Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 27
r MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 27 álver Norðuráls á Grundartanga ÞAÐ var regnbogi yfir byggingarstaðnum á Grundartanga í gær. illllllÍlS! Fjármögnunarsamningar Norðuráls við bank- ana Paribas og ING frágengnir Lágur framleiðslukostn- aður traustvekjandi DAVID Cole frá Banque Paribas í París og Sibylle Scach von Wittenau frá ING bankanum í Amster- dam voru meðal þeirra bankamanna sem hingað komu til að líta á fram- kvæmdir við Grundartanga. Jafn- framt var það erindi þeirra að undir- rita ásamt þeim íslensku aðilum sem að álversframkvæmdunum standa þá samninga sem nauðsynlegir eru til að tryggja byggingu og rekstur álversins. Samningar um íjármögn- un milli Norðuráls, Columbia Vent- ures Corporation og bankanna verða hins vegar undirritaðir í London í næstu viku, væntanlega á föstudag. Að sögn David Cole er ekkert sem ætti að geta komið í veg fyrir að sú áætlun standist; „það er búið að íeysa öll mál milli bankanna og fjárfest- anna og undirritunin nánast forms- atriði,“ segir hann og segir að vegna fjölda lögfræðinga og sérfræðinga sem komi að verkefninu ytra þyki rétt að undirritun fari fram í London. Stuðningur stjórnvalda lykilatriði Þau Cole og Sibylle Scach von Wittenau segja að vitneskja um ein- dreginn stuðning íslensku ríkis- stjórnarinnar við verkefnið og við- leitni stjórnvalda til að laða orkufrek- an iðnað til landsins hafi haft lykil- þýðingu fyrir þátttöku banka þeirra í verkefninu. Um viðskiptalegt mat á stöðu Norðuráls sögðu þau að verkefnið hefði sterka samninga varðandi hrá- efniskaup og afurðasölu, sem tryggi tekjur. „Hér verður framleiðslu- kostnaður lágur sem okkur þykir traustvekjandi,“ sagði Cole. Um það hvað það væri sérstaklega við ísland að hans mati sem gerði landið vænlegt fyrir stóriðju nefndi hann fyrst og fremst orkumálin. „Orkan er lykilatriði varðandi það hve vel okkur líst á þetta verkefni. Morgunblaðið/Arnaldur DAVID Cole fyrir miðju í hópi bankamanna á Grundartanga í gær. Tenging orkuverðsins við fram- leiðslukostnaðinn auðveldar fjár- mögnun og kostnaðaraðhald." Einnig sagði hann að reynsla verk- taka og hönnuða hér af stækkun álversins í Straumsvík og reynsla breska verktakafyrirtækisins K-Home Engineering og Paul Cox staðarverkfræðings af svipuðum verkefnum væri mikilvæg. Bankamennirnir sögðu að samn- ingar þeirra við Norðurál og Columb- ia Ventures Corporation miðuðust nú allir eingöngu við 60 þúsund tonna ársframleiðslu. „Ef um stækkun verður að ræða þá held ég að megi búast við því að verksmiðjan verði endurfjármögnuð en við erum mjög vongóðir og deilum trú fjárfestanna á það að verksmiðjan verði stækkuð innan tíðar.“ Fljótleg fjármögnun Sybille Scach von Wittenau sagði að þau David Cole hefðu unnið að fjármögnun framkvæmdanna á Grundartanga síðan 1. maí og hefðu nær eingöngu sinnt þessu verkefni síðan. „Við heyrum að mörgúm hafi fundist fjármögnunin tímafrek en það er um að ræða svo stórt verk- efni að ég held að þetta hafi gengið hraðar en ætla mátti." Þau komu hingað í maí og sögðu að breyting- arnar á byggingarstaðnum síðan væru miklar og framgangur verksins traustvekjandi. Veðrið var ekki upp á það besta á Grundartanga í gærmorgun og nokkrum sinnum gerði hvassar skúr- ir yfir bankamennina, sem greinilega áttu ekki að venjast sumarveðri af þessu tagi. David Cole er hins vegar ekki ókunnugur landinu. „Ég vann áður í New York og ísland var eitt fárra landa þar sem hægt var að millilenda á leið til Evrópu. Ég stopp- aði hér nokkrum sinnum í 2-3 daga og hef séð svolítið af landinu. En um veðrið er óhætt að segja að það er auðveldara að fjármagna verk- smiðjuna en að byggja hana.“ Kenneth Peterson aðaleigandi Columbia Ventures Corp. og álversins á Grundartanga Ráðgerum að stækka álverið í framtíðinni „ÞAÐ er mjög spennandi að sjá álverið taka á sig mynd fyrir framan augun á manni,“ sagði Ken Peterson, forstjóri og sijórn- arformaður Columbia Ventures Corporation eiganda Norðuráls, í samtali við Morgunblaðið á Grundartanga í gær þegar hann var að skoða framkvæmdir ásamt bankamönnum. „Framfarirnar eru mjög miklar frá því ég var hér fyrir 2 vikum, steypuvinnunni miðar vel áfram og stólparnir rísa hver af öðrum,“ sagði hann. Peterson sagði að undirritun samninga við íslenska viðsemjend- ur sem fram fór í Reykjavík í gær hafi verið nauðsynleg áður en fjármögnunarsamningar yrðu formlega afgreiddir í London í næstu viku. Með því verði síðasti hnúturinn hnýttur í þessari 180 milljón dala, eðarúmlega 13 millj- arða króna, fjárfestingu en þar af segir Peterson að samningur hans við bankana ING og Bank International í Amsterdam og Banque Parisbas hljóði upp á yfir 100 milljónir dala, a.m.k. 7,3 millj- arða króna. Vaxandi traust á íslensku rekstrarumhverfi Peterson sagði að eftir því sem á viðræður og samstarf við islensk stjórnvöld og verktaka hefði liðið og þekking hans á efnahagslífi og lagaumhverfi landsins hefði vaxið hefði álit hans á islensku rekstrarumhverfi aukist. „Undan- farna 6-8 mánuði höfum við orðið öruggari með okkur gagnvart ís- landi og íslendingum; eftir því sem við kynnumst betur landinu, þjóðinni og siðum og venjum hér. Island er aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu og löggjöf hér er vinsamleg atvinnulífi. Það er af hinu góða að okkar mati.“ Peterson vildi engu lýsa yfir um hugsanlega stækkun álversins úr þeim 60 þúsund tonnum sem samið var um í gær í þau 90 þús- und og endanlega 180 þúsund tonn sem umhverfismat gerir ráð fyrir. „Það er ekkert að frétta af því, en það er enginn vafi á því að við ráðgerum að stækka álver- ið í framtiðinni en það verður ákveðið í samráði við Landsvirkj- un og veltur einnig á ástandinu á álmörkuðunum. Það verður ákveðið á næstu árum. Núna ein- beitum við okkur að þvi að koma þessum áfanga á skrið.“ Starfsemi álvers Norðuráls á Grundartanga á samkvæmt áætl- un að hefjast í júní á næsta ári og að sögn Petersons þótti það djarflega áætlað en framkvæmda- hraði hefur verið í samræmi við þær áætlanir. Jarðvinna við lóð verksmiðjunnar er langt komin og er áætlað að henni ljúki i lok mánaðarins. Steypuvinna við ker- skála gengur samkvæmt áætlun og á að ljúka 21. desember. Aðrar byggingar eru á útboðsstigi. 11 flutningaskip væntanleg f lok þessa mánaðar eða í byij- un hins næsta eru væntanlegtil landsins 11 flutningaskip með þann tækjabúnað sem keyptur var úr þýsku álveri sem er hluti þess sem notað verður hjá Norðuráli og settur verður upp í nýbyggðu álverinu ásamt nýjum sérsmíðuð- um kerum og öðrum tækjabúnaði. „Okkar framkvæmdaáætlun er metnaðarfull en vonandi fáum við góðan vetur til framkvæmda." Ken Peterson sagðist búast við að koma hingað til lands oft og reglulega eftir að álverið tekur til starfa þótt daglegur rekstur verði í höndum Gene Caudill, for- stjóra Norðuráls, sem sestur er að hér á landi. Peterson sagði að fyrirtæki sitt í Vancouver yrði í daglegu sambandi við Norðurál um tölvupóst og skjáfundi sem gerðu það að verkum að samband- ið yrði náið þótt fjarlægðir milli móður- og dótturfyrirtækis værú miklar. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra Gekk ekki hljóða- laust fyrir sig „MÉR er efst í huga að þetta skuli hafa tekist því þetta gekk ekki alveg hljóðalaust fyrir sig í upp- hafi ársins þegar mótmæli fóru af stað við byggingu álversins. Þá voru auðvitað margir reiðu- búnir til að hrópa en með góðri samvinnu, sem ég tel að hafi tek- ist við heimamenn, réttkjörin stjórnvöld á vettvangi og við fyrir- tækið, hefur tekist að ganga frá þessum samningum þannig að þetta verkefni er að verða að veruleika," sagði Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra að lokinni undirritun samninga í gær. Hann sagði verkefnið sérstak- lega merkilegt þar sem þetta væri fyrsti fjárfestingarsamningur frá 1977 milli stjórnvalda og erlends aðila sem ekki hefði áður fjárfest í landinu. 1977 var samið um byggingu Járnblendiverksmiðj- unnar á Gruhdartanga en samn- ingarnir tveir sem gerðir hafa verið um stækkun álversins í Straumsvík og Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga hafi verið gerðir við aðila sem áður höfðu fjárfest í þessum sömu fyr- irtækjum. 6,8 miHjarðar inn í efnahagslífið „Hérna höfum við samið um einn áfanga, 60 þúsund tonna ál- framleiðslu á ári, en allir samning- ar miða að því að menn geti stækkað álverið í 180 þúsund tonna ársframleiðslu. Þegar þessi fyrsti áfangi verður kominn í gagnið mun hann hins vegar skila 6,8 miRjörðum króna inn í efna- hagslífið í auknar útflutningstekj- ur á ári,“ sagði iðnaðarráðherra og sagði að auk þess fylgdi samn- ingnum fjölgun starfa, aukin fjár- festing og ýmis margfeldisáhrif. Þá minnti hann á að þessir samningar og samningar undan- farinna missera um erlenda fjár- festingu hefðu verið lykilatriði i því að lánshæfi íslenska ríkisins væri nú metið í hæsta flokki af bandariska fyrirtækinu Moody’s.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.