Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Fjölskyldusýning í Ráðhúsi Reykjavíkur
Listin til sjálfsskilnings
Morgunblaðið/Amaldur
NORRÆNA farandsýningin kemur til Islands frá Færeyjum þar
sem 2.500 marins sáu hana og segir Akhanda sýningarstjóri,
að hún vitni meðal annars um góða samvinnu fullorðinna og
barna á Norðurlöndunum.
RÁÐHÚS Reykjavíkur breytist
enn á ný í listsýningarsal skrýddan
ljósmyndum, myndböndum og tón-
list, þegar farandsýningin Norræn-
ar nærmyndir verður opnuð þar í
dag kl. 17 Sýningarstjórinn, Ak-
handa frá Danmörku, kallaði til
fjöldann allan af listafólki frá
Norðurlöndum, jafnt böm og ungl-
inga sem leika og lærða til að
leggja sitt af mörkum með áherslu
á ungt fólk, margmiðlun og fram-
tíðina. Danski ljósmyndarinn Tor-
ben Huss fylgdist með allri fram-
vindunni og hanga ljósmyndir hans
nú í Ráðhúsinu til vitnis um hvern-
ig norræn sköpun og samvinna
ólíkra hópa vatt áfram. Sýningin
samanstendur af fimm ólíkum
skúlptúrþáttum og segir Akhanda
að sýningin höfði til allra aldurs-
hópa og auðvelt sé að skilja hana
því hún sé tiltölulega gegnsæ.
„Sýningin er afar fjölbreytt og
endurspeglar þá hugmynd að eitt-
hvað spennandi hafi gerst á Norðu-
löndum þann tíma sem verkin voru
unnin,“ segir Akhanda. „Hún sýnir
upptekið og einbeitt fólk sem fæst
við sköpun úr norrænum efnivið,
jafnt litum sem lögun.“
Leiklist
og tónlist
Á sýningunni eru auk ljósmynd-
anna, sýnd leiklistar- og tónlistar-
myndbönd og einnig er hægt að
hlusta á upptökur frá tónleikum
sem haldnir voru víða um Norður-
löndin og gerðar voru sérstaklega
fyrir þessa sýningu. Akhanda seg-
ir að eitt af undrunum við þetta
verkefni hafi verið það að þátttak-
endur skyldu uppgötva hversu auð-
velt væri að vinna saman. „Lykil-
atriðið er tilfinningin fyrir sam-
vinnu og fullorðnir listamenn geta
lært af börnum og unglingum því
þau eru mjög blátt áfram og krefj-
ast hreinna og beinna samskipta.
Á móti læra þau yngri af þeim
fullorðnu því þeir hafa yfir að ráða
tækni og þekkingu á ýmsum verk-
færum sem notuð eru við tjáningu
í listinni. Það er einfaldlega góð
tilfinning sem hlýst af sköpun því
menn verða öruggari og sjálfs-
skilningur eykst, sem leiðir til hug-
rekki til að skilja ólíka menningar-
heima.“
Sýningin kemur hingað frá Fær-
eyjum þar sem 2.500 manns sáu
hana, en hugmyndin kemur upp-
haflega frá danska menntamálráu-
neytinu, sem fékk Akhöndu hlut-
verk sýningarstjóra. Sýningin
verður opin í Ráðhúsinu til 28.
ágúst og heldur áfram för sinni
um Norðurlöndin.
Chef Penq
er sérfrœðingur i austurtenskri
mataraerð og hefur meðat
starfao í Japan, Singapore, Kóreu,
Thaitaneti, Honq Kong oq Ktna. Á
Bamhoo framreiðir ftessi meistari
austurtenskar mataraerðaríistar
qómsœta rétti frá ötfum þessum
töndum.
Opmumrtil&oð7~~Z'~>
Hottenskur bjór
með höerri stjörnumáttíð.
Gitdir attan ágústntánuð'
ÞÖNGLABAKKA t> f MJÓOO • SÍMI 557 2700 • FAK $57 2705
...
AÐSENPAR GREINAR
Fj ár málastj órn
borgarinnar
UNDANFARIN misseri hefur
borgarstjóra tekist að telja mörgum
trú um að hagur borgarsjóðs fari
batnandi. Borgarstjóri
hefur lagt sérstaka
áherslu á að veruleg
umskipti til batnaðar
hafi átt sér stað á síð-
ustu þremur árum eða
frá því R-listinn náði
meirihluta í Reykjavík.
Ýmsum aðferðum hefur
verið beitt til að fegra
stöðu borgarsjóðs, m.a.
ákveðið að selja leigu-
íbúðir borgarinnar til
hlutafélags sem er að
fullu í eigu borgarinnar.
Á þessu ári þarf hluta-
félagið að greiða borg-
arsjóði 800 m.kr.
Hlutafélagið tekur að
sjálfsögðu lán til að
greiða borgarsjóði en borgin er síðan
ábyrg fyrir því að lánið verði greitt.
Þannig hækka skuldir borgarinnar
á þessu ári eingöngu vegna þessa
gjörnings um 800 m.kr. Einnig til
að sýna stöðu borgarsjóðs betri á
síðasta ári og draga athyglina frá
eyðslu umfram samþykkta fjár-
hagsáætlun voru skuldir borgarsjóðs
að upphæð 730 m.kr. við Malbikun-
Fjárhagsáætlun 1997 er
sprungin, útgjöld vaxa
og skuldir aukast, segir
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, ogtelur
R-listann stunda
sjónhverfíngu en ekki
fjármálastjórn.
arstöðina og Gijótnámið strikaðar
úr þegar þessum fyrirtækjum var
breytt í hlutafélag í des. s.l.
Fullyrðingar borgarstjóra um að
dregið hafí umtalsvert úr skulda-
söfnun borgarsjóðs og að sjálfvirk
hækkun rekstrarútgjalda hafi verið
stöðvuð standast því miður alls ekki
og eru víðs fjarri raunveruleikanum.
Fjárhagsáætlun borgarinnar vegna
ársins 1997 er þegar sprungin sem
nemur hundruðum milljóna króna,
útgjöld vaxa hröðum skrefum,
skuldir aukast og peningaleg staða
borgarsjóðs versnar stöðugt.
Loforðin í maí 1994
í kosningabaráttunni fyrir síðustu
borgarstjómarkosningar í maí 1994
gagnrýndu frambjóðendur R-listans
sjálfstæðismenn fyrir að skuldir
hefðu aukist frá 1992-1994. Skuldir
jukust á þessu tímabili einkum
vegna ýmissa aðgerða til að spoma
við sífellt vaxandi atvinnuleysi. Enn-
fremur minnkuðu útsvarstekjur
vemlega á sama tíma. Frambjóðend-
ur R-listans gáfu borgarbúum mjög
skýrt kosningaloforð varðandi fjár-
málastjóm borgarinnar sem hljóðaði
þannig: „Gerð verði áætlun til langs
tíma um að greiða upp skuldir borg-
arinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur safnað. Sérstök úttekt verði
gerð á fjármálum borgarsjóðs strax
að afloknum kostning-
um. Fjárhagsáætlun
fyrir árið 1994 verði
síðan endurskoðuð í
ljósi þeirrar niður-
stöðu.“
Úttekt var gerð á
fjármálum borgarsjóðs
en að öðra leyti era
efndimar á þessu kosn-
ingaloforði engar og
borgarstjóri hefur lýst
því yfír í borgarstjóm
að R-listinn ætli sér
ekki að efna þetta
kosningaloforð. Þvert á
móti var ákveðið að
auka skuldirnar eins og
fjárhagsáætlanir borg-
arinnar vegna 1995 og
1996 gerðu ráð fyrir.
Nýjar álögur R-listans
á borgarbúa
Frá því R-listinn tók við í júní
1994 hafa skuldir borgarsjóðs auk-
ist um 2,6 milljarða króna og skuld-
ir á sameiginlegum reikningi borg-
arsjóðs og fyrirtækja borgarinnar
hafa aukist um tæpa 4 milljarða
króna. Þetta gerist á sama tíma og
ný gjöld, sem R-listinn lagði á borg-
arbúa þegar hann náði meirihluta,
færa borgarsjóði 1,2 milljarða
króna tekjur árlega. Hér er um að
ræða holræsagjaldið víðfræga, sem
hækkaði fasteignagjöld á einu
bretti um tæplega 30% og kostar
borgarbúa 560 millj. kr. árlega og
viðbótar arðgreiðslur af veitufyrir-
tækjum borgarinnar, 550-560 millj.
kr., sem greiðast árlega í borgar-
sjóð. Ennfremur má minna á nýtt
heilbrigðiseftirlitsgjald, sem er lagt
á öll fyrirtæki í borginni og færir
borgarsjóði 30-40 millj. kr.
Sjónhverfingar
og pennastrik
R-listinn telur það árangur í fjár-
málastjóm að gefa borgarbúum til
kