Morgunblaðið - 15.06.1997, Side 6
6 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Líkur á samkomulag’i
um EMU í Amsterdam
Allar líkur eru á því að samkomulag tak-
ist um að Efnahags- og myntbandalag
Evrópu (EMU) komi til framkvæmda sam-
kvæmt áætlun, en í grein Ágústs Ásgeirs-
sonar kemur fram, að nokkur óvissa skap-
aðist um framtíð þess á fundi efnahags-
o g fjármálaráðherra ESB sl. mánudag.
Reuter
JACQUES Chirac, Frakklandsforseti, (t.h.), hlustar grannt á rök
Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, er þeir skeggræddu um
EMU á leið til hádegisverðar í Poitiers í Frakklandi í fyrradag.
FRAKKAR lýstu því yfir á fundi
Ekofin, efnahags- og fjármálaráð-
herra ESB, í Luxemborg sl. mánu-
dag, að þeir vildu fá tíma til að
endurskoða stöðugleikasáttmál-
ann, sem ætlað er að halda niðri
fiárlagahalla í aðildarríkjum sam-
bandsins eftir að EMU tekur gildi.
Undanfarna daga hefur þess hins
vegar verið freistað að finna mála-
miðlun, sem væri viðunandi fyrir
Frakka en breytti um leið í engu
áformum um sameiginlegan
gjaldmiðil. Eru því allar líkur á
að frá málinu verði gengið á leið-
togafundi ESB í Amsterdam á
morgun og þriðjudag. Wim Kok,
forsætisráðherra Hollands, sagði
í fyrradag, að brýnt væri að leið-
togamir eyddu þar öllum vafa um
framtíð EMU.
Dominique Strauss-Kahn, fjár-
málaráðherra Frakklands, sagði í
vikunni, að Frakkar væntu þess
að lausn fyndist á deilunni um
stöðugleikasáttmála Efnahags-
og myntbandalags Evrópusam-
bandsríkjanna (EMU). Þeir væru
útaf fyrir sig ekki andvígir mark-
miðum stöðugleikasáttmálans en
hann dygði ekki einn og sér; Evr-
ópa þyrfti jafnframt á aðgerðum
i atvinnumálum að halda. Stjórn-
málaskýrendur voru á því í vik-
unni, að Frakkar ætluðu sér ekki
að hvika frá kröfum sínum um
að aðgerðir gegn atvinnuleysi
verði algert forgangsatriði í Evr-
ópusamstarfi.
Strauss-Kahn lagði áherslu á
að Frakkar yrðu að fá samþykki
fyrir aukinni áherslu á hagvöxt
og atvinnumál áður en þeir gætu
skrifað undir sáttmálann. Er það
í samræmi við helstu kosningalof-
orð Lionels Jospin, leiðtoga sósíal-
ista, í nýafstaðinni kosningabar-
áttu, þar sem hann hét því að
beita sér fyrir því að dregið yrði
úr efnahagslegri aðhaldsstefnu á
vettvangi Evrópusambandsins en
áhersla aukin í staðinn á hagvöxt
og atvinnusköpun. Megin ástæðan
fyrir óvæntum ósigri ríkisstjórnar
mið- og hægriflokkanna fyrir
tveimur vikum var getuleysi henn-
ar til að efna álíka fyrirheit.
Hagfræðingar efins
Gagnrýni rúmlega 331 leiðandi
hagfræðings í Evrópu á áætlanir
um sameiginlega mynt ríkja í álf-
unni í breska blaðinu The Guar-
diart í fyrradag, er vatn á myllu
frönsku stjórnarinnar. Kröfðust
hagfræðingarnir endurskoðunar á
áætlununum þannig að ýtt yrði
undir hagvöxt og atvinnusköpun.
Héldu þeir þvi fram, að áætlanir
Evrópusambandsins um efna-
hags- og myntbandalag, EMU,
hjálpi hvorki þeim 20 milljónum
íbúa sambandslandanna sem eru
atvinnulausir né þeim 50 milljón-
um sem lifa við fátækt, og geri
ekkert til að vemda og stækka
velferðarríkið.
Væntingar Frakka virðast ætla
að verða að veruleika því á
fimmtudag hélt Jacques Santer,
forseti framkvæmdastjórnar ESB,
til Parísar til fundar við Lionel
Jospin, forsætisráðherra Frakka.
Meðferðis hafði hann tillögu að
yfirlýsingu um samþættingu efna-
hags- og atvinnustefnu ESB, sem
ætlunin er að afgreiða á leiðtoga-
fundi sambandsins í Amsterdam
á morgun og þriðjudag.
Eftir fundinn sagði Jospin að
viss árangur í deilunni hefði náðst.
„Þau mál sem við leggjum áherslu
á varða ekki bara Frakkland,
heldur alla Evrópu," sagði Jospin.
