Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 15.06.1997, Síða 42
'W*æam***v ■•«»* ••vasáfeí&iuw.v 42 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 I DAG MORGUNBLAÐIÐ -i i' í f I a i, Þrjú stig fyr- ir vinning í Novgorod skák Novgorod, R ú s s 1 a n d i: STÓRMÓT SEX KEPPENDA Kasparov sleikir sárin eftir ófar- irnar gegn IBM tölvunni Djúpblá. Nýjar reglur í Novgorod: Þijú stig fyrir vinning, eitt fyrir jafntefli. ÞAÐ eru margir áratugir síðan sú hugmynd kom fyrst fram að minnka vægi jafntefla til að hvetja til hvassari tafl- mennsku. Nú hefur henni loks- ins verið hrint í framkvæmd og það á geysisterku skák- móti. Þar tefla sex af sterk- ustu skákmönnum heims og meðalstigin eru hvorki fieiri né færri en 2.719. Tilraunin byij- aði mjög vel, all- ar þrjár skákirn- ar í fyrstu um- ferð unnust á hvítt. Gary Kasp- arov (2.795) vann Boris Gelf- and (2.700), Hvíta-Rússlandi, Evgení Barejev (2.665), Rúss- landi vann Nigel Short (2.690), Englandi og Vladímir Kramn- ik (2.740) vann Veselin Topalov, Búlgaríu. í annarri um- ferðinni gerði Kasparov jafntefli við Topalov og sömu úrslit urðu hjá þeim Barejev og Kramnik. Short lagði Gelfand að velli. Staðan eftir tvær umferðir með nýja kerfínu er þessi: 1.—3. Kasparov, Barejev og Kramnik 4 stig 4. Short 3 stig 5. Topalov 1 stig 6. Gelfand 0 stig. Ef efstu menn gera allir jafntefli í þriðju umferð gæti Short skotist upp í efsta sætið með sigri, þar sem hann hefði þá sex stig, en hinir fimm. Kasparov fékk óskabyijun eftir áfallið gegn Djúpblá um daginn. Ekki hefur frést af neinum viðbrögðum frá IBM við grein hans í Time þar sem hann sagði að fyrirtækið yrði að gefa sér færi á því að koma fram hefndum á tölvunni. Það hefur varla sést jafn ámáttlegt harmakvein á prenti, en virða má Kasparov það til vorkunnar að hann hefur ekki áður tapað í einvígi. Hvítt: Gary Kasparov Svart: Boris Gelfand Drottningarindversk vörn I. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - b6 4. g3 - Ba6 5. b3 - d5 6. Bg2 — dxc4 7. Re5 - Bb4+ 8. Kfl - Bd6 9. Rxc4 — Rd5 10. e4 — Re7 Gelfand leggur laglega gildru. Nú stendur svartur vel eftir 11. e5? — Bxe5! 12. Bxa8 - Dxd4 því hvítur er í vand- ræðum með hrókinn á al) II. Bb2 - Rbc6 12. Rbd2 - 0-0 13. Kgl - b5 14. Rxd6 - cxd6 15. h4 - Db6 16. h5 - h6 17. d5 - Re5 18. Rfl - b4 19. Bd4 - Da5 20. Re3 - Hac8 21. Hh4! - Hc7 22. Dd2 Kasparov hefur byggt upp góða stöðu og allir menn hans standa afar vel. Nú hótar hann óþyrmilega að leika 23. a2—a3 sem myndi setja menn svarts á a-línunni í vandræði. Hvít- Rússinn reynir í örvæntingu að fórna skipta- mun en hún Djúpblá hefði fyrr brunnið yfir en að gera sig seka um slíkt. 22. - Hc3 23. Bxc3 — bxc3 24. Dd4 — exd5 25. exd5 — Dc7 26. Ddl - Hc8 27. Be4 - Db6 28. Hf4 - Bb7 29. Hcl - Da5 30. Hc2 - Kh8 31. Bg2 - Ba6 32. Ha4 - Db6 33. Rc4 — Bxc4 34. bxc4 - Rf5 35. Hxc3 - Rd4 36. c5! - Hxc5 37. Dxd4 og svartur gafst upp. 15. - Dxg5 16. Rxc7+ - Be6 17. Dxe6 mát. Minningarmót um Guðmund Arnlaugsson Mánudaginn 16. júní kl. 18 fer fram hraðskákmót í Menntaskólanum við Hamra- hlíð til minningar um Guð- mund Arnlaugsson, rektor skólans, sem lést í vetur. Þess er vænst að allir sterkustu skákmenn íslands, þ.á m. átta stórmeistarar, verði á meðal keppenda. Þáttttakendur verða 16 talsins og tekur mót- ið á að giska tvær og hálfa til þijár klukkustundir. Áhorf- endur eru velkomnir. Vormót eldri borgara Nýlokið er vormóti í skák hjá bridgedeild Félags eldri borgara í Kópavogi. Keppend- ur voru 18 og tefld var tvöföld umferð. Röð efstu manna varð þessi: 1. Jónas Jónsson 30 v. 2. Lárus Amórsson 27 v. 3. Bjami Linnet 26 v. 4. Haukur Sveinsson 26 v. 5. Viggó Ólafsson 23 v. 6. Guðmundur Þorláksson 22 v. Teflt er um farandbikar og ræður samanlagður vinninga- fjöldi haust- og vormóts hver hlýtur hann. Að þessu sinni kom farandbikarinn í hlut Lár- usar Arnórssonar, sem hafði samtals 5272 vinning úr haust- og vormótinu. Þetta er í þriðja sinn, sem hann fær nafn sitt grafið á þennan kjör- grip, sem gefinn var af Félags- málastofnun Kópavogs 1994. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson KASPAROV vegnar betur gegn mönnum en tölvum. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Slítum sambandi við Norðmenn ÍSLENDINGAR stöndum saman og slítum stjóm- málasambandi við Norð- menn, það er kominn tími til þess og þótt fyrr hefði verið. Norðmenn ættu að biðja íslendinga afsökun- ar á framkomu sinni gagnvart okkur. Við komumst vel af án þeirra. H. Helgason. Þakkir til barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur ÉG vil senda starfsfólki á bamadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur á 5. hæð mínar innilegustu kveðjur og þakklæti. Ég kom með fárveika dóttur mína þangað um hádegi á þriðjudag, hún var illa haldin og fengum við einstaklega góða móttöku og þægilegheit. Barninu leið mjög vel í umsjá starfsfólksins. Þetta starfsfólk á heiður skilinn. Ánægður faðir. Rusl á Hlemmi BJÖRGVIN hafði sam- band við Velvakanda og var hann að velta því fyrir sér hveijir sæju um þrifnað á Laugaveginum og á Hlemmi. Einnig langar hann til að vita hversu oft er þrifíð á þessum stöðum. Hann segir að hér áður fyrr hafi alltaf verið þrifið á morgnana en nú sé rasl um allt fram eftir degi. Björgvin. Endurvinnsla símaskrárinnar OLGA hringdi til að taka undir með Leó Jónssyni sem skrifaði um það að ekki mætti skila gömlum símaskrám til Pósts og síma til endurvinnslu. Leó hafði fengið þau svör frá Pósi og sína að ekki væri hægt að endurvinna síma- skrána vegna þess að lím væri í kjölnum og það mætti ekki fara með í endurvinnsluna. Spumingin hennar til Pósts og síma er því sú, hvort ekki sé hægt að skera kjölinn af skránni en nýta pappírinn til end- urvinnslu? Ánnað eins er nú skorið niður á íslandi, sagði hún, og bætti við að henni hefði fundist grein Leós um þetta mál málefnaleg og góð. Tapað/fundið Myndavél tapaðist 1995 ZEISS IKON myndavél tapaðist í ágúst 1995 í Þingvallasveit á leiðinni frá Básum að Hrauntúni. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557-5939. Dýrahald Páfagaukur týndist LJÓSGRÆNN karlpáfa- gaukur, gári, flaug frá heimili sínu á Vesturvalla- götu 5 sl. föstudag. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar vinsamlega hringi í s. 551-6176. Síamskisan Paco er týnd LÆÐAN Paco sem er síamskisa, hvarf að heim- an frá sér frá Tunguvegi 40. Hún er með svarta 61 en á ólinni er annað heimilisfang þar sem hún er nýflutt. Þeir sem hafa orðið varir við kisu era beðnir að hringja í síma 568-9542 eða hafa sam- band við Kattavina- félagið. BMPS llmsjön Guðmundur Páll Arnarson Norður ♦ Á7 V KD94 ♦ Á1053 ♦ 643 EVRÓPUMÓTIÐ í sveita- keppni hefst á Ítalíu í dag, en mótið er haldið á tveggja ára fresti. Árið 1991 varð ísland í fjórða sæti í opna flokknum, sem gaf rétt til þátttöku á HM síðar það ár. Nú gefa fimm efstu sætin þann rétt. Árið 1993 varð í Island í 6. sæti, en 8. sæti 1995. Á æfingamóti lands- liðsins í síðasta mánuði, kom upp lærdómsrikt slemmu- spil: Vestur gefur; NS á hættu. Vestur 4 GI032 ¥ 10865 ♦ 876 ♦ D5 Austur ♦ KD984 ¥ 72 ♦ G42 ♦ G109 Suður ♦ 65 ¥ ÁG3 ♦ KD9 ♦ ÁK872 Spilað var á þremur borðum. Á einu borði hindr- uðu AV full glannalega í fjóra spaða, sem vora dobl- aðir 1100 niður. Á öðra borði létu NS sé nægja að spila geim, þijú grönd, en á þriðja borðinu sögðu Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson hálfslemmu í laufi eftir spaðastögl mótherjanna. Hvernig myndi lesandinn spila sex lauf með spaða út? Eins og sést, verður að spila réttum rauðum lit - tígli, en ekki hjarta - til að henda niður tapslagn- um í spaða. En hvernig á sagnhafi að vita að tígull- inn brotnar 3-3 en ekki hjartað? Matthías