Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DNA og öryggið Lífsýnin geta t.d. verið úr blóði, sæði eða hári. í frumukjarnanum er DNA-erfðaefnið sem er það sama í öllum líkamsfrumum ein- staklingsins. Við metum hvort hægt sé að nota lífsýni sem við fáum til _að gera gagnlegar rann- sóknir. I DNA-rannsóknum eru borin saman erfðaefni úr tveim eða fleiri lífsýnum og þau borin saman við eins konar skapalón eða greiningarmynd til að ganga úr skugga um skyldleikann. Leitað er að ákveðnum eigindum í erfða- efninu sem eru eins hjá foreldrum og börnum. Því meiri samfella þeim mun nánari skyldleiki. Hægt er núna að greina faðemi með nær 100% vissu, nú er ein- göngu stuðst við DNA-greiningar í barnsfaðernismálum. Það er gert á frumulíffræðideild Rannsókna- stofu Háskólans en í öðrum málum en barnsfaðernismálum sendum við sýni áfram til útlanda til Ioka- rannsóknar. Okkur skortir enn nokkuð til að geta stundað blettarannsóknir í t.d. nauðgunar- og morðmálum hér með fullnægjandi hætti. Beitt er nokkrum kerfum eða lyklum og erlendis er hægt að nota fleiri lykla sem eykur öryggið. Þetta er eins konar stigmögnun í átt til aukins öryggis. Þessar aðferðir eru besta tækni sem hægt er að nota og hafa umbylt rannsóknum í brota- og bamsfaðernismálum. En að sjálf- sögðu er deilt um reiknireglur og fleira í þessum fræðum. 011 um- ræða er af hinu góða, við eigum aldrei að taka neitt sem gefið. Þú sgyrð um hæfni okkar hér- lendis. Áður en ákveðið var að við fæmm að nota eingöngu DNA- greiningu í bamsfaðernismálum sýndi ég erlendum sérfræðingum hvernig þetta var gert hjá fmmu- líffræðideild. Þeir töldu aðferðirn- ar vera í fullkomnu samræmi við þá alþjóðlegu staðla sem menn eru að koma sér saman um. Það var ákvörðun héraðsdóm- ara í Smokkamálinu fræga, þegar breskur sjómaður var fyrst sak- felldur og síðan sýknaður af ákæru um nauðgun, að meta ýmsar aðrar vísbendingar nægilega traustar til sakfellingar ásamt þeim niður- stöðum sem þegar vom komnar úr fyrstu DNA-rannsóknum okk- ar. Tekið var fram í okkar gögnu- um að lokaniðurstaða væri ekki komin að utan, en dómari hlýtur ávallt að meta alla þætti máls, ekki eingöngu DNA-niðurstöður. Ýmislegt annað getur bent sterk- lega til sektar." Brotamálin sem deildin fæst við em oftast í tengslum við líkams- árásir og nauðganir. Gunnlaugur HVEHÆR DREPUR MAÐUR MAHH? er spurður hvort ekki sé erfítt að vera í stöðugu nábýli við ofbeldis- verk og aðrar skuggahliðar mann- lífsins. „Þetta er starf sem þarf að sinna eins og öðru nauðsynlegu en auðvitað er álagið stundum mikið. Annars get ég viðurkennt að það sem raunvemlega fær á mig er yfirleitt ekki rannsókn á venju- legum afbrotum. Ótímabær dauði barna og ekki síst unglinga sem fyrirfara sér eftir að hafa lent í ógöngum sem oft tengjast áfengi eða fíkniefnum er miklu skelfí- legri. Tilfínningasveiflur em oft meiri hjá þeim og stundum grípa þau til sjálfsvígs eftir mikla geð- lægð af völdum áfengisdrykkju. Amfetamín veldur einnig slæmum lægðum. Þess konar mál valda því að maður missir næstum móðinn, fer að velta fyrir sér hvort við getum ekkert lært af reynslunni og með einhveijum hætti byrgt brunninn. Glæpamálin em frekar eitthvað sem hægt er að hrista af sér. Harmleikir sem ekki komast í fréttir og eiga þangað reyndar ekki erindi, eru miklu þungbærari. Annars vegar er unglingur sem eyðileggur líf sitt og sinna nánustu með óreglu, styttir sér svo aldur. Hins vegar einhver sem berst fyrir lífinu og bíður eftir líffæragjöf. Það er stundum erfítt að skilja rök til- vemnnar þegar maður stendur frammi fyrir svona málum. Faglegar kröfur og þrýstingur Enginn mannlegur máttur gæti fengið mig til að skila niðurstöðu fyrr en við erum búnir að rann- saka alla þá þætti sem við teljum nauðsynlega. Hér má aldrei slaka á faglegum kröfum til að láta undan þrýstingi þeirra sem vilja fá niðurstöður rannsókna strax, það geta verið fjölmiðlar eða aðrir sem reka á eftir. Við reynum að vinna á fullkomlega hlutlægan hátt og beita ströngustu reglum í öllu vinnubrögðum. Lífsýni og munir em flutt hing- að undir mjög öflugu eftirliti, þar sem þess er gætt að ekki geti komið upp ruglingur, vísvitandi eða óvart. í alvarlegum málúrfi, t.d. þegar um morð er að að ræða, er ég stundum kallaður sjálfur á vettvang afbrots. Undanfarin ár hefur það verið svo í árásarmálum að fórnarlamb og meintur árásar- maður hafa yfirleitt verið flutt á neyðarmóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur þar sem grunnrann- sókn fer fram. Sýnin eru síðan send hingað." Aukin forvitni um upprunann Gunnlaugur situr í Læknaráði þar sem fjallað er um ýmis gmnd- vallaratriði í heilbrigðis- þjónustu og afstöðu lækna. Hann segist hafa mikinn áhuga á nútíma- legum hugmyndum um réttindi barna sem snerti oft störf hans í barnsfaðernismál- um. „Barn á samkvæmt lögum rétt til samskipta við föður og mér fínnst stundum skorta nokkuð á að fólk líti á bamið sem sjálfstæða vem, með eigin tilvemrétt. Oft virðist eins og börn séu leikföng fullorðinna en gamla skoðunin, að barnið sé eign foreldra, gengur að mínu viti ekki upp. Það þarf ViA verAum alltaf aA velja og hafna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.