Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 JÚNÍ 1997 15 Valdarán orðin undantekning frá reglunni í Afríkuríkjum Súdan Sierrá Leone Líbería Lýbveldib Kongó (Zaire) . Rúanda Búrúndí Tansanía Afríka hefur ekki farið varhluta af styijöldum, valdaránum og stjóm- leysi, með tilheyrandi hungursneyð- um. Um þetta eru fjölmörg dæmi frá síðustu árum og áratugum, svo sem átök stríðsherra í Sómalíu, stríðið í Súdan sem ekki sér enn fyrir endann á, langvarandi styijaldir í Eþíópíu, Angóla og Mozambique, ótrúleg grimmdarverk í Líberíu og fjölda- morð í Rúanda. Fréttir frá Afríku síðustu vikur benda til þess að ekkert lát sé á þess- um stríðshörmungum. Uppreisnar- menn undir stjóm Laurents Kabila steyptu einræðisherranum Mobutu Sese Seko í Zaire, sem heitir nú Lýðveldið Kongó. Falli Mobutus var fagnað sem upphafi nýs endurreisn- artímabils í Afríku en átökunum í landinu hafði vart linnt þegar framið var bióðugt valdarán í Vestur-Afríku- ríkinu Sierra Leone. Skömmu síðar hófust mannskæð átök milli stríðandi fylkinga í Brazzaville í Kongó. Við fyrstu sýn virðist þróunin í þessum þremur ríkjum til marks um að ekkert hafí breyst í Afríku. Stjórn- leysið og óöldin í Sierra Leone og Kongó er þó í algjörri andstöðu við þá jákvæðu þróun sem hefur átt sér stað í mörgum ríkjum álfunnar síð- ustu árin. Hindraði Afr- íkustefna Frakka um- bætur? Ný kynslóð Ieið- í fýrstaíagi er komin fram á sjón- arsviðið ný kynslóð afrískra leiðtoga, sem hafa lagt hart að sér við að koma á efnahagslegum umbótum. Þessir menn hafa hafnað efnahags- legum og pólitískum viðhorfum fyrir- rennara sinna, sem boðuðu „afrískan sósíalisma" eða sérstaka „afríska leið“ í efnahags- og stjómmálum og kenndu gömlu nýlenduveldunum um allt sem miður fór í álfunni. Þessar hugsjónir vom þó yfirleitt fýrirslátt- urinn einn því fyrir mörgum þeirra vakti aðeins að skara eld að sinni köku. Nú einkennist tíðarandinn hins vegar af markaðshyggju og umbót- um í fijálsræðisátt. Jafnvel Julius Nyerere, fyrsti forseti Tansaníu, sem lagði efnahag landsins nánast í rúst með „afrískum sósíalisma", hefur við- urkennt að kapítalisminn sé besti kosturinn. Einn af atkvæðamestu ráðamönnunum er forseti Úganda, Yoweri Museveni. Hagvöxtur í landi hans er nú 8,5% á ári, sem var talið óhugsandi þegar hann komst til valda fyrir 11 árum. Úganda er ekkert eins- dæmi í Afríku því umbæt- ur í efnahagsmálum, í bland við bætt heilbrigðis- og menntakerfí, hafa orðið til þess að fram hefur komið nýr hópur ríkja, þar sem hagvöxturinn hefur verið 6% eða meiri á síðustu árum. Meðal þessara ríkja eru Angóla, Ghana, Malaví, Botswana, Lesotho, auk Úganda, sem margir Afríkumenn líta á sem fyrirmyndarríki í efna- hagsmálum. Samkvæmt Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum var hagvöxturinn í Afríku sunnan Sahara um 5% að meðaltali í fyrra. Afríkustefna Frakka brást Uppgangurinn virðist þó ekki vera jafnmikill í frönskumælandi ríkjum Afríku. í nokkrum þessara ríkja hefur hagvöxturinn þó verið verulegur, m.a. á Fílabeinsströndinni og Gabon, sem nýtur einkum góðs af miklum olíuút- flutningi. _________ Frakkar hafa átt mikil ítök í frönskumælandi ríkjum Afríku og náin tengsl þeirra við nýlendurn- ar fyrrverandi stuðluðu í fyrstu að stöðugleika. Margt bendir hins vegar til þess að Afríkustefna Frakka hafi brugðist og jafnvel hindrað nauðsyn- legar umbætur í afrísku ríkjunum. Frönsk stjórnvöld studdu t.d. Mob- utu Sese Seko í áratugi og reyndu til síðustu stundar að koma í veg YOWERI Museveni, forseti Úganda (t.h.), óskar Laurent Kabila til hamingju eftir að hann sór embættiseið forseta Lýðveldisins Kongó, sem hét áður Zaire, 29. maí. Þrir aðrir forsetar fylgjast með, Pastor Bizmungo frá Rúanda (t.v.), Eduardo dos Santos frá Angóla og Frederique Thsiluba frá Zambíu. Hugarfars- breyting leið- toga Afríku- ríkja fyrir að honum yrði steypt. Nýja stjórnin í París hefur gagnrýnt fram- göngu fyrirrennara sinna í málefn- um Afríku og ófarir Frakka í Lýð- veldinu Kongó gætu orðið til þess að þeir hafi minni afskipti af álfunni þegar fram líða stundir. Þótt forseti Úganda hafi tileinkað sér markaðshyggju hafnar hann taf- arlausu fjölflokkalýðræði, stjómvöld- um á Vesturlöndum til armæðu. Hann segir að stjómmálaflokkar