Morgunblaðið - 15.06.1997, Side 8

Morgunblaðið - 15.06.1997, Side 8
8 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Trt'nAfk-wPn wn r t ^ \ V, —7*~ : > —*— KERLING getur nú leyft sér að ulla á Lykla-Pétur. Þökk sé frjálsri samkeppni. . . Ólympíuleikarnir í eðlisfræði haldnir á íslandi næsta ár „Mikil lyftistöng fyrir raungreinar“ J u 1 y m 2 -10 1998 XXIX 1 NTERNATIONAL P H Y S 1 C S O L Y M P I A D BÚIÐ er að hanna merki leikanna á íslandi 1998, og var Stefán Einarsson grafískur hönn- uður valinn til þess. Merkið er tákrænt fyrir jarðelda og linurit mælinga. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Ólympíuleikarnir í eðlis- fræði verði haldnir hér á landi á næsta ári og er gert ráð fyrir að um 500 manns frá 58 löndum komi hingað til lands af því til- efni. Að sögn Þorsteins I. Sigfússonar prófessors og formanns framkvæmda- stjórnar leikanna, er áætl- aður kostnaður við þá um 40 milljónir króna. Ríkisstjórnin hefur sam- þykkt að leggja 21 milljón króna tii leikanna og segir Þorsteinn að annar kostn- aður verði greiddur með framlögum frá stofnunum og fyrirtækjum. Árið helgað eðlisfræði Ólympíuleikamir í eðlis- fræði eru árleg keppni af- burða unglinga hvaðanæva að úr heiminum. 300 kepp- enda er vænst og 200 manna hóps fylgdarliðs og fararstjóra. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni í byrj- un júlí á næsta ári, og munu er- lendu gestimir dveljast hérlendis í vikutíma, eða frá 2. til 10. júlí. Keppninni verður tvískipt og munu keppendur annars vegar þreyta skriflegt próf í eðlisfræði en hins vegar verklegt próf í úrlausn ákveð- inna tilraunaverkefna. „Ég held að leikarnir geti orðið mikil lyftistöng fyrir raungreina- kennslu í íslenskum framhaldsskól- um og til þess fallnir að vekja auk- inn áhuga á þeim greinum. Næsta ár verður að mörgu leyti helgað eðlisfræði og eðlisfræðikennslu í framhaldskólum, þótt ekki hafi ver- ið mörkuð opinber stefna þar að lútandi. Við hyggjumst einnig tengja leik- ana ákveðinni endurmenntun raun- greinakennara í framhaldsskólum og sú tenging verður vonandi sterk. í því sambandi er vert að geta þess að hugsanlegt er að menntamála- ráðuneytið festi kaup á tilrauna- tækjum fyrir prófíð í leikunum, sem síðan yrði dreift til framhaldsskóla landsins. Verði þessi hugmynd að vem- leika, yrði það mikil búbót fyrir þessi fræði,“ segir Þorsteinn. „Efla vonandi sjálfstraust“ { ár verða leikarnir haldnir í Kanada og fara fímm keppendur frá íslandi, en þeir em um þessar mundir í þjálfun í Háskóla íslands. Þorsteinn segir að vissulega veljist nemendur með mesta áhugann og þekkinguna á eðlisfræði til þátttöku í leikunum, á sama hátt og afburðaíþróttamenn keppa á öðram Ólympíuleikum. „Kannanir að undanfömu um þekkingu í raungreinum hefur veikt að mörgu leyti sjálfstraust innan skóla- kerfisins og það er óskandi að leikarnir að ári verði til þess að efla að nýju þor og dug hjá nemendum og kenn- urum. Ég held raunar að leikar sem þessir höfði til flestra, þó svo að þröngur hópur veljist til keppni, og að þeir geti stuðlað að endurreisn raungreinakennslu á beinan sem og óbeinan hátt. Við höfum í fyrri leikum átt ein- staklinga sem hafa staðið sig ágætlega, þótt gullið hafi ekki fallið okkur í skaut, að minnsta kosti enn sem komið er,“ segir Þor- steinn. Keppendur og fylgdarlið koma af eigin rammleik til Islands en framkvæmdastjórnin hérlendis útvegar þeim húsnæði, mat og skipuleggur dagskrá þeirra meðan á dvölinni stendur. Þorsteinn segir aðdraganda þess að íslendingar séu gestgjafar leik- ana vera orðinn alllangan, og þann- ig sé tæpur áratugur síðan hug- myndinni var komið á framfæri. Eftir að jákvætt svar ríkisstjórnar lá hins vegar fyrir, var formlegt boð lagt fram og samþykkt í kjölfar- ið. Að keppninni standa mennta- málaráðuneytið, Reykjavíkurborg sem leggur m.a. til keppnisstað og skóla, Háskóli íslands, fagfélög og væntanlega nokkur íslensk fyrir- tæki og stofnanir. Framkvæmda- stjóri leikanna verður Viðar Ágústs- son. Miðbæjarstarf KFUM & KFUK Forvarnastarf fyrir samfélagið IDAG á milli kl. 14 og 17 kynna KFUM og KFUK starf sitt í miðbæ Reykjavíkur með því að hafa opið hús og íjáröflunardag á efri hæð húsnæðis síns í Austurstræti 20 (efri hæð gamla Hressingarskálans). Á eftir verður samkoma í Dómkirkjunni. Markmiðið er að kynna það starf sem fé- lagsskapurinn stóð fyrir í vetur á föstudagskvöldum og aðfaranótt laugardags í miðbænum. Þá vom húsa- kynni KFUM og KFUK opin ungu fólki sem var í miðbæn- um, því boðið inn til þess að rabba við sjálfboðaliða og þiggja kaffi, kakó og kex án þess að hafa formlega dag- skrá. „Þessi tilraun gafst vel að okkar mati og með þess- um kynningardegi fyrir al- menning viljum við bjóða ungl- inga, foreldra, afa og ömmur vel- komin til þess að kynnast því sem við erum að gera,“ segir Gísli Friðgeirsson sem hefur haft for- ystu um þetta starf. „Okkar von er sú að geta fært út kvíamar en til þess þurfum við stuðning.