Morgunblaðið - 15.06.1997, Page 11

Morgunblaðið - 15.06.1997, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 11 því Á réttum tíma við flug- vélakaup Nauðsynlegt er að bæta aðstöðu í flugstöð Leifs Eiríkssonar í Kefla- vík og segir Sigurður nýlega fjölgun innritunarborða mikla bót. Þá er í ráði að bæta við einu töskufæri- bandi sem flýtir afhendingu farang- urs að loknu flugi og framtíðaráætl- anir yfirvalda gera ráð fyrir stækk- un flugstöðvarinnar til að hægt verði að afgreiða fleiri vélar í einu. Vona Flugleiðamenn að þessar end- urbætur haldist í hendur við vöxtinn í fluginu á næstu árum til að flug- völlurinn geti þjónað fyrirtækinu sem aðaltengivöllur þar sem öll af- greiðsla farþega og flugvéla gengur hratt fyrir sig. Og forstjórinn segir að nú sé mál hjá Flugleiðum að taka djarfar ákvarðanir: „Við getum ekki slakað endumýjunin á síðasta áratug tryggði framtíð fyrirtækisins og nú verð- ur að halda uppbygging- unni áfram. Eiginfjár- hlutfallið hefur aukist úr 10-12% í um 35% og reksturinn er hagstæður, mikil eft- irspurn, góð sætanýting, eldsneytis- verð á niðurleið, vextir eru lágir og fyrirtækið er samkeppnisfært í launakostnaði. Fargjöld munu áfram lækka en frá árinu 1990 hefur meðalgjaldið lækkað um 18% og hjá okkur er mikill meirihluti farþega að ferðast á ódýrustu gjöld- unum. Í þeirri tíu ára áætlun sem við vinnum eftir gerum við ráð fyrir 9% árlegum vexti. Við stefnum að því að kaupa allt að því 12 nýjar 757 þotur auk 737 þotu sem aðal- lega verður notuð í fraktflug. Við byggjum 9% aukningu á tölum frá fyrri árum, árið 1994 varð 17% aukning, 1995 fjölgaði farþegum um 8%, í fyrra um 15% og í ár gerum við ráð fyrir 13% aukningu og að farþegafjöldinn verði alls 1,1 milljón. Eg tel því þessa áætlun raunhæfa en við höfum náð meiri vexti en flugfélög í Evrópu." Er fyrirhuguð frekari samvinna við erlend flugfélög? „Við eigum samstarf við SAS vegna flugsins milli Keflavíkur og Norðurlandanna og milli Kaup- mannahafnar og Hamborgar og eru þessi flug rekin í nafni beggja félag- anna. Við teljum hagstæðara að standa utan bandalaga vegna sér- leiguþotunum þannig að stærð flug- flotans getur ráðist mikið af því hver þörfin verður á næstu árum. Þá verður leigð ein 737-300 QC vél sem einkum á að sinna fraktflugi um nætur en fljúga með farþega á daginn og um helgar. Flugleiðir hafa á þessu ári flutt út að meðal- tali 26 tonn af frakt á dag og eru þessir flutningar sívaxandi. Aðal- lega er þetta fiskur og nú hefur fyrirtækið sótt um lóð í Keflavík undir fraktbyggingu þar sem verður meðal annars kæliaðstaða. Gerður hefur verið rammasamn- ingur við Boeing en í haust verður skrifað undir fyrstu kaupsamning- ana. Alls er hér um að ræða 14 til 15 milljarða króna fjárfestingu, þ.e. á fyrstu íjórum þotunum, og er Sigurður spurður um fjármögnun hennar: „Við leituðum til er- lendra banka og fjár- málastofnana og fengum —15 tilboð í þessa fjár- mögnun. Jafnframt höf- um við átt í miklum viðræðum við Boeing verksmiðjurnar um verð og annað sem skiptir máli varðandi þessi kaup. Tveir bankar urðu síðan fyrir valinu og verður gengið frá endanlegum samningum við þá á næstunni. Þeir útvega Flugleiðum 100 milljóna dala lán eða kringum 6,9 milljarða króna sem er kaup- verð tveggja fyrstu vélanna. Lánin eru til 12 ára og bera mjög hag- kvæm vaxtakjör. Þá er gert ráð fyrir að 30% af láninu séu greidd í einu lagi í lok lánstímans.