Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.06.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1997 51 í ) I 3 I 1 ) J 3 j fl fl I fl Skólaslit Menntaskólans í Kópavogi Mestu breytingar í sögu skólans MENNTASKÓLANUM í Kópa- vogi var slitið í Digraneskirkju í Kópavogi föstudaginn 23. maí. Nýtt og glæsilegt verkn- ámshús fyrir Hótel-og matvæla- greinar mun senn vera miðstöð fyrir allt slíkt nám hérlendis og eru það mestu breytingar sem orðið hafa í sögu skólans. 74 nemendur útskrifuðust að þessu sinni. 46 stúdentar, 21 verknámsnemi úr 3 deildum; matreiðslu, framreiðslu og bak- aradeild og 5 nemendur af tveggja ára skrifstofubraut. Fyrr í vor höfðu 42 nemendur verið brautskráðir af ferða- málasviði skólans og 26 leið- sögumenn. Alls hafa því 140 nemendur lokið námi á mis- munandi sviðum skólans. Verknámsaðstaða á heimsmælikvarða í ræðu Margrétar Friðriks- dóttur, skólameistara, kom fram að þáttaskil hefðu orðið í allri starfsemi skólans þegar tekið var í notkun á haustönn, nýtt og glæsilegt verknámshús fyrir hótel-og matvælagreinar. Þar fer nú fram sú kennsla sem áður hafði verið í Hótel- og veitingaskóla íslands og í Iðn- skólanum í Reykjavík og mat- vælasvið Fjölbrautaskólans í Breiðholti mun flytja þaðan í nýja aðstöðu skólans á sumri komandi. Mun þá kennsla í greinum matreiðslu, fram- reiðslu, bakara- og kjötiðn öll vera kominn á einn stað þar sem verknámsaðstaða í matvæ- lagreinum mun vera á heims- mælikvarða. í undirbúningi er meistaranám í greinunum við skólann. IATA-UFTA kennsla Nú er liðinn áratugur frá að skólinn gerðist brautryðjandi í ferðamálakennslu. Síðastliðið haust hófst kennsla IATA- UFTA náms sem er alþjóðlegt nám í ferðaþjónustu. Skóla- meistari lagði í ræðu sinni áherslu á það að framhaldsskól- inn byði nemendum upp á breiða þekkingarundirstöðu sem alhliða undirbúning fyrir framtíðina og enn fremur það að leggja þyrfti grunn að starfsmenntun sem gerði ein- staklinginn gjaldgengan á vinnumarkaði. Við athöfnina afhenti Ingólf- ur A. Þorkelsson fv. skólameist- ari síðara bindi af sögu Mennta- skólans í Kópavogi 1973 -1993. Þrír nemendúr fengu viður- kenningu úr Viðurkenningar- sjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs 1993. SKÓLASLIT TWyTl i i H 1 i j|~U BRAGI Michaelsson, varaforseti bæjarstjórnar Kópavogs, af- henti Ingibjörgu Halldórsdóttur, Olöfu Birnu Magnúsdóttur og Stefáni Ragnari Jónssyni viðurkenningar úr Viðurkenningarsjóði Menntaskólans í Kópavogi. MARGRÉT Friðriksdóttir, skólameistari, ávarpar sam- komuna. Voru það þau Stefán Ragnar Jónsson, stúdent, Ólöf Birna Magnúsdóttir, stúdent og Ingi- björg Halldórsdóttir, mat- reiðslunemi. Viðurkenningar Rotaryklúbbs Kópavogs, fyrir góðan námsárangur í raun- greinum, hlutu Stefán Ragnar Jónsson, Ólöf Birna Magnús- dóttir og María Jónsdóttir. Skólakór MK, undir stjórn Sigrúnar Þorgeirsdóttur, söng við athöfnina. Agúst Guð- mundsson og Sigríður Vil- hjálmsdóttir töluðu fyrir hönd verknámsnema og nýstúdenta og árnuðu skólanum og sam- nemendum allra heilla. Vestmannaeyjum - Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum var slitið fyrir skömmu og nemendur brautskráðir. 37 nemendur voru brautskráðir af ýmsum brautum skólans en 27 nemendur luku stúd- fl entsprófi, sem er mesti fjöldi stúd- á enta sem útskrifaður hefur verið í g einu í sögu skólans. ™ Ólafur Hreinn Sigurjónsson, skólameistari, sagði í skólaslita- ræðu sinni að er skólinn hóf starf- semi síðastliðið haust hafi 271 nemandi verið í dagskóla og 30 í öldungadeild en á vorönn hafi nem- endur við skólann verið 260. Flest- ir nemendur hafi verið á stúdents- m prófsbrautunum, en 170 nemendur ^ hafi verið á þeim brautum. 