Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 23 Tríó Ola Steph. á Jómfrúnni JÓMFRÚIN í Lækjargötu hef- ur boðið gestum sínum upp á djasstónlist á laugardögum í sumar. Tónlistarmenn leika djasstónlist frá kl. 16-19 síð- degis á laugardögum, oft á tíðum utandyra í garði Jómfrú- arinnar ef veður leyfir, segir í tilkynningu. Ennfremur segir: „Á morg- un, laugardag kl. 16, leikur Tríó Olafs Stephensen á Jómfrúnni. Þetta er sennilega í síðasta sinn sem tríóið leikur hérlendis nú í sumar. Þeir fé- lagar eru á leiðinni til Argent- inu og Chile þar sem þeir koma til með að leika á vegum Út- flutningsráðs og utanríkis- ráðuneytisins.“ Tríóið skipa Guðmundur R. Einarsson, trommu- og bás- únuleikari, Tómas R. Einars- son, bassaleikari og tónsmið- ur, og Ólafur, sem leikur á píanó. Baski sýnir í Kirkjuhvoli BASKI (Bjarni Ketilsson) opn- ar sýningu á verkum sínum í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi, á morgun, laugar- dag. Þar sýnir Bjarni olíumál- verk, vatnslitamyndir og blek- teikningar og verk án þema. Bjarni er fæddur á Akranesi árið 1966 og hefur nýlokið námi hjá Listaakademíunni AKI, Akademi voor Belddeng kunst í Hollandi. Sýningin stendur yfir til 24. ágúst og er Listasetrið opið daglega frá kl. 15-18. Sýningu Kristins Más framlengt SÝNINGU Kristins Más Pálmasonar í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, hefur verið framlengt til 17. ágúst. Kristinn stundar nú nám við Slade-listaháskólann í Lund- únum. Sýningin samanstendur af teikningum unnum á striga með kolum, grafít og akrílefn- um. Um er að ræða myndmál sem er jafn órætt og það er augljóst. Verkin geru gerð á þessu ári og síðar. Sýningin er opin á verslunartíma. Kristín Bryn- dís sýnir á Þórshöfn KRISTÍN Bryndís Björnsdóttir myndlista- og handverkskona heldur sýningu á verkum sín- um á Þórshöfn 10.-16. ágúst. Bryndís er fædd á Skálum á Langanesi 1924. Þetta er þriðja einkasýning hennar. Barnafatnaður úr flísefnum íslensk framleiðsla Laugaveg 48 B (upp i lóðinni), sími 552 1220 LISTIR Sögur sem ger- ast á ystu nöf Á YSTU nöf - nýjar íslenskar smásögur er yfirskrift á röð nýrra smásagna sem sex íslenskir rithöfundar hafa skrifað fyrir Rás 1 í sumar. Sögurnar eru lesnar á föstudög- um og endurfluttar á laugardagskvöldum. Einn höfundanna, Ól- afur Gunnarsson, hefur þegar lesið sína sögu og í dag les Gerður Kristný sög- una Sólarsystur. Hin- ir höfundarnir eru Bragi Ólafsson, Rún- ar Helgi Vignisson, Úlfhildur Dagsdóttir og Sjón. Að sögn Jóns Halls Stefánsson- ar, ritstjóra verkefnisins hjá út- varpinu, var tilgangurinn að efna til syrpu af sögum þar sem geng- ið væri út frá ein- hverri ákveðinni hug- mynd. Val höfunda byggðist á því að þeir væru forvitnilegir og gætu gert stefinu A ystu nöf skil. Nýskrifað efni Jón Hallur sagði gaman að geta verið með nýskrifað efni. I fyrra var auglýst eftir sögum og var viður- kenningin fólgin í því að fá flutt eftir sig efni. Um 200 sögur bárust og voru fáar þeirra eftir kunna höfunda. Fluttar voru um 20 sögur. „Nú var farin öfug leið,“ sagði Jón Hallur, „eitt stef valið og leitað til ákveðinna höfunda." Jón Hallur Stefánsson. „ON Iceland 1997“ að ljúka ALÞJÓÐLEGRI gerninga- og myndbandahátíð í Nýlistasafninu, lýkur nú um helgina. Á hátíðinni er tímatengd myndlist, þar sem ljós- myndir, myndbönd, tölvur og gern- ingar eru megin miðlarnir. Um helgina verða myndbönd, tölvuverk og innsetningar auk heimildarmyndbands frá gerning- um sem fluttir voru síðustu tvær helgar. Á laugardaginn frá kl. 14 flytja Árni Ingólfsson, Hekla Dögg, Halldór Ásgeirsson, Nína, Hannes Lárusson, María Pétursdóttir, Helga Þórsdóttir og Kurt Johannes- sen gerninga. Myndbönd, töluverk og innsetn- ingar þessa helgi eiga Magnus Engstedt, G.R. Lúðvíksson, Hlynur Hallsson, Hildur Jónsdóttir, Shawn King, Kit Ericson, Kristinn G. Harð- arson, Julian Smith, Hafdís Helga- dóttir, Hlynur Helgason, Helga Óskarsdóttir, Kristrún Gunnars- dóttir, Jessica Hutchins, Pernilla Carlsson og Pétur Örn Friðriksson. ON Iceland lýkur sunnudaginn 10. ágúst, aðgangur er ókeypis og verður safnið opið laugardag frá kl. 14 þar til gerningunum lýkur um kl. 21, en á sunnudag verður opið frá kl. 14-18. Sýning um samsfæður og andstæður Norðmanna og íslendinga á miðöldum. Þjóðminjasafn íslands Dppskriflaleikur fogabæjar og /\ ð alstöðv ar innar 90.9 Takið þátt f uppskriftaleiknum. Mð gætuð unnið gjafabréf ffá Hótel Borg! Þeir sem senda okkur uppskriftir sem innihalda E.Finnson sósur og/eða Yogaídvfnr geta unnið gjafabréf frá Hótel Borg að upphæð kr. 10.000,- Vikulega verður valiu besta innsenda uppskriftin, hún lesin upp í þætti Steinars Viktorssonar, Grjótnámumii á Aðalstöðinni og hringt í vinningshafaim. Leikurinn stendur í 5 vikur. Vinningar verða gefiiir á finuntudögum. Fyrsti viimingurinn verður gefinn fimmtudaghui 14. ágúst og sá síðasti finuntudagimi 11. september. Hægt er að senda uppskriftirnar á faxi: 424 6725 eða bréfleiðis með utanáskriftinni „Uppskriftaleikur“ Vogabær Vogagerði 8 190 Vogar. Uppskriftirnar skulu merktar með nafni, heimihsfangi og síma þátttakenda. Góða skemmtun! VOGABÆR 190 Vogar Sími: 424 6525 AÐALSTÖÐIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.