“ Bankarnir hafa tiltrú á áætlunum Flugleiða „Við teljum okkur hafa náð mjög hagstæðum samningum bæði um þessa fjármögnun og kaupverðið. Flugleiðir hafa lánstraust, rétt eins og var þegar fyrri kaupin á nýju þotunum stóðu yfir, en íjárhags- staðan nú er mun sterkari en hún var í lok áttunda áratugarins. Bank- arnir telja valið á flugvélategund- inni rétt og hafa trú á þeim rekstr- aráætlunum sem við höfum lagt fram. Við njótum þess líka að vera á réttum tíma. Það eru ekki mörg flugfélög að leita eftir fjármagni vegna flugvélakaupa um þessar mundir, fjármagnið er miklu fremur að leita eftir góðum flugfélögum." Mögulegir nýir áætlunarstaðir MINNEAPOUS . Chicago { Dctroit,' cieveland Charlotte -Msburgh \ • # « •Newark Noríolk Philadelphia St.Pétursborg HELSINKI • * Bergenxc°utab°r9 , Billund* ' ,, Edenburg . mBerlin Manchester— „ , Prag East Midlands Br.U5Se'. Strassburg * Munchen Búið er að ákveða áætlunarflug til Helsinki í Finnlandi og Minneapolis í Bandaríkjunum, sumarið 1998. Verið er að kanna möguleika á öðrum stöðum. 0 stöðu markaðar okkar og viljum stækka sjálfir. Við óttumst ekki að erlend stór félög reyni að keppa svo mjög við okkur hér þótt frjálsræðið hafí sífellt aukist. Hingað sækja hins vegar alltaf erlend félög tíma- bundið en þau hafa hingað til ekki ógnað starfsemi Flugleiða að neinu marki og við erum tilbúnir að mæta slíkri samkeppni." Úr 8 þotum í 15 Flugfloti Flugleiða er í dag átta þotur, fjórar B-737-400 og fjórar 757-200. Fyrirtækið leigir fimm þotur af þessum átta en á þijár. Nú hafa verið afráðin kaup á ijórum 757 þotum, tveimur af gerðinni 200 og tveimur 300. Taka á fyrstu tvær vélarnar í notkun vorið 1998 og 1999 og síðari tvær vélarnar, sem báðar verða af nýju 300 gerðinni, árin 2001 og 2002. Síðan er gert ráð fyrir kauprétti á átta þotum til viðbótar til ársins 2006 en í ramma- samningi við Boeing er gert ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika við tímasetningar og fyrirtækið hefur einnig sveigjanleika varðandi skil á Verður stefnan sú að eiga þotur fremur en leigja? „Við stefnum að því að eiga eitt- hvað af þotunum að minnsta kosti fyrstu fimm til sex árin. Þá verður metið hvort hugsanlega verður hag- stætt að selja þær og leigja síðan tilbaka inn í reksturinn eins og við gerðum fyrir nokkrum árum með þoturnar fímm sem við höfum nú á leigu. Fyrirtækið hagnaðist veru- lega á þeim ráðstöfunum og þetta atriði verður skoðað í ljósi aðstæðna hveiju sinni. Til greina kemur að hluti af flugvélunum verði fjár- magnaður með leigusamningum. Flugleiðir byggja á þeim grunni sem hefur verið lagður síðasta ára- tuginn og stefna að því á næstu tíu árum að veita áfram góða þjónustu í flugi og annarri ferðaþjónustu. Við gerum ráð fyrir 9% árlegum vexti og fyrirtækið leggur áherslu á vöxt og arðsemi. Flugleiðir eru ekki stórt fyrirtæki á heimsmæli- kvarða en með þeirri stækkun og því aukna umfangi sem fyrirsjáan- legt er verður það með 15 þotur í rekstri um miðjan næsta áratug.“ Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri markaðssviðs Keflavíkurflugvöllur er homsteinnínn FLUGLEIÐIR hafa á fáum árum byggt upp viðamik- ið leiðanet kringum skiptistöðina á Keflavík- urflugvelli sem tengir saman áfangastaði austan hafs og vestan. Félagið færir enn út kvíarnar næsta sumar með því að hefja flug til Minneapolis í Bandaríkjunum og Helsinki í Finnlandi um leið og tíðni eykst á suma aðra áfanga- staði. Um 45% af tekjum Flugleiða koma nú af flugi yfír Norður-Atl- antshafíð, en þetta hefur jafnframt þýtt stórbættar flugsamgöngur Islendinga við umheiminn. Án skiptistöðvarinnar í Keflavík og Norður-Atlantshafsflugsins yrði einungis_ hægt að fljúga tvisvar í viku frá íslandi til Oslóar og Stokk- hólms í sömu ferðinni, en næsta vetur verður flogið daglega á hvorn staðinn eða 14 sinnum í viku. Þetta hefur jafnframt jafnað árstíða- sveifluna í rekstri félagsins og það flýgur nú nánast jafnt allt árið. í janúar eru um 80% farþeganna frá Stokkhólmi á leið til Bandaríkj- anna, en í júlí snýst hlutfallið við pg 80% farþeganna eru á leið til íslands. „Ákvarðanir okkar um nýja áfangastaði byggjast á stefnu sem við mörkuðum upp úr árinu 1990 þegar kerfisbundið var hafist handa við að breyta leiðakerfínu, fjölga áfangastöðum og þróa Keflavík sem skiptistöð fyrir Norð- ur-Atlantshafið,“ segir Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða þegar hann er beðinn að lýsa uppbygg- ingu leiðanetsins. „Áður hafði leiðakerfið verið tiltölulega einfalt og einkum byggst á því að fljúga milli Lúxemborgar og Bandaríkj- anna ásamt því að þjóna Islands- markaðnum með flugi til Skandin- avíu, Bretlands og Þýskalands. Eftir mikinn niðurskurð í Atlants- hafsflugi árið 1989 bættum við Baltimore við leiðakerfið árið 1990 og byijuðum síðan að fikra okkur áfram. Við lýstum því þá yfir að við stefndum að því að fljúga dag- lega á alla okkar áfangastaði sem flogið væri til allt árið og tvisvar á dag til Kaupmannahafnar. Sum- arið 1998 verðum við búnir að ná þessum áfanga með daglegu flugi til Glasgow, London, Osló, Stokk- hólms, Frankfurt, Amsterdam, New York, Boston, Baltimore og allt að fjórum ferðum á dag til Kaupmannahafnar. Þá verður leiðakerfið orðið mjög stórt og tíðn- in og þjónustan afar góð fyrir ís- lenska markaðinn." Ekki einn markaður heldur 120 „Leiðakerfíð gerir það að verkum að við erum ekki einungis að þjóna á einstökum leiðum, heldur erum við í raun að selja og þjóna á 120 mörkuðum sumarið 1997. Með því að tengja jafnmarga staði vestan hafs við svo marga staði austan hafs verða markaðirnir margfalt fleiri. Næsta sumar þegar Helsinki bætist við Evrópumegin og Minnea- polis í Bandaríkjunum, fjölgar mörkuðunum um 27, þannig að við seljum þá 147 leiðir. Þetta gerir það að verkum fyrir félagið að nýt- ing batnar mjög mikið og framboð- ið eykst mjög mikið fyrir farþeg- ana, sérstaklega á íslandsmarkaðn- um. Allt þetta byggist á leiðakerf- inu. Til að geta selt flugið og orðið trúverðugir á markaðnum höfum við einnig þurft að leggja mikla vinnu í innviðina, bæði þjónustu, gæði og rekstraröryggi. Núna telj- um við okkur vera komna bæði með