Morgunblaðið - 06.08.1997, Page 20

Morgunblaðið - 06.08.1997, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 6. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LISTIR -----------------------— i Calment lifði 20 Frakk- landsforseta Marseille. Reuter. FRANSKA konanJe- anne Calment, sem lést árla í fyrradag, náði hærri aldri en nokkur staðfest dæmi eru um fyrr og síðar. Hún var 122 ára og 164 daga gömul er hún dó á elliheimili í bænum Arles í Suður- Frakklandi þar sem hún fæddist og bjó alla sína tíð. Ekki hef- ur verið skýrt frá því hver dánarorsök Cal- ment var. Calment fæddist í Arles 21. febrúar 1875 en þá var Lenín fimm ára og jafn- mörg ár voru liðin frá því að Napóleon III hrökklaðist frá völd- um. Þá voru og 10 ár frá morðinu á Abraham Lincoln Bandaríkja- forseta. Þegar hún fæddist voru hvorki til kvikmyndir, bílar, símar né flugvélar. Alls 20 menn hafa gegnt embætti Frakklandsforseta um hennar daga. „Minning þessarar merku konu mun lifa í hugum Frakka um alla eilífð,“ sagði Jacques Chirac for- seti í gær. Hann sagði leyndar- dóminn á bak við langa ævi frú Calment vera þann að hún hefði jafnan gleymt öllum erfiðleikum og vandræðum, einungis lagt hið ánægjulega á minnið. Hláturinn lengir lífið Þó hún hafi verið orðin blind og nær heyrnarlaus var frú Cal- ment vel á sig komin allt þar til hún dó. Hún var ætíð geðgóð og laus við streitu og höfðu læknar aldrei neina skýringu á því. Sagði hún jafnan að brosmildi lengdi lífið. Skopskyn hennar var anná- lað. „Ég er aðeins með eina hrukku og ég sit á henni,“ sagði hún nýverið. „Ætli ég deyi ekki hlæjandi," var ennfremur nýlega eftir henni haft. Sumir halda því fram að skýringa á langlífi Cal- ment sé að leita í litningum henn- ar, forfeður hennar hafi allir náð háum aldri. Frú Calment, sem komst á líf- eyrisaldur árið sem herir nasista réðust inn í Frakkland, 1940, lifði eiginmann sinn, Fernand Cal- ment, og alla afkomendur. Þau gengu í hjónaband 1896 en hann dó 1942. Dóttir þeirra lést árið 1934 og dóttursonur, sem var læknir, lést 1963. Þegar Calment varð 121 árs var gef- inn út geisladiskur sem bar nafnið „Lags- kona tímans" þar sem hún talaði við teknó- og rappundirleik. Óperur voru henni þó fremur að skapi en sú tónlist sem leikin var á diskinum. Carmen eftir Bizet var í uppá- haldi hjá henni enda frumflutt árið sem hún fæddist. Nýhætt að reykja Calment reykti þar til hún lagði þann ósið á hilluna fyrir fimm árum, en gottþótti henni súkkul- aði og hún fékk sér vínglas öðru hveiju. Hún var 14 ára gömul er hún hitti málarann Vincent van Gogh, sem keypti jafnan striga og liti í verslun föður hennar. „Hann var ljótur eins og erfða- syndin, skapbráður, ókurteis og lyktaði af brennivíni. Ég forðaði mér jafnan þegar hann birtist," sagði frú Calment. Fyrir 32 árum hafði lögfræð- ingur í Arles, Andre-Francois Raffray, augastað á íbúð Cal- ment, sem þá var níræð, og samdi um það við hana, að hann skyldi greiða henni 34.000 krónur á mánuði meðan hún lifði gegn því að eignast íbúðina að henni lát- inni. Hann lést 77 ára gamall í hitteðfyrra og hafði þá borgað íbúðina að minnsta kosti þrisvar sinnum. „Við semjum öll af okkur einhvern tíma á lífsleiðinni," svar- aði Calment er hún var spurð um samning þeirra á 120 ára afmæli sínu 1995. Sá elsti Að sögn franskra fjölmiðla er elsti núlifandi maður heims, að Calment brottgenginni, dansk- bandarískur karlmaður að nafni Christian Mortensen sem býr á elliheimili í San Rafaei í Kalifor- níu. Heldur hann upp á 115 ára afmæli sitt 16. ágúst næstkomandi. Jeanne Calment Karl Bretaprins Kirkjan andvíg hjónabandi Sydney. Reuter. GEORGE Carey, erkibiskupinn í Kantaraborg, sagði í gær að ef Karl Bretaprins kvæntist að nýju myndi það valda ensku biskupakirkjunni „miklum vanda“. Carey sagði að skilnaður Karls og Díönu prinsessu ylli ekki vandræðum en öðru máli gegndi um nýtt hjónaband. Erkibiskupinn í Kantara- borg, sem er andlegur leiðtogi kirkjunnar, hefur hingað til neitað að tjá sig um afleiðingar þess að Karl kvæntist ástkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Bresk dagblöð hafa verið