Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 21

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ1997 21 HVEIUBl HtEPUR MMUIMAHH7 Morgunblaðið/Jim Smart GUNNLAUGUR Geirsson, prófessor og réttarlæknir er fæddur 1940 og tók við forstöðu rannsóknarstofu í réttarlæknisfræði ásamt prófessorsstöðu 1986 af Olafi Bjarnasyni. Gunnlaugur er bóndasonur úr Reykjavík, faðir hans var Geir í Eskihlíð sem rak kúabú og heyjaði víða á höfuðborgarsvæðinu. Gunnlaugur vandist því sveitastörfum frá barnæsku. „Það var gott að læra að moka flórinn, lífið snýst nú stundum um það og ekki vanþörf á.“ Eini íslenski læknirinn sem nú starfar við réttar- læknisfræði er Gunnlaugur Geirsson prófessor. Rannsóknadeild hans er hluti Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði. Kristján Jónsson ræddi við Gunnlaug um verksvið hans sem er aðallega læknisfræðileg viðfangsefni fyrir lögreglu- og dómsyfirvöld auk kennslu. IÐ önnumst hér rannsóknir í barnsfaðernismál- um og brotamál- um en einnig rétt- arkrufningar,“ segir Gunnlaugur. „Starfið styðst við upprunaleg lög frá 1913, þetta sýnir hve snemma menn gerðu sér grein fyrir því að nauðsynlegt væri að rannsaka voveifleg dauðs- föll. Aðdragandinn er auðvitað miklu lengri, í íslenskum bók- menntum er nóg að minna á gull- væga spurningu Jóns Hreggviðs- sonar „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Dómskerfíð þarf að fá úr þessu skorið, einnig þar sem eingöngu leikur nokkur vafi á því hvort um eðlilegan dauðdaga hafi verið að ræða. Einstaklingur, sem alltaf hefur verið hraustur, getur látist heima hjá sér, deyr skyndilega drottni sínum og enginn er við- staddur. Þá er nauðsynlegt fyrir réttaröryggi okkar að málið sé kannað og ákvæði í lögum um slíkt, að gerð sé ítarleg úttekt á dánarorsökum.“ í bækistöð deildarinnar í Ár- múla 30_ er Gunnlaugur með skrif- stofu. Á veggnum eru prófskír- teini og viðurkenningar frá há- skólum í Richmond, Boston, Roc- hester og New York. Hann stund- aði framhaldsnám í Bandaríkjun- um á áttunda áratugnum en var áður læknir á Hvammstanga um nokkurra mánaða skeið eftir kandídatspróf 1968. Gunnlaugur lærði líffærameinafræði og frumumeinafræði og ákvað síðan að leggja fyrir sig réttarlæknis- fræði. Útflattar byssukúlur Aðstaða er í Ármúlanum til smásjárskoðana sem eru fyrsta skrefið í leit að lífsýnum með frumum til DNA-rannsókna. Skápar eru á staðnum fyrir réttar- gögn á borð við nærbuxur með blóð- og sæðisleifum og fleira af því tagi; lífsýnin eru geymd í kæliskápum. Ljósmyndir af líkam- sleifum úr krufningum eru í skjalaskápum, útflattar byssukúl- ur úr morðmáli eru geymdar í plasthylkjum. Prófessorinn notar þær og fleiri muni af sama toga við kennslu. Gætt er ofurhreinlætis á staðn- um og reynt að fjarlægja vand- lega allar leifar eftir réttarkrufn- ingar. Skyndilega bregður samt fyrir nálykt þótt ekki sé verið að kryfja þá stundina. Einhvers stað- ar hefur eitthvað orðið eftir, ósýnilegt en nógu raunverulegt samt. I hillum eru geymdir pokar með lyfjaglösum er oft tengjast rann- sóknum á dauðdaga vímuefna- sjúklinga, einnig getur hinn látni hafa tekið inn lyf vegna mistaka. Sjaldgæft er hér á landi að fólk deyi beinlínis af ofneyslu vímu- efna, oftast er dánarorsökin óbeinlínis tengd neyslunni. Fólk ekur drukkið, dettur, fær sýkingu af sprautum eða tekur lyf í ógáti vegna sljóleika af vímu. Gunnlaugur vill ekki tjá sig um einstök mál sem eru nú mikið í fréttum, segist t.d. ekki vera búinn að skila endanlegri skýrslu um svonefnt Vegas-mál. Hann leggur áherslu á nauðsyn þess að unnið sé í kyrrþey meðan mál sé í gangi. Yfirleitt sé ekki svarað spurn- ingum um einstök mál í síma. Faxtæki sé ekki notað, reynt sé að tryggja með öllum hætti að enginn óviðkomandi geti klófest viðkvæmar upplýsingar. Blaða- maður sér hvergi í húsakynnum deildarinnar neitt sem merkt er með nöfnum. Alls staðar eru hlut- ir merktir með númeri og hann því engu nær um tengsl þeirra við þekkt mál. „Við erum eins konar verktakar fyrir lögreglu og fleiri aðila. Ég þarf oft að fá þjónustu annarra sérfræðinga. Hér á hæðinni fyrir neðan mig er rannsóknastofa í lyfjafræði, þar eru sérfræðingar í eiturefnum. Þegar grunur er um að dánarorsök sé ofneysla vímu- efna eða annarra lyfja þá sendi ég sýni niður til greiningar. Einn- ig hef ég mikil samskipti við frumulíffræðideild Rannsókna- stofu Háskólans vegna DNA-rann- sókna. Áður voru notaðar blóðflokka- rannsóknir til að úrskurða í barns- faðernismálum, það var Níels heit- inn Dungal sem hafði frumkvæði að því 1928. Hægt var að beita útilokunaraðferðum með því að bera saman blóðflokka barns og meintra feðra en á hinn bóginn ekki hægt að slá því föstu hver faðirinn væri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.