Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
pJictir®MiBfeIsíí>i5í>
VIKAN 8/6-14/6
|J|
m
MÁ'.tSP’ INNLENT
► SÓKNARDÖGUM króka-
báta fækkar verulega á
næsta ári samkvæmt spá
sem sjávarútvegsráðuneytið
hefur gert. Samkvæmt hlut-
fallstengingu smábáta við
heiidarþorskaflaheimildir
verða veiðiheimildir króka-
báta á næsta fiskveiðiári um
30.302 tonn, sem er um 41%
aukning á tveimur fiskveið-
iárum.
► BÁSAFELL hf. á ísafirði
hefur ákveðið að hætta bol-
fískvinnslu fyrirtæksins á
ísafirði. Jafnframt verður
rækjuvinnsla fyrirtækisins
efld og bætt þar við störf-
um, en einhveijar uppsagn-
ir hjá Básafelli þykja óumf-
lýjanlegar.
► HÆSTIRÉTTUR
hnekkti úrskurði Héraðs-
dóms Reykjavíkur um
gæsluvarðhald yfír tveimur
mönnum vegna Iíkamsárás-
ar á skemmtistaðnum Veg-
asi 13. maf sl. Hæstiréttur
féllst á kröfu Rannsóknar-
Iögreglu rikisins um að
mönnunum yrði gert að
sæta gæsluvarðhaldi til 18.
júlí næstkomandi.
► ÍSLENSKIR nemendur i
3. bekk grunnskóla hafna i
23. sæti af 24 og nemendur
í 4. bekk í 24. sæti af 26 í
stærðfræði í hinni fjölþjóð-
legu TIMSS-rannsókn. I
náttúrufræði eru nemendur
3. bekkjar í 20. sæti af 24
og 4. bekkur í 20. sæti af
26.
► NEFND á vegum félags-
málaráðherra hefur lagt til
að félagslega eignaribúða-
kerfínu verði breytt í fé-
lagslegt húsnæðislánakerfi
þannig að félagsleg lán fari
beint til einstaklinga til
kaupa á almennum fast-
eignamarkaði.
Reglur endurskoðað-
ar og eftirlit hert
I KJÖLFAR töku Sigurðar VE innan
norskrar fískveiðilögsögu við Jan May-
en hafa íslensk stjómvöld ákveðið að
endurskoða reglur um veiðar norskra
skipa i íslenskri lögsögu og verður leit-
ast við að herða eftirlit með veiðum
þeirra. í svari norskra stjómvalda við
mótmælum íslenskra stjómvalda vegna
töku Sigurðar VE viðurkenna Norð-
menn að bæta þurfí samskipti þjóðanna
í sjávarútvegsmálum. Útgerð og skip-
stjóri Sigurðar VE voru krafín 4,2
milljóna króna sekt af lögregluyfirvöld-
um í Bodö, en lögfræðingur útgerðar-
innar hafnaði dómsátt og verður málið
tekið fyrir hjá norskum dómstólum í
ágúst.
12 mánaða
fangelsi og sekt
HÆSTIRÉTTUR hefur þyngt dóm
héraðsdóms yfir Þórði Þórðarsyni,
framkvæmdastjóra Bifreiðastöðvar
ÞÞÞ á Akranesi, úr tíu mánaða fangels-
isvist og 40 milljóna króna sekt í 12
mánaða fangelsi og 50 milljóna króna
sekt. Níu mánuðir af refsingunni falla
niður ef ákærði heldur almennt skilorð
í þijú ár. Verði 50 milljóna króna sekt-
in ekki greidd í ríkissjóð innan fjögurra
vikna kemur til 12 mánaða fangelsi.
Verkfall boðað
áHúsavík
VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur hefur
boðað verkfall hjá Sjúkrahúsi Þingey-
inga og Heilsugæslu Húsavíkur 22.
júní næstkomandi. Verkfallsboðunin
nær til 65 starfsmanna sjúkrahússins
og heilsugæslustöðvarinnar.