með vangaveltur um að hann vilji kvænast Parker Bowles en Carey kvaðst telja að prinsinn myndi ekki ganga í hjónaband að nýju. Uppskeru- brestur í Norður- Kóreu Róm. Reuter. ÞURRKAR hafa valdið uppskeru- bresti i Norður-Kóreu. Hjálparsam- tök segja að 70% af maísuppsker- unni hafi eyðilagst. Norður-Kórea hefur þurft á al- þjóðlegri hjálp að halda síðan flæddi yfir akra á árunum 1995 til 1996. Þurrkarnir að undanförnu bæta gráu ofan á svart. „Þetta verða gífuriegar hörmungar sem enginn átti von á vegna þess að þeir [N- Kóreumenn] vonuðu alltaf að byija myndi að rigna,“ segir Roberto Christen, ráðgjafi hjá Alþjóðamat- vælastofnuninni (FAO) í Róm. Hjálparstarfsmenn segja að 38% af n-kóreskum börnum undir fimm ára aldri séu vannærð. Byijað er að líkja ástandinu við Eþíópíu á níunda áratugnum. Ástríðufull- ur einfari RÚSSNESKI píanó- leikarinn Sviatoslav Richter er nýlátinn á 83. aldursári. Richter var einn af meisturum klassísks píanóleiks á þessari öld. Hann var sjálflærður á píanó framan af aldri og var orðinn þekktur undir- leikari og aðstoðar- hljómsveitarstjóri Óperunnar í Odessa þegar hann hóf nám við Tónlistaháskólann í Moskvu, 22 ára að aldri. Richter naut mikillar hylli í heima- landi sínu og á alþjóða- vettvangi en olli aðdáendum sínum oft vonbrigðum með því að hætta við tónleika á síðustu stundu. Tón- listarfólk minnist þessa merka manns sem sérviturs einfara sem stöðugt kom á óvart í túlkunum sínum. Rögnvaldur Siguijónsson, píanóleikari, hlýddi á tónleika Ric- hters í Kaupmannahöfn fyrir um 17 árum. „Það var alveg stórkost- legt en það kom mér á óvart að ekki skildi vera fullt hús á tónleik- um jafn virts píanóleikara,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að spila- mennska Richters hafi verið langt frá því að falla að smekk allra og sjálfur hafi hann ekki alltaf kunnað að meta túlkanir Richters. „Hann var mikill sérvitringur og fór sínar eigin leiðir en hann var afskaplega hugmyndaríkur og kom manni á óvart og þess vegna var alltaf spennandi að hlýða á túlkanir hans,“ segir Rögnvaldur. Jón Ásgeirsson, tónskáld og tón- listargagnrýnandi, minnist Ric- hters fyrir ástríðufullar túlkanir. „Hann spennir bogann oft hátt og mörgum finnst hann ofgera í magnþrungnum flutn- ingi,“ segir Jón. Hann segir spilamennsku Richters oft sérvisku- lega en rómantísk tón- verk hafi hann spilað af miklum glæsibrag. „Einhver minnisstæð- asta spilamennska hans í mínum huga er sonata apassionata eftir Beethoven. Þar greip maður andann á lofti yfir framúrskar- andi leik Richters," segir Jón. „Richter er maður sem mikill söknuður er í,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari. „Hann er einn af þessum stóru píanistum af gamla skólanum sem maður óttast að sé að líða undir lok.“ Hún segir að sérstaða Ric- hters felist í breidd hans í verk- efnavali og mjög persónulegri túlk- un. „Hann var litríkur og sterkur í túlkun sinni, leitaði inn á við og hann féll ekki í þá gryfju að verða skemmtikraftur," segir Steinunn. Hún telur það kost fremur en löst fyrir píanóleikara að vera sérlund- aður því auðvelt sé að týna sér þegar menn haldi tónleika jafn ört og víða og Richter gerði. „Ég hreifst mjög mikið af upptökum hans á Bach og Beethoven. Hann leyfði sér aldrei að missa það mikla stjórn á sér að hann gæti túlkað vel rómantík en hann var skipu- lagður í hugsun og hafði alltaf heildarsýn yfir það sem hann var að spila. Klassísk verk sem kröfð- ust yfirsýnar áttu því vel við hann,“ segir Steinunn Birna. Sviatoslav Richter VERK Birnu Matthíasdóttur. Umrót í Galleríi Listakoti GRAFÍKLISTAKONAN Birna Matthíasdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Galleríi Listakoti, Laugavegi 70, á morgun, fimmtu- dag. Hún sýnir bæði einþrykk og ætingar. Verkin eru öll unnin á þessu ári á vinnustofu félagsins Islenskrar grafíkur og í Skotlandi þar sem Birna hefur dvalist síðast- liðin tvö ár. Birna lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1991 og hefur síðan numið og starfað að myndlist sinni í Svíþjóð, á Spáni og Bretlandi. Sýningin stendur til laugardags- ins 30. ágúst og er