Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 25

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 25 hvern kúnna sem maður missir óánægðan út verður maður að fá 10 nýja í staðinn. Þetta er stöðug barátta, en hún er skemmtileg." Helga segist þurfa að vera stöð- ugt vakandi fyrir nýjungum á markaðnum, hvort eitthvað sé á leiðinni sem geti tekið frá henni viðskiptavini. „Maður þarf að passa upp á það sem maður er með í höndunum. Þetta er ekki ólíkt því að vera með tveggja ára gamalt bam. Það tók ákveðinn tíma að koma því í heiminn og sinna því fyrstu árin. Þegar það er tveggja ára fer maður að skynja hvernig það mótast til lífstíðar. Maður skil- ur ekki tveggja ára gamalt barn eftir eitt á stigabrún. Maður er alltaf með augun á því. Það má heldur aldrei líta af fyrirtækinu. Stelpurnar í Grillhúsinu voru að tala um að ég væri alltaf í vinn- unni og héldu jafnvel að ég van- treysti þeim. Ég sagði þeim að sú væri ekki ástæðan. Mér þætti vænt um starfið og mér liði vel í vinn- unni. Ég sagði þeim að það væri með þennan rekstur likt og Akra- borgina. Þótt hún hefði farið milljón sinnum yfir Faxaflóann þá væri ekki þorandi að senda hana stjóm- lausa upp á Akranes. Það væri ekki gott ef það vantaði stjórnanda á skútuna. Maður sleppir ekki hendinni af barninu sínu.“ Kristbjörg segir að það hjálpi sér mikið að hafa unnið í sex ár við reksturinn á Hard Rock. Hún þekki rekstrarumhverfið og þá aðila vel sem þarf að hafa samskipti við. „Við höfum fengið mjög góðan meðbyr. Menn hafa verið mjög já- kvæðir gagnvart þessari breytingu og hafa fulla trú á að við getum gert jafnvel, ef ekki betur en þetta hefur gengið hingað til. Það veitir manni öryggi. Eg kvíði því ekki að púsla saman þessum kaupum og greiðslu skuldanna. Þetta er í raun áskorun og langtíma verk- efni. Við gerum þetta ekki á einu eða tveimur árum. Hard Rock Café er búið að vera hér í 10 ár og á sér 26 ára sögu annars staðar. Það hefur allstaðar gengið vel og í því felst ákveðið öryggi, Hard Rock Café er sterkt vörumerki." Eftir höfðinu dansa limirnir Helga og Kristbjörg sögðust hafa glaðst mikið yfír því hve starfsfólkið á Hard Rock tók því vel að þær keyptu staðinn. í fyrir- tækjunum þremur starfa nú alls 90-100 manns i fullu starfi eða hlutastarfi. „Þetta er eitt teymi, ein fjölskylda, sem starfar að því sama. Það er ekkert starf öðru æðra, líkt og segir í slagorðum Hard Rock: Elskið alla, þjónið öllum og Allt er eitt,“ sagði Helga. Að sögn þeirra Helgu og Krist- bjargar eru rekstrarhorfur góðar, aukning í rekstri Grillhússins og Hard Rock Cafés miðað við fyrra ár. „Með góðu fólki og því að halda vel utan um hlutina þá á þetta að vera vel framkvæmanlegt. Við horfum björtum augum til framtíð- arinnar, varðandi rekstrarumhverf- ið,“ sagði Kristbjörg. „Okkur er líka ljóst að ef eitt- hvað klikkar, þá er það okkur að kenna, ekki starfsfólkinu okkar, því eftir höfðinu dansa limirnir," sagði Helga. „Ef maður getur ekki stjómað sínu fólki þá vinnur það ekki rétt. Ábyrgðin er fyrst og fremst hjá eigendum staðarins.