Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 29 £ -
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Sú var tíðin, að fólk valdi sér
viðskiptaaðila eftir stjórn-
málaskoðunum. Framsóknar-
menn skiptu við kaupfélögin og
keyptu olíu og benzín hjá Olíufé-
laginu hf. Sjálfstæðismenn skiptu
við kaupmenn og keyptu olíu og
benzín hjá Skeljungi hf. og Olíu-
verzlun Islands hf. Framsóknar-
menn keyptu tryggingar hjá Sam-
vinnutryggingum. Sjálfstæðis-
menn keyptu tryggingar hjá
tryggingafélögum í einkaeign. Og
svo mætti lengi telja. Val við-
skiptaaðila á grundvelli stjórn-
málaskoðana er að mestu liðin
tíð, þótt enn eimi eftir af þessari
afstöðu hjá eldri kynslóðum.
Kalda stríðið var ekki bara háð
á vettvangi stjórnmálanna hér
heima fyrir, heldur líka og ekki
síður í menningarlífinu. Sósíalist-
ar beittu ekki sízt bókaforlagi
Máls og menningar í þeim þætti
kalda stríðsins og höfðu mikil
áhrif á skoðanamyndun og af-
stöðu fólks. Lýðræðisflokkamir,
sem svo voru nefndir, beittu sér
fyrir stofnun Almenna bókafé-
lagsins til þess að skapa mót-
vægi gegn áhrifum Máls og
menningar og náðu umtalsverð-
um árangri um skeið.
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Það er áreiðanlega erfitt fyrir
ungt fólk nú að skilja þau átök,
sem fram fóru á þessum árum
og birtust m.a. í því að Sjálfstæð-
ismenn hvorki vildu né gátu látið
sjá sig í bókaverzlun Máls og
menningar, svo að dæmi sé tek-
ið. Kannski var það kaldhæðni
örlaganna, sem leiddi til þess,
að um svipað leyti og kalda stríð-
inu lauk með fullum sigri hinna
frjálsu þjóða heims, varð uppgjöf
í rekstri Almenna bókafélagsins
en Mál og menning blómstraði
og er nú stærsta og öflugasta
bókaforlag landsins og verður 60
ára gamalt á þriðjudaginn kem-
ur.
Kalda stríðið sundraði íslenzku
þjóðinni með afdrifaríkum hætti
á upphafsárum lýðveldisins. Þau
sár eru smátt og smátt að gróa.
Og það er mikilvægt fyrir fram-
tíð íslenzku þjóðarinnar, að al-
menn samstaða sé um að þeim
kafla í sögu hennar sé lokið,
hvort sem er á vettvangi stjórn-
mála eða menningarmála.
í samtali við Lesbók Morgun-
blaðsins í gær í tilefni af afmæli
forlagsins, segir Halldór Guð-
mundsson, útgáfustjóri Máls og
menningar m.a.: „Þess skal líka
getið, að þegar ég kom til starfa
hjá Máli og menningu árið 1984
þá voru forverar mínir löngu
búnir að skera á öll flokkspólitísk
tengsl; formaður Alþýðubanda-
lagsins hefur aldrei haft sam-
band við mig til að koma ein-
hveiju til leiðar, enda hefði það
ekkert þýtt. Við sem stjórnum
hér nú höfum ekki litið á okkur
sem erfingja að því stríði, sem
geisaði hér fyrir tuttugu, þijátíu
árum. Og stalínismi Kristins E.
Andréssonar stendur að minnsta
kosti mér víðs fjarri, þótt ég
hafi samúð með mörgu í viðhorf-
um hans til bókmennta og bóka-
útgáfu eins og til dæmis því að
gefa út ódýrar bækur í stórum
upplögum."
Og Halldór Guðmundsson bæt-
ir við: „Hér er rithöfundum ekki
hafnað af pólitískum ástæðum.