“ Þess má geta að í þeim tilgangi hefur verið opnaður söfnunar- reikningur í íslandsbanka, númer 144 í útibúi 515. „Von okkar er sú að sjá sem fiesta sem ekki er sama um unga fólkið sem flykkist niður í miðbæ um helgar og fer oft illa með sjálft sig. Rótin að því er oft sú að því líður illa sökum þess að það er eitthvað að heima eða annars staðar í umhverfi þess. Margir hafa komið til okkar og þegið veitingar og rætt sín mál. Leitast hefur verið við að hafa hlýlegan blæ yfir öllu og eiga óþvinguð samtöl við þá sem til okkar koma. Ræða um þá sjálfa og hin ýmsu viðhorf og álitamál, gefa okkar svör frá kristnu sjónarhorni og bjóða einnig upp á samtöl einslega um vandamál og vera einnig með fyrirbænir. Boðskapurinn um trú, von og kærleika Guðs er fluttur með fáeinum einföldum orðum.“ - Finnst þér starfykkar í vetur baía skilað árangri? „Árangur af starfi sem þessu verður aldrei mældur en þó það sé takmörkunum háð höfum við séð sorglega illa statt ungt fólk fá annað yfirbragð á nokkmm vikum og bros á vör og vonar- glampa í augun. Það eru okkur mikil laun fyrir erfiðið. Jafnvel þeir sem em erfiðir og ausa úr skálum reiði sinnar fá útrás við að hlustað er á þá og þakka oft fyrir samtal- ið. Við sem í þessu vinnum eram þess full- viss að allt til samans er þetta forvarnastarf fyrir einstaklinginn og samfélag okkar í borg- "" inni. í vetur höfum við verið að læra á umhverfið að nóttu í mið- bænum og reyna okkur í að starfa í því. Enn eigum við margt ólært og horfum fram til þess að læra meira af öðrum sem em að starfa að málefnum ungs fólks í borg- inni. Við emm ánægð með þau við- brögð sem við höfum fengið. Það var farið af stað af trú og hug- sjón, en eigi að síður skal því ekki neitað að það var einnig nokkur beygur í okkur, bæði hvort þetta tækist og einnig hvort við réðum við það. Allt hefur gengið framar vonum. Því er ekki að leyna að við eigum enn mikið starf Gísli H. Friðgeirsson ► Gísli H. Friðgeirsson er fæddur í Reykjavík 1943. Hann er deildarstjóri mæli- fræðideildar hjá Löggilding- arstofu. Gísli, sem hefur verið félagsmaður innan KFUM frá 17 ára aldri, starfar í sjálf- boðavinnu að kristilegu æsku- lýðsstarfi innan KFUM og KFUK og hefur haft forystu um næturstarf félaganna í miðbæ Reykjavíkur. Við erum ánægð með þau viðbrögð sem við höf- um fengið eftir óunnið við að ná nánara og betra samstarfí við unglingana. Það sem við höfum séð er aðeins toppurinn á ísjakanum." - Hyggið þið á frekara starf í miðbænum? „Við sjáum fyrir okkur nokkuð stórt verkefni í þessum málum, en það er stærra en svo að hægt sé að framkvæma það í sjálfboða- vinnu eins og hingað til hefur verið gert. Draumur okkar er sá að í framtíðinni geti verið starfs- maður í þessu verkefni í fullu starfi og þá myndi starf okkar vera í samráði við kirkjuna. Um leið gætum við verið meira en eitt kvöld í viku eins og verið hefur.“ - Hvernig gengur almennt starf KFUM og KFUK? „Síðustu 20 ár hefur verið lægð í unglingastarfi í Reykjavík og heldur dregið úr barnastarfí, en á móti kemur að starfíð innan kirkjunnar í sóknunum víðsvegar í bænum hefur eflst. Rekstur sumarbúðanna í Vatnaskógi er --------- alltaf jafn og góður. Eins er með blandað unglingastarf þar sem bæði kyn eru saman, eins og kristileg skóla- samtök. Samkeppni í tómstundastarfi er mjög mikil, bæði við íþróttafélög og ekki síst við annað sem okkur þykir ekki eins hollt, s.s. tölvuleiki og sjónvarp. Þjóðfé- lagið er svo breytt frá því sem var fyrir 50 árum svo ekki sé talað um þegar KFUM hóf starf- semi fyrir 100 árum. Við höfum hins vegar séð í starfí okkar í miðbænum að þar hefur ýmsum þörfum ekki verið mætt. Margir góðir aðilar hafa reynt það, en það eru vissir þættir í lífi einstak- lingsins sem er ósvarað. Ég er viss um að við getum svarað bet- ur á trúarlegum nótum, með því að hlusta og sýna trúariegan kærleika án þess að vera með félagsleg úrræði.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.