“ Kristbjörg bætti því við að fólk ynni fyrir fólk, en ekki fyrir fyrir- tæki. Hún sagði það einkenna þá vinnustaði, þar sem Helga stjóm- aði, að starfsliðið yrði eins og lítil fjölskylda. Góður biti Ætla þær Helga og Kristbjörg að bæta við sig fleiri veitingahús- um? „Nei, nú er mælirinn fullur,“ segir Helga. „Ég er svo lítið heima að það liggur við að kettirnir svelti!" Kristbjörg segir að þetta sé ágætur biti og þær verði næstu 5-8 árin að kyngja honum. En eiga þessar valkyijur í veit- ingarekstri sér einhvern uppáhalds mat? Þær voru sammála um að eftir- lætisréttur þeirra á Hard Rock héti Sunset Strip. Það em marineraðar kjúklingabringur sem eru grillaðar, settar á karríhrísgijón með salati og bornar fram með sætu sinnepi. „Annars er uppáhaldsmaturinn minn gamla góða lambalærið og hryggurinn, eins og mamma gerði, með brúnni sósu og öllu. Það klikk- ar aldrei," sagði Helga. „Sérstak- lega ekki þegar hún eldar,“ bætti Kristbjörg við. „Helga vill ekki við- urkenna hvað hún er góður kokkur - svo hún þurfi ekki að vera í eld- húsinu!" ísskápar “GOR^ gorenje fýrir heimilið þitt C-328f Fagor ísskápur m. frysti að neðan Hxbxd 147x60x60 C-330f Fagor kæliskápur m. frysti að neðan Hxbxd 170x60x60 C-328f Fagorísskápur m. frysti að ofan Hxbxd 147x60x60 Kc-2966 Gorenje ^ kæliskápur284L Hxbxd 143(138)x60x60 Kf-2766no Gorenje ísskápur með frysti að ofan, 190/68L Hxbxd 143x60x60 Kf-2866no Gorenje ísskápur með frysti að neðan, 205/61L Hxbxd 155x59,35x60 RONNING Borgartúni 24 • S: 562 4011 Já, ég vil gjarnan eignast mitt eigiö listaglas eða könnu ogfá sent gjafabréf □ Eitt glas. Með þessu bréfi sendi ég 6 strikamerki af Göteborgskexi og 400 krónur. □ Tvö glös í sérhönnuðum umbuðum. Með þessu bréfi sendi ég 10 strikamerki af Göteborgskexi og 800 krónur. □ Mjólkurkanna. Með þessu bréfi sendi ég 10 strikamerki af Göteborgskexi og 1600 krónur. Innan 3ja vikna fœ ég sent kort Jrá CÁSA þar sem mér verður boðið aö koma i verslunina og velja mér glas eða könnu. Þátttakendur utan stórhöfuðborgarsvæðisins fá send þau glös eða könnu sem þeir hafa valið. Sendist til: Já, ég vil gjaman eignast glas/glös eöa könnu (sjá bcekling). GÖTEBORGS-KEX □ Glas/glös númer: 23 35 38 53 56 □ Mjólkúrkönnu númer: 1 2 3 Pósthólf 4123, 124 Reykjavik Nafn: ________ Heimilisfang: Sími: _ Póstnr. Ljúffeng lelð tll að elgnast listaukandl glös og könnu Þú færð þér uppáhaldstegundirnar þínar af ljúffengu Göteborgs kexi í næstu matvöruverslun, sendir 16 strikamerki i af umbúöunum ásamt 400 krónum og glasið verður þitt. Fyrir 110 strikamerkilog 1.600 krónur færð þú stóra og glæsilega mjólkurkönnu. Þú getur valiö úr fjölmörgum gerðum af Ritzenhoff glösum í versluninni Casa meö myndskreytingum eftir heimsfræga listamenn þ.á.m. Erró, Knaff og Massimo Isoa Ghini. náðu þér C baekllng og elgnastu glas eða könnu neð Göteborgs kexl! Létt Verfc Auglýsingastofa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.