Það gæti verið, að ef gerð yrði
rannsókn á því hér í fyrirtækinu,
með djúpviðtölum, kæmi í ljós,
að það væri vinstri slagsíða á
sumum þeim, sem hér ráða ferð-
inni, en við lítum ekki svo á, að
fyrirtækið hafi það hlutverk að
taka þátt í þjóðmálapólitík. Hin
seinni ár leita líka höfundar hing-
að með allar mögulegar skoðanir
á þeim málum. Við erum auk
þess útgefendur borgaralegra
rithöfunda, svo notað sé úrelt
orðalag kalda stríðsins, eins og
Tómasar Guðmundssonar og
Gunnars Gunnarssonar. Það má
því segja, að við höfum gert okk-
ar til að losna undan öllu þessu
tali um pólitíska flokkadrætti."
Mál og menning er bókaforlag,
sem er rekið af miklum metnaði
og reisn. Þetta blómlega forlag,
sem jafnframt rekur bókaverzl-
anir, sem jafnast á við margt af
því, sem bezt er gert í nálægum
löndum á rétt á því að útgáfa
þess og önnur starfsemi sé metin
á forsendum nútíðar en ekki for-
tíðar.
MÁLOG
MENNING 60 ÁRA
EFBRENNU-
•Njáls saga
væri málsvöm fyrir
kristindóm, hefði höf-
undur valið persónum
sínum annað hlutverk
en raun ber vitni. Þá
hefði Mörður verið heiðingi en sízt
af öllu einn helzti boðberi kristinnar
trúar, Valgarði gráa, föður sínum,
til lítillar gleði. En kristninnar sér
vart stað í ógeðfelldum hugarheimi
Marðar Valgarðssonar. Sagan þarf
einfaldlega á honum að halda eins-
og hann er. Hann er tæki höfund-
ar; hreyfiafl sögunnar, þegar Gunn-
ar er allur af völdum þeirra Mosfell-
inga, sem áttu ekki ódijúgan þátt
í siðbótinni. Það er heiðinn svali
yfir verkinu, en kristinn undirtónn.
Auk þess er Mörður einskonar
áminning til þeirra kaþólsku höfð-
ingja 13. aldar sem fóru samtíð sína
einsog hveijir aðrir hryðjuverka-
menn.
í Njálu fer það ekki eftir trú
hvort menn eru geðfelldir eða ógeð-
felidir; ekki frekar en í lífínu sjálfu.
Þannig er hún iaus við allan áróður
en skrifuð eins nærri mannlegu
eðli og unnt er. Ekki endiiega dæmi-
saga einsog Hrafnkatla sem hefur
að því er virðist ekki einungis það
takmark að sýna lesendum hvað
Hrafnkeli Freysgoða vegni miklu
betur eftir að hann hefur kastað
goðunum fyrir róða en áður.
Þessi ábending er einnig skrifuð
inní Njálu, þegar menn tala um að
það séu fím mikil að hafna fomum
átrúnaði, en þá segir Njáll, að hinn
nýi siður muni vera betri “og sá
mun sæll, er þann fær heldur“.
KRISTNI SAGA ER EFTir
• Sturlu Þórðarson og höfum
við orð Arngríms lærða fyrir því
en hann styðst við glataða heimild.
Hún er skrifuð í tengslum við
Landnámubók hans. Bæði Sigurður
Nordal og Jón Jóhannesson em
þessarar skoðunar og þarf ekki að
fara i grafgötur um það. Hún hefur
átt að vera hluti af
þeirri sögu íslenzku
þjóðarinnar sem
Sturla vann að alla
sína ævi.
íslendinga saga
Sturlu er þekktasta rit
Sturlungusafnsins. Það er alkunna
og tvímælalaust að Sturla Þórðar-
son skrifaði meginsögu Sturlungu-
safnsins, íslendinga sögu. Enginn
vafí er á því að hann kemur víða
við sögu í Sturlungusafninu. Landn-
áma hans og Kristni saga em að-
dragandi þessa merkilega og mikil-
væga safnrits íslenzkrar sögu og
bókmennta. Landnáma fjallar um
landnám íslands en Kristni saga
um trúboð og kristnitöku. Sturl-
unga íjallar Um sögu íslands fyrir
og um daga Sturlu Þórðarsonar.
NJÁLS SAGA ER EKKI
•fyrsta verk neins höfundar
frekar en aðrar þær sögur sem ég
nefndi. Hún er kóróna á merkilegu
lífsstarfi. Ritlist sögunnar er ein-
stæð. í henni er fy'öldi setninga í
Sturlustíl, sprottnar úr sama um-
hverfí, ritaðar af sömu íþrótt og
þær setningar sem mestum tíðind-
um sæta í þekktum ritum Sturlu
Þórðarsonar. Þetta er nú ástin mín,
segir Þórvaldur í Hruna við Sighvat
Sturluson þegar hann sýnir honum
Gizur son sinn ungan en Sighvatur
svarar: Ekki er mér um ygglibrún
þá, og minnir að sjálfsögðu á um-
mæli Hrúts þegar Höskuldur sýnir
honum Hallgerði: Ærið fögur er
mær sú og munu margir þess
gjalda, segir Hrútur þegar Höskuld-
ur spyr hann annað sinn, hversu
lýst þér á mey þessa? þykki þér
eigi fögur vera?... en hitt veit ég
eigi, hvaðan þjófsaugu eru komin
í ættir vorar. - Það er deginum ljós-
ara að hér er um sömu frásögn að
ræða þó að sögumar séu sín með
hvorum hætti. Slík víxláhrif íslend-
inga sögu og íslendinga sagna,
ekki sizt Njálu, eru svo algeng að
helzt er að sjá að hér sé um eitt
rit að ræða í ýmsum gerðum og
tilbrigðum. Og engu líkara en Sturl-
unga sé e.k. heimildaskáldsaga úr
umhverfí höfundar. Og þá hin
fyrsta sinnar tegundar.
Augljóst er að frásögn Kristni
sögu af umsvifum Þangbrands á
Austurlandi er rituð inní kristniþátt
Njáls sögu. Breiðfirðingnum Sturlu
Þórðarsyni hefur ekki orðið skota-
skuld úr því að lýsa atburðum á
Austurlandi og staðháttum þar.
Finnur Jónsson segir að höfundur
Njáls sögu hafi verið Breiðfirðing-
ur.
Þó að staðháttalýsingar Njálu-
höfundar á Suðurlandi séu ekki
öruggar þekkir hann sögusvið bók-
ar sinnar allvel. Af lýsingu Sturlu
Þórðarsonar á Apavatnsför nafna
síns Sighvatssonar er ekki annað
að sjá en hann hafí farið með hon-
um á söguslóðir Njálu enda víluðu
13. aidar menn ekki fyrir sér að
fara hvert á land sem var.
SNORRI GOÐI VAR FOR-
•faðir þeirra Sturlunga en
þeir voru einnig af Mýramannaætt.
Um hana fjallar Egils saga. En
Gunnlaugs saga ormstungu er
framhald hennar. Snorri goði er
persóna í mörgum íslendinga sög-
um, ekki sízt Eyrbyggju, Heiðar-
víga sögn, Gísla sögu og Laxdælu,
en einnig Njáls sögu þar sem Dala-
menn eru einskonar öxull frásagn-
arinnar. Allar þessar sögur eru
ættarsögur Snorrunga. Ættarsaga
Sturlunga yrði mikil að vöxtum ef
hún yrði saman sett í eitt rit. Tengsl
manna einsog Sturlu Þórðarsonar
við þessa sagnalist eru engin tilvilj-
un. Sjálfur tók hann við Snorrunga-
goðorði einsog hann lýsir sjálfur í
Islendinga sögu sinni. Sturla var
annar höfundur Járnsíðu undir
handaijaðri Magnúss lagabætis og
lögmaður, en þó ekki talinn neinn
lögspekingur frekar en höfundur
Njálu. En þó liðtækur einsog aðrir
Sturlungar.
