Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Barónsstíg í Reykjavík, á lóð Landspítalans, er grátt steinhús sem hýsir mikilvægan þátt heilbrigðisþjón- ustu hér á landi, Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Reyndar fer starfsemin fram á nokkrum stöðum að auki og safn af vefjasýn- ishomum, sem tekin hafa verið síð- ustu áratugina, er í húsakynnum Krabbameinsfélagsins við Skógar- hlíð. Safnið er nefnt Dungalssafn, kennt við Níels Dungal, manninn sem á nær fjögurra áratuga ferli sínum sem forstöðumaður Rann- sóknastofunnar lagði grundvöllinn að starfi hennar og ýmsum öðrum þjóðþrifaverkum á sviði heilbrigðis- mála. Alls starfar nú vel á annað hundr- að manns hjá Rannsóknastofunni og á sýklafræðideild Landspítalans samaníagt en náið samstarf er á milli þessara stofnana. Hinar ýmsu undirdeildir annast kennslu nem- enda í heilbrigðisgreinum, þjónustu fyrir lækningadeildir spítalanna og rannsóknir á ýmsum sviðum lækn- isfræðinnar. Greind eru veíjasýni fyrir skurðdeildir og stundaðar rannsóknir á frumum, sýklum, litn- ingum og genum svo eitthvað sé nefnt. Deild réttarlæknisfræði vinnur einkum fyrir lögreglu- og dómsyfirvöld í brota- og barnsfaðernismálum. Jónas Hallgrímsson, prófessor og yfir- læknir, er nú forstöðumaður Rannsóknastof- unnar og jafnframt forstöðulæknir í líffæra- meinafræði. Yfir deild réttarlæknisfræði er Gunnlaugur Geirsson prófessor, sýklafræði- deild stjórnar Ólafur Steingrímsson, dósent og yfirlæknir. Þunnar sneiðar Um 12.000 vefjasýni berast árlega á stof- una, sum úr brjóstum, önnur úr fæðingar- blettum eða einhveiju öðru. Meinatæknarnir nota rafknúna hnífa með einnota blöðum til að sneiða vefjasýnin niður í flögur sem ekki eru mikið yfir einum þúsundasta úr millimetra að þykkt. Vatnið er fjarlægt og vefurinn mettaður paraffín-vaxi sem ekki breytir uppbyggingu efnisins. Notaðar eru sérstakar litunaraðferðir til að merkja frumukjarna og útfrymi sem ella væri varla hægt að greina í sundur undir smásjánni. Kristrún Ólafsdóttir meina- tæknir segir vefsýni úr Dungals- safni koma að góðu gagni við greiningu og rannsóknir en miklu skipti að vinnubrögðin séu rétt, ekki sé eytt meira af efninu en nauðsynlegt er. Sýnin eru oft úr fólki sem grunur leikur á að sé með krabba- mein. Gengið er úr skugga um það hvort viðkomandi æxli er góðkynja eða krabbamein. Stundum reynist aðeins um að ræða bólginn vef. Að sögn Jónas- ar hafa aðferðirnar ekki breyst í grundvallaratriðum síðustu ára- tugina, enn sem fyrr er tekið sýni úr sjúklingi og það kannað með smásjá. Munurinn er fyrst og fremst sá að tækin og öll aðstaða hafa stórbatnað og að sjáifsögðu hefur grundvallar- þekking á eðli sjúkdómanna auk- ist mjög. í líffærameinafræðinni notar einn af samstarfsmönnum Jónas- ar, Bjarni Agnarsson, nú svo- nefndan flæðigreini til að mæla hvort DNA-innihald í genum sýn- isins sé eðlilegt og hve tíð frumu- skiptingin sé. Fyrst notar hann smásjárskoðun til að meta hvort um krabbamein sé að ræða. Reynist það vera svo er flæði- greinirinn notaður til að sjá hve hröð skiptingin er og hvort DNA sé afbrigðilegt. Þá er hættan meiri og hægt að miða meðferð við það, á hinn bóginn er hægt að forðast óþarfa lyfjanotkun þar sem hætt- an reynist vera minni. Bijóstakrabbamein er nú algengasta krabbamein í íslenskum konum, um 80-100 tilfelli greinast á ári. Nýir og gamlir sýklar Ólafur Steingrímsson segir að nýju sýkla- lyfin, penicillin og slík lyf, sem komu fram á sjónarsviðið um miðja öldina, hafi ger- breytt vígstöðunni í baráttu við ýmsa mannskæða sjúkdóma, tekist hafi að útrýma MEINATÆKNAR að störfum í Bröggunum, bráðabirgðahúsnæði sem tekið var í notkun á áttunda áratugnum. Orrustur við örverur Á Rannsóknastofu Háskólans er unnið að greiningu á vefjasýnum sem tekin eru úr sjúklingum og líkum og að örverurannsóknum. Krislján Jónsson heimsótti Rannsóknastofuna og ræddi við starfsmenn. Sigurður Ingvarsson Karl Kristinsson Jóhann Heiðar Jóhannsson JÓNAS Morgunblaðið/Árni Sæberg Hallgrímsson, for- stöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Jónas stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum en starfaði sið- an á Rannsóknastofunni og tók við forstöðunni af arftaka Ní- elsar Dungals, Ólafi Bjarna- syni, árið 1978. Ólafur Steingrímsson Kristrún Ólafsdóttir sumum þeirra alveg eða næstum því. Hann nefnir sem dæmi skarlatssótt, heilahimnu- bólgu og ýmsar sýkingar á skurðstofum en segir að seint verði unninn fullnaðarsigur gegn mannskæðum