Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTINGAR A BLAÐAMARKAÐI AÐ UNDANFÖRNU hafa orðið ákveðin þáttaskil á blaðamark- aðnum. Afskiptum stjórnmálaflokka af útgáfu dagblaða virðist endanlega lokið. Þjóðviljinn hætti að koma út árið 1992. Árið 1994 hætti Framsóknarflokkurinn að mestu afskiptum af útgáfu Timans, sem á síðasta ári var sameinaður Degi á Akur- eyri, jafnframt því, sem Frjáls fjölmiðlun hf. útgáfufyrirtæki DV eignaðist tæplega helmingshlut í Dagsprenti, sem gefur út hið sameinaða blað. Nú fyrir skömmu tók flokksstjórn Alþýðuflokksins ákvörðun um að hætta útgáfu Alþýðublaðsins, sem undanfarna mánuði hefur reyndar verið í höndum dótturfyrirtækis Frjálsrar fjölmiðl- unar hf. Jafnframt tók Alþýðubandalagið ákvörðun um að hætta útgáfu Vikublaðsins. Eftir standa nú þrjú dagblöð, Morgunblaðið, sem Árvakur hf. gefur út, og DV og Dagur-Tíminn, sem eru gefin út af Frjálsri fjölmiðlun hf. og dótturfyrirtæki þess. Sú grundvallarbreyting er því orðin, að stjórnmálaflokkar standa ekki lengur í blaðaút- gáfu og dagblöðin þrjú eru nú gefin út af tveimur einkafyrirtækj- um. Þessi nýja staða á dagblaðamarkaðnum gefur færi á nýjum vinnubrögðum. í samtali við Eyjólf Sveinsson, framkvæmda- stjóra Fijálsrar fjölmiðlunar hf., í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær kemur fram, að forráðamenn fyrirtækisins hyggjast fara með Dag-Tímann á hlutabréfamarkað. í samtalinu segir Eyjólfur m.a.: „Eg tel bezt að blaðið fari á markað sem fyrst því slíkt mundi styrkja stöðu blaðsins og auka trúverðugleika þess, sem sjálfstæðs miðils." í áratugi hefur sá feluleikur tíðkazt á íslenzkum blaðamark- aði, að önnur dagblöð en Morgunblaðið hafa verið ófáanleg til að gangast undir upplagseftirlit. Þetta hefur að sjálfsögðu kom- ið sér afar illa fyrir viðskiptavini þeirra, ekki sizt auglýsendur. Úr því hefur verið reynt að bæta að hluta til með lesendakönnun- um, sem fjölmiðlar og auglýsingastofur hafa haft samstarf um. Þessar kannanir veita auglýsendum verðmætar upplýsingar um stöðu blaðanna, sem þeir byggja ákvarðanir sínar um auglýsinga- viðskipti á í vaxandi mæli og í samræmi við það er staða Morgun- blaðsins á þessum markaði engin tilviljun. En lesendakannanir segja ekki alla söguna. Þess vegna tók Morgunbiaðið ákvörðun um það fyrir allmörgum árum að gang- ast einhliða undir upplagseftirlit, þótt önnur dagblöð væru ekki tilbúin til þess þá. Nú eru aðstæður breyttar. Hin dagblöðin tvö eru gefin út af einkafyrirtæki, þar sem önnur sjónarmið ríkja en hjá stjórnmálaflokkum og hyggst fara með annað þeirra á hlutabréfamarkað á næstu mánuðum eða misserum. Auglýsendur gera kröfur um sem fyllstar upplýsingar um upplag og lestur dagblaða. Hlutabréfamarkaðurinn gerir kröfur um ítarlegar upplýsingar um alla þætti í rekstri fyrirtækja, sem skráð eru á þeim markaði enda ekkert sjálfsagðara en væntanleg- ir eigendur viti hvað þeir eru að kaupa. Af þeim sökum getur ekkert verið því til fyrirstöðu, að bæði DV og Dagur-Tíminn gangist undir það upplagseftirlit, sem birt hefur reglulega tölur um seld eintök Morgunblaðsins á mörgum undanförnum árum. UMHVERFISLÖG í FRAMKVÆMD ÞAÐ ER grafalvarlegt, sem upplýst er í Morgunblaðinu í gær, að fimm mál vegna mengunar sjávar, sem Hollustu- vernd hefur sent embætti ríkissaksóknara, skuli hafa verið látin niður falla. Þetta þýðir að menn, sem beinlínis hafa verið staðn- ir að verki við að fleygja rusli í sjóinn, sleppa grút úr tönkum eða nota eitraða botnmálningu, sem er hættuleg lífríki sjávar, eru lausir allra mála og þurfa ekki að sæta refsingu af neinu tagi, þrátt fyrir að um skýr brot á lögum um umhverfismál sé að ræða. Fram kemur í samtali við Ragnheiði Bragadóttur, dósent við lagadeild Háskóla íslands, að ástæða þess að menn hafi komizt upp með að hunza lögin sé að refsiákvæði umhverfislaga séu óskýr og refsingar vægar, auk þess sem heildarlöggjöf um um- hverfismál skorti. Brýnt sé að skýra umhverfislöggjöfina og herða refsingar. Fyrst svona liggur í málinu verður að gera gangskör að endur- skoðun umhverfislaga sem fyrst. ísland á allt sitt undir því að lífríkið í sjónum njóti vemdar fyrir mengun og misnotkun. Menn eiga ekki að komast upp með að ógna lífsviðurværi þjóðarinnar með kæruleysi og