gott leiðakerfí, mikil gæði og rekstraröryggi og getum fært út kvíamar með miklu sjálfstrausti." En hvers vegna skyldi Helsinki hafa orðið fyrir valinu sem nýr áfangastaður Flugleiða í Evrópu og Minneapolis í Bandaríkjunum? „Ástæðan fyrir því að við veljum Helsinki sem viðbót við okkar leiðakerfi er sú að Finnland er stærsti markaður okkar sem við þjónum ekki beint. Það eru tals- verðir flutningar á milli íslands og Finnlands sem fara í gegnum Kaupmannahöfn og Stokkhólm. Einnig era miklir möguleikar í Norður-Atlantshafsflugi. Einungis Finnair flýgur nú beint frá Finn- landi til Bandaríkjanna í samstarfi við Delta. Við teljum að þessum markaði sé ekki þjónað nægjanlega vel, en Flugleiðir hafa einmitt ver- ið á slíkum mörkuðum þar sem framboð er heldur minna en eftir- spurn. í Bandaríkjunum skoðuðum við allmarga staði og minnkuðum list- ann niður í sex eða sjö staði. Þar var um að ræða Charlotte í Karól- ínu, Norfolk, Philadelphia, Pitts- burg, Cleveland, Newark, Chicago og Minneapolis. Niðurstaðan varð sú að við völdum Minneapolis. Við vildum ekki hefja flug til áfanga- staðar þar sem samkeppnin yrði mjög mikil. Það eru t.d. um 20 flugfélög sem fljúga frá Chicago til Evrópu, en í Minneapolis eru einungis tvö flugfélög með flug til Evrópu. I Minneapolis er einnig mikill fjöldi fólks af skandinavísk- um, þýskum og skoskum uppruna, en þetta eru allt mjög mikilvæg markaðslönd okkar í Evrópu. Við teljum okkur eiga mjög góða möguleika þar. Þar munum við örugglega leggja áherslu á sér- stöðu okkar og að Flugleiðir séu eina norræna flugfélagið með flug þangað. Þá höfum við í huga að næstum helmingur íbúanna er af norrænu bergi brotinn." Lítil og þægileg flugstöð Líklega hefur fáa grunað árið 1990 að Flugleiðir ættu eftir að hasla sér völl í flugi á Norður-Atl- antshafinu í þeim mæli sem nú er. Hins vegar vaknar sú spurning hvort millilendingin hér í Keflavík muni ekki verða nokkur þröskuldur fyrir Flugleiðir á þeim leiðum í samkeppni við beint flug annarra flugfélaga með stórum breiðþot- um. „Flest flugfélög fljúga beint yfír Atlantshafið á stóra staði eins og New York, Chicago og Los Angel- es. Fólk á leið til minni staða eins og Baltimore, Boston eða Minnea- polis þarf yfirleitt að skipta um flugvél einhversstaðar. Við teljum að með því að bjóða litla þægilega flugstöð í Keflavík séum við vel samkeppnisfærir við t.d. Amster- dam, Heathrow eða New York. Auðvitað tekur fólk beint flug fram yfir flug með millilendingu, en það eiga ekki allir möguleika á því. Það er t.d. aðeins eitt beint flug á dag frá Noregi til Bandaríkjanna og það er til New York. Norðmenn á leið til annarra áfangastaða í Bandaríkjunum en New _ York þurfa að skipta um flugvél. Á þeim markaði erum við mjög vel sam- keppnisfærir og sama gildir um sænska og skoska markaðinn. Til að auka okkar samkeppnis- hæfni höfum við reynt að stytta ferðatímann með því að stytta tengingarnar í Keflavík. Vélamar eru látnar bíða í allt að tvo klukku- tíma t.d. í Glasgow og Osló til að leggja af stað eins seint og mögu- legt er frá þessum stöðum. Með þessu móti færumst við upp í bók- SJÁ SÍÐU 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.