Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR SKULIJON THEODÓRS Systkini Skúla Jóns eru Auður Ingibjörg, f. 24.7. 1942, Arndís Gná, f. 1.11. 1943, Elín Þrúður, f. 1.11. 1943, og Ásgeir, f. 14.7. 1945. Vinur Skúla Jóns til margra ára er Þorbjörn Gari- baldason, fæddur 16. júlí 1948. Útför Skúla Jóns fer fram frá Dóm- kirkju Krists kon- ungs, Landakoti, í dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Skúli Jón Theo- dórs, flugvél- stjóri, fæddist 16. desember 1938 í Kaupmannahöfn. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Fossvogi, föstudaginn 1. ág- úst. Foreldrar Skúla Jóns voru Guðlín Ingiríður Jónsdótt- ir, hárgreiðslu- meistari, fædd 20. september 1911, og Theodór Skúlason, læknir, fæddur 28. febrúar 1908, látinn 27. júlí 1970. Elsku frændi Skúli Jón. Þegar ég fékk fregnir af veikind- um þínum til Skotlands sóttu að mér undarlegar tilfinningar. Á þeim tíma bjó ég nærri og ferðaðist mik- ið til Perth, en þar skammt frá hafðir þú sjálfur verið við nám á þínum yngri árum. Litbrigði og fjöl- breytileiki náttúrunnar í kringum þessa yndislegu borg í Skotlandi eru mikil og einmitt þannig upplifði ég þinn persónuleika, víðsýnn, hjarta- hlýr og sérlega gangrýninn í hugs- un. Mér hefur í gegnum árin oft verið hugsað til þess að forlögin væru stundum sérstæð og það að vera á slóðum sem þú ásamt öðrum í fjölskyldunni þekktuð svo vel, gerði það strax að verkum að hlut- ar af Skotlandi voru mér svo vel kunnir þrátt fyrir að hafa þar aldr- ei áður komið. Hlíðin við Perth verð- ur alltaf staður þar sem hugurinn kemur til með að reika til þín, elsku frændi. Alla tíð hefur þú verið ríkur þátt- ur í lífi okkar og það er svo erfitt að hugsa til þess að leið þín hér á meðal okkar sé á enda. Minningar um svo margt gott leita að: Minningar um ferð til New York þar sem litla frænka sá í fyrsta sinn hinn stóra heim. Hvað þú passaðir mig vel. Minningar um stundir í Linda- brekkunni hjá ömmu, en þar dvaldi ég mikið og þú komst svo oft við í brekkunni, nýkominn úr löngu og ströngu flugi, glæsilegur, hreinn og strokinn, uppáklæddur í „uniform- inu“. Kaffí og rabb. Minningar úr Miðtúninu sem allt- af var opið okkur öllum. Að hluta eins og að koma til útlanda því hjá ykkur Tobba voru hlutir sem hvergi sáust annars staðar. Hlátur og gleði. Minningar um töskur fullar af ungbarnafatnaði, fyrsta útvarpið, fyrsta tölvan, fyrsta svo margt. Állt- af varst þú skrefinu framar og náð- ir að halda að okkur því sem sér- stakt var. Minningar úr fjölskylduboðum þar sem þú hafðir ætíð frá einhverju framandi og sérstæðu að segja. Hlustun og aðdáun. Ef sérstakt andrúmsloft mynd- aðist varst þú sjaldan fjarri. Enda- lausar vangaveltur tengdar jólum og áramótum — verður Skúli heima eða að fljúga? Elsku frændi, þú kunnir svo vel að njóta slíkra stunda. Stemmning sem var engu lík og þar spiluðu þið amma Lína svo vel saman. Elsku Tobbi minn, í þínum hönd- um var frændi hamingjusamur. Takk fyrir að hafa hugsað svona vel um Skúla. Ykkar alltaf, Linda Björk. Því hvað er það að deyja annað en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. (Úr Spámanninum - Kahlil Gibran.) Mágur minn, Skúli Jón Theodórs, lést 1. ágúst sl. á Sjúkrahúsi Reykja- víkur. í lok síðasta árs greindist hann með krabbamein í lunga. Þessi mikli vágestur sem engu eirir réðst fram á öllum vígstöðvum og þó þráin til að lifa væri mikil og sterk ásamt viðamikilli læknismeðferð, fór svo að allar varnir brustu og leikslok urðu þau sem okkur eru nú kunn. Ég kynntist Skúla Jóni nokkru eftir að kona mín og ég tókum að draga okkur saman. Hann hafði verið erlendis við nám en kom síðan heim til að vinna að starfsgrein sinni. Með okkur tókust góð kynni sem entust báðum allar okkar samveru- stundir. Skúla Jóni fylgdi ávallt andblær erlendra ævintýra. Hann var mað- urinn sem hafði flogið um heiminn þveran og endilangan og kunni skil á flestum löndum og borgum sem upp komu í umræðunni. Með athug- ulum augum ferðalangsins skoðaði hann mannlíf og menningu og miðl- aði okkur hinum sem lítilsigldari vorum. Ákveðnir staðir heilluðu hann meira en aðrir, t.d. Indland, en þar dvaldist hann í nokkur ár vegna starfs síns. Lítil frændsystkini hans litu á þennan frænda sinn með mikilli virðingu þar sem hann birtist í ein- kennisbúningnum sínum, ýmist að fljúga til Bandaríkjanna, Evrópu, Asíu eða hvert það annað sem starf- ið kallaði. Dætrum okkar fannst hann algjör töframaður. Það var farið að hlakka til þess í janúar sem Skúli frændi myndi færa þeim í jóla- gjöf að ári. En þó Skúli flygi til margra staða í heiminum var þó einn staður hon- um kærari en aðrir. Þessi staður var Benidorm. Hann og vinur hans Þorbjörn tóku ástfóstri við þennan stað löngu áður en hann varð sá mikli ferðamannastaður sem hann er í dag. Það varð úr að þeir vinirn- ir festu kaup á íbúð þar fyrir nokkr- um árum. Hugmyndin var að eyða ævikvöldinu á þeim stað sem var þeim báðum svo kær. Við hjónin heimsóttum þá ásamt eldri dóttur okkar fyrir tveimur og hálfu ári. Það voru ánægjulegir dagar. Þeir báðir glaðir og kátir og við nutum þess að vera saman. Nú í júlí hittumst við aftur á sama stað. Aðstæður voru nú með öðrum hætti. Skúli Jón hafði verið fluttur á sjúkrahús helsjúkur. Sú ósk hafði alltaf verið í huga hans að komast einu sinni enn á gamal- kunnar slóðir. Hún rættist en var dýru verði keypt. Nú snerist málið um að komast til baka til íslands. Það tókst. Vinir og ættmenni Skúla Jóns stóðu þétt að baki hans í veikindum hans. Má þar nefna vin hans Þor- björn sem með öllum ráðum reyndi að gera honum lífið léttara í sjúk- dómslegu hans. Systir hans Auður flaug með fárra klukkustunda fyrir- vara til Benidorm er hún frétti um sjúkrahúslegu bróður síns til þess að sitja við sjúkrabeð hans og hug- hreysta og aðstoða Þorbjörn. Slíkt trygglyndi verður seint fullþakkað. Nú er Skúli Jón frá okkur flog- inn. Hann er kominn til þeirra ókunnu stranda sem við ekki þekkj- um. Við, vinir hans og ættmenni, stöndum hérna megin strandar og syrgjum Skúla og gerum okkur jafnframt grein fyrir því að nokkur stund muni líða þar tii við samein- umst á ný. Þorbirni Garibaldasyni, tengda- móður minni og systkinum Skúla votta ég mína dýpstu samúð. Dætur okkar hjóna, Auður Gná og Guðlín Gná, sem búsettar eru erlendis, senda saknaðarkveðjur. Megi Guð varðveita góðan dreng. Ingvar Hjálmarsson. Kveðja frá bróður Eftir harða en stutta baráttu við erfíðan sjúkdóm var Skúli Jón bróð- ir lagður að velli. Aldrei brast kjark- ur hans, heldur óx þrátt fyrir von- brigðin þegar meðferðir til lækninga báru ekki tilætlaðan árangur. Hann leitaði styrks í trúnni, sem hann ræktaði af festu og fróðleiks- fýsn, sem reyndar auðkenndi allt hans líf. Skúli bróðir þurfti ungur að standa á eigin fótum þegar hann var sendur til margra ára náms í Noregi. Hann yfirgaf þá foreldra og fjögur yngri systkini, sem hann vakti oft yfir og stýrði gegnum súrt og sætt. Þá var oft sárt að sjá á eftir stóra bróður, þegar hann kvaddi okkur eftir stutt frí heima. Vegna starfs síns varð hann oft að dvelja lengri eða skemmri tíma erlendis, en velgengni í námi og starfi færðu honum virðingu og traust samstarfsmanna hans hví- vetna. En tryggð Skúla bróður, hógværð og ljúfmennska gerir minninguna um hann öllu fremur svo bjarta að aldrei gleymist. Ég verð að fara, þokan færist nær og framorðið á stundaglasi mínu. Sumarið með geislagliti sínu hjá garði farið, svalur fjallablær af heiðum ofan, hrynja lauf af greinum, og horfinn dagur gefur byr frá landi. Ég á ekki lengur leið með neinum, lífsþrá mín dofnar, vinir hverfa sýn, og líka þú, minn guð, minn góði andi, gef þú mér kraft til þess að leita þín. Ég verð að fara, feijan bíður mín. (D. Stefánsson.) Ásgeir. MARINÓ ANDRÉS KRISTJÁNSSON + Marinó Andrés Kristjánsson fæddist á ísafirði 25. júní 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 1. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristján Guðm. Einarsson, sjómaður, f. 27. nóv- ember 1883, fórst með kútter Geir 24. febrúar 1912, og kona hans Elínbjört Hróbjartsdóttir, f. 21. mars 1884, d. 23. janúar 1926. Al- systkini Marinós eru: 1) Elín Sigríður, f. 18. ágúst 1907, d. 9. maí 1997. 2) Elísabet, f. 12. maí 1909. 3) Kristjana Guðrún, f. 27. september 1912, d. 21. desember 1952. Hálfsystk- ini Marinós, börn Elínbjartar og seinni manns hennar Jóns Bergssonar eru: Elín, Katrín og Bergur. Eiginkona Marinós var Guðrún Guðmundsdóttir, fætt á Jötu, Hruna- mannahreppi, 12. desember 1899, d. 17. október 1972. Þau bjuggu á Kóps- vatni II, Hruna- mannahreppi. Börn Marinós og Guðrún- ar eru Valdís, bóndi á Kópsvatni II, f. 26. apríl 1938 og Guðmundur, bóndi á Kópsvatni II, f. 4. nóvember 1939. Útför Marinós fer fram frá Hrunakirkju í dag kl. 14. í dag kveðjum við frænda minn Nóa á Kópsvatni eins og Marinó var jafnan nefndur. Margt kemur upp í hugann þegar litið er yfír æviskeið þessa háaldraða glæsilega öldungs sem vann að búskapnum fram undir það síðasta, reið glæstum fáki sínum og lét sér annt um allar skepnurnar. Á unga aidri varð Nói fyrir þeirri sorg að missa föður sinn í sjóslysi og við það tvístraðist systkinahópur- inn og hann varð einnig að skiljast ^ við móður sína er hann fór í fóstur. Átta ára gamall var Nói tekinn í fóst- ur á Kópsvatni hjá Guðmundi og Valdísi þar sem hann bjó upp frá því. Á sinni löngu ævi hefur Nói lifað tímana tvenna í atvinnuháttum og menningu þessa lands. Þróunin í landbúnaði hefur verið mikil og varla á nokkurs færi að halda í við svo * mikil umskipti sem orðið hafa á þess- ari öld. Verðmætamat hans var mót- að af fyrri tíð og ágætt dæmi um það var eitt af hans skemmtilegustu tilsvörum er bróðir hans sagði honum frá því að þau hjónin hefðu farið á veitingastað að borða í tilefni merkis- dags í lífi sínu. Þegar Nói spurði hvað máltíðin hefði nú kostað og heyrði að það var yfír 12 þúsund krónur, þagði hann góða stund og sagði síðan: „Ja, tvö þijátíu punda lömb, þið hafið verið sæmilega södd.“ Nói var hlédrægur maður og lagði aila sína krafta í bústörfin og að hirða vel um skepnurnar. Hann hafði yndi af öllum skepnum, var glöggur og lagði mikla natni við umhirðu þeirra. Kunnátta hans og færni með hesta var mikil enda hélt hann ávallt mikla gæðinga, nú síðast „þann rauða", stólpagrip sem hann hafði unun af að sýna góðum gestum. Á Kópsvatni var alltaf mik- ið stóð og er Nói var spurður hvað FRIÐBJÖRG G UÐMUNDSDÓTTIR hann gerði með öll þessi hross svar- aði hann því til að „aðrir hafa gam- an af að kaupa dýr málverk að horfa á, ég hef gaman af að horfa á fallega hesta“. Mér er það minnis- stætt sumarið sem hann varð níræð- ur. Þá var hann ekki heima við er ég kom í heimsókn, en geystist von bráðar í hlað á glæsilegum reið- hesti sínum. Fram til þess síðasta var Nói and- lega og líkamlega vel á sig kominn og fyldist vel með fréttum eins og ávallt og hafði gaman af að ræða þjóðmálin. Við þökkum að leiðarlok- um fyrir margar ánægjulegar stund- ir á Kópsvatni, gestrisni og góðvild í okkar garð og barna okkar. Far þú í friði, kæri frændi og vinur. Kristjana Bergsdóttir, Atli Árnason og börn. Vorið færði honum líf, líf sem hann hlúði að og ræktaði líkt og móðir náttúra kenndi honum allt frá barnsaldri. Saman voru þau sem ein heild, en í dag verður hann færður í faðm hennar á ný, skrýddur náttúr- unnar litum. Nói var ættrækinn mjög og naut ég góðs af, þar sem hann leiddi mig inn í gamla tíma, sem honum voru svo dýrmætir. Með Nóa opnuðust fyrir mér nýjar víddir og hugmyndir sem gerðu mér kleift að ferðast langt aftur í tímann með honum líkt og um raunveruleikann væri að ræða. Svo mikilsmegnug var frásagnagleði hans og ímyndunarafl mitt. Hann átti stóð hrossa sem gekk um frjálst og vel alið á mýrum Kópsvatns. Milli gamla mannsins og hrossanna lá ósýnilegur þráður, vandaður og traustur enda æviverk manns sem aldrei gafst upp. Þau voru hans listaverk. Elsku Nói minn, takk fyrir allt sem þú gafst mér og þá væntum- þykju sem þú veittir mér, án hennar væri svo margt sem ég hefði farið varhluta af. Gjöf þín er mér gott veganesti út í lífið, takk Nói minn. Harpa Hörn Helgadóttir. + Friðbjörg Guð- mundsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 10. mars 1926. Hún lést á Landspítal- anum 30. júlí síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guðmundur Jóns- son skipasmiður, f. 22.10.1897, d. 15.7. 1965, og Guðbjörg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 16.8. 1894, d. 2.5. 1976. Friðbjörg átti tvær hálfsystur, Jónu Ingibjörgu Magnúsdóttur, f. 19.9. 1916, lést 1939, og Magnússínu Guð- björgu Magnúsdóttur, f. 14.4. 1920. Alsystkini hennar eru Guðmunda Jóna Margrét, f. 19.12. 1929, látin 1983, Sigur- björg, f. 30.10.1924, látin 1975, Jón Egilsson, f. 28.9. 1927, lést í bernsku, Þóra Egilssína, f. 4.1.1930. Einnig ólust upp með henni systursonur hennar Arn- ar, f. 12.10. 1935, og systur- dóttir Ingibjörg Nancy, f. 12.7. 1943. Friðbjörg var gift Hermanni Kjartanssyni, f. 17.5. 1930, d. Elsku Ebbý amma. Okkur langar til að minnast þín með nokkrum orðum. Núna þegar þú ert farin frá okkur, þá koma fram allar minningarnar þegar þú varst að passa okkur, fórst með okkur niður í bæ og við tölum nú ekki um þegar við vorum hjá ykk- ur Árna nokkra daga austur í Vík. 15.8. 1996, og áttu þau eina dóttur, Sigríði, f. 24.7. 1962. Sigríður á fimm börn, þau eru Hermann, f. 1980, Friðbjörn, f. 1982, Kristín Rut, f. 1986, Omar Andri, f. 1990, og Axel, f. 1996. Leiðir Frið- bjargar og Her- manns skildu eftir tíu ára hjónaband árið 1969. Síðustu þrjú árin var Frið- björg í sambúð með Árna Sigurjónssyni, f. 21.3. 1926, og bjuggu þau í Vík í Mýrdal. Friðbjörg ólst upp í Vest- mannaeyjum en um fimmtán ára aldur fór hún upp á land og var um nokkurt skeið á hótelinu í Vík. Eftir það flutt- ist hún í Hafnarfjörð og síðan til Reykjavíkur þar sem hún bjó mestalla sína ævi. Hún stundaði ýmis störf og vann meðal annars nokkur ár á Borgarspítalanum. Útför Friðbjargar fer fram frá BúsUiðakirkju í dag og hefst klukkan 13.30. Þú vildir alltaf gera mikið fyrir okkur krakkana. Það er svo skrít- ið, að þú skulir ekki koma heim til okkar aftur, þú sem komst hing- að svo oft. Amma, við söknum þín og þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem við fengum að njóta með þér. Kristín Rut og Omar Andri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.