Morgunblaðið - 03.06.1997, Page 54

Morgunblaðið - 03.06.1997, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Ct>/UIUA KEMUftJÓH.X l BEST Af> CATAST ONM04Ú ~ c j rsyEil /'BOINN 4E>6l£YW ° \ »Vfe(eNie a az> JtM PAVfS Tommi og Jenni Nú u'er&urgert jprófun, a, c*imanr&'~ \s0rrtfJm- BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Tímaritið Breiðfirðingur Frá Magnúsi H. Gíslasyni: ÉG hygg þau tímarit vera fá hér á landi, sem út hafa komið í meira en hálfa öld. Þannig er því nú samt háttað með Breiðfirðing, tímarit Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík, en fyrir nokkru barst mér síðasta hefti hans, sem er 54. árgangurinn. Fyrsta greinin í Breiðfirðingi að þessu sinni nefnist „Göngu- kona á grýttri slóð“ og er eftir Jón Marinó Samsonarson. Hefst hún þannig: „Aldraðir Hörðdæl- ingar við lok liðinnar aldar mættu minnast þeirrar konu, sem forðum var mest ferðakona í Hörðudal.“ Hver var hún, þessi „mesta ferða- kona“? Hún var hreppstjóradóttir frá Leikskálum í Hörðudal, Þjóð- hildur Þorvarðardóttir - jafnan nefnd Þjóða, og vissu aðeins ná- kunnugir hennar rétta nafn, fædd 5. maí 1868. Foreldrar Þjóðu skildu er hún var innan við tví- tugt og kann þar að leita orsaka þess rótleysis er upp frá því ein- kenndi æviferil þessarar að mörgu leyti vel gerðu konu. Tuttugu og sjö ára aflaði hún sér lausa- mennskuleyfis. Fram til þess tíma var hún vinnukona á ýmsum bæj- um í Dölum en síðan í lausa- mennsku hér og þar. Og „ferða- konan“ lét sig ekki muna um að bregða sér til Ameríku og dvaldi þar um skeið en flest er á huldu um þá för. Eftir Ameríkuförina gerðist Þjóða enn einrænni en áður, flögraði úr einum stað í annan, stóð allstaðar stutt við, forðaðist samneyti við karlmenn. Þjóða andaðist í Hlíð í Hörðudal 5. júní 1953. Af eigum sínum stofnaði hún sjóð, „sem nýtast skyldi í mannúðarskyni á heima- slóðum hennar“. Sú ákvörðun segir mikið um þessa sérstæðu konu. Tómas R. Einarsson á þarna greinina „íhaldssamur bardagak- lerkur“ og segir þar sitthvað frá séra Friðrik Eggerz. Stuðst er við endurminningabók hans, „Úr fylgsnum fyrri aldar“, sem út kom í tveimur bindum 1950 og 1952. Og séra Friðrik var vissulega bardagamaður því heita mátti að hann ætti í stöðugum deilum og orrustum allt sitt líf, eins og ræki- lega er rakið í grein Tómasar og koma þar margir við sögu. Kristjana V. Hannesdóttir frá Stykkishólmi brá sér í námsferð um Norðurlönd árin 1925 og 1926. Hún festi á blað sitthvað frá þessari dvöl sinni ytra. Er það ýmist í formi ritgerða, sendibréfa eða á minnisblöðum. Sigurður Flosason hefur nú unnið þetta efni og búið til prentunar fyrir Breiðfirðing. í grein sinni „Góði maðurinn Þórður - dýrlingur í Dölum“, segir Einar G. Pétursson frá Þórði þessum, sem tekinn var af lífi í Krosshólum í Dölum árið 1385, svo sem segir í annálum. Og dauðasökin var sú „að hann hafði borið banatilræðishögg af bróður sínum, bar undir höggið en sló öngvan. Urðu mörg teikn eftir“. Hulda Skúladóttir ritar fróð- lega grein um „Skólahald í Nes- hreppi utan Ennis 1910-1946“. Þar fjallar hún um skólaskyldu í lögum og framkvæmd, nemenda- fjölda og þróun byggðar, náms- greinar og námsefni, kennsluá- höld, kennsluhætti, próf, kennslu- húsnæði o.fl. Má af þessari upp- talningu marka að hér er farið vel í saumana. Árið 1995 voru sett lög um verndun Breiðafjarðar og sam- kvæmt þeim lögum hefur verið skipuð sérstök Breiðafjarðar- nefnd. Aðild að henni eiga: Hér- aðsnefndir Vestur- og Austur- Barðastrandarsýslna, Dalasýslu, Snæfellinga, Náttúrufræðistofn- un íslands og Þjóðminjaráð. For- maður nefndarinnar er Friðjón Þórðarson fyrrverandi alþingis- maður, skipaður án tilnefningar. Frá þessu greinir Friðjón í Breið- firðingi, jafnframt því sem hann birtir lögin og greinargerðina með þeim. Þá fjallar Friðjón einnig um náttúrufar eyjanna, menningar- sögulegar minjar, búsetu við Breiðafjörð og hlunnindi. Sæmundur Björnsson ritar um söfnun muna og minja frá gam- alli tíð. Nefnir hann þar til fatn- að, gömul húsgögn, heimilis- og matreiðsluáhöld, heimilisiðnað- aráhöld og matreiðslu-, hreinlæt- isáhöld, jarðvinnslu- og ávinnslu- tæki, heyvinnuáhöld, flutninga- tæki, smíðaáhöld og smíðisgripi, námsgögn, sögu- og menningar- minjar o.fl. Nöfn flestra þeirra, sem átt hafa efni í Breiðfirðingi allt frá upphafi, eru kunn. Um örfá er þó ekki vitað og spyrst nú Einar G. Pétursson fyrir um þau. Tvö ljóð eftir Ólaf Magnússon eru í ritinu og fylgir þeim raddsetning höfundar. Þá er og sagt frá starfi Breiðfirðingafélagsins 1995- 1996. Allmargar myndir eru í Breiðfirðingi og er kápumyndin af Krosshólaborg. Krossinn á borginni er til minningar um Auði djúpúðgu. Ritstjórar Breiðfirð- ings eru þeir Árni Björnsson og Einar G. Pétursson. Breiðfirðingur er nú allur fáan- legur frá byijun, bæði innbundinn og óinnbundinn. Upplýsingar gef- ur Sveinn Siguijónsson í síma 555-03883 og 565-1138. MAGNÚS H. GÍSLASON, Frostastöðum, Skagafirði. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.