarna- son menntamálaráðherra og Páll Skúlason háskóla- rektor. Páll sagði ekki tímabært að fella dóm um þýðingu málþingsins fyrir framtíðina, en að ljóst væri að gildi þess væri mikið. „Saga er merki- legt orð. Það merkir í senn atburða- rás, frásögn af sönnum eða ímynd- uðum atburðum og ennfremur fræðin um iiðna tíð. Á þessu mikla þingi, sem nú er að ljúka, hefur saga í þessum ólíku myndum verið sett á svið, kynnt, skoðuð og rök- rædd á fjölbreyttari og víðtækari hátt en nokkru sinni fyrr í Islands- sögunni. Hér hefur því átt sér stað sögulegur viðburður, sem verður lengi í minnum hafður.“ Endurskoðun kennslubóka nauðsynleg Björn Bjarnason fjallaði meðal annars um nauðsyn þess að end- urnýja kennslubækur í sagnfræði, því að í þeim sem nú væru notaðar kæmu fram úrelt sjónarmið. „Þar má lesa skoðanir, sem bera þess merki að menn töldu að spennan milli austurs og vesturs kynni að leiða til heimsslita vegna átaka með gjöreyðingarvopnum. Ekki eru mörg ár liðin síðan nemendur hér í Háskóla íslands lýstu yfir því í Stúdentablaðinu, að þeir sæju lítinn ef nokkurn tilgang með langskóla- námi, af því að heimurinn myndi hvort sem er farast vegna kjarn- orkuhugarfars vestrænna ráða- manna. Hvetjum dytti í hug að tefla slíkum kenningum fram nú? Hvort heldur um er að ræða kennslubækur um sagnfræði eða íslenskar bókmenntir er mikils virði, að þær veki ekki þá ímynd, að jafnvel nánast fortíð sé eins og fornöld vegna þess, að hún er kynnt með skírskotun til skoðana, sem fallið hafa um sjálfar sig eða eiga heima í geymslum minjasafna til marks um tímabundinn útúrdúr." Forvinnuhópur er nú að störfum við endurskoðun meginstefnu í kennslu samfélagsfræði. Björn sagði að söguþingið hefði orðið til að efla vissu sína um að vel yrði að verki staðið, því formaður for- vinnuhópsins væri Anna Agnars- dóttir, einn af helstu hvatamönnum og skipuleggjendum þess. Verri kosturinn valinn í seðlaútgáfu Meðal fyrirlesara á laugardaginn var Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóri. Hann tók til um- fjöllunar ýmsa þætti hagsögu og hagstjórnar þriðja áratugarins á íslandi. í kjölfar erfiðleika íslands- banka árið 1920 hafði verið tekin ákvörðun um að draga úr seðlaút- gáfurétti hans og auka heimildir Landsbankans. Rætt var um það næstu árin hvernig skipa ætti seðlaútgáfuréttinum til frambúðar. Að sögn Jóhannesar stóðu aðeins tveir kostir til boða, að fela Lands- bankanum seðlaútgáfuréttinn eða stofna nýjan banka, er tæki við hlutverki þjóðbanka. Milliþinga- nefnd undir forystu Sveins Björns- sonar skilaði áliti um málið 1925 og urðu tillögur hennar undirstaða löggjafar um bankann árið 1927, sem var lítillega breytt 1928, en stóð eftir það óhögguð í þrjá ára- tugi. Nefndin lagði til að Landsbank- anum yrði falin seðlaútgáfan, en að hún yrði reikningslega aðskilin öðrum rekstri bankans. Jóhannes telur að þar hafi verri kosturinn verið valinn og megi til þess rekja veikleika i stjótri peningamála næstu áratugi. Ákvörðunin hafi verið á skjön við viðurkenndar regl- ur um stjórn peningamála, því Landsbankinn var langöflugasti viðskiptanki landsins. Jafnræði í samkeppni á lánamarkaðnum var raskað með því að veita honum seðalútgáfuna að auki og viðskipta- sjónarmið hlutu að ráða mestu í stjórn bankans á kostnað heildar- stjórnar peningamála. „í öðru lagi voru fyrirmæli Landsbanka um seðlaútgáfu á því Fyrsta íslenska sögu- þinginu lauk um helg- ina. í ávarpi við slit þingsins sagði Páll Skúlason háskólarektor það hafa verið söguleg- an viðburð sem lengi yrði í minnum hafður, enda hefði aldrei farið fram jafnvíðtæk og fjölbreytt umræða um íslandssöguna. byggð, að