Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 176. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 3.300 tonna kraftur knúði Discovery á braut BANDARÍSKU geimferjunni Discovery með Islendinginn Bjarna Tryggvason, geimfara kanadísku geimferðastofnunarinnar (CSA), innanborðs, var skotið á loft á Cana- veralhöfða í gær. Klukkan 14.41 að íslenskum tíma kviknaði á þremur hreyflum ferjunnar og tveimur hjálparflaugum, sem framleiða 3,3 milljóna kílóa lyftikraft, og skaust Discovery samstundis af stað. Hálfri níundu mínútu seinna var hún komin á braut sína um jörðu í 296 kílómetra hæð. Olafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, var viðstaddur geimskotið á Canaveral og sagði það hafa verið tilkomumikið og áhrifaríkt. „Óneitanlega bærðust með manni hugsanir sem tengdust íslandi og sögu okkar þjóðar þegar Bjarni Tryggvason var á þessu augnabliki að feta í fótspor íslenskra landkönn- uða á fyrri tíð; samhengið í sögu okkar á örskotsstundu, allt frá Ingólfi Amarsyni og Leifi Eiríks- syni til Bjarna Tryggvasonar," sagði Ólafur Ragnar. Hann kvað Bjarna hafa þegið boð sitt um að koma í heimsókn til Is- lands er þeir ræddust við í síma í fyrrakvöld. Hefur Bjarni ekki kom- ið til íslands frá því hann fiuttist með fjölskyldu sinni til Kanada 1953. Hafði hann meðferðis íslensk- an fána út í geiminn sem hann ætlar að færa þjóðinni að gjöf er hann kemur hingað til lands. Ellefu daga í geimnum Discovery verður 11 daga í geimnum og er áætlað að hún lendi aftur 18. ágúst eftir 176 ferðir um- hverfis jörðina. Tekur hver ferð 90 mínútur og á þeim tíma sjá geimfar- arnir sólina rísa tvisvar því á braut Reuter ÍSLENSKI geimfarinn Bjarni Tryggvason gengur frá skrúðhúsi geimfara út í bandarísku geimferjuna Discovery í gær, rétt fyrir upphaf 11 daga geimferðar. Ferjunni var skotið á loft í Kennedy-geimferðamið- stöðinni á Canaveralhöfða í Flórída klukkan 14.41 að íslenskum tíma í gær. þeirra um jörðu er sólarhringurinn 45 mínútur. Áhöfnin á annasama tíma framundan við 40 rannsóknar- verkefni. Bjarni Tryggvason gerir tilraunir með sérstakan titringsein- angrara sem hann hefur sjálfur hannað og notaður verður í væntan- legri alþjóðlegri geimstöð til að eyða titringi í rannsóknar- og tilrauna- tækjum. Einnig gerir hann straum- fræðitilraunir og athuganir á frumu- byggingu og vefjamyndun í svo- nefndum lífefnakljúfi. ■ Þáði boð um/6 Flugslysið á Guam Flugritar veita gagn- legar upp- lýsingar Washington. Reuter. FLUGRITAR suður-kóresku Bo- eing 747-300 þotunnar, sem fórst á Guam aðfaranótt miðvikudags, eru heilir og hafa gefið gagnlegar upp- lýsingar, að því er bandaríska sam- gönguöryggisráðið (NTSB) greindi frá í gær. Ekki hefur verið sagt frá því hvaða upplýsingar fengust við at- hugun á ritunum. Þotan var í eigu suður-kóreska flugfélagsins Korean Air Lines (KAL) og var á leið frá Seoul til Gu- am. Með henni voru 254 farþegar og áhöfn. Þrír farþegar, sem komust lífs af úr slysinu, létust á sjúkrahúsi í gær og er þá tala þeirra sem lifðu af komin í tuttugu og sjö. Bandaríska fréttastofan Associ- ated Press hafði í gær eftir suður- kóreska dagblaðinu Sjosun Ilbo að flugstjóri þotunnar, Park Yong-chul, hefði ekki fengið nægan tíma til hvíldar áður en hann lagði upp í flug- ið til Guam. Auk þess hefði hann ekki verið vel kunnugur aðstæðum þai'. Blaðið nefndi ekki heimilda- menn, en gi’eindi ennfremur frá því að Park hafi haldið til Guam einungis nokkrum klukkustundum efth- að hann kom úr flugi frá Hong Kong. Þar á undan hafi hann flogið til og frá Ástralíu. Fulltrúi flugfélagsins bar fregnina til baka, en viðurkenndi að Park hafi fyrst flogið á leiðinni Seoul-Guam í byrjun júlí eftir þriggja ára hlé. George Black, starfsmaður NTSB, sagði í samtali við bandan'sku sjón- varpsstöðina NBC í gærmorgun að mannleg mistök ættu e.t.v. þátt í slysinu, þar eð flest benti til að flug- menn þotunnar hafi sjálfir verið við stjórnvölinn þegar hún fórst. ■ Of snemmt/20 DC-8-flutningaflugvél fórst á Miami Steyptist til jarðar skömmu eftir Miami. Reuter. FLUTNINGAFLUGVEL af gerð- inni Douglas DC-8 hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak frá alþjóða- flugvellinum í Miami í Bandaríkjun- um í gær. Kom hún niður i vöru- geymsluhverfi og dreifðist logandi brakið úr henni um það og nær- liggjandi hraðbraut. Með vélinni voru fjórir menn, þrír flugliðar og öryggisvörður, og voru þeir taldir af. Tilkynnt var í gær, að fundist hefðu lík þriggja manna en ekki var ljóst hvort þar var um að ræða menn úr áhöfninni eða menn, sem orðið hefðu fyrir braki úr flugvélinni. Vélin, sem var á vegum flutninga- flugfélagsins Fine Air, fór í loftið skömmu eftir klukkan hálffimm að íslenskum tíma og var ferðinni heit- ið til Santo Domingo í Dómíníska lýðveldinu. Aðeins nokkrum sek- Fjögurra manna áhöfn talin af - óvíst um annað manntjón úndum síðar hrapaði hún til jarðar fyrir vestan flugbrautina. Vitni segjast hafa séð eld í einum af fjórum hreyflum flugvélarinnar en hún tók skyndilega mikla dýfu og hafnaði eins og fyrr sagði í vöru- húsakerfi þar sem brakið úr henni dreifðist yfir stórt svæði. Var eldur- inn svo mikill, að reykjarmökkurinn frá honum sást vel frá miðborg Mi- ami í 16 km fjarlægð. Læsti eldur- inn sig í bfla á bflastæði og lokaði nærliggjandi hraðbraut. „Hún féll til jarðar eins og flugtak steinn," sagði George Foch, eitt vitnanna að hrapi vélarinnar. „Hún getur ekki hafa verið á lofti nema í eina eða tvær mínútur. Þetta var ótrúlegt. Það var eins og hún dytti niðm-.“ Annað vitni að slysinu, Bill Garcia, sagði að flugvélin hefði skyndilega sveigt til hægri og síðan til vinstri og þá hefði mátt sjá, að eldur logaði í einum hreyflanna. Síðan hefði hún steypst til jarðar eins og eldflaug. Þetta er fyrsta stóra flugslysið í Suður-Flórída frá því í maí 1996 en þá fórst DC-9-farþegaflugvél frá flugfélaginu Valujet með 110 manns um borð. Tilkynnt var í gær, að svarti kassinn eða flugriti vélarinnar hefði fundist og var rannsókn hafin á ástæðum slyssins. Reuter LOGANDI brakið úr DC-8-flutningaflugvélinni dreifðist yfir götur og bflastæði inn á milli vörugeymslu- og skrifstofubygginga skammt frá flugvellinum í Miami. Urðu tafir á flugumferð fyrst eftir slysið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.