Morgunblaðið - 15.06.1997, Page 36
36 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÓLÖF
JÓNSDÓTTIR
+ Ólöf Jónína
Kristbjörg
Jónsdóttir, fæddist
í Litlu Ávík í
Strandasýslu 22.
september 1909.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
30. mai síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Magnús-
son bátasmiður og
bóndi (d. 1929) og
Sigriður Ágústína
Jónsdóttir (d.
1951). Systkini
hennar voru Guð-
björg (d. 1928) Ólafur (d. 1906),
Kristbjörg (d. 1906) og Guðjón,
bóndi og bátasmiður (d. 1978).
Ólöf var langyngst systkin-
anna.
Ólöf var tvígift. Fyrri maður
hennar var Óskar Guðsteins-
son. Þau eignuðust tvo syni.
Eldri sonurinn dó nokkru eftir
fæðingu og var skírður Harald-
ur Jón Magnússon Óskarsson.
Yngri sonurinn,
Björgvin Magnús
Óskarsson læknir,
er kvæntur Þórhildi
Jónasdóttur meina-
tækni. Börn þeirra
eru Kolbeinn verk-
fræðingur og
Bryndís Ólöf Li(ja,
sem andaðist 27.
mai 1990. Sonur
Kolbeins og Margr-
étar, kennara og
þroskaþjálfa, heitir
Jón Björgvin.
Seinni maður Ól-
afar var Kristþór
Alexandersson. Þau hjónin
eignuðust tvær dætur. Eldri
dóttir þeirra er Sveinbjörg
Kristín ballettmeistari. Sonur
hennar er Símon Björgvin Ve-
redon leikari. Mörgum árum
seinna missti Ólöf nýfætt mey-
barn, sem átti að bera nafnið
Sigríður.
Útför Ólafar fór fram frá
Fossvogskirkju 5. júní.
Það vaxa mörg blóm fyrir vestan
á vorin í klaka og snjá.
Stormamir norður á Ströndum
og stórviðri ei grandað þeim fá.
Eitt þeirra gleymist ekki,
það óx við Norðurfjörð,
lífsins stórviðri og storma
stóðst það á frostkaldri jörð.
Enda þótt árin liðu
á eilífðarinnar vit,
- sjötíu ár vatn rann til sjávar -
samt hélt það ilm og lit.
Loksins kom hann með ljáinn,
á ieið sinni skára slóð,
þá féll það að vísu til foldar,
í foldinni lifir þó.
Þar geymist þess líf og litur
í leynum skamma stund,
uns vorblær andar þess ilmi
og aftur það skrýðir grand.
(Brynjólfur Bjamason.)
Ólöf Jónsdóttir fékk venjulega
alþýðumenntun þess tíma og stund-
aði auk þess nám hjá Námsflokkum
Reykjavíkur og framsögn hjá Sig-
urði Skúlasyni og leikaranum Lárusi
Pálssyni. Lárus gaf henni þau um-
mæli að hún hefði mjög góða hæfi-
leika sem leikkona. Hún sótti tíma
í bókmenntafræði við Háskóla ís-
lands. Ólöf hefur gefið út 12 bækur
og er sú þrettánda, sem er ljóðabók,
óútgefin. Bækur hennar hafa fengið
frábærar undirtektir og dóma og auk
þess notið mikilla vinsælda. Þá hafa
birst eftir hana sögur, ritgerðir og
ljóð í tímaritum, blöðum og útvarpi.
Olöf kom í mörg ár fram í bamatím-
um Ríkisútvarpsins og las úr eigin
bókum og annarra og flutti einnig
ferðapistla frá útlöndum. Framsögn
hennar þótti með afbrigðum góð.
Hún var starfsmaður hjá Þjóðminja-
safni íslands í 12 ár þar sem hún
sá um sýningar þær sem þar fóru
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUÐJÓN MAGNÚSSON,
Bólstaðarhlið 58,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
miðvikudaginn 18. júní kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Landssamtök hjartasjúklinga.
Sigríður Helga ívarsdóttir,
Guðrún S. Guðjónsdóttir,
Ása Guðjónsdóttir, Rúnar Friðgeirsson,
Vignir Guðjónsson, Guðný Atladóttir,
Guðjón Guðjónsson, Margrét Grétarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
VILBORGAR HELGADÓTTUR,
Eystra Súlunesi.
Guðiaug Bergþórsdóttir, Sigurjón Hannesson,
Helgi Bergþórsson, Sigrún Ólafsdóttir,
Unnur Bergþórsdóttir, Reynir Jósefsson,
barnabörn og fjölskyldur.
Lokað
Garðasmiöjan, Lyngási 15, Garðabæ, verður lokuð mánudaginn
16. júní vegna útfarar
GÍSLA HILDIBRANDAR GUÐLAUGSSONAR.
MINNIIMGAR
fram. Auk þess var hún hvíslari hjá
Þjóðleikhúsinu um nokkurt skeið.
Auk unglingabóka hafa komið út
eftir hana skáldsagan Heimsókn
(1961), ljóðabókin Dögg næturinnar
(1975) og viðtalsbækurnar Úr
fylgsnum fyrri tíðar I-II (1977-
1981) og ígegnum árin (1988). Ljóð
eftir Ólöfu í norskri þýðingu er að
fínna í Dikt av Islandske kvinner fra
1700-tallet til vore dage. Ólöf hefur
nokkrum sinnum hlotið listamanna-
laun, viðurkenningu og verðlaun.
Móðir mín var mjög trúuð kona.
Trú var hennar mikli styrkur í erfið-
leikum og sorgum lífsins.
Hún leiddi mig til trúar á Guð.
Hún var björt, fögur og glæsileg
kona. Hún tók málstað þeirra sem
minna máttu sín og var þakklát fyr-
i_r hvert einlægt bros og vináttuvott.
Eg dáðist að umburðarlyndi hennar
og þolinmæði í raunum lífsins. Hún
líktist einna helst þeim kjörviði, sem
ekkert fær beygt. Andlát Bryndísar,
sonardóttur hennar, varð henni og
okkur öllum þung raun. Það var
mikill missir og söknuður að sjá á
eftir henni í blóma lífsins, henni sem
hafði allt til að bera, bæði góð-
mennsku og glæsileika fyrir utan
einstakar námsgáfur og listagáfur,
Bryndís var sannur efniviður í sópr-
an-óperusöngkonu.
Góðmennska móður minnar lýsti
sér í því að börn hændust að henni
og þeim leið vel í návist hennar.
Móðurást hennar var kærleikur frá
hjartanu, hún sýndi okkur djúpan
skilning, vináttu, ævarandi traust
og óþijótandi umhyggju. Hún hætti
aldrei að gefa dýrmæt ráð og und-
irbúa mann fyrir lífið. Móðurást
hennar og kærleikur hefur alltaf
tengt okkur systkinin sterkum bönd-
um, sem aldrei munu rofna, og sam-
einað okkur öll sem eftir lifum. Ég
er Guði hjartanlega þakklát fyrir að
hafa fengið að eiga slíka móður og
kærleikurinn milli hennar og sonar
míns, Símonar Björgvins, mun fylgja
honum og styrkja alla ævi. Þar sem
ég hef í áratugi verið bundin við
störf mín víðs íjarri er ég óendan-
lega þakklát bróður mínum, Björg-
vini, og konu hans, Þórhildi, fyrir
alla þá hjálp, sem þau hafa auðsýnt
móður minni í öllum veikindum
hennar og eins syni þeirra, Kolbeini.
Úr kveðjuorðum frá móður okkar:
„Ég legg ókvíðin í mína hinstu ferð
í þeirri vissu og trúartrausti að mér
opnist nýr heimur, nýtt líf í léttari,
fullkomnari líkama. Ég vona að
börnin mín hinum megin taki á
móti mér, Haraldur Jón og dóttir
mín, sem átti að bera nafnið Sigríð-
ur. Það eru svo margir sem mér
hefur þótt vænt um, foreldrar, systk-
ini, barnabam, frændur og vinir sem
farnir eru yfir, sem ég hlakka til að
hitta aftur - þannig hlýtur það að
vera, að um raunverulegt líf sé að
ræða; því trúi ég. Ég fel mig Jesú
Kristi, sem ég hef alltaf haft að leið-
arljósi hvern einasta dag í lífi mínu.
Hugurinn reikar á þessari stundu
um farinn veg. Vil sem minnst hugsa
um það ömurlega, skuggalega, sem
hefur mætt, heldur björtu hliðamar;
það yndislega eins og þegar ég bar
ykkur í þennan heim og þið gáfuð
mér fyrsta brosið. Að hugsa sér það
dásamlega, þá ómældu hamingju að
finna móðurást í bijósti, en um leið
mikla ábyrgðartilfinningu, að eiga
að leiða ykkur fram veginn til manns
í þessari viðsjárverðu veröld. Við
höfum átt saman margar góðar
stundir sem gleymast ekki. Allar
okkar stundir era helgar stundir.
Síðast kveð ég ykkur, elsku bömin
mín og bamabörn og barnabarna-
böm og þakka ykkur alla þá lífs-
ánægju er þið hafíð veitt mér og
allt og allt. Að lokum kveð ég alla,
sem sýna mér þá vinsemd og tryggð
að fylgja mér til grafar. Guð blessi
ykkur öll. Til þín, algóði faðir, þú
sem öllu ræður og öllu stjórnar, lyfti
ég huga mínum og hjarta til þess
að lofa þig og vegsama fyrir allt er
þú hefir veitt mér í lífi mínu. Svo
er mínar jarðnesku leifar verða lagð-
ar í moldu, að yfir þeirri stundu ríki
friður og hátíðleiki. Kveikið á kerta-
stikunum á altari kirkjunnar. Sam-
einist í ljósinu helga og biðjið til
Guðs fyrir okkur öllum þessa heims
og annars í Jesú nafni.“
Allra faðir örlög veist þú mín.
I angist hrópa ég í bæn til þín.
Þú, sem skilur dulinn hugarharm,
hjarta mínu lyft að þínum barm.
Leiði mig þín blessuð hjálparhönd
heim á bjarta ódauðleikans strönd.
Þar er hvíldin þreyttu bami vís
þegar sól á efsta degi rís._
(Ólöf J. Jónsd.)
í borga og stranda streymandi sveim
mín stjama leit til þín í vestur; -
þvi hvar er svo fátt sem í hópsins geim,
eða hljótt sem þar glaumur er mestur.
Og venur það ekki viljann heim
að vera hjá sjálfum sér gestur.
aj.6.r9^r
38 FASTEIGNA
P MARKAÐURINN ehf
412 fm steinhús sem
skiptist í kjallara,
verslunarhæð með
tveimur einingum og
þrjár íbúðahæðir með
3ja herb. íbúð á
hverri hæð.
Stór baklóð með
bílastæðum.
Viðbyggingaréttur.
S. 551-1540 F. 562-0540
Laugavegur
heil húseign
Jón Guðmundsson lögg., fasteignasali
Ólafur Stefánsson lögg., fasteignasali
ÓÐINSGATA 4-101 REYKJVÍK
En bæri ég heim mín brot og minn harm,
þú brostir af djúpum sefa. -
Þú vógst upp björg á þinn veika arm,
þú vissir ei hik eða efa.
I alheim ég þekkti einn einasta barm,
sem allt kunni að fyrirgefa.
Og þegar ég leiddi í langför mitt skip,
og leitaði fjarlægra voga,
ég mundi alltaf þinn anda og svip,
- þú áttir hjarta míns loga.
Og þitt var mitt ljóð og hvert gígjugrip.
Þú gafst mér þinn streng og þinn boga.
Dagar þíns lifs, þínar sögur, þín svör
vora sjóir með hrynjandi trafi.
Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör
og merki þér ljóðastafi.
Til þess tók ég fari, til þess flaut mín knör.
Til þess er ég komin af hafi.
(Einar Ben.)
Sveinbjörg Alexanders.
Ég kom fyrst auga á Ólöfu, vin-
konu mína á fundi í sameiginlegu
félagi okkar fyrir meira en tuttugu
árum. Mér varð tíðlitið til hennar
því hún var ekki öðram konum lík.
Hún var falleg kona, einstaklega
smekklega en jafnframt glæsilega
til fara og framkoman eins og hjá
hefðarkonu. Samt var hún greini-
lega mjög hlédræg og viðkvæm eins
og mímósa. Þrátt fyrir þann aldurs-
mun að hún hefði getað verið móð-
ir mín, drógumst við hvor að ann-
arri með tímanum og urðum þar
til yfir lauk mjög nánar vinkonur.
Börn hennar tvö vora búsett erlend-
is og móðir mín látin, svo ef til vill
hefur Ólöf fundið í mér ofurlítinn
staðgengil fyrir dóttur sína og ég
fyrir móður mína. Það vora þó ekki
þessar kenndir sem settu aðal svip-
inn á vináttu okkar, heldur sameig-
inleg áhugamál svo sem skáldskap-
ur, lífsins boðaföll og hvers kyns
grín og sprell. Það var gaman að
koma ðlöfu til að hlæja! I kristals-
tærum hlátri sinum lyftist hún upp
og yngdist um áratugi! Þessi fín-
gerða kona sem hrökk inn í skel
sína ef hún heyrði hranalegan tón
nálægt sér, breiddi óðara úr sér
eins og ilmandi blóm ef henni var
sýnd hlýja eða kátína. Það kom
fljótlega í Ijós, að Ólöf var ekki ein-
ungis viðkvæm og hlédræg, hún
reyndist vera hörkubaráttukona,
sérstaklega fyrir aðra en sjálfa sigj
einkum fyrir hina minni máttar. I
skáldverkum sínum var Ólöf ein-
staklega orðhög og vandvirk. Eink-
um hrifu mig ljóðin hennar sem
sýndu mér enn eina hlið á henni.
Þar komu fram heitar, djarfar
tilfinningar og viðhorf. í ljóðunum
fann ég ungu gáfuðu konuna Ólöfu
sem oft á tíðum orti langt fram í
tímann. Ólöf var heilsuveil öll þau
ár sem ég þekkti hana, átti mjög
erfitt með gang, fann til í hveiju
skrefi og studdist við hækju. Ekki
var það til að hindra að hún tækist
öll á loft ef ég stakk uppá bíltúr
með sjálfsagðri viðkomu á bestu
veitingahúsum borgarinnar og
næstu nágrannabyggða. Ég ríf mig
bara upp, sagði hún og geislaði öll,
ég læt ekki kvalirnar í hnjánum
eyðileggja þetta fyrir mér! Síðan
klæddist hún og snyrti eins og
drottning, enda fékk hún alltaf
þjónustu sem slík! Ég sá aldrej þjón
sem ekki bráðnaði við bros Ólafar
og einlægar þakkir hennar. Síðustu
árin talaði hún oft um hvernig haga
ætti útför sinni og erfidrykkju og
hafði augun hjá sér þegar við
drukkum kaffi einn dag á sérstak-
lega glæsilegum stað. Hún fékk
þær upplýsingar hjá þjóni að hér
væri hægt að halda hvaða veislu
sem væri, einnig erfidrykkju.
Okkur kom þó saman um það
vinkonunum og hlógum mikið að,
að hún ætti eiginlega að halda veisl-
una meðan hún gæti tekið þátt í
henni sjálf önnur eins samkvæmis-
manneskja! Að Ólöfu minni látinni
hópuðust ættingjar og vinir saman
á þessum stað í minningu hennar
og ég er viss um að hún missti
ekki af veislunni!
Herdís.
• Fleiri minningargreinar um
Ólöfu Jónsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.