Morgunblaðið - 15.06.1997, Page 34

Morgunblaðið - 15.06.1997, Page 34
34 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GRÍMEYJAR JÓNATANSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Garðvangs. Guð blessi ykkur öll, Jónatan Aðalsteinsson, Anna Margrét Hákonardóttir, Ásthildur Aðalsteinsdóttir, Hörður Magnússon, Elísabet Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Hákon Jónatansson, Brynhildur Jónsdóttir, Davíð Smári Jónatansson, Vigdís Pétursdóttir, Eygló Guðrún Jónatansdóttir, Albert Guidice og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS SMITH vélfræðingur, Hvassaleiti 149, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánu- daginn 16. júní nk. kl. 15.00. Sigríður Smith. Þóra Björk Smith, Sólveig Smith, Sigurður Kjartansson, Alia Dóra Smith, Einar Ingimarsson, Magnús Jón Smith, Ólöf Inga Heiðarsdóttir og barnabörn. t Eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR, Hæðargarði 12, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 5. júní sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Anton Sigurðsson, Anna Katrín Jónsdóttir, Elín Anna Antonsdóttir, Steinar Kristbjörnsson, Anna Antonsdóttir, Gfsli Jafetsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN RAGNAR STEFÁNSSON danskennari, Árskógum 6, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju miðvi- kudaginn 18. júní kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð sem stofnaður hefur verið um Hermann Ragnar Stefánsson í Búnaðarbanka (slands, Háaleitisútibúi, 0313-13-891107. Unnur Arngrímsdóttir, Henný Hermannsdóttir, Arngrímur Hermannsson, Anna Hallgrímsdóttir, Bjöm Hermannsson, Helga Bestla Njálsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN PÁLSSON vélstjóri, Mjósundi 16, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 16. júní kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á SÍBS (Samband íslenskra berklasjúklinga). Stefán J. Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Ásdfs Jónsdóttir, Jóhann Þórarinsson, Páll Jónsson, Dóra Jónsdóttir, Sveinn Guðmundsson, Gunnlaugur L. Jónsson, Auður H. Jónsdóttir, Vigdís Á. Jónsdóttir, Baldur Ingólfsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. GISLIHILDIBRAND- UR G UÐLA UGSSON + Gísli Hildi- brandur Guð- laugsson var fædd- ur i Hafnarfirði 15. mars 1933. Hann lést á Landspítalan- um 10. júní siðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðlaug- ur Ásgeirsson mats- maður og Valgerð- ur Hildibrandsdótt- ir húsmóðir og fisk- verkakona. Eftirlifandi eig- inkona Gísla er Jóna Valgerður Höskuldsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Þau hjónin hófu búskap í Odense í Danmörku árið 1955. Þau fluttu aftur til Islands árið 1959 og bjuggu á Lækjarmót- um í Flóa og á Akureyri áður en þau settust að í Garðabæ árið 1964. Varð þeim fimm barna auðið sem heita: Höskuldur, Val- gerður, Anna Hild- ur, Þórlaug og Auð- ur Rún. Börn Hö- skuldar eru Þórdís Hrefna, Árni Þór og Sævar Freyr. Börn Valgerðar eru Signý Valbjörg, Egill Arnar og Andri Heiðar. Börn Önnu Hildar eru Álfrún og Embla. Sonur Þórlaugar er Sölvi Snær og sonur Auðar Rúnar er George Hildibrandur. Útför Gísla Hildibrands fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, á morgun, mánu- daginn 16. júní, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ég er lítill snáði skírður í höfuð- ið á honum afa mínum. Ég ber rauða háralitinn sem einkenndi hann á yngri árum. Ég skil ekki hvað er að gerast í kringum mig en skynja þó að á síðustu vikum hefur afi ekki verið eins og hann átti að sér. Hann var hættur að geta haldið á mér