M.
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 14. júní
ÖRGUM HEFUR
sjálfsagt brugðið í
brún við þá hörmu-
legu útkomu, sem
íslenzkir nemendur
3. og 4. bekkjar
grunnskólans hlutu
í nýlegri TIMSS-
könnun um getu nemenda í raungreinum.
í stærðfræði voru íslenzku börnin í þriðja
bekk í næstneðsta sæti og fjórðu bekking-
ar í þriðja neðsta. í náttúrufræðigreinum
var árangurinn heldur skárri, en þar voru
þriðja bekkjar bömin í fimmta neðsta
sæti en ijórðu bekkingar í því sjöunda.
Könnunin sýnir, að íslenzku bömin em
langt undir meðaltali í þessari alþjóðlegu
rannsókn, en hún náði að þessu sinni til
skólabarna í 26 löndum. Sem fyrr eru það
böm í Asíuríkjum, sem skipa efstu sætin,
Singapore, Suður-Kóreu, Japan og Hong
Kong í stærðfræði og Suður-Kórea og
Japan í náttúrufræðigreinum, en þar em
Bandaríkin í þriðja sæti og em það vest-
ræna ríki sem beztum árangri nær.
Niðurstaðan í könnuninni nú kemur
ekki á óvart, enda má segja að hún sé í
beinu framhaldi af þeim lélega árangri,
sem íslenzk grannskólaböm i 7. og 8.
bekk náðu í TIMSS-rannsókn á getu í
raungreinum, sem birt var síðari hluta
nóvembermánaðar á síðasta ári. Sú rann-
sókn náði til bama í 45 löndum. íslenzku
nemendumir vom þar í neðstu sætunum
ásamt nemendum frá þjóðum eins og t.d.
íran, Kuwaits Kólumbíu, Kýpur og Suður-
Afríku, sem Islendingar em ekki vanir að
bera sig saman við og eiga við margs
konar erfíðleika að etja.
Segja má, að birting TIMSS-rannsókn-
arinnar í nóvember hafí valdið talsverðu
ijaðrafoki hér á iandi og miklar umræður
og greinaskrif fylgdu í kjölfarið. Meðal
annars var málið tekið upp utan dagskrár
á Alþingi, þar sem þingmenn leituðu skýr-
inga á því, hvað hefði farið úrskeiðis í
skólastarfinu og hvert mætti rekja ástæð-
umar. í þeim umræðum sagði mennta-
málaráðherra, Bjöm Bjamason, m.a.:
„Á þessu stigi er of fljótt að slá því
föstu til hvaða aðgerða þarf að grípa til
að bæta stærðfræði- og raungreinaþekk-
ingu íslenzkra nemenda. Eftirfarandi atriði
em þó meðal þeirra sem nefnd hafa verið
sem dæmi um það sem þarf að bæta:
Skoða inntak kennaramenntunar.
Athuga hvort aðstæður hér á landi séu
hvetjandi eða letjandi fyrir fagmennsku í
störfum kennara.
Lögvemdun kennarastarfsins verði
sveigjanlegri en nú.
Námsaðgreining verði ríkari, t.d. með
auknu vali nemenda þar sem tekið er tillit
til getu.
Fyrirkomulag námsbókaútgáfu verði
endurmetið."
Síðar í ræðu sinni sagði menntamálaráð-
herra:
„Því miður getum við ekki fært íslenzka
skólakerfíð til betri vegar á einni nóttu.
