Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ct>/UIUA KEMUftJÓH.X l BEST Af> CATAST ONM04Ú ~ c j rsyEil /'BOINN 4E>6l£YW ° \ »Vfe(eNie a az> JtM PAVfS Tommi og Jenni Nú u'er&urgert jprófun, a, c*imanr&'~ \s0rrtfJm- BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tímaritið Breiðfirðingur Frá Magnúsi H. Gíslasyni: ÉG hygg þau tímarit vera fá hér á landi, sem út hafa komið í meira en hálfa öld. Þannig er því nú samt háttað með Breiðfirðing, tímarit Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík, en fyrir nokkru barst mér síðasta hefti hans, sem er 54. árgangurinn. Fyrsta greinin í Breiðfirðingi að þessu sinni nefnist „Göngu- kona á grýttri slóð“ og er eftir Jón Marinó Samsonarson. Hefst hún þannig: „Aldraðir Hörðdæl- ingar við lok liðinnar aldar mættu minnast þeirrar konu, sem forðum var mest ferðakona í Hörðudal.“ Hver var hún, þessi „mesta ferða- kona“? Hún var hreppstjóradóttir frá Leikskálum í Hörðudal, Þjóð- hildur Þorvarðardóttir - jafnan nefnd Þjóða, og vissu aðeins ná- kunnugir hennar rétta nafn, fædd 5. maí 1868. Foreldrar Þjóðu skildu er hún var innan við tví- tugt og kann þar að leita orsaka þess rótleysis er upp frá því ein- kenndi æviferil þessarar að mörgu leyti vel gerðu konu. Tuttugu og sjö ára aflaði hún sér lausa- mennskuleyfis. Fram til þess tíma var hún vinnukona á ýmsum bæj- um í Dölum en síðan í lausa- mennsku hér og þar. Og „ferða- konan“ lét sig ekki muna um að bregða sér til Ameríku og dvaldi þar um skeið en flest er á huldu um þá för. Eftir Ameríkuförina gerðist Þjóða enn einrænni en áður, flögraði úr einum stað í annan, stóð allstaðar stutt við, forðaðist samneyti við karlmenn. Þjóða andaðist í Hlíð í Hörðudal 5. júní 1953. Af eigum sínum stofnaði hún sjóð, „sem nýtast skyldi í mannúðarskyni á heima- slóðum hennar“. Sú ákvörðun segir mikið um þessa sérstæðu konu. Tómas R. Einarsson á þarna greinina „íhaldssamur bardagak- lerkur“ og segir þar sitthvað frá séra Friðrik Eggerz. Stuðst er við endurminningabók hans, „Úr fylgsnum fyrri aldar“, sem út kom í tveimur bindum 1950 og 1952. Og séra Friðrik var vissulega bardagamaður því heita mátti að hann ætti í stöðugum deilum og orrustum allt sitt líf, eins og ræki- lega er rakið í grein Tómasar og koma þar margir við sögu. Kristjana V. Hannesdóttir frá Stykkishólmi brá sér í námsferð um Norðurlönd árin 1925 og 1926. Hún festi á blað sitthvað frá þessari dvöl sinni ytra. Er það ýmist í formi ritgerða, sendibréfa eða á minnisblöðum. Sigurður Flosason hefur nú unnið þetta efni og búið til prentunar fyrir Breiðfirðing. í grein sinni „Góði maðurinn Þórður - dýrlingur í Dölum“, segir Einar G. Pétursson frá Þórði þessum, sem tekinn var af lífi í Krosshólum í Dölum árið 1385, svo sem segir í annálum. Og dauðasökin var sú „að hann hafði borið banatilræðishögg af bróður sínum, bar undir höggið en sló öngvan. Urðu mörg teikn eftir“. Hulda Skúladóttir ritar fróð- lega grein um „Skólahald í Nes- hreppi utan Ennis 1910-1946“. Þar fjallar hún um skólaskyldu í lögum og framkvæmd, nemenda- fjölda og þróun byggðar, náms- greinar og námsefni, kennsluá- höld, kennsluhætti, próf, kennslu- húsnæði o.fl. Má af þessari upp- talningu marka að hér er farið vel í saumana. Árið 1995 voru sett lög um verndun Breiðafjarðar og sam- kvæmt þeim lögum hefur verið skipuð sérstök Breiðafjarðar- nefnd. Aðild að henni eiga: Hér- aðsnefndir Vestur- og Austur- Barðastrandarsýslna, Dalasýslu, Snæfellinga, Náttúrufræðistofn- un íslands og Þjóðminjaráð. For- maður nefndarinnar er Friðjón Þórðarson fyrrverandi alþingis- maður, skipaður án tilnefningar. Frá þessu greinir Friðjón í Breið- firðingi, jafnframt því sem hann birtir lögin og greinargerðina með þeim. Þá fjallar Friðjón einnig um náttúrufar eyjanna, menningar- sögulegar minjar, búsetu við Breiðafjörð og hlunnindi. Sæmundur Björnsson ritar um söfnun muna og minja frá gam- alli tíð. Nefnir hann þar til fatn- að, gömul húsgögn, heimilis- og matreiðsluáhöld, heimilisiðnað- aráhöld og matreiðslu-, hreinlæt- isáhöld, jarðvinnslu- og ávinnslu- tæki, heyvinnuáhöld, flutninga- tæki, smíðaáhöld og smíðisgripi, námsgögn, sögu- og menningar- minjar o.fl. Nöfn flestra þeirra, sem átt hafa efni í Breiðfirðingi allt frá upphafi, eru kunn. Um örfá er þó ekki vitað og spyrst nú Einar G. Pétursson fyrir um þau. Tvö ljóð eftir Ólaf Magnússon eru í ritinu og fylgir þeim raddsetning höfundar. Þá er og sagt frá starfi Breiðfirðingafélagsins 1995- 1996. Allmargar myndir eru í Breiðfirðingi og er kápumyndin af Krosshólaborg. Krossinn á borginni er til minningar um Auði djúpúðgu. Ritstjórar Breiðfirð- ings eru þeir Árni Björnsson og Einar G. Pétursson. Breiðfirðingur er nú allur fáan- legur frá byijun, bæði innbundinn og óinnbundinn. Upplýsingar gef- ur Sveinn Siguijónsson í síma 555-03883 og 565-1138. MAGNÚS H. GÍSLASON, Frostastöðum, Skagafirði. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.