og leyfa mér að sitja og hnoðast á hnjánum á sér, ég varð eins og hálffeiminn við hann. Ég vildi þó kyssa hann bless þegar við mamma fórum saman að heimsækja hann daginn áður en hann dó og afi gat kysst mig bless á móti og vinkað með fíngrunum. Ég veit að foreldrar mínir, amma og frændsystkini munu leggja sig fram við að segja mér sögur af honum og kenna mér „hildibrand- ara“. Þegar ég og frændi minn Sölvi Snær fæddumst með stuttu millibili fannst afa það engin spurn- ing að amma myndi hætta alveg að vinna til að hugsa um okkur litlu fjörkálfana og var hún með okkur í dagvist þar til viku áður en afi dó. Þau hugsuðu vel um okkur og hófust morgnarnir á því að ég hljóp inn í svefnherbergi til að heilsa afa. Nú er rúmið afalaust. Þótt ég sé fyrirferðarmikill fjörkáifur sem læt hafa fyrir mér þá gáfust þau ekki upp og amma sagði oft að kraftur- inn og orkan fylgdu nafninu sem ég ber. Við frændumir færðum gleði og líf inn á heimili þeirra og hjálpaði það afa mikið í hans veik- indum. Mamma hefur sagt mér að amma sé búin að standa sig eins og hetja síðan afi veiktist og þó ég skilji það ekki þá mun ég skilja það síðar og meta það sem bæði afí og amma hafa gert fyrir mig. George Hildi- brandur Fogarty. Það eru ótal ljúfar minningar sem þjóta um hugann þegar ég hugsa um Hilla frænda föðurbróður minn. Fjölskyldutengslin milli bræðranna Hilla, Sævars og Ásgeirs voru sterk og mikið um heimsóknir. Eftir slík- ar heimsóknir var gjarnan beðið um að fá að dvelja lengur, og oft fékk ég að gista á Smáraflötinni, og brölluðum við krakkarnir þá ýmis- legt saman. Mikið dáðist ég að hreysti Hilla og fímleikakunnáttu. Hann munaði ekki um að standa á höndum og ganga um gólf og gera ýmsar æfíngar, sem ég taldi að maður á hans aldri ætti ekki að geta gert. Og þó bömin væru mörg á Smáraflötinni létu Jóna og Hilli sig ekki muna um að taka mig með upp í hesthús og á hestamanna- mót. Fyrsta reynsla mín af verslun- arstörfum var einmitt í einni slíkri ferð þegar við krakkarnir fengum að afgreiða í sölutjaldi á Kjóavöll- um, en það vakti geysilega lukku. Seinna þegar ég var á unglingsár- unum og vantaði fullorðinn fylgdar- mann til að fá að fara í Spánarferð með Sigrúnu systur minni og vini hennar sló Hilli til og skellti sér með okkur. Við deildum herbergi, sváfum í kojum, og ferðin var frá- bær. Hilli var einn af okkur, hló mikið, stríddi okkur eins og hann einn gat og var sannkallaður félagi okkar. Fjölskyldutengslin og samskiptin rofnuðu að talsverðu leyti þegar foreldrar mínir slitu samvistum, og er það miður. En þó samfundirnir yrðu færri voru þeir alltaf jafn ánægjulegir. Umræðuefnin breytt- ust, við ræddum um atvinnu okkar, tölvumál, fjölskyldur og annað sem okkur var hugleikið. Alltaf var stutt í glettnina, hláturinn og prakkara- svipinn sem var svo einstakur. Hilli verður ávallt í huga mínum sem lífsglaður, stríðinn, ljúfur og vel gefínn drengur, og hver samfundur skildi eftir góðan dag. Vertu sæll Hilli minn, og takk fyrir allt. Loks er dagsins ðnn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga birtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega tendra falinn eld. Svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar hjartað ljúfurinn. Allir bera sorg í sefa sárin blæða inn. Tárin falla heit í hljóði heimur ei þau sér. Sofna vinur svefnhijóð meðan syng ég yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk) Elsku Jóna, Höskuldur, Valgerður, Anna Hildur, Þórlaug, Auður Rún, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mik- ill og ég votta ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð veri með ykk- ur. Sólrún Sævarsdóttir. Hilli eins og hann var alltaf kall- aður innan fjölskyldunnar er nú horfínn á vit nýrra ævintýra. Upp í hugann koma minningarbrot frá jólaboðum þegar við systkinin vor- um ung. Þá hittust bræðurnir ásamt eiginkonum og börnum og áttu gleðistund saman. Minnisstæðust eru boðin heima hjá Hilla frænda en þar var ávallt farið í félagsvist og eins og alltaf var Hilli hrókur alls fagnaðar. Hilli hafði yndi af börnum og hafði gaman af þvi að gantast við okkur. Þegar við systkinabörnin uxum úr grasi tóku barnabörnin við og fengu að njóta hins geislandi kærleika sem bjó að baki stríðninni. Mikill er missir þeirra er þau sjá nú á bak afa sínum. En bak við tjöld sorgarinnar er samt ljós. Það er kærleiksríkt ljós Drottins sem lýsir okkur veginn í gegnum leik- svið lífsins þar sem skiptast á skin og skúrir en alltaf styttir þó upp um síðir. Hilli er nú kominn heim, heim i faðm ástvina sem farnir eru á und- an. Hann mun áfram senda kær- leiksríka ljósið sitt til fjölskyldu sinnar. í hvert sinn sem við minn- umst hans mun bros okkar sem eftir erum stækka og augun geisla skærar, þá skín ljós hans í gegn og kærleikur hans mun umvefja alla sem í nánd eru. Elsku Jóna, Höski, v^ala, Anna Hildur, Þórlaug og Auður Rún, megi ljós Drottins lýsa ykkur í sorg- inni og bænin veita ykkur styrk. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgr. Pét.) Liya Petra Ásgeirsdóttir og fjölskylda. Mikið skarð er nú höggvið í rað- ir okkar FH-inga. Hilli fallinn frá aðeins 64 ára gamall. Ungur gekk hann til liðs við FH og var hann í hópi þeirra manna er lögðu grunn- inn að stórveldi FH í handknattleik. Hann lék bæði handknattleik og knattspyrnu með félaginu og var íslandsmeistari í 1. fl. 1955 í hand- knattleik. Sá hópur átti svo sannar- lega eftir að gera garðinn frægan og vinna marga eftirminnilega sigra. Hilli hélt til Danmerkur til náms í tæknifræði og fljótlega eftir að þangað kom fór hann að und- irbúa keppnisferð FH-inga þangað og var sú ferð farinn 1956. Tókst sú ferð afar vel og er öllum er með voru í för hún minnisstæð. Fljótlega eftir að Hilli kom heim frá námi var hann fenginn til að taka við formennsku í handknatt- leiksdeild FH. Hann beitti sér fyrir því að FH fyrst íslenskra félagsliða tók þátt í Evrópukeppni í hand- knattleik. Það var árið 1965 sem FH lék við norska liðið Fredensborg í Evrópukeppni meistaraliða. Árið 1972 var Hilli svo beðinn að taka við formennsku í knatt- spyrnudeild FH. Þá voru ungir, efni- legir og áhugasamir knattspymu- menn að koma upp hjá félaginu. Var ráðist í það að ráða skoskan þjálfara til félagsins 1973 og var það upphafíð að þeim góðu íþrótta- samskiptum sem verið hafa milli landanna síðan. Á þessum árum var mikill kraftur í framkvæmdum í Kaplakrika því þá var byggður malar- og fijálsíþróttavöllur. Hilli var drjúgur liðsmaður þessara framkvæmda og ráðagóður. Hilli var vel til forystu fallinn, stjómsamur og kraftmikill í öllu sínu starfi fyrir félagið. Hann var úrræðagóður og einkar laginn að fá menn til að fallast á sína skoðun. En Hilli var ekki einn, því við hlið hans stóð Jóna eins og klettur og lagði sitt af mörkum til þess að hlutir gengju eftir. Og oft var heim- ili þeirra hjóna undirlagt af FH-ing- um þegar eitthvað stóð til í starfí eða til undirbúnings fyrir kappleiki. Fyrir það og svo margt og margt viljum við FH-ingar þakka af heil- um hug. Og við sendum þér Jóna og börnum ykkar okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Við söknum Hilla. Aðalstjórn FH.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.