1 ' llll;
&
\ X. ‘ J
y A ' tj “'T P
Reuter
HELMUT Kohl, Lionel Jospin og
Jacques Chirac ræðast við í Poiti-
ers f Frakklandi á föstudag.
Frakkar auka óvissu
um EMU
NÝ STJÓRN Lionels Jospins, forsæt-
isráðherra Frakklands, lýsti yfír því í
upphafi vikunnar að hún vildi tíma til
að endurskoða stöðugleikasáttmálann,
sem ætlað er að vera kjölfesta Efna-
hags- og myntbandalags Evrópu. Yfir-
lýsing Frakka kom aðeins viku fyrir
leiðtogafund rfkjaráðstefnu Evrópu-
sambandsins, sem hefst í Amsterdam
á morgun. Stöðugar viðræður voru í
vikunni og í gær ræddi Helmut Kohl,
kanslari Þýskalands, við Jacques
Chirac, forseta Frakklands, og Jospin
í Poitiers í Frakklandi án þess að sam-
komulag næðist.
Bandaríkjamenn
mæta andstöðu
í Evrópu
YFIRLÝSINGU Bandaríkjamanna um
að aðeins ætti að hleypa þremur nýjum
ríkjum inn í Atlantshafsbandalagið í
fyrstu umferð og sleppa Rúmenum og
Slóvenum vakti litla hrifningu margra
bandamanna þeirra í NATO.
Frakkar, Þjóðverjar, ítalir og
Kanadamenn lýstu yfír andstöðu við
afstöðu Bandaríkjamanna. Rúmenar og
Slóvenar mótmæltu einnig og kváðust
um leið vona að þegar endanleg ákvörð-
un yrði tekin yrði þeim boðin innganga
í NATO ásamt Pólveijum, Tékkum og
Ungveijum.
► SAMSTEYPUSTJÓRN
Fine Gael, Verkamanna-
flokksins og Vinstri demó-
krata tapaði meirihluta sín-
um á frska þinginu f kosn-
ingunum fyrir viku og verð-
ur Bertie Ahern, leiðtogi
Fianna Fáil, næsti forsætis-
ráðherra landsins.
► KVIÐDÓMUR í Denver í
Bandaríkjunum dæmdi á
föstudag Timothy McVeigh
til dauða fyrir að fremja
sprengjutilræði í Okla-
homa-borg í apríl 1995.168
menn létu lífið í tilræðinu
og 500 slösuðust.
► FYRSTA umferð leið-
togakjörsins f breska
íhaldsflokknum fór fram á
þriðjudag. Kenneth Clarke,
fyrrverandi fjármálaráð-
herra, fékk flest atkvæði og
var William Hague, fyrrver-
andi ráðherra um málefni
Wales annar. John Redwood
var efstur Evrópuandstæð-
inganna þriggja. Hinir
tveir, Peter Lilley og Mich-
ael Howard, lýstu að kjör-
inu loknu yfír stuðningi við
Hague. Clarke, Hague og
Redwood verða í framboði
f annarri umferð kjörsins,
sem fer fram á þriðjudag.
Hague, sem er 36 ára, er
talinn sigurstranglegastur.
►ÍSLENDINGAReruí
fimmta sæti á lista þar sem
löndum er raðað eftir því
hvar lffsgæði eru mest.
Samkvæmt nýrri skýrslu
Þróunarhjálpar Sameinuðu
þjóðanna um framþróun
þykja lífsgæði mest í
Kanada.
Herferð í vímuvörnum beint að foreldrum
Áhrifamáttur foreldra
stórlega vanmetinn
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SNJÓLAUG Stefánsdóttir og Kristín A. Árnadóttir
glugga i vímuefnakönnunina.