seðlarnir væru bæði gulltryggðir og innleysanlegir í gulli. En þar sem aldrei náðist sam- komulag á þingi um að taka upp gullinnlausn að nýju tók þetta ákvæði aldrei gildi, svo að í reynd voru engar hömlur settar á seðla- útgáfu bankans. Í lögunum voru heldur engin önnur ákvæði, sem settu bankanum skýr markmið í þessu efni. í þriðja lagi fór bankinn af stað með of lítinn gjaldeyrisforða og eigið fé til að ráða við þær sveifl- ur, sem einkenna gjaldeyrisverslun íslendinga. Hann hafði því lítið boimagn tii að veija gengi krón- unnar, þegar á móti blés, eins og síðar kom á daginn,“ sagði Jó- hannes. Gengishækkunin 1925 ekki skaðleg til langs tíma Jóhannes fjallaði um annað um- deilt atriði í hagsögu þriðja áratug- arins, sem var gengishækkunin 1925. Þá um sumarið hækkaði gengi dönsku krónunnar um 30% og var búist við að íslenska krónan myndi fylgja í kjölfarið. „Eigendur gjaldeyris flýttu sér því að skipta eign sinni í íslenskar krónur og gjaldeyrir streymdi til bankanna. Gjaldeyrisnefnd taldi vegna kröfu frá Landsbankanum óhjákvæmi- legt að bregðast við með því að lækka gengi sterlingspunds til að draga úr gengistapi, ef þessi þróun héldi áfram. En skriðan hélt áfram, meiri gjaldeyrir streymdi inn í land- ið þangað til 27. október, þegar gengishækkunin var stöðvuð, en þá hafði gengi íslensku krónunnaar hækkað um 18% á rúmum tveimur mánuðum." Gengishækkunin olli miklum deilum, enda olli hún útflutningsat- vinnuvegunum miklum erfiðleikum og var í ósamræmi við vilja sem fram hafði komið á Alþingi vorið áður. Fjármálaráðherra var kennt um hækkunina þar sem vitað var að hann hefði verið fylgjandi hækk- un og fulltrúi hans var formaður í gengisnefnd. Jóhannes segir að sennilega sé réttara að Landsbankinn hafi ráðið ferðinni, og hafi hann þar fylgt fordæmi norrænu þjóðbankanna, sem farið höfðu sömu leið. Hann segir að erfiðleikarnir sem fylgt hafi í kjölfar gengishækkunarinnar hafi ekki verið varanlegir, því að á árinu 1927 hafí árferði batnað og gengi dönsku og norsku krónunnar hækkað og batnaði þá samkeppnis- aðstaða íslendinga mikið. Léleg efnahagsstjórn eftirstríðsáranna Sigurður Snævarr hagfræðing- ur og forstöðumaður hjá Þjóðhags- stofnun fjallaði um efnahags- stefnu áranna 1945-1960 og sam- skipti við aþjóðaefnahagsstofnan- ir. Sagði hann stefnu tímabilsins hafa einkennst af rangri gengis- skráningu, höftum á innflutningi og skömmtun um neyslu og fjár- festingavara. Ólíkt því sem gerðist erlendis á sama tíma skrifuðu fremstu hagfræðingar landsins upp á það að höft væru góð hag- fræði. Sigurður tók dæmi af áliti svo- nefndrar Hagfræðinganefndar sem skipuð var skömmu eftir stríð, en í henni sátu þeir Gylfí Þ. Gíslason, Jónas H. Haralz, Klemens Tryggvason og Ólafur Bjömsson. Nefndin lagði til nánara eftirlit með veitingu gjaldeyris- og innflutn- ingsleyfa, að settur væri í lög há- marksfjöldi innflytjenda í hveijum vöruflokki eða að ríkið tæki yfir innflutninginn allan eða verulegan hluta hans. Sigurður sagði niður- stöðu nefndarinnar hafa „geir- neglt“ það haftakerfi sem var við lýði næstu 12-13 ár. Sigurður segir að vegna lélegrar efnahagsstjórnar hafi það lítið dugað íslendingum þó þeir hafi fengið hlutfallslega meiri Mars- hallaðstoð en nokkurt annað ríki. Hún hafi þvert á móti leitt til þess að frestað var nauðsynlegum að- gerðum til að taka á efnahags- vandanum. Marshallaðstoðinni fylgdu skilyrði um fijálslegri efna- hagsstefnu, en íslendingar tóku þau ekki eins bókstaflega og aðrar þjóðir. Þó segir Sigurður að höftin hefðu sennilega verið aukin enn meira hér á landi en raun bar vitni, ef skilyrði