opin alla virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga 10-16. Birna verður á staðnum kl. 17-18 opnunardaginn. -----♦-------- Helga sýnir í Jóni Indíafara HELGA Jóhannesdóttir opnar einkasýningu á leikverkum, í dag, miðvikudag, í versluninni Jóni Indíafara í Kringlunni. Sýningin ber yfirskriftina Blátt. Sýningin er opin á verslunartíma til 1. september. Litlaus Leður- blökumaður KVIKMYNPIR Sambíóin, Álfa- bakka/Kringlubíó/ Rcgnboginn „BATMAN & ROBIN" ★ Leikstjóri: Joel Schumacher. Kvik- myndataka: Stephen Goldblatt. Handrit: Akiva Goldman og Christo- pher McQuarrie. TæknibreUur: Pac- ifíc Data Images, Warner Digitial Studios, Flash Film Works. Aðalhlut- verk: Arnold Schwarzenegger, George Clooney, Chris O’Donnell, Uma Thurman, Alicia Silverstone, og Michael Gough. 126 mín. Banda- rísk. Warner Bros. ÞAÐ hlaut að koma að því. Síð- asta innleggið í Leðurblökuseríuna er langdregið og þreytandi. í fyrri myndum í seríunni var ekki lögð mikil áhersla á söguþráð, en hann var samt til staðar í einhverri mynd, og smá púðri var alltaf eytt í persónusköpun, að minnsta kosti fyrir illmennin, en þessu hefur al- veg verið sleppt í þetta skipti. Spennan er horfin með öllu og það eina sem situr eftir er innantóm meira en tveggja tíma löng skraut- sýning á skautum. Hveijum datt í hug að ráða George Clooney í hlutverk Leður- blökumannsins? Hann hefur kannski réttu hökuna í búninginn en annað hefur hann ekki. í fyrstu tveimur Leðurblökumyndunum, „Batman“ og „Batman Returns", sem Tim Burtons leikstýrði, fór Michael Keaton með hlutverk Bruce Wayne/Leðurblökumanns- ins og kom skemmtilega á óvart sem alvarlegi ríkisbubbinn sem klæðist einkennilegum búningi á kvöldin til þess að geta farið út með allt flotta dótið sitt og barið á krimmum og biluðum óþjóðalýð. Val Kilmer skellti sér síðan í skikkjuna í þriðja innlegginu, „Batman Forever11, og var kyn- þokkafullur og dapur Leðurblöku- maður. Clooney er hins vegar hvorki sjarmerandi né þunglyndur vegna fortíðarinnar, heldur litlaus og óspennandi skuggamynd ger- sneydd karakter. Um aðstoðarmenn Leðurblöku- mannsins er best að segja sem minnst. Chris O’Donnell leikur Robin. Hann er daufur og sviplít- ill tuðari sem eyðir myndinni í það að væla utan í Wayne. Þessir óskemmtilegu félagar fá nýjan aðstoðarmann þegar Barbara (Alicia Silverstone), frænka Al- freðs bryta, ákveður að gerast Leðurblökustelpan. Enginn ætti að verða hissa á því að frétta að hún er foreldralaus og gleymir sorgum sínum með því að keppa á mótorhjóli. Hún fær að sjálf- sögðu þennan fína búning með svakalega háhæluðum skóm svo það sé nú auðveldara fyrir hana að spretta úr spori á eftir ill- mennunum. Þá eru það illmennin, sem fram að þessu hafa verið lífblóð Leður- blökumyndanna. Jack Nicholson, Danny DeVito, Michelle Pfeiffer, Christopher Walken, Tommy Lee Jones, og meira að segja Jim Carrey, hafa öll verið eftirminni- leg sem snarbilaðir skúrkar í Leðurblökumyndunum þremur. í þetta skipti er það austurríska vaxtarræktartröllið Arnold Schwarzenegger, sem fær heið- urshlutverkið sem aðalfólið í „Batman & Robin“. Schwarz- enegger hefur mjög takmarkaða leikhæfileika og tekst því illa að vera skemmtilega bilað illmenni. Það fer aðallega hrollur um áhorf- endur þegar hann birtist af því að þá þurfa þeir að hlusta á mann- inn reyna að gera sig skiljanlegan á enskri tungu. Þar sem Schwarzenegger mis- tekst hrapallega, fellur það í skaut Umu Thurman að vera geð- veiki snillingurinn í þessari mynd og hún gerir það með glans. Það birtir yfir tjaldinu í hvert skipti sem Thurman lætur sjá sig sem Poison Ivy. Hún er eini leikarinn sem virðist virkilega finna sig í hlutverki sínu og greinilega nýtur þess að leika svona ýkta persónu. Leikur Thurman er samt ekki nóg til að bjarga myndinni. Ef fólk gerir sig ánægt með risavaxna sviðsmynd, tæknibrell- ur og hávaðasama hljóðrás þá er „Batman & Robin“ myndin fyrir það. Ef ekki þá er fjórða myndin um Leðurblökumanninn þreyt- andi hávaðamengun. Anna Sveinbjarnardóttir ) I * I í > [ > i [ I I I t I I a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.