Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 1
128 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 133. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stærsta kjötætan afhjúpuð Pol Pot sagður umkriugd- ur fyrrverandi félögum Phnom Penh. Reuter. POL Pot, hinn illræmdi leiðtogi Rauðu kmeranna, var í gær um- kringdur þúsund uppreisnarmönn- um úr eigin her, að því er haft var eftir háttsettum embættismönnum úr her Kambódíu. Þeir sögðu að komið hefði til skæra milli liðs- manna Kmeranna, sem voru við völd í Kambódíu frá 1975 til 1979 og bera ábyrgð á dauða rúmlega einnar milijónar manna. Nhiek Bun Chhay, aðstoðaryfír- maður herráðs Kambódíuhers, sagði á blaðamannafundi að Pol Pot væri staddur í frumskóginum skammt frá Anlong Veng ásamt 250 til 300 tryggum hermönnum og fjölskyldum þeirra. Hann væri með að minnsta kosti þrjá hátt- setta Kmera í gíslingu. Um þúsund hermenn Rauðu kmeranna, sem hefðu gerst liðhlaupar og gengið stjómarhernum á hönd, hefðu um- kringt Pol Pot og liðsmenn hans. Sagði hann að Pol Pot hefði flúið frá Anlong Veng eftir að hafa myrt yfirmann vamarmála hjá Rauðu kmerunum og ellefu manns úr fjöl- skyldu hans 10. júní. Sýndi Nhiek Bun Chhay myndir af illa útleikn- um líkum. Yfirmaður hers Thailands sagði að taka bæri þessum fréttum með gát. Hér gæti verið um blekkingar- herferð að ræða. Rauðu Kmeramir gerðu friðar- samkomulag árið 1991 og var því ætlað að binda enda á langvinn átök í Kambódíu. Eftir kosning- amar 1993 gengu þeir hins vegar á bak samkomulaginu og hafa síðan boðið stjóm landsins byrginn. Samtökin hafa hins vegar veikst jafnt og þétt og hafa þúsundir manna hlaupist undan merkjum þeirra undanfarið ár. Talið er að samtökin hafi nú tæplega tvö þús- und manns undir vopnum. RÚMLEGA fjórtán metra há eft- irlíking beinagrindar af risa- eðlu, sem talin er hafa verið stærsta lyötæta jarðar, var af- hjúpuð fyrsta sinni í Náttúruvís- indastofnuninni í Ffladelfíu í Bandaríkjunum um helgina. Risaeðlan nefnist gigantosaurus og mætti kalla hana jötuneðlu. Steingerð bein jötuneðlunnar fundust í Argentínu árið 1993. Hún lifði fyrir um 100 miHjónum ára og var stærri en grameðlan (tyrannosaurus rex), sem áður var talin hafa verið stærsta kjöt- ætan. Réttindi takmörk- uð eftir valda- skipti í Hong Kong Má banna mótmæli og starfsemi samtaka Hong Kong. Reuter. ÞINGIÐ, sem tekur við af kjörinni löggjafarsamkundu Hong Kong þegar Bretar afhenda Kínverjum valdataumana þar um mánaða- mótin, samþykkti í gær lög sem munu takmarka pólitískt frelsi og borgaraleg réttindi eftir afhendinguna. Þingið kom saman í bænum Shenzen í Kína, skammt frá Hong Kong, og samþykkti viðbætur við tvenn lög. Nýju lögin leyfa lögreglu að banna mótmæli varði þau „þjóðaröryggi" og heimila að starf- semi samtaka, sem njóta stuðnings erlendis frá, verði bönnuð. Þingið skipað í Peking Breytingar þessar taka gildi eftir afhendingu Hong Kong 1. júlí. Tung Chee-hwa, sem verður leið- togi Hong Kong eftir valdaskiptin, átti frumkvæði að þeim. A þinginu, sem samþykkti lögin, sitja kaup- sýslu- og stjórnmálamenn, sem hliðhollir eru Kínverjum. Þeir voru skipaðir af kínverskum stjórnvöld- um. Kínverjar hétu því í samkomu- lagi, sem gert var við Breta árið 1984, að leyfa áfram óheftan mark- aðsbúskap í Hong Kong og sjálf- stjóm á öllum sviðum nema í hern- aði og erlendum samskiptum. Margir íbúar Hong Kong óttast hins vegar að Kínverjar muni grípa til kúgunar þegar þeir fá völdin í hendur. Turner skorar á Murdoch Los Angeles. Reuter. BANDARÍSKI fjölmiðlakóng- urinn Ted Tumer skoraði á föstudag á Rupert Murdoch, helsta keppinaut sinn, að gera út um ágreining þeirra í hnefa- leikahringnum. Tumer sagði í ræðu á fundi frammámanna í Hollywood að gefa mætti ágóðann af viður- eigninni til góðgerðarmála. Turner er varaformaður Time-Warner-fjölmiðlasam- steypunnar. Murdoch á fjölda dagblaða og hefur haslað sér völl í sjónvarpi. Það hefur löng- um verið stirt á milli Tumers og Murdochs. Turner líkti Murdoch í fyrra við Adolf Hitler. ftalski herinn sakaður um pyntingar í Sómalíu Herforingjar segja af sér Róm. Reuter. TVEIR herforingjar, sem fóra fyrir ítalska hernum í friðargæslu í Sómalíu, sögðu í gær af sér vegna ásakana um að menn þeirra hefðu beitt óvopnaða Sómala pyntingum og kynferðislegu ofbeldi og myrt óbreytta borgara. Herforingjarnir, Bmno Loi og Carmine Fiore, fóra að sögn ítalska hersins fram á að láta af störfum til að auðvelda rannsókn málsins. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær að brátt mætti vænta nýrra tíðinda í þessu máli. Hann fyrirskipaði á fóstudag rann- sókn á ásökunum, sem komu fram í tímaritinu Panorama. Þar vora lýs- ingar á framferði ítalski-a her- manna og fylgdu myndir. Umfjöll- un tímaritsins hófst fyrir viku og var haldið áfram á föstudag. Mál þetta^ hefur vakið mikla hneykslan á Ítalíu og hefur herinn fallið í áliti. 10 Flugleiðir til framtíðar AFRÍKA/15 Valkyrjur í veitingarekstri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.