Hann sagði tillögur Santers stað-
festa að sjónarmið Frakka hefðu
fengið hljómgrunn og væru tillög-
ur hans skref fram á við.
Santer sagði Jospin jafnáhuga-
saman og aðra um að leiðtoga-
fundurinn í Amsterdam yrði ár-
angursríkur. Hann staðfesti að
tillögur sínar vörðuðu atvinnuleysi
og hagvöxt en vék sér undan því
að útskýra þær nánar. Yves-Thie-
bault de Silguy, sem fer með
málefni EMU í framkvæmda-
stjóm ESB, sagði að krafa Frakka
stefndi ekki í hættu því takmarki
að Efnahags- og myntbandalagið
tæki gildi 1. janúar 1999. Hann
kvaðst nokkuð viss um að deilan
leystist með beinskeyttri skírskot-
un til þarfarinnar um að sam-
ræma þyrfti efnahagsstefnuna og
baráttuna gegn atvinnuleysi.
Ónotuð ákvæði
Maastricht-sáttmálans
De Silguy sagði, að lausnin
fælist í því að beita ákvæðum í
Maastricht-sáttmálanum frá 1991
um samræmingu efnahagsstefnu.
Þau hafa nánast legið ónotuð alla
tíð enda hafa ESB-ríkin um ára-
bil einblínt á, undir forystu Þjóð-
veija, fjármálaaðhald og verðstöð-
ugleika. Hin nýja ríkisstjórn
Frakklands kveðst með fyrirvör-
um sínum nú einungis vera að
leitast við að Maastricht-sáttmá-
lanum, greinum 102 og 103, verði
beitt að fullu. Strauss-Kahn sagði
í vikunni, að Frakkar væru ein-
faldlega að reyna að tryggja að
staðið yrði við Maastricht-sátt-
málann frá 1991 þar sem kveðið
væri á um aukna samræmingu
hagstjórnar í Evrópulöndunum og
áhersla lögð á hagvöxt og at-
vinnumál, i samhengi við ábyrga
fjármálastjórn.
Stjómarerindrekar hjá ESB
segja, að sérhver viðbótaryfirlýs-
ing sem kynni að verða samþykkt
á Amsterdam-fundinum til þess
að friða Frakka, muni hafa litla
raunverulega þýðingu. í henni
yrðu engar skuldbindingar varð-
andi stefnubreytingu af hálfu
ESB eða aðgerðir til að draga úr
atvinnuleysi. Hún þjónaði fyrst
og fremst þeim tilgangi að kveða
á um rétt ríkja á grundvelli gild-
andi samþykkta bandalagsins.
Kohl á fund Chiracs og
Jospins
Undanfarna daga hafa leiðtog-
ar ESB-ríkjanna lagt allt í sölum-
ar til þess að fá stöðugleikasátt-
málann staðfestan á Amsterdam-
fundinum. í því skyni fóru Helmut
Kohl, kanslari Þýskalands, og
Theo Waigel, fjármálaráðherra,
til fundar við Jacques Chirac,
Frakklandsforseta, og Jospin í
Poitiers í, Frakklandi í fyrradag.
Haft var eftir embættismönnum
að tekist hefði að þoka málum
nokkuð í samkomulagsátt á fund-
um þeirra. Bæði Waigel og
Strauss-Kahn hafa undanfarna
daga gefið til kynna, að ef á þyrfti
að halda, yrðu efnahags- og fjár-
málaráðherrar ESB-ríkjanna
kvaddir saman til fundar í Amst-
erdam í dag til þess að leggja
drög að lokasamkomulagi leið-
togafundarins um EMU, efna-
hags- og atvinnumálin. Þar sem
samkomulag tókst ekki í Poitiers
var afráðið þar, að boða til þess
fundar. Waigel sagði í fundarhléi
í viðræðum við Strauss-Kahn í
fyrradag, að hann væri bjartsýnn
á að samkomulag tækist um stöð-
ugleikasáttmálann. „Okkur miðar
sæmilega áfram og höldum til-
raununum áfram í dag og morgun
og komum vonandi til Amsterdam
á sunnudag með 80% lausnarinn-
ar,“ sagði Waigel.
Ráðamenn hafa lýst skilningi á
því, að nýja stjómin í Frakklandi
þyrfti að fá nokkurn umhugsun-
ar- og umþóttunartíma en jafn-
framt hafa þeir lagt áherslu á,
að við EMU-áætlanirnar yrði
staðið og ekki kæmi til greina að
leyfa endumpptöku samningsins.
Ýmsir hagfræðingar hafa lýst efa-
semdum um efnahagslegt ágæti
myntbandalags sem grundvallað-
ist ekki lengur á samkomulagi um
fjármálastefnu. Dominique
Strauss-Kahn, fjármálaráðherra
Frakka, hefur skýrt tekið fram,
að ekki sé þörf á endursamningum
og voru starfsbræður hans fljótir
að segja að slíkt kæmi ekki til
greina.
Sáttmálinn „ekki til umræðu“
Gordon Brown, fjármálaráð-
herra Bretlands, kvaðst styðja
afstöðu frönsku stjómarinnar en
Theo Waigel lagði áherslu á að
aga þyrfti í fjárlagagerð og stöð-
ugleikasáttmálinn væri því ekki
til umræðu. Það voru Þjóðveijar,
sem komu sáttmálanum í gegn í
erfiðum samningaviðræðum í
Dyflinni í desember sl. en honum
er ætlað að tryggja stöðugleika
hins nýja gjaldmiðils, evrós, með
því að refsa þeim ríkjum, sem
standa ekki við skuldbindingar
sínar í efnahagsmálum.
Ólíklegt er talið að franska
stjórnin vilji myntbandalagið
feigt, eins og þýskir fjölmiðlar
héldu fram í vikunni. Haft hefur
verið eftir heimildum, að fram-
kvæmdastjóm ESB ætli að greiða
fyrir samþykki Frakka við EMU
með því að bjóða þeim upp á tví-
hliða lausn, sem annars vegar
fæli í sér samræmda stefnu í efna-
hagsmálum og hins vegar sam-
ræmda stefnu í atvinnumálum.
Tillögumar, sem Santer fór með
á fund Jospins á fimmtudag, eru
sagðar hafa verið af því tagi.
Kohl kominn út í horn?
Vera kann, að Kohl kanslari
standi frammi fyrir meiri kreppu
en nokkm sinni á löngum stjórn-
málaferli. Spurningin er hvernig
hann komist út úr henni. Með ein-
örðum ásetningi sínum um að
gera EMU að veruleika og sam-
eina Vestur-Evrópu um sameigin-
lega mynt kann hann að hafa
málað sig út í horn. Til þess að
það geti orðið að veruleika verður
hann að útvega 20 milljarða þý-
skra marka, jafnvirði 830 millj-
arða króna, til þess að minnka
fjárlagahalla landsins nógu mikið
til þess að fullnægja skilyrðum
fyrir aðild að EMU.
Vandinn er sá, að auðveldustu
lausnimar myndu annað hvort
verða stjórn hans að falli eða gera
út af við EMU. Ekki getur hann
hækkað skatta öðmvísi en eiga
það á hættu að samstarfsflokkur-
inn, Fijálsir demókratar, fari úr
ríkisstjórn. Og ekki getur hann
slegið gildistöku EMU á frest um
eitt eða tvö ár til þess að fá auk-
inn tíma til að ná fjárlagahallan-
um niður öðravísi en taka þannig
áhættu á að aldrei verði neitt af
sameiginlegum gjaldmiðli. Eða
eins og Kohl sagði sjálfur um síð-
ustu helgi: „Þeir sem slá málinu
á frest gera það að eilífu.“ Sá
möguleiki virtist allt í einu fyrir
hendi er Frakkar freistuðu þess
sl. mánudag að koma í veg fyrir
að stöðugleikasáttmálinn yrði
staðfestur á leiðtogafundinum á
morgun.
Neita að rjúfa tengsl CITES
og Alþjóðahvalveiðiráðsins
Harare. Reuter.
JAPANIR biðu lægri hlut á ráðstefnu
um alþjóðleg viðskipti með dýrateg-
undir í útrýmingarhættu (CITES) i
gær er tillaga þeirra um að ijúfa
tengls ráðstefnunnar og Alþjóðahval-
veiðiráðsins (IWC) var felld.
Tillaga Japana var felld í leyni-
legri atkvæðagreiðsli með 51 at-
kvæði gegn 27. Undir lok ráðstefn-
unnar, sem lýkur 20. júní, verða
greidd atkvæði um tillögu Japana
og Norðmanna um að hvalveiðar
verði leyfðar að nýju. Talsmenn nátt-
úruverndarsamtaka sögðust búast
við því að hún næði ekki heldur fram
að ganga. Japanir sögðust hafa frei-
stað þess að ijúfa tengslin milli CIT-
ES og IWC á þeirri forsendu að Al-
þjóðahvalveiðiráðið væri í gíslingu
umhverfíssamtaka sem nytu óeðlilegs
pólitísks stuðnings. Útilokað væri að
fá að hefja hvalveiðar meðan CITES
hengdi sig sjálfkrafa á ákvarðanir
IWC í stað þess að taka tillit til niður-
staðna annarra sjálfstæðra rann-
sókna á viðkomu hvalastofna.
Umhverfísverndarmenn fögnuðu
atkvæðagreiðslunni á Harare-fund-
inum í gær. Þeir létu hins vegar í
ljós mikil vonbrigði með að ráðstefn-
an skyldi fella tillögu Bandaríkja-
manna um að setja á stofn vinnuhóp
til að kanna möguleika á að skil-
greina veiðanlega fískistofna í við-
auka um dýrategundir í útrýmingar-
hættu.