Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.06.1997, Qupperneq 51
morgunblaðið SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1997 51 ! S í ! I ( { ( ( ( ( I i i aquafloæ Herrera for Men Spennandi kaupaukar! Dugguvogi 2-104 Reykjavík .quaflorc ÍVTW.TJ* ym&m- Efni og vinna: Verð frá kr. 4.950.- pr. m2 tilbúið m/málningu 34 þjóðir keppa á Evrópumóti í brids Nýtt CoJdooMits BRIDS Montccatini EVRÓPUMÓTIÐ Evrópumótíð í sveitakeppni er haldið í Montecatini á Ítalíu, 14.-29. júní. Island sendir lið tíl keppni í opnum flokki og kvennaflokki. Slóð Evrópumótsins á alnetínu er: http://www.hsn.it/figb/HP2.html EVRÓPUMÓTIÐ í sveitakeppni hefst í ijallabænum Montecatini á Italíu um helgina. Þar keppa 34 lið í opnum flokki og 23 lið í kvenna- flokki og einnig keppir hátt á annað hundrað kvennapara um Evrópu- meistaratitil í tvímenningi. Island sendi lið til keppni í opnum flokki og kvennaflokki og tvö kvennapör eru skráð til leiks í kvennatvímenningnum. íslenska liðið í opna flokknum er það sama og keppti á Ólympíumótinu á Ródos sl. haust. Bjöm Eysteinsson er fyr- irliði en spilarar eru Jón Baldurs- son, Sævar Þorbjömsson, Guð- mundur Páll Amarson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörgensen og Matthías Þorvaldsson. Fyrir kvennaliðinu fer Bjöm The- ódórsson en spilarar em Esther Jakobsdóttir, Valgerður Kristjóns- dóttir, Anna ívarsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir, Jacqui McGreal og Ljósbrá Baldursdóttir. Þær síðast- nefndu taka einnig þátt í tvímenn- ingnum auk Drafnar Guðmunds- dóttur og Erlu Sigurjónsdóttur. í baráttu íslenska liðið í opna flokknum hefur alla burði til að taka þátt í baráttunni um verðlaunasætin eða að minnsta kosti sæti sem gefa þátttökurétt á heimsmeistaramót- inu í Túnis síðar á árinu. Liðinu hefur að vísu ekki gengið sem best á æfingamótum nú í vor en reynsl- an sýnir að þessir spilarar em sterk- astir þegar á hólminn er komið. Það má gera ráð fyrir að Frakk- ar og ítalir verði í baráttu um verð- launasætin, en þessi lið eru skipuð atvinnumönnum sem hafa verið mjög sigursælir á alþjóðlegum mót- um. UPP á síðkastið. Italimir eiga Evrópumeistaratitil að veija, og senda nú tvö af pömn- um úr síðasta sigurliði: Alfredo Versace og Lorenzo Lauria, og Andrea Buratti og Massimo Lanza- rotti, auk Norberto Bocchi og Gi- orgio Duboin; þetta sama lið keppti á Ródos. Ólympíumeistarar Frakka hafa gert breytingu á sínu liði frá Ródos en þeir Paul Chemla og Michel Perron em komnir í liðið á ný og með þeim em Alain Levy og Christ- ian Mari, sem kepptu hér á Bridshá- tíð í vetur og Herve Mouiel og Franck Multon. Danir senda sama liðið og missti naumlega af úrslitaleiknum á Ród- °s, þá Jens Auken, Denis Kock- Palmlund, Lars Blakset, Sören Christiansen, Lauge Schaffer og Morten Andersen. Þá er norska lið- ið einnig óbreytt frá Ródos: Geir Helgemo, Tor Helness, Glen Gröt- heim, Teije Aa, Boje Brogeland og Erik Seelendsminde. Þau tíðindi berast frá Svíjum að gamla brýnið Hans Göthe er kominn aftur í landsliðið eftir nokkurra ára hlé og spilar við Lars nokkum And- ersson. Aðrir í sænska liðinu em Björn Fallenius, Mats Nilsland, Pet- er Fredin og Magnus Eriksson. Pólska liðið er með þá Adam Zmudzinski og Cecari Balicki í broddi fylkingar en með þeim keppa Jacek Romanski, Apolonari Kow- alski, Michal Kwiecien og Kacek Pszczola. Af öðrum liðum, sem ætla má að verði í baráttunni á Ítalíu má nefna Breta, sem senda m.a. tvenna tvíbura til leiks, þá Justin og Jason Hackett og Stuart og Gerald Tred- innick, en með þeim spila Gus Cald- erwood. Hollendingar virðast oft hafa sent sterkara lið til keppni en á Ítalíu keppa Piet Jansen, Jan Westerhof, Jan Jansma, Jan van Cleef, Ed Hoogenkamp og Louk Verhees. Tveir nýliðar Tveir liðsmenn