„NEI er jákvætt - þegar vímuefni
eru annars vegar,“ er meðal slag-
orðanna í herferð sem vímuvarna-
nefnd Reykjavíkurborgar í sam-
starfí við Akureyrarbæ og fleiri
hefur hrundið af stað undir merkj-
um áætlunarinnar „ísland án eitur-
lyfja 2002". Ætlunin er að ná til
foreldra, vekja þá, hvetja og
styrkja í foreldrahlutverkinu og
höfða til þess að það séu foreldr-
arnir sem veiti börnunum ríkasta
aðhaldið. Áður en herferðin hófst
var gerð könnun meðal foreldra á
viðhorfum þeirra til neyslu barna
þeirra á áfengi, tóbaki og öðrum
vímuefnum, útivistartíma og fleiri
atriðum.
Þetta mun vera fyrsta könnunin
af þessu tagi sem gerð er hérlend-
is, þar sem sjónum er fyrst og
fremst beint að foreldrunum, eftir
því sem þær Kristín A. Árnadóttir,
aðstoðarkona borgarstjóra, og
Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnis-
stjóri átaksins „ísland án eiturlyfja
2002“, segja. Þær álita áhrifamátt
foreldra mjög vanmetinn og vilja
með herferðinni koma af stað um-
ræðu um hlutverk foreldra sem
áhrifavalda.
Mikilvægt að foreldrar taki
afdráttarlausa afstöðu
Herferðin hófst með nokkrum
nafnlausum sjónvarpsauglýsingum
í liðinni viku, sem ætlað var að
vekja forvitni og umhugsun og hafa
þær þegar vakið nokkra athygli. í
Morgunblaðinu í dag birtist siðan
heilsíðuauglýsing, með undirritun-
inni „Reykjavíkurborg og foreldrar
- ákveðin í vímuvörnum". Áfram
verður haldið í allt sumar með
markvissum skilaboðum og upplýs-
ingum og sérstök áhersla lögð á
17. júní, verslunarmannahelgina og
fyrstu helgina í júlí, sem er orðin
álika mikil ferðahelgi, en þá eru
unglingarnir margir hveijir nýbúnir
að fá fýrstu útborgun sumarsins.
„Það er mikilvægt að foreldrar
og allir þeir sem starfa með bömum
og unglingum geri upp hug sinn
og taki afdráttarlausa og skýra
afstöðu,“ segir Snjólaug. Hún bend-
ir á að á tímabili hafí foreldrar
verið óákveðnir með útivistartíma
bama sinna og ekki sett þeim nógu
skýr mörk en nú hafi verið tekið
myndarlega á þeim vanda og
ástandið í miðbænum um helgar
snarbreyst til hins betra. Þannig
segist hún hafa fulla trú á að for-
eldrar geti á sama hátt tekið sig
saman um að koma í veg fýrir að
böm þeirra á grunnskólaaldri
drekki áfengi og neyti annarra
vímuefna. Stjómvöld hafa reynt að
koma til móts við foreldra og ný-
lega var opnuð fjölskyldumiðstöð í
Heilsuvemdarstöðinni við Baróns-
stíg, sem veitir foreldrum og ungl-
ingum ráðgjöf og aðstoð.
Mun meiri neysla en foreldrar
gera sér grein fyrir
Könnunina gerði Gallup í sam-
starfi við Rannsóknastofnun upp-
eldis- og menntamála, sem mun á
næstu vikum sjá um frekari úr-
vinnslu hennar. Þó að úrvinnslu sé
ekki lokið segir Kristín útkomuna
nú þegar gefa ákveðnar vísbending-
ar. Hún segir til dæmis athyglis-
vert að bera saman niðurstöður
annarra nýlegra kannana, þar sem
fram kemur hvað unglingarnir
segja sjálfír um neyslu sína, og mat
foreldranna á neyslu barna sinna.
Þar komi mjög berlega í ljós mis-
ræmi, mun meira sé um neyslu
áfengis og annarra vímuefna en
foreldrarnir geri sér grein fyrir.
í hugum unglinga er ekki vafí á
því hvað skilar árangri, eins og fram
kom á fundi nýlega með unglingum
í 10. bekk. „Skilaboðin eru skýr.
Krakkamir vilja að foreldramir
standi við það sem þeir segja.“
Meðal slagorða herferðarinnar er
„Elskum óhikað", og skýrir Kristín
þau orð þannig að mikilvægt sé
fyrir börnin að skilja að foreldrar
þeirra elski þau og foreldramir eigi
að vera óragir við að segja þeim
það. í því felist líka að segja óhikað
við þau að börn eigi ekki að drekka
- og standa svo við það.
Leignflug- með
Aerolloyd
Flugfarið
kostar
19.900 kr.
HAFIN er sala á uppfyllingarsæt-
um í leiguflug til Frankfurt með
nýju leiguflugfélagi sem hefur hafíð
flug hingað til lands og kostar far-
seðillinn 19.900 kr. Ferðimar eru á
vegum þýsku ferðaskrifstofunnar
Arktis Reisen Schehle, ARS, með
leiguflugfélaginu Aerolloyd, og
verður flogið vikulega út ágúst.
Aerolloyd er að sögn Sævars
Skaptasonar hjá Vestfjarðaleið,
sem er umboðsaðili ARS og sér um
sölu á uppfyllingarsætunum, þekkt
og virt leiguflugfélag í Þýskalandi
og er það m.a. í eigu tryggingafé-
laga. Aerolloyd sérhæfír sig í leigu-
flugi og er nú með 20 vélar í rekstri,
af gerðunum Airbus og McDonald
Douglas. Félagið flýgur frá öllum
helstu flugvöllum í Þýskalandi og
Austurríki til áfangastaða um allan
heim, að sögn Sævars.
Á flugleiðinni milli Frankfurt og
Keflavíkur er flogið með Airbus-
vél, sem tekur 174 farþega í sæti.
Liðlega hundrað manns komu hing-
að til lands með fyrstu vél sumars-
ins í gærkvöldi.
Kalmar-sambandið 600 ára
Sögufrægs at-
burðar minnst á til
þrifamikinn hátt
Kalmar. Morgunblaðið.
HÁTÍÐAHÖLDIN í tilefni af
600 ára afmæli Kalmar-sam-
bandsins hófust síðdegis í gær,
þegar skip með þjóðhöfðingjum
Norðurlandanna og fylgdarliði
þeirra sigldi inn á höfnina í
Kalmar. Hátíðahöldin fóru
fram við höfnina, sem síðan
var ramminn að fjölbreytilegri
hátíðarsýningu, þar sem sögu
staðarins og Kalmarsambands-
ins voru gerð skil. Þjóðhöfð-
ingjarnir snæddu kvöldverð í
hinni sögufrægu Kalmarhöll. í
dag verður hátíðarmessa í
dómkirkjunni og ætlunin er að
almenningi utan dyra gefist
tækifæri til að ganga til altar-
is á torginu við dómkirkjuna.
í Kalmar-sambandinu voru
Norðurlöndin sameinuð um
árabil, þar til Svíar brutust út
úr því 1523. Það þótti því til-
valið að minnast þessa sögu-
fræga atburðar með því að fá
alla norrænu þjóðhöfðingjana
til að vera viðstadda. Auk Ól-
afs Ragnars Grímssonar for-
seta og Guðrúnar Katrínar
Þorbergsdóttur verða viðstödd
Margrét Þórhildur Dana-
drottning og Hinrik prins, Har-
aldur Noregskonungur og
Sonja drottning, Karl Gústaf
Svíakonungur og Silvía drottn-
ing og Martti Ahtisaari forseti
Finnlands og kona hans.
Kalmarbær hefur lagt bæði
fé og fyrirhöfn í kynningu
tímamótanna, sem verða notuð
til að vekja athygli á bænum,
sögu hans og þeim minjum,
sem hann hefur upp á að bjóða.
Bærinn liggur vel við sam-
göngum og hefur um árabil
verið vinsæll viðkomustaður
ferðamanna á Skáni. Hátíðinni
eru gerð skil í fjölmiðlum og
meðal annars verður sjónvarp-
að beint frá hátíðarmessunni í
dag, auk þess sem stórum
skjám verður komið fyrir utan
við kirkjuna, svo sem flestir
geti fylgst með.
I
I
>
I
I
I
I
i
I
í
.
I
í
j