Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 08.08.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 37 FRÉTTIR Hvaleyrarvatn fyrir ofan Hafnarfjörð Skógar- og útivistar- dagurá morgun Á MORGUN, laugardaginn 9. ágúst, verður haldinn Skógar- og útivistardagur fjölskyldunnar við Hvaleyrarvatn fyrir ofan Hafnarfjörð. Verður þar boðið upp á margt til skemmtunar og fróðleiks en að dagskránni standa Skógræktarfélag Hafn- arfjarðar, St. Georgsgildið í Hafnarfirði, Skátafélagið Hraunbúar, Hestamannafélagið Sörli, Ferðamálanefnd Hafnar- fjarðar og Æskulýðs- og tóm- stundaráð Hafnarfjarðar. Dagskráin hefst kl. 14 með því, að fáni verður dreginn að húni í Höfða og að því búnu flyt- ur Hólmfríður Finnbogadóttir, formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, ávarp. Klukkan 14.10 verður farið í gönguferð um tijásýnislundinn í Höfða- skógi í fylgd Steinars Björgvins- sonar garðyrkjufræðings og á sama tíma verður lagt upp í skoðunarferð um skógræktar- svæði Hafnarfjarðar með Axel Knútssyni garðyrkjufræðingi. Klukkan 14.30 mun Jón Jóns- son jarðfræðingur miðla fólki ýmsum fróðleik og kl. 15 verður farið í sveppa- og grasaferð um skóginn með Jóhanni Guðjóns- syni líffræðingi. Frá klukkan 14.10 til 16 munu félagsmenn í Sörla verða með hesta og teyma undir börnum við Sörlastaði og kl. 14.10 verður póstaleikur fyr- ir alla fjölskylduna í umsjá skáta. Verður lagt upp frá sandvíkinni við vatnið og viðurkenningar- skjöl veitt. Frá kl. 15 til 16 munu skátar vera með leiki við skátaskálann. Skátastörf verða kynnt, brauð bakað yfir eldi og fleira. Kl. 16 verður grill og söngur við vatnið og er fólk hvatt til að koma með eitthvað á grillið. Áhöld og ávaxtasafi verða á staðnum. Ferðamálaráð verður með fjölskyldugetraun allan daginn og verða verðlaun veitt fyrir rétt svör og ókeypis veiði og báts- ferðir verða á vatninu allan dag- inn. JÓHANN P. Jónsson, kortastjóri Olíufélagsins hf., afhendir Herði A. Guðmundssyni og Konu hans, Kristínu Valdimars- dóttur, nýja bilinn. Fulltrúi frá Ingvari Helgasyni fylgist með. Dregið í Safnkortshappdrættinu SAFNKORTSHAFAR fengu i júníbyrjun sent nýtt Safnkort frá Oliufélaginu hf. en eldra kortið var þá útrunnið. Nýja kortinu fylgdi miði í Safnkorts- happdrætti en miðanum átti að skila inn á næstu bensínstöð ESSO fyrir 15. júlí. 25. júlí síðastliðinn var dreg- ið úr innsendum miðum. Aðal- vinningurinn var Subaru Legacy frá Ingvari Helgasyni og hreppti hann Hörður A. Guðmundsson, Safamýri 52 í Reykjavík. Tíu manns fengu flugferð fyrir tvo innanlands með íslandsflugi, tvö hundruð fengu 5.000 kr. matarkörfur frá verslunum 10-11 og eitt hundrað fengu 3.000 kr. bensín- úttekt frá Olíufélaginu hf. ESSO. Vinningshöfum hefur þegar verið send tilkynning í pósti. 3200 nemendur í Vinnu- skólanum SÍÐASTI starfsdagur Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar er í dag, föstudaginn 8. ágúst. Þá ljúka síð- ustu nemendurnir starfi sínu, en í sumar sóttu ríflega 3.200 nem- endur Vinnuskólann. Þeir hafa í sumar m.a. aðstoðað um 800 elli- lífeyrisþega, gróðursett um 400.000 trjáplöntur, skilað nærri 1.000 tonnum af garðúrgangi til Sorpu, snyrt og hirt borgina. Auk þess hafa þeir tekið þátt í marg- breytilegu fræðslustarfi og lært vinnusiðferði og vinnubrögð. I frétt frá Vinnuskólanum segir að í sumar hafi 14 ára nemendur unnið í borginni við umhirðu og snyrtingu opinna svæða, 15 ára nemendur sinnt þjónustu við elli- lífeyrisþega sem felst í að snyrta garða þeirra í tvígang um sumar- ið auk þess sem hópar störfuðu við landgræðslu á Nesjavöllum. 16 ára nemendur unnu við skóg- rækt í Heiðmörk og á Hólmsheiði þar sem Vinnuskólinn hefur, í samvinnu við fleiri aðila, unnið áratugum saman að því að byggja upp útivistarsvæði. 