kvennaliðsins, Guðrún og Jacqui, em að spila í fyrsta sinn í íslensku landsliði, en Jacqui, hefur raunar oft áður keppt á alþjóðlegum mótum af ýmsu tagi. íslenska kvennaliðið hefur endað í miðjum hópi á síðustu Evrópumót- um en það má alveg vænta þess að nú komist liðið ofar. Líklegt er að heimsmeistarar Þjóðveija, Evrópumeistarar Frakka og Bretar beijist um gullverðlaunin. Þá senda Austurríki, Holland, Dan- mörk og Svíþjóð sterk lið til keppni. Zia í bandaríska landsliðinu Zia Mahmood tryggði sér um síð- ustu helgi sæti í bandaríska lands- liðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis. Zia og sveitarfélagar hans Seymon Deutsch, Michael Rosen- berg, Lew Stansby og Chip Martel unnu núverandi heimsmeistara í sveit Nicks Nickells í úrslitaleik í landsliðskeppni Bandaríkjanna. Nickell og félagar hans, Richard Freeman, Bob Hamman, Bobby Wolff, Jeff Meckstroth og Eric Rodwell fengu þó uppreisnarglímu, annan úrslitaleik um B-liðssæti Bandarikjanna í Túnis og unnu hann, þannig að þessar sveitir verða báðar þar. Þetta spil kom í úrslitaleiknum: Norður ♦ ÁKD72 V4 ♦ G83 ♦ D1072 Vestur ♦ G6543 ♦ Á3 ♦ 10 ♦ ÁG853 Austur ♦ 1098 VD102 ♦ KD642 ♦ 96 Suður ♦ - ▼ KG98765 ♦ Á975 ♦ K4 SEMENTSBUNDIN MÚRKLÆÐNING Létt og sterk, sem fegrar, ver og einangrar steinprýði Stangarhyl 7, sími 567 2777, fax 567 2718 Carolina Heirera FícsI íbctri siiM-liviiruMTslinium tim lund alll! fclensk framleiðsla siðan 1972 TREFJANET ELGO MÚRKLÆÐNINGIN hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 5 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir svo sem, NORDEST NT Build 66 og staðist þær allar. ELGO MÚRKLÆÐNINGIN var tekin út síðastliðið sumar af Birni Marteinssyni verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá RB. Morgunblaðið/Jim Smart BRIDSLANDSLIÐIN sem keppa á Ítalíu næsta hálfa mánuðinn. í fremri röð eru Aðalsteinn Jörgens- en, Jón Baldursson, Björn Eysteinsson; Þorlákur Jónsson og Sævar Þorbjörnsson og fyrir aftan eru Guðmundur Páll Arnarson, Guðrún Oskarsdóttir, Valgerður Kristjónsdóttir, Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Jacqui McGreal og Matthías Þorvaldsson. GRUNNMÚR FESTING Við bæði borð varð lokasamning- urinn 4 hjörtu í suður eftir að vest- ur hafði ströglað á spaða og austur sýnt stuðning. Báðir vesturspilar- amir spiluðu út tígultíunni frá vestri. Báðir sagnhafar drápu drottningu austurs með ás og spil- uðu laufakóng og báðir vesturspil- ararnir gerðu rétt þegar þeir gáfu slaginn. Síðan kom meira lauf og vestur drap með ás. Við annað borðið sat Nick Nic- kell í vestur og í þessari stöðu tók hann hjartaás og spilaði meira hjarta og þar með var spilið unnið: sagnhafí gaf aðeins einn slag á hjarta auk tígul- og laufaslags. Við hitt borðið sat Michael Ros- enberg í vestur og hann spilaði meira laufí eftir að hafa fengið á laufaás. Jeff Meckstroth lét tíuna í blindum, Zia trompaði með drottn- ingu og Meckstroth yfírtrompaði og spilaði hjartaníunni að heiman. Enn var Rosenberg í vanda. Ef hann gæfi, og Zia ætti ekki yfir hjartaníunni, myndi sagnhafi spila Rosenberg inn á hjartaás og hann yrði að spila blindum inn þar sem biðu þrír spaðaslagir. Því gat verið rétt að hoppa upp með hjartaás og spila meira hjarta. Eftir langa umhugsun lét Rosen- berg lítið svo Zia fékk á tromptíuna og tók tígulkóng svo spilið fór einn niður. Guðm. Sv. Hermannsson STEINING TREFJAMÚR ELGO múrklæðning varðveitir upprunalegt útlit hússins óiíkt ál- og stálklæðningum. Góð einangrun, vörn gegn vatni og vindum og glæsilegt útlit einkennir þessa íslensku framleiðslu. Yfir 25 ára reynsla Elgo viðhalds- frágangs- og viðgerðarefna er þín trygging. Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað. LfMMÚR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.