Það getur tekið okkur mörg ár að bæta
námið þannig að viðunandi sé. Sú stað-
reynd á þó ekki að draga úr okkur kjark
heldur hleypa í okkur krafti til þess að
við getum státað af betri niðurstöðum í
næstu TIMSS-rannsókn, sem ætlunin er
að gera eftir fimm eða sex ár. Það verður
enn verra fyrir okkur að sitja á sama stað
eftir að hafa fengið tækifæri til að bæta
okkur.“
Fjármagn
barna sinna. Ekkert kemur fram í TIMSS-
rannsókninni, sem bendir til beins sam-
hengis milli fjárveitinga til skólamála og
frammistöðu nemenda. Um þetta sagði
menntamálaráðherra í utandagskrárum-
ræðunum á Alþingi:
„Það er ekkert sem bendir til, að með
auknum fjárveitingum náum við endilega
betri árangri í raungreinum. Það er ekk-
ert sem kemur fram í þessari rannsókn
sem sýnir það. Það er heldur ekkert í rann-
sókninni sem sýnir, að við stöndum fjár-
hagslega verr að vígi eða okkar skólakerfí
heldur en skólakerfi í þeim löndum, þar
sem árangurinn er beztur, þannig að við
verðum að passa okkur mjög vel á því,
þegar við tökum þetta mál til umræðu,
að við vörpum fram réttum spumingum
til þess að fá þau svör sem duga til þess
að komast að réttri niðurstöðu.“
Noregur er í þriðja neðsta sæti um getu
þriðju bekkinga í stærðfræði, næst fyrir
ofan ísland. Þar í landi hefur miklum fjár-
munum verið dælt í skólakerfið og norskir
kennarar em miklu hærra launaðir en ís-
lenzkir. Þessi útkoma hlýtur því að vera
áfall fyrir Norðmenn ekki síður en íslend-
inga en undirstrikar jafnframt þau orð
menntamálaráðherra, að það em ekki bara
peningar, sem úrslitum ráða um frammi-
stöðu nemenda.
Atgervis-
flótti
FYRSTU VIÐ-
brögð margra, þ.á
m. ýmissa skóla-
manna og stjóm-
málamanna, við niðurstöðum TIMSS-rann-
sóknarinnar voru þau, að krefjast meira
fjármagns til skólanna. Þetta em hefð-
bundin viðbrögð í okkar þjóðfélagi þegar
einhveijir erfiðleikar steðja að. Leysa mái-
ið með peningum. Það er hins vegar ekki
hægt að ganga út frá því sem vísu, að
vandinn í skólakerfinu sé afleiðing of lít-
illa fjárveitinga. Málið snýst ekki síður um
gæði kennslunnar, aga og ástundun nem-
enda, ábyrgð og þátttöku foreldra á námi
að sá kennari frramhaldsskóla, sem einna
beztum árangri hefur náð í stærðfræði-
kennslu, Áskell Harðarson í Flensborgar-
skóla, er doktor í stærðfræði frá einum
virtasta háskóla Bandaríkjanna, CalTech
í Kaliforníu. í íslenzka kerfínu er hann
aðeins leiðbeinandi, telst ekki fullgildur
stærðfræðikennari, getur ekki fengið
fastráðningu og er raðað í launaflokk sam-
kvæmt því. Þetta er eins og í leikhúsi fár-
ánleikans.
HITT ER ANN-
að mál, að launa-
kjör íslenzkra
kennara eru alltof
léleg og oft er vísað
til þess, þegar rætt hefur verið um at-
gervisflótta úr kennarastétt. Að sjálfsögðu
er það alvarlegt mál, þegar hæfustu og
dugmestu kennararnir leita til betur laun-
aðra starfa utan skólanna. Slíkt getur
ekki gengið til lengdar.
Lengi hefur verið haft á orði, að þijár
ástæður ráði því, að menn gerist kennarar
- júní, júlí og ágúst, og er þar vísað til
sumarhlés í skólastarfi. Kennarar hafa
einnig mun betri lífeyrisréttindi en gerist
á almennum vinnumarkaði og reyndar
meira starfsöryggi. Þetta hefur komið í
veg fyrir fjöldaflótta úr starfínu vegna
lélegra launa, ekki sízt á tímum atvinnu-
leysis. Og að sjálfsögðu em þessi réttindi
hluti af starfskjömm og þess vegna ekki
hægt að miða við launatöluna eina.