sýklum. „Á síðustu 20 árum hafa verið uppgötvað- ir um 30 nýir smitsjúkdómar, þ. á m. sýkill sem veldur skeifugarnarsári. Nú er jafnvel rætt um að sýkill geti átt þátt í kransæða- sjúkdómum,“ segir Ólafur. Hann segir að ónæmi sýkla fari einnig vaxandi og ýmislegt í nýtísku meðferð matvæla auki smithættu þótt annað horfi til bóta. Einnig sé mönnum orðið ljóst að loftræstingarkerfi séu oft sýklaveitur og í ljós hafi komið að sýkill svonefndrar her- mannaveiki sé algengur í kranavatni, hann setjist gjaman í gamlar lagnir. Gerðar hafi verið ýmsar ráðstafanir hérlendis vegna þessa og þær hafi borið góðan árangur. Margt hefur áunnist; lekandi er ekki lengur innlendur sjúkdómur á íslandi, einu tilfellin greinast vegna samskipta við útlönd. Aug- ljóst er að aukin alþjóðasamskipti og ferða- mennska geta flýtt fyrir útbreiðslu sjúkdóma. Brjóstakrabbamein og stökkbreytingar ísland er oft sagt kjörið til ýmissa faraldsfræðilegra rannsókna vegna einangrunar og þess hve samfélagið er einsleitt. Hér er einnig fullkomið heilbrigðiskerfi og auðvelt er að rekja ættir með nokkurri vissu langt aftur í tímann og þannig skyldleika- tengsl. Sigurður Ingvarsson, líffræðing- ur á framulíffræðideild, stundar ásamt öðram rannsóknir á bijósta- krabbameini hér í samvinnu við vís- indamenn í Bretlandi og á Norð- urlöndunum. Hefur starf deildarinn- ar að hálfu verið kostað af erlendum aðilum síðustu árin. Sigurður hefur einkum kannað hvort og að hve miklu leyti bijóstakrabbamein í ís- lendingum myndast vegna stökk- breytinga í DNA-efni gena. Niður- stöður rannsókna hér benda til þess að um 10% af tilfellum bijósta- krabba megi rekja til slíkra erfða- galla og jafnframt að 5-10% af ristilkrabba séu erfðatengd. Orsakir krabbameins eru taldar vera af margvíslegum toga erfða, umhverfis, mataræðis og hormóna- þátta. Er stundum hægt að rekja DNA-galla nokkurra einstaklinga til sam- eiginlegs forföður fyrir nokkrum öldum. Kannað er hvort krabbamein tengist horm- ónabúskap hjá konum en margt þykir benda til þess að svo sé oft raunin. Er þá talið að konur séu í meiri hættu eignist þær sitt fyrsta barn tiltölulega seint á ævinni. Leit að litningagöllum Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir segir deild litningarannsókna einkum sjá um að rannsaka legvatnssýni til að finna og greina alvarlega litningagalla í fóstrum. í hveijum litningi er fjöldi gena sem era því enn smærri einingar og ekki hægt að taka myndir af þeim eins og litningum. „Litningarannsókn- ir era stöðugt að færast nær DNA-rann- sóknum erfðafræðinganna á genum,“ segir Jóhann. Hann segir nákvæmni í litninga- rannsóknum hafa aukist mjög síðan hann hóf störf á deildinni 1979. Nú sé hægt að skoða hvern einstakan litning og greina svonefnd þverbönd í honum, upp- lýsingarnar séu því mun fyllri en áður. Á deildinni eru eingöngu not- aðar lifandi frumur og skipting þeirra skoðuð til að greina gerð sjúkdómsins, þ. á m. hvítblæðis. Niðurstöður eru síðan notaðar til að ákveða meðferð sjúklingsins. Notað er sérstakt fóður eða æti handa frumunum en Jóhann seg- ir að eitt af vandamálunum í þessum rannsóknum sé að mjög erfitt sé að fá krabbameinsfrum- ur til að vaxa í tilraunaglasi. Orsökin er ekki þekkt. Ónæmi og ofnotkun Karl G. Kristinsson læknir hef- ur í samstarfi við ónæmisfræði- deild gert rannsóknir á notkun bóluefnis gegn svonefndum pne- umokokkum eða lungnabólgu- bakteríum er valda ýmsum sýk- ingum, ekki síst í börnum á leik- skólaaldri. Karl segir að mest hætta sé á smitun á leikskólum, það hafi er- lendar kannanir sýnt fram á. Erfðaefni sýklanna hefur breyst og þeir orðið ónæmir fýrir nánast öllum lyíjum sem tekin eru með munninum. Þetta merkir þó ekki að útilokað sé að beita lyfjunum en mun stærri skammta þarf af þeim en áður. Ónæmi af þessu tagi hefur farið yfir 50% í sumum grannlöndum okkar. Hafa rann- sóknir og árangur af opinberam umræðum og áróðri heilbrigðisyf- irvalda hér gegn ofnotkun lyfja við kvillum er heija á iítil böm vakið at- hygli mikla sérfræðinga erlendis. Ónæmið hér var komið í 20% en er nú um 15%. „Fólk skynjar að lyfjanotkun er ekki allt- af það besta. Það getur verið betra fyrir bömin að vinna á þessu sjálf. Nú eru foreldr- ar farnir að spyija lækninn hvort þörf sé á sýklalyfi sem hann stingur upp á,“ segir Karl. Hann segir ofnotkun á sýklalyfjurn einnig vera alltíða á spítölum og spítalayfir- völd hafi unnið að því með góðum árangri að draga úr henni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.