30 nem- 5 endur voru í iðnnámi, 20 á sjúkra- fl liðabraut, 15 á vélstjórnarbraut og 25 í almennu námi. Sagði hann það áhyggjuefni hversu fáir nem- endur legðu verknámið fyrir sig en með bættri verknámsaðstöðu við skólann vonaðist hann til að breyting yrði á því. Ólafur fjallaði um samræmd könnunarpróf í ensku sem í vetur voru lögð fyrir |f ákveðna hópa framhaldsskóla- j nema um land allt. Sagði hann g niðurstöður úr þeim prófum nú " bggja fyrir og hefði hann kosið að sjá betri heildarárangur nemenda sinna í þeim. Hann sagði að ráðgert væri að samræmd próf yrðu tekin upp í framhaldsskólum og taldi að þau gætu átt eftir að hafa mikil áhrif á skólastarfið bæði til góðs og ills. a Þau veittu skólunum aðhald, sem væri gott, en hann varaði við þeim j samanburði sem síðan yrði gerður | af fjölmiðlum, foreldrum og al- menningi sem myndu á grundvelli eins eða tveggja prófa bera skólana miskunnarlaust saman án þess að velta því fyrir sér að nemendur sem koma inn í skólana eru mjög mis- jafnir. Sumir skólar tækju aðeins inn bestu nemendur hvers ár- gangs, aðrir tækju alla, háa og | lága og enn aðrir tækju inn slak- ari hluta nemenda, þess vegna ' væri samanburður i þessum efnum I oft óraunhæfur. Ólafur íjallaði um væntanlegar Skólaslit Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum Stærsti hópur stúdenta sem brautskráður hefur verið Morgunbtaðið/Sigurgeir Jónasson ÚTSKRIFTARNEMAR frá Framhaldsskólanum í Eyjum. breytingar á skólastarfinu næsta haust sem fælust fyrst og fremst í að menntamálaráðherra hefði ákveðið að sameina Stýrimanna- skólann í Eyjum Framhaldsskólan- um og kæmu þær breytingar til framkvæmda næsta haust. 15 umsóknir um stýrimannanám Hann sagði að stýrimannanám með gamla fyrirkomulaginu yrði við skólann næsta vetur og hefðu þegar borist 15 umsóknir í það nám en síðan yrðu gerðar breytingar sem fælu það í sér að nemendur yrðu að taka tvo vetur á sjávarút- vegsbraut til að fá inngöngu í eig- inlegt fagnám skipstjórnarmanna. Hann sagði ljóst að sjávarútvegs- braut yrði við Framhaldsskólann en hvort fagnámið sjálft yrði einn- ig í boði myndi ráðast síðar. Ólafur fjallaði um neysluvatns- verkefni sem Framhaldsskólinn tók þátt í í vetur í samvinnu við fram- haldsskóla frá Finnlandi og Austurríki, en verkefnið var liður í svonefndri Sókrates-áætlun Evr- ópusambandsins og sagði hann að samið hefði verið um framhald á verkefninu næsta vetur. í lok ræðu sinnar beindi Ólafur orðum sínum til útskriftarnema og hvatti þá til að setja markið hátt og leggja sig fram bæði í leik og starfi. Að lokinni ræðu skólameistara voru nemendur brautskráðir. Einn nemandi brautskráðist af iðnbraut húsasmíða. Fjórir nemendur af iðnbraut stálskipasmíða. Einn af 2. stigi vélstjórnarbrautar. Þrír af sjúkraliðabraut og einn af grunndeild rafiðna. 27 stúdentar vorðu síðan brautskráðir. Tíu af félagsfræðibraut, tólf af náttúru- fræðibraut og fimm af hagfræði- braut. Ýmsar viðurkenningar voru veittar fyrir námsárangur. Jóhannes Egilsson flutti síðan ávarp fyrir hönd nýstúdenta. Hann þakkaði kennurum samveruna í skólanum og sagði nemendurna taka með sér góðar minningar úr Framhaldsskólanum í Eyjum. Hann sagði að stúdentsprófið væri einn áfangi á langri leið og líkti skólagöngunni við fjallgöngu þre- menninganna á Everesttind. Hann sagði að af leikskólinn væri talinn með þá væru þau sem lokið hefðu stúdentsprófi nú í þriðju búðum svo enn væri talsvert klifur eftir til að ná á toppinn og það kostaði erfiði og strit að ná þangað. BJÖRN Matthíasson og Krist- ín Inga Grímsdóttir hlutu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi en bæði luku þau stúdents- prófi á þremur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.