myndu óhjákvæmilega valda klofn- ingi eftir þjóðflokkum og stuðla þann- ig að ættbálkaátökum í ríkjum þar sem ólæsi er landlægt. Þótt Museveni hafí hafnað lýðræðishugsjón- um Vesturlanda fer því fjarri að hann hafí hallað sér að einræðisherrum ““““ Afríku því hann hefur gengið einna lengst allra afrískra leiðtoga í gagnrýni á harðstjóm og kúgun og sagði nýlega að samstaða einræðisherranna væri nú helsta vandamál álfunnar. Kabila óskrifað blað Ráðamenn í Eritreu, Eþíópíu og Rúanda hafa einnig látið í ljós svip- uð viðhorf. Laurent Kabila er gam- all vinur og skjólstæðingur forsetans í Úganda og hefur tekið undir sjón- armið hans. Kabila er hins vegar óskrifað blað, var áður marxískur byltingarsinni, virðist kæra sig koll- óttan um líf rúandískra flóttamanna og margir efast um að hann hafí jafnmikla andúð á harðstjórn og kúgun og vinur hans í Úganda. Kabila kveðst ætla að halda kosningar innan tveggja ára og margir fréttaskýrendur hafa reyndar sagt að krafa ~“ ráðamanna á Vesturlönd- um um að efnt verði án tafar til kosninga sé barnaleg og óraunhæf. Landið rambi á barmi gjaldþrots og sé að hruni komið eftir þriggja ára- tuga einræðisstjórn. Þótt ýmsir leiðtoga Afríku séu tregir til að koma á lýðræði fer fjarri að ekkert hafi áunnist á síðustu árum. Má benda á að 18 fjölflokka- kosningar fóru fram í Afríku í fyrra ÆTLA mætti af fréttum síðustu vikna að blóðug valdarán séu enn daglegt brauð í Afríku. Svo er þó ekki því talsvert hefur áunnist á síðustu árum í baráttunni fyrir friði, lýðræði og efnahagslegri endurreisn álfunnar. og fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári í álfunni. Herforingjastjórn kemur lýðræðinu til varnar Á leiðtogafundi Einingarsamtaka Afríku (OAU) fyrr í mánuðinum var samþykkt harðorð yfirlýsing þar sem valdaránið í Sierra Leone var for- dæmt og formaður samtakanna, Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, sagði að samtökin myndu taka hart á valdaránum í framtíðinni. Leiðtog- arnir lýstu yfir stuðningi við hernað- aríhlutun Vestur-Afríkuríkja í land- inu undir stjórn Nígeríumanna til að koma lýðræðislega kjörinni stjórn aftur til valda. Mörgum þótti það kaldhæðnislegt að herforingjastjórnin í Nígeríu, sem ógilti lýðræðislegar kosningar í landi sínu fyrir fjórum árum, skyldi hafa tekið að sér að standa vörð um lýð- ræðið í Sierra Leone. Einingarsam- tök Afríku voru einnig sökuð um tvískinnung eftir að hafa samþykkt íhlutunina án þess að grípa til að- gerða gegn nígerísku herforingja- stjórninni. Mugabe sagði hins vegar að sam- tökin væru staðráðin í að knýja fram lýðræði í Nígeríu. „Fyrir tíu árum tókum við ekki á málum sem tengd- ust valdaránum og létum nægja að harma þau. En nú viljum við taka á þeim og eins kröftuglega og við getum. Það kann að taka tíma, en þetta er stefna okkar.“ Sjálfstæði í öryggismálum Síðustu áratugina hafa leiðtogar Afríkuríkjanna sjaldan tekið stór- vægilegar ákvarðanir án þess að ráðfæra sig fyrst við nýlenduherrana fyrrverandi, Breta og Frakka, eða Bandaríkjamenn og Sovétmenn á árum kalda stríðsins. Atburðirnir í Lýðveldinu Kongó og Sierra Leone benda hins vegar t.il að þetta sé lið- in tíð og mörg Afríkuríkjanna séu nú staðráðin í að taka sjálf á vanda- málum, sem koma upp í álfunni, og hræðist jafnvel ekki að virða til- mæli Vesturlanda að vettugi. Bandaríkjastjórn lagðist gegn hernaðaríhlutuninni í Sierra Leone en leiðtogar Afríkuríkjanna létu það sem vind um eyru þjóta. Áður höfðu ráðamenn í Rúanda, Úganda og Angóla hunsað tilmæli vestrænna ríkja, sem höfðu stutt einræðisstjórn Mobutus, um að láta af hernaðar- stuðningi við Kabila. Fréttaskýrendur segja þetta til marks um mikla hugarfarsbreytingu hjá leiðtogum Afríkuríkjanna, sem vilji fylla upp í tómarúmið sem skap- aðist í álfunni eftir lok kalda stríðs- ins. Þeir vilji sýna fram á að ríkin séu ekki háð Vesturlöndum og full- fær um að leysa vandamál álfunnar hjálparlaust. Þeir séu staðráðnir í að koma í veg fyrir að átökin í Sierra Leone og Kongó-ríkjunum breiðist út til nágrannaríkja, svo sem Líberíu og Angóla, og afstýra því að álfan logi öll í mannskæðum styrj- öldum að nýju. Heimildir: The Daily Telegraph, The Independent og The New YorkTimes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.