Kennsla er mörgum hugsjón og sem
betur fer geymir skólasaga okkar nöfn
margra slíkra hugsjónamanna. En kennsla
er líka mjög lýjandi starf og margir góðir
kennarar em útbrunnir í starfí síðari hluta
ævinnar. Slíku fólki þarf að gera kleift
að hætta kennslu, t.d. um sextugt, og fá
önnur störf innan skólakerfisins. Það hlýt-
ur að vera óbærilegt að kvíða fyrir því að
mæta í vinnuna og mæta þá fyrst og
fremst til að tryggja lífeyrisréttindi að
starfsdegi loknum. Þetta fyrirkomulag er
ekki hollt fyrir kennarana eða bömin.
Eins og menntamálaráðherra minntist
á á Alþingi þarf að athuga breytingar á
lögvemdun kennarastarfsins sem lið í al-
mennri endurskoðun skólakerfisins og þar
með skilyrði um próf í uppeldis- og
kennslufræðum til að fá að kalla sig kenn-
ara. Þeir, sem ekki hafa slíkt próf, em
nefndir leiðbeinendur og eru á lægra kaupi
en hinir. Þetta fyrirkomulag hefur á sér
ýmsar fáránlegar hliðar eins og t.d. það,
að prestar úrskrifaðir úr Háskóla íslands
em ekki taldir fullgildir til að kenna börn-
um kristnifræði, þeir em leiðbeinendur,
og verða að víkja úr starfi fyrir lögvernduð-
um kennara, sæki hann um starfið. Mörg
slík dæmi má nefna, þar sem sprenglærð-
ir sérfræðingar eru ekki taldir fullgildir
kennarar sökum skorts á námskeiði í upp-
eldis- og kennslufræðum. Þetta hefur vafa-
lítið fælt ýmsa frá því að sækja um kenn-
arastarf.
Þegar þessi mál voru til umræðu fyrir
síðustu áramót gagnrýndu kennarsamtök-
in og kennarar við Kennaraháskóla íslands
menntamálaráðherrann fyrir að ýja að
endurskoðun á þessu fyrirkomulagi. Ýmsir
urðu þó hugsi yfir málflutningi þessara
aðila þegar uppvíst varð í umfjölluninni,
Uppeldis-
og kennslu-
fræði
ÞAÐ ER FRÓÐ-
legt að sjá, hvað
stærðfræðidoktor-
inn segir um vanda-
mál stærðfræði- og
raungreinakennslu
í íslenzka skólakerfínu, sem hann segir
endurspeglast í starfsvali hins dæmigerða
íslenzka kennara:
„Fólk velur sig fram hjá öguðum vinnu-
brögðum og námskröfum með því að fara
auðveldar leiðir í gegnum framhaldsskól-
ann og síðan heldur það gjaman áfram í
Kennaraháskólann eða þá fer það í gegn
um félagsvísindadeild til þess að verða
kennari í hvaða grein sem er í framhalds-
skólanum.
Það er staðreynd, að þessi krafa um
uppeldis- og kennslufræði fyrir kennara í
framhaldsskólum hrekur marga frá
kennslu og af landi brott. Þeir sem standa
sig vel í stærðfræði og eðlisfræði - ég
þekki ekki til í öðmm greinum - fara
gjaman til Bandaríkjanna að læra og eiga
svo ekki afturkvæmt hingað heim nema
þeir komist að við Háskólann. Annars eiga
þeir um tvennt að velja, að fara í félagsvís-
indadeild Háskólans og taka uppeldis- og
kennslufræði eða þá starfa sem leiðbein-
endur. Ég held að það hafí örfáir stærð-
fræðikennarar tekið uppeldis- og kennslu-
fræði í Háskólanum."
