Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR % + Guðfinna Guð- mundsdóttir fæddist í Fjalli á Skeiðum 25. júlí árið 1915. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Ljósheimum 1. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúp- verjahreppi, bóndi í Fjalli frá 1902, f. 17. apríl 1867, d. 8. mars 1965, og kona hans Ingibjörg Jónsdóttir frá Holti í Stokks- eyrarhrepp f. 14. júlí 1883 d. 18. maí 1965. Systkini Guðfinnu voru Ingibjörg, f. 20. nóvember 1904, d. 22. maí 1989, bókari, búsett í Reykjavík, Aldís, f. 20. maí 1906, d. 11. júní 1972, hús- freyja í Fjalli, Lýður, f. 11. febr- úar 1980, d. 11. september 1981, bóndi í Fjalli, Sigríður Guðrún, f. 1. apríl 1911, hús- freyja í Fjalli, og Jón, f. 3. nóv- ember 1919, d. 1. júní 1997, bóndi í Fjalli. Eftir barnaskólanám fór Guðfinna til náms í Héraðsskól- ann á Laugarvatni og stundaði síðar nám í fata- og kjólasaum. Guðfinna giftist 13. júní 1940 Valdimar Bjarnasyni, f. 23. mars 1911, d. 20. september 1964. Foreldrar hans voru hjónin Ing- veldur Jónsdóttir, f. 13. maí 1881, d. 19. janúar 1956, og Bjarni Þorsteins- son, f. 7. júní 1876, d. 28. mars 1961, bændur á Hlemmi- skeiði. Guðfinna og Valdimar eignuðust þrjú börn: 1) Guðmundur, f. 24. mars 1942, bifreiðarstjóri, bú- settur í Reykjavík, kvæntist Báru Kjartansdóttur. Þau slitu samvistum. Þeirra dætur eru Aslaug Björt og Guðfinna Auð- ur. Sambýliskona Guðmundar er Stella Gunnars. 2) Ingibjörg, f. 16. febrúar 1945, kennari, búsett í Kópavogi, giftist Þor- steini M. Gunnarssyni, látinn. Þeirra börn eru Valdimar, Ingi- björg og Gunnar Bragi. Sam- býlismaður Ingibjargar er Ár- mann Árni Stefánsson. 3) Bjarni Ófeigur f. 18. október 1949, bóndi í Fjalli, kvæntur Bryndísi Jóhannesdóttur. Þeirra börn eru Hrönn, Valdi- mar og Svala. Langömmuböm- in em átta talsins. Guðfinna og Valdimar hófu búskap í austurbænum í Fjalli vorið 1940 en síðustu sex árin dvaldi Guðfinna á Ljósheimum. Útför Guðfinnu fer fram frá Ólafsvallakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Tvær minningagreinar um Guðfinnu birtust í Morgunblað- inu í gær vegna mistaka og eru hlutaðeigendur beðnir afsökun- ar á því. Okkur systkinin langar að kveðja hana Finnu ömmu með fá- einum orðum. Við ólumst upp á sama heimili og amma og það var okkur ómetanlegt, því þegar eitthvað bjátaði á var alltaf hægt að treysta á huggun ömmu, jafnvel þótt við hefðum gert eitthvert skammar- strik. Amma var alltaf hlý og góð og okkur þótti notalegt að fara inn í „ömmó“, sem var herbergið henn- ar ömmu, því hún lumaði oft á nammi eða öðru góðgæti. Hún amma átti mjög stóran þátt í því að göfga málfar okkar krakkanna því hún var stöðugt að leiðrétta okkur ef við beittum mál- inu ekki rétt. „Það á að segja ég hlakka til en ekki mér hlakkar til“ o.s.frv. Amma brá sér í bæjarferð svona einu sinni til tvisvar á ári, til að heimsækja hin börnin sín og barna- böm í Reykjavík. Hún var vart farin að heiman þegar við vorum farin að spyija foreldra okkar hve- nær hún amma kæmi heim aftur. í minningunni virðist þessi tími sem amma var í burtu sem heil eilífð, þó að hún hefði kannski ekki verið í burtu nema í viku eða svo. Og alltaf var gaman þegar amma kom aftur því þá var nokk- uð víst að okkar biði eitthvert góð- gæti og jafnvel dót. Amma var mikil handverkskona og lagði sitt af mörkum til að flytja menningararfinn á milli kynslóða, því hún kenndi okkur mörg gömul handbrögð eins og t.d. að flétta bönd og bregða gjarðir. Það var ekki eins og að hún væri að þröngva þessari kunnáttu sinnni upp á okkur, því okkur þótti mjög spennandi að fylgjast með því sem amma var að gera og langaði að læra það svo að við gætum gert eins og hún. Ömmu féll sjaldan verk úr hendi og hafði hún alltaf eitthvað fyrir stafni, hvort heldur sem var að pijóna ullarsokka, vinna hluti úr leðri, búa til laxanet eða bara eitt- hvað allt annað. Við horfum á eftir ömmu okkar með eftirsjá, en það er okkur þó huggun að nú er hún komin til mannsins síns, afa okkar hans Valdimars. Vertu bless elsku amma og megi Guð geyma þig. Hrönn, Valli og Svala. GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR ÓLÖF ELIMUNDARDÓTTIR + Ólöf Elimundardóttir fædd- ist á Stakkabergi í Klofn- ingshreppi í Dalasýslu 11. júlí 1905. Hún lést í Reykjavík 7. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Staðarfells- kirlgu á Fellsströnd 12. júlí. Síðbúin kveðja, elsku Lóa. Okkur langar til að setja nokkur minn- ingarbrot á blað og þakka fyrir all- ar góðu stundirnar. Margs er að minnast. Við ólumst upp á næsta bæ við Stakkaberg og mikill samgangur var á milli bæj- anna. Þið systurnar á Stakkabergi voruð hluti af tilveru okkar. Já, ekki er hægt að minnast þín án þess að minnast á Siggu systur þína, hún bjó með þér, var fötluð og hafð- ir þú gert það að þínu hlutverki að annast hana. Við vorum oft sendar í sendiferð- ir til ykkar eða jafnvel til að dvelja þar í nokkra daga. Ekki minnumst við þess að vera á móti því að tölta yfir ána. Við vissum sem var að við kæmum ekki tómhentar til baka. Ef við þáðum ekki góðgjörðir var laumað að okkur sælgætismola eða peningaseðli, og áfram var haldið, börnin okkar og barnabörn hafa notið góðvildarinnar. Sem dæmi um gæskuna má nefna að einum af drengjunum í ætt okkar varð að orði eftir að hafa litið heim að bæn- um þínum „hún Lóa er örugglega besta kona í heirni". Ekki er lengra síðan en í fyrrasumar að ein af okkur lá á sama sjúkrahúsi og heim- sótti þig. Þá dróst þú upp konfekt- kassa og gafst viðkomandi. Oft var gist, og þá keyrði úr hófi fram, vel skyldi hugsað um nætur- gestinn. Hlýtt yrði rúmið að vera, hitapoki til fóta, þykk sæng og teppi og helst ekki að fara fram úr á morgnana fyrr en færður væri heit- ur drykkur í rúmið. Og jólaheim- sóknirnar til þín. Þá var nú betra að hafa nóg magapláss. Steikin, kaffihlaðborðið, ijúkandi súkkulaðið og appelsínur og epli í þeyttum tjóma. Að lokum var tekið í spil. Þvílíkir dýrðardagar. Þú vannst ekki hratt, Lóa mín, og við sögðum oft í gamni að við yrðum að hafa nógan tíma þegar við færum í heimsókn til þín. En ekki kom til greina að láta heimsóknirnar falla niður. Margt var þá spjallað, grínast og hlegið og sjálfsagt að hvolfa bollanum og fá þig til að spá. Minningarnar streyma fram, eflaust efni í heila bók. Við látum hér staðar numið. En ef það er til líf eftir þetta ertu hjá Siggu og kúnum þínum sem þér þótti svo vænt um. Við efum ekki að þær hafa verið glaðar að sjá þig. Við segjum aftur kærar þakkir fyrir allt með kveðju frá okkur og fjölskyldum. Áuður, Unnur og Alda frá Ormsstöðum. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS INGVARSSON frá Minna-Hofi, Heiðvangi 13, Hellu, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugar- daginn 9. ágúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður, tengdamóður, dóttur, systur og ömmu okkar, SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR, New Jersey, (áður Rauðagerði 62), Sérstakar þakkir til laekna og starfsfólks hjá heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Mark Andrew Peterson, Stefán Úlfarsson, Bjarklind Guðlaugsdóttir, Guðný Hrönn Úlfarsdóttir, Heimir Helgason, Inga Lóa Peterson, Jón Sigurðsson, Guðný Gróa Óiafsdóttir, Hilmar Jónsson, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Reynir Jónsson, Kristín Sigurðardóttir og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, NIELS KRISTINN GUNNARSSON, Nesvegi 1, Hauganesi, andaðist á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 6. ágúst. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Rósa Stefánsdóttir. + Þökkum af alúð öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför áskærrar eiginkonu, móður okkar, dóttur og tengda- dóttur, ÚLLU HARÐARDÓTTUR og vottuðu minningu hennar virðingu. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Eiðsson, Brynja & Birta Jóhannesdætur, Úlla Sigurðardóttir, Hörður Þórhallsson, Ágústa Lúðvíksdóttir, Eiður Jóhannesson. Lokað Lokað verður í dag, föstudaginn 8. ágúst, vegna jarðarfarar ESTERAR SVAN JÓNSDÓTTUR. BOÐI ehf. stimplagerð, Hverfisgötu 49. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í text- amenferð og kemur í veg fyr- ir tvíverknað. Þá er enn- fremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fímmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. IÐNAÐARHURÐIR FELIIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELOVARNARHURÐIR Kva\l-ejo;<ga £Hf HÓFDABAKKA 9. 112 REYKJAVIK SIMI .'.'87 8780 FAX 587 875 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.