trassaskap. Forvarnargildi strangra umhverf- islaga ber ekki að vanmeta; ef það er dýrt að menga er líklegt að menn reyni að forðast það. Aukinheldur hafa íslenzk stjórnvöld beitt sér fyrir gerð erf- iðra og umdeildra alþjóðlegra samninga um vernd hafanna. Það er illt afspurnar og veikir málstað íslands ef íslenzka umhverfis- löggjöfin er svo gölluð að stjórnvöld geta ekki komið höndum yfir þá, sem vísvitandi menga hafið í kringum landið. Það er lítii von til þess að íslendingar geti knúið önnur ríki til að standa við skuldbindingar sínar á meðan þannig háttar til. Samningar undirritaðir í gær um Samninga- gerð Islend- inga vegna áiversins lokið Samningamir við íslensk sti’ómvöld og Landsvirkjun vegna byggingar álvers Norð- uráls á Grundartanga vom undirritaðir í stjómstöð Landsvirkiunar í gær. Pétur Gunnarsson fylgdist með undirritun hinna mörgu samninga og minnisblaða og ræddi við aðila málsins. FIMM samningar voru und- irritaðir auk ýmissa hlið- arsamninga og minnis- blaða sem tengjast hinum, þar á meðal er samningur um skuld- bindingu Hitaveitu Reykjavíkur um byggingu, rekstur og orkusölu frá 60 megawatta jarðvarmavirkjun á Nesjavöllum. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra undirrituðu samninga fyrir hönd íslenska ríkisins; Halldór Jónatansson, forstjóri og Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformað- ur fyrir hönd Landsvirkjunar; Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Alfreð Þorsteinssyni, formaður stjómar veitustofnana, fyrir hönd Reykjavíkurborgar og fulltrúa Skil- mannahrepps og Hvalijarðarstrand- arhrepps og hafnarsjóðs Grundart- angahafnar. Auk þess undirrituðu fulltrúar hollenska bankans ING í Amsterdam og franska bankans Banque Parisbas samninga við íslensku samningsaðil- ana sem miða að því að tryggja byggingu og rekstur álversins en bankarnir annast veðvörslu vegna samninganna auk þess sem þeir munu fjármagna byggingu álversins með samningi við Columbia og Norð- urál en frá þeim samningum verður gengið í London næstkomandi föstu- dag. Fyrir hönd Norðuráls og Columbia Ventures Corporation undirrituðu samninga í gær Ken Peterson, stjórnarformaður og forstjóri, Jim Hensel aðstoðarforstjóri, Gene Caudill, forstjóri Norðuráls, og Rich Roman, fjármálastjóri. Fjárfestingar- samningur Meginsamningurinn er fjárfest- ingarsamningur sem iðnaðarráð- herra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, undirritaði ásamt fulltrúum Columb- ia Ventures Corporation og Norður- áls hf. Norðurál og fulltrúar hafnarsjóðs Grundartanga undirrituðu hafnar- samning. Gerður var viðauki við lóð- arsamning milli fjármálaráðherra og fulltrúa Norðuráls hf. Landsvirkjun og Norðurál undirrituðu rafmagns- samning og Reykjavíkurborg og Landsvirkjun sömdu um sölu á raf- magni frá Nesjavöllum. Rafmagnssamningur Landsvirkj- unar við Norðurál er þriðji samning- urinn sem fyrirætkið gerir við stór- iðjufyrirtæki undanfarin tvö ár. KEN Peterson, forstjóri og stjórnarformaður Columbia Ventures, og Rich Roman fjármálastjóri undirrita fjárfestingarsamninginn. Gene Caudill, forstjóri Norðuráls, og Jóhannes Geir Sigurgeirs- son, formaður Landsvirkjunar, lengst til vinstri, fylgjast með. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráðherra og Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra undirrituðu samninga viðvíkjandi byggingu álvers Norðuráls á Grundartanga fyrir hönd íslenska ríkisins. Þessir samningar leiða til þess að rafmagnsframleiðsla fyrirtækisins eykst á næstu þremur árum um tæp 50% og samanlögð aukin orkuþörf getur orðið um 2.300 gígavattstund- ir á ári. Landsvirkjun framleiddi tæpiega 4.800 gígavattstundir af rafmagni árið 1996, sem var 93% rafmagnsframleiðslu í landinu. Vegna aukinnar raforkuþarfar hefur verið ráðist í gerð Sultartanga- virkjunar og fieiri framkvæmdir, m.a. Hágöngumiðlun og lagningu háspennulínu frá Búrfellsstöð að Sandskeiði. Þá samdi Landsvirkjun í gær við Reykjavíkurborg fyrir hönd Hita- veitu Reykjavíkur um að reist verði 60 megawatta jarðvarmavirkjun á Nesjavöllum og mun Landsvirkjun kaupa þaðan rafmagn og með því og fyrrgreindum framkvæmdum anna áætlaðri aukinni orkuþörf fram til ársins 2005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.