Að sjálfsögðu á uppeldis- og kennslu-
fræðin sína stuðningsmenn. í grein, sem
Þórir Ólafsson, rektor Kennaraháskóla ís-
lands, skrifaði hér í blaðið í desember sl.
sagði hann m.a., að um allan heim myndi
þessar greinar faglega undirstöðu og eins
konar umgjörð um kennaramenntun og
skólastarf. Anna Kristjánsdóttir, prófessor
stærðfræðisviðs við Kennaraháskólann,
vísar því á bug, að það sé uppeldis- og
kennslufræði, sem hrindi hæfum kennur-
um með fræðilegan grunn í stærðfræði,
frá starfi. Vandinn stafí einfaldlega af
þeirri staðreynd, að þeir em ekki nógu
margir til í landinu. Kennarasamtökin og
starfsmenn Kennaraháskólans vilja ekki
draga úr mikilvægi uppeldis- og kennslu-
fræðinnar, en benda hins vegar á þá lausn
til að þjálfa betri kennara, að lengja nám-
ið við Kennaraháskólann úr þremur ámm
í fjögur.
Það era ekki bara TIMSS-rannsóknirnar
sem sýna vanda stærðfræðikennslunnar í
gmnnskólanum. í Morgunblaðinu var ný-
lega skýrt frá niðurstöðum úr stærðfræði-
prófum nemenda á fyrsta ári í framhalds-
skólunum nú í vor. I 3. bekk MR var fall
nemenda 45% og hefur fallhlutfallið aldrei
verið svo hátt fyrr. í Menntaskóianum við
Hamrahlíð er fallhlutfallið yfírleitt 30-40%
og í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er
fallið á fyrsta áfanga í stærðfræðifögum
50-60%. Það er augljóst, að við svo búið
má ekki standa.
Ásta Þorleifsdóttir, formaður Félags
raungreinakennara, segir brýnt, að veita
fé til endurmenntunar starfandi kennara
og hækka laun þeirra til þess að hæft
fólk fáist að skólanum. Hún segir, að fyrst
og síðast þurfi góða kennara. „Þar með
er ég ekki að segja, að við höfum ekki
góða kennara, en menntun þeirra hefur
verið röng. Við emm að gera auknar kröf-
ur til fagþekkingar kennara, sem Kennara-
háskólinn hefur mismenntað, sérstaklega
á efri stigum grunnskólans. Það tekur tlma
að framleiða nýjan kennaraflota með nýja
fagþekkingu fyrir öll skólastig. Til þess
þarf að veita mikið fjármagn til endur-
menntunar starfandi kennara, “ segir
Ásta.
Björn Bjarnason menntamálaráðherra
lýsti miklum vonbrigðum með niðurstöður
TIMSS-rannsóknarinnar nú á dögunum
miðað við það sem menn telja sig hafa
verið að gera hér í skólamálum og hefur
ekki skilað betri árangri en raun ber vitni.
Hér sé um stefnu að ræða, sem mótuð var
fyrir áratugum. Hann segir, að ekki náist
árangur nema menn geri kröfur í skólan-
um, setji fram skýr markmið og fylgi þeim
fram með aga. „Menn verða að gera kröf-
ur og gangast undir próf og reyna á kraft-
ana í skólunum, en ekki fljóta í gegnum
skólakerfíð án þess að reyna á sig,“ segir
ráðherrann.