16 ára nem- endur unnu einnig að verkefnum í samvinnu við garðyrkju- og gatnamáladeildir í borginni. Meðal þess sem ungmennin voru frædd um voru umhverfis- vernd og vistvænir lifnaðarhættir í Sorpu, þau kynntust söfnun og stofnunum í borginni og sögu borgarinnar, fóru í fijálsar íþrótt- ir í Laugardal, fræddust um vímu- efni og afleiðingar vímuefnanotk- unar hjá Jafningjafræðslunni og kynntust menningu og siðum framandi þjóða í einskonar þjóða- kynningu. Utan vinnutímans var svo boðið upp á margskonar frí- stundatilboð s.s. jóga, skartgripa- gerð, klettaklifur, kvöldsund og fjöldamargt fleira. Hunang á Kaffi Reykjavík Á VEITIN G AHÚ SINU Kaffi Reykjavík leikur hljómsveitin Hunang föstudags- og laug- ardagskvöld. Á sunnudeginum taka svo við Sigrún Eva og hljómsveit. Athugasemd frá þjóðleikhússtjóra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ste- fáni Baldurssyni, þjóðleikhússtjóra, vegna greinar Markúsar Arnar Antonssonar: „í grein eftir Markús Örn Ant- onsson, fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, kemur fram einkennilegur misskilningur varð- andi laun leikara við Þjóðleikhúsið, hvort sem misskilninginn má rekja til forráðamanna Leikfélags Reykjavíkur eða beint til greinar- höfundar. Eins og MÖA setur mál- ið fram í grein sinni, sem í aðalat- riðum fjallar um allt annað mál, er í raun um aðdróttanir að ræða þess efnis að einkennilega hafi verið staðið að fjármálastjórn í Þjóðleik- húsinu og því full ástæða að leið- rétta þennan misskilning. MÖA segir forráðamenn LR hafa sótt það fast í borgarstjóratíð hans, að fá meira fé úr borgarsjóði „til að geta hækkað laun leikara í sam- keppni við Þjóðleikhúsið". Þessa setningu má skilja á þann veg að LR hafi viljað hækka laun leikara til þess að ná þeim frá Þjóðleikhús- inu og væri þar með komið inn á hála braut í kjaramálum lista- manna. Markús talar um árið 1992 og segir: „Raunar leit það afar sérkennilega út að Þjóðleikhúsið sem var í verulegum fjárhagsvanda á þessum tíma og upp á ríkisvaldið komið með auknar fjárveitingar til að mæta hallarekstri, væri sífellt að yfirbjóða leikara frá Leikfélagi Reykjavíkur. En það er svo margt skrýtið í kýrhausum hinnar opin- beru fjámálaumsýslu á landi hér.“ Eitthvað slær saman tíma- viðmiðun í þessum ummælum, því að „verulegur fjárhagsvandi" Þjóð- leikhússins náði hámarki í lok síð- asta áratugar en kjarni málsins er þessi: Þjóðleikhúsið hefur aldrei „yfirboðið" leikara frá Leikfélagi Reykjavíkur, að minnsta kosti ekki í minni leikhússtjóratíð og kemur þar tvennt til: I fyrsta lagi fara laun leikara eftir kjarasamningum við stéttarfé- lög þeirra, þar sem allar launa- greiðslur fara eftir umsömdum ákvæðum, sem gilda um alla leik- ara jafnt. Kjarasamningar LR við Fél. ísl. leikara hafa alla tíð verið hliðstæðir samningunum við Þjóð- leikhúsið. Það hefur því launalega ekki verið óhagstæðara að starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ekki fyrr en síðustu misseri að sýningar Þjóðleikhússins eru orðnar marg- falt fleiri en LR. Leikarar fá greidd sýningarlaun fyrir hveija sýningu og samdráttur í starfsemi felur því að sjálfsögðu í sér kjararýrnun. í öðru lagi hefur Þjóðleikhúsið haft yfir svo sterkum hópi fastráð- inna leikara að ráða hin síðari ár, að engin ástæða eða þörf hefur verið fyrir að sækjast eftir leikurum frá Leikfélagi Reykjavíkur, hvað þá heldur að greiða þeim hærri laun en öðrum. Enda það fyrir- bæri, sem MÖA kallar „yfirborgan- ir til leikara" ekki kunnugt okkur í Þjóðleikhúsinu. Hvort heldur misskilningurinn í máli þessu er til orðinn meðal for- ráðamanna LR, sem að sjálfsögðu hefðu átt að vita betur, eða hjá fyrrverandi borgarstjóra, er ástæða til að benda á, að það sem laðar leikara til starfa á ákveðnum vinnustað er ekki endilega launum háð.“ Skógardagur Skógræktarfélaga SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN víðsveg- ar um land efna á næstunni til ár- legra skógræktardaga og vilja með því vekja athygii íbúanna á starfi félaganna, fallegum skógarsvæðum og miklu ræktunar- og uppgræðslu- starfi sem unnið er fyrir tilstilli fé- laganna víðs vegar um land. Að þessu sinni verða skógræktar- dagarnir haldnir m.a. laugardaginn 9.-16. ágúst. Hér á eftir fer yfirlit yfir samkomustaði skógardagana en dagskrá hefst kl. 14. Vesturland: 9. ágúst Sk.fél. Landv. u. Jökli, við Ingjaldshól, 16. ágúst Sk.fél. Akranes, Slaga við Akrafjall, 16. ágúst Sk.fél. Heiðsynninga, Hof- staðahólum og 23. ágúst Sk.fél. Stykkishólms, Grensási v. Stykkis- hólm. Vestfirðir: 9. ágúst Sk.fél. Boiungarvíkur, við Hólmsá í Bolungarvík, 9. ágúst Sk.fél. Limgarður, Táknafirði. Norðurland: 9. ágúst Sk.fél. A-Húnvetninga, Gunnfríðarstöðum í Langadal, 16. ágúst Sk.fél. Siglufjarðar, Skarð- dalsskógi, 16. ágúst Sk.fél. Eyfirð- inga, Kjarnaskógi og 16. ágúst Sk.fél. S-Þingeyinga, Hjalla í Reykjadal. Austurland: 9. ágúst Sk.fél. Borgarfj. eystri, við Álfaborg, 9. ágúst Sk.fél. Nes- kaupstaðar, í Hjallaskógi, 9. ágúst Sk.fél. Fáskrúðsfjarðar, við tjald- svæðið á Fáskrúðsfirði, 9. ágúst. Sk.fél. Djúpavogs, Skógarreit við Djúpavog, 16. ágúst Sk.fél. Austur- land, Eyjólfsstaðaskógi og 16. ágúst Sk.fél. Seyðisfjarðar, Skógarhlíð á Seyðisfirði. Suðurland: 9. ágúst Sk.fél. Rangæinga, Múla- koti í Fljótshlíð, 9. ágúst Sk.fél. Mörk, Leiðavelli í Meðallandi. Suðvesturland: 9. ágúst Sk.fél. Hafnarfjarðar, Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn, 9. ágúst Sk.fél. Garðabæjar, Sandahlíð við Kjóavelli, 9. ágúst Sk.fél. Kópa- vogs, Fossá í Hvalfirði og 24. ágúst Sk.fél. skáta við Úlfljótsvatn, Skáta- skála v/Úlfljótsvatn. Vinningaskrá 13. útdráttur 7. ágúst 1997. íbúðavinningur Kr. 2.000.000____________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 29089 Kr. 100.000 37587 Ferðavinningur 52090 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 69359 69392 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1803 20158 26842 37673 56043 66436 14711 23951 29202 37764 57849 75494 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 1170 17993 29770 42759 53209 58457 66815 74785 2772 18733 31186 43805 53256 59097 68057 75374 6388 19150 32355 43818 53580 59852 68186 76361 8055 19174 33383 43898 54036 60365 68859 76993 9133 19283 33730 44506 54356 61022 69036 77267 9797 21182 34107 44615 55244 61435 69129 77476 10116 21539 34186 47054 55296 61482 69408 78076 11955 24264 34869 47545 55406 62017 70615 79441 12130 24815 36436 47593 55512 63391 73073 79755 12499 25984 36464 50200 55829 63964 73216 13710 26199 37343 50606 56650 64291 73718 15122 26871 38265 50906 56696 64817 74300 15953 29338 41386 52624 58153 65609 74608 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 169 11201 21074 29904 40811 50930 62404 71218 1332 11270 21504 29961 41495 51197 62975 72173 1431 11501 21754 31584 41722 52228 63416 72437 1704 11854 22533 31664 42266 52803 63421 72485 2548 12035 22981 32129 42279 52931 63428 72669 2793 12427 23062 32175 42464 53184 63898 72763 2953 12561 23733 32572 43036 53312 64086 72788 3246 12897 23771 32670 43137 53383 64161 72935 3691 13960 24207 32718 43250 53432 64357 73590 3724 14081 24526 32759 43489 53773 64379 74496 4247 14541 24828 32855 43918 53787 65056 74578 4366 14608 25020 33327 44030 54284 65463 74814 4433 14963 25205 33501 44064 54812 66000 75138 4576 14972 25402 33707 44684 55503 66185 75192 5270 15149 25471 33712 44782 56198 66442 75405 5409 15153 25584 34086 44971 56271 66932 76020 5839 15393 26043 34104 45255 57278 67379 76113 5917 15854 26380 34144 45517 57835 67436 76383 5947 16743 26557 34199 46626 57985 67993 76480 6317 16756 26898 34262 46864 58501 68066 76593 6522 17187 26950 34374 47950 58691 68102 77510 6688 17550 26976 34863 48125 58980 68133 77940 6904 17707 27487 34970 48266 59108 68263 78538 7124 18178 27775 35078 48390 60172 68386 79027 8303 18527 27890 35135 48425 60264 68506 79604 8852 18681 27921 35793 49099 60511 68757 79679 9127 18697 28414 36349 49133 60690 69022 9238 18923 28710 36927 49190 60724 69031 9491 19102 28909 37236 49404 60905 70290 10075 19574 29005 37888 50155 61702 70586 10435 20040 29505 38513 50228 62232 70950 11024 21001 29657 40027 50876 62303 70975 Næsti útdráttur fer fram 14. ágúst 1997 HeimasiAa á Interneti: Http://www.itn.is/das/

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.