Marshallaðstoðarinnar hefðu ekki komið til. Magnús Torfi las New York Times Meðal þess sem kom til umræðu eftir fyrirlestur Vals Ingimundar- sonar um samskipti íslands og Bandaríkjanna og kalda stríðið 1945-1960 var hvernig Þjóðviljan- um hefði tekist að flytja svo ná- kvæmar fréttir sem raun bar vitni af stefnu Bandaríkjamanna og við- ræðum þeirra við íslendinga á þess- um tíma. Líklegasta skýringin þótti sú, að þeir hefðu fundið fréttirnar í bandaríska dagblaðinu New York Times. Fram kom að Magnús Torfí Óiafsson, ritstjóri Þjóðviljans, liefði verið fastagestur á upplýsinga- skrifstofu Bandaríkjanna hér á landi, því þar hefði hann haft ókeypis aðgang að blaðinu. Valur Ingimundarson benti á að önnur skýring á fróðleik Þjóðvilja- manna gæti verið upplýsingalekar í íslenska stjórnkerfinu. Þeir þóttu svo tíðir að íslendingum var oft ekki treyst fyrir mikiivægum Nato- skjölum. Valur sagði meðal annars frá því, að einhveiju sinni hefði afrit af leynilegri Nato-skýrslu ver- ið sent á opinbera skrifstofu í Reykjavík. Þar var ritari sem var nýtekinn við störfum. Einn daginn kom Einar Olgeirsson á skrifstof- una og var að leita að upplýsingum um málefni sem tengdust skýrsl- unni. Ritarinn rétti Einari hiklaust leyniskýrsluna. Þessi leki olli miklu fjaðrafoki í stjórnkerfinu, en Einar hefur sennilega verið hæstánægð- ur, því hann kom aftur nokkrum dögum síðar og vildi þá fá meiri upplýsingar af sama tagi. En þá var búið að taka fyrir lekann og Einar gekk út tómhentur. Valdamenn skortir þekkingu og áhuga á utanríkismálum Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjómmálafræði, reyndi í fyrir- lestri sínum að skýra hvers vegna stuðiiingur íslenskra stjómmála- manna og embættismanna við Evr- ópusamrunann er svo veikur sem raun ber vitni, samanborið við starfsbræður þeirra í öðmm Evr- ópulöndum, og áhugi á aðildarvið- ræðum lítill þrátt fyrir vilja almenn- ings samkvæmt skoðanakönnunum. Niðurstöður hans em meðal annars þær að áberandi skortur sé á hefð- um, skipulagi og þekkingu á al- þjóðamálum innan stjómkerfísins. Ráðamenn sýni utanríkismálum yf- irleitt takmarkaðan áhuga, nema í augljósustu hagsmunamálum. Ut- anríkisstefnan hafí því í veigamikl- um atriðum lotið lögmálum innan- • landspólitískra hagsmuna. „V aldagmndvöllur íslenska valdahópsins er með þeim hætti að hann er nátengdari samfélaginu en víða annars staðar. Auk þess eru hefðir hans og skipulag á sviði utanríkismála veik. Þetta hefur leitt til þess að mikilvægir utan- ríkispólitískir hagsmunir hafa ráð- ist í farvegi sem í flestum ríkjum er ekki talinn hentugur fyrir utan- ríkisstefnumótun, það er að segja í samkeppni stjórnmálaflokka. Þessi farvegur er þess eðlis að fag- legt mat og kerfísbundin vinna eiga almennt séð erfítt uppdráttar." Gunnar Helgi bendir einnig á að kjördæmaskipan valdi því að lands- byggðarmenn hafi hér tögl og hald- ir í íslenska valdakerfinu. Stuðn- ingur við Evrópusambandsaðild sé minni þar en á höfuðborgarsvæð- inu, meðal annars vegna ótta við að ýmiskonar fyrirgreiðslu væri stefnt í hættu með aðild. Auk þess hafi þjóðernishyggja sterkari ítök á landsbyggðinni. Ennfremur sé stuðningur við aðild að Evrópusam- bandinu meiri meðal yngra fólks en eldra og þingmenn teljist flestir til síðarnefnda hópsins. Loks bendir Gunnar á að hug- myndastraumar sem liggja að baki Evrópusambandinu hafí borist seint og illa til íslands. íslenski valdahópurinn sé að mestu leyti menntaður í þeim löndum Evrópu þar sem mestar efasemdir eru um Evrópusamstarfið, það er að segja í Bretlandi og Skandinavíu, eða í Norður-Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.