í grein menntamálaráðherra, sem birtist
hér í blaðinu í dag, laugardag, segir hann
m.a. ljóst, að námsefni í stærðfræði svari
ekki eðlilegum kröfum og ástæða sé til
að efast um réttmæti þeirrar stefnu og
hugmyndafræði, sem fylgt var við gerð
þess. Hann segir að í þessu mati feiist
krafa um róttæka breytingu um námskrá,
námsefni og kennsluhætti. í grein ráðherr-
ans kemur og fram, að haustið 1998 verði
lokið endurskoðun á aðalnámskrá grunn-
og framhaldsskóla, en hún sé tæki stjórn-
valda til að bæta skólastarf, menntun og
árangur nemenda með óyggjandi hætti. I
tengslum við endurskoðunina hafí verið
ákveðið að auka kennslu í stærðfræði og
öðrum raungreinum í grannskólum.
mmmmmmm þegar rætt
SamfélaST OST er ™ árangur í
clrAlí skólastarfi þarf að
SKOll hafa í huga það
samfélag sem skólinn starfar í. Hvorki
yfírvöld né foreldrar geta vísað allri
ábyrgðinni á skólann. Þetta leiðir hugann
að því, hvernig það þjóðfélag er, sem börn
og unglingar alast upp í. Hvernig er búið
að heimilum í landinu? Sú mynd, sem við
blasir, sýnir vaxandi agaleysi á heimilum,
skólum og samfélaginu öllu. Þeim bömum
VORKVOLD A AKUREYRI.
Morgunblaðið/Kristján
fjölgar, sem alast upp án samveru við
báða foreldra vegna upplausnar heimil-
anna eða mikilla vinnu þeirra. Víðtæk
skattheimta og lífsgæðakapphlaupið kallar
á meiri aukavinnu og síþreyttir foreldrarn-
ir hafa æ minni tíma fyrir bömin, sem
halla sér í staðinn að sjónvarpi, myndbönd-
um og tölvuleikjum. Því fylgir áreiti og
firring, sem víða sér stað í framkomu
ungmenna. Þau verða fráhverf lestri því
myndmálið er svo miklu auðveldara og
þægilegra. Þetta kemur niður á málkennd
og einbeitingu við nám.
Ekki má gleyma því, að þjóðfélagsum-
ræðan hefur lengi snúizt um sífelldar
kröfur á hendur samfélaginu og ábyrgð
er varpað á hið opinbera, sem á að leysa
hvern vanda. Ekki er hvatt til þess, að
einstaklingurinn beri ábyrgð á sjálfum sér
og lífí sínu heldur hvína í eyrum sífelldar
kröfur stjómmálaafla og hagsmunasam-
taka um opinberar úrlausnir vandamála.
Engu er líkara en margir haldi, að ríkið
og sveitarfélög eigi sjálfstæða tilveru og
gleymi því, að þau eru rekin fyrir fé skatt-
greiðenda. í þessu andrúmslofti starfa
skólarnir og kröfur eru gerðar um það,
að þeir leysi hvers kyns félagsleg vanda-
mál, allt frá jafnréttisbaráttu til fíkniefna-
vandans. Kröfurnar á hendur skólanum
eru endalausar. Þær eru þó ekki um það,
að börnum og unglingum séu kennd öguð
vinnubrögð, vinnusemi og að bera ábyrgð
á sjálfum sér.
Hafa verður í huga, að endurbætur á
skólastarfi koma ekki fram nema á löng-
um tíma og það má kallast góður árang-
ur, ef fyrirhugaðar umbætur í skólastarfi
skila sér í niðurstöðum næstu TIMSS-
rannsóknar að fimm til sex árum liðnum.
Borin von er þó um viðunandi árangur
nema gömul gildi um aga, ástundun og
samvizkusemi verði endurvakin í skólum
landsins.
„Það er hins veg-
ar ekki hægt að
ganga út frá því
sem vísu, að vand-
inn í skólakerf inu
sé afleiðing of lít-
illa fjárveitinga.
Málið snýst ekki
síður um gæði
kennslunnar, aga
og ástundun nem-
enda, ábyrgð og
þátttöku foreldra
á námi bama
sinna. Ekkert
kemur fram í
TIMSS-rannsókn-
inni, sem bendir
til beins samheng-
is milli fjárveit-
inga til skólamála
og frammistöðu
nemenda.“