var við stýrið. Hann tók útspilið með spaðaás, spilaði laufi á ás og síðan hjarta að blindum! Til hvers? Til að fiska taln- ingu í vörninni. Vestur veit ekki nema makker sé með ásinn og er líklegur til að gefa heiðarlega taln- ingu. í reynd lét vestur fimmuna og austur tvist- inn, en hjá þessu pari sýndi lágt-hátt jafna tölu. Matt- hías spilaði næst tígli á kóng og fékk aftur heiðar- lega talningu - fjarka frá austri og sjöu frá vestri. Venjulega er ekki ástæða til að vantreysta vörninni í þessum stöðum, svo Matthías spilaði tíglinum áfram eftir að hafa tekið á laufkónginn. Víkveiji skrifar... VIKAN framundan er engin léttvigtarvika. Hún skipar háan sess í íslandssögu. Þrennt veldur: 1) Jón forseti Sigurðsson fæddist 17. júní árið 1811. 2) Há- skóli íslands var settur í fyrsta sinn 17. júní 1911 - á aldaraf- mæli forsetans. 3) Stofndagur ís- lenzka lýðveldisins var 17. júní 1944. í þessari þjóðfrelsisviku, sem hefst í dag, er sólargangur lengst- ur hér á landi. Þá ríkir „nóttlaus voraldarveröld", eins og skrúðyrtir menn komast stundum að orði. Sumarsólhvörf ber upp á komandi laugardag, 21. júní. Þá neitar sólin að setjast og skín nætur sem daga á rangláta sem réttláta. x x x KVENRÉTTINDI setja og svip sinn á þessa björtu vorviku. Kvenréttindadagurinn er 19. júni. Þann dag árið 1915 fengu konur kosningarétt hér á landi. Kosningaréttur þeirra var í fyrstu bundinn 40 ára aldurs- marki. Það var ekki fyrr en árið 1920 að þessar aldurstakmarkanir voru felldar niður og sömu reglur giltu um kosningarétt kvenna og karla. Svo stutt er síðan að forneskjan réð ríkjum um réttindi kvenna hér á landi! xxx NÍTJANDA júni árið 1880 fæddist og góðskáldið Jóhann Siguijónsson, sem lengi bjó í Dan- mörku. Hver hefur ekki ornað sér við ljóðin hans, fagurgerð? List- snilld hans speglast m.a. í þessum hendingum um Jónas Hallgrímsson genginn: Dregnar eru litmjúkar dauðarósir á hrungjörn lauf í haustskógi. Svo voru þínir dagar sjúkir en fagrir, þú óskabam ógæfunnar. xxx LANDSBYGGÐIN hefur lengi átt í vök að veijast. Fólk hefur áratugum saman flykkzt af lands- byggð til höfuðborgarsvæðis. Eina marktæka vömin sýnist vera að sameina sveitarfélög, stækka og styrkja, svo þau hafí burði til að bjóða íbúum hliðstæða þjónustu og tiltæk er á höfuðborgarsvæðinu. Bjöm Valdimarsson, bæjarstjóri í Siglufirði, sagði í samtali við Dag- Tímann: „Ég sé fyrir mér að á næstu ára- tugum sameinist öll sveitarfélög við Eyjafjörð í eitt, það er frá Siglufirði í vestri til Grenivíkur í aiistri. Sam- anlagður íbúafjöldi yrði um 23 þús- und manns. Mér finnst þetta ekki fráleit tilhugsun og tel að sameining nú við utanverðan Eyjafjörð sé að- eins áfangi á enn lengri leið. Jafn- framt er ég þeirrar skoðunar að eitt sameinað sveitarfélag við Eyjafjörð sé það einasta afl, sem hugsanlega geti myndað nægilega sterka mót- stöðu við Reykjavíkursvæðið." xxx GÓÐAR samgöngur, sem tengja byggðir stijálbýlis saman í atvinnu- og þjónustusvæði, em for- senda sameiningar sveitarfélaga á landsbyggðinni; lykillinn að stærri og sterkari sveitarfélögum. Forsenda sameiningar, sem bæj- arstjórinn í Siglufírði talar um, eru jarðgöng um Héðinsfjörð, er tengi Siglufjörð við Ólafsfjörð og Eyja- fjarðarsvæðið. Víkveiji spáir því að að þau göng verði að veruleika á næsta áratug. Fyrr getur stór og sterk norðlenzk Eyjabyggð, sem nær frá Grenivík til Siglufjarðar, ekki orðið að veruleika. Síðla á landnámsöld börðust Þor- móður rammi, er nam Siglufjörð, og Ólafur bekkur, sem Ólafsfjörður sækir nafn til, um Hvanndali. Báð- ir misstu menn í átökum áður en sátt náðist: Sitt ár skyldi hver hafa! Síðan hafa þessir grannar verið sáttir að kalla. Nú berjast Ólafsfírð- ingar og Siglfirðingar í sömu fylk- ingu fyrir tengingu byggðanna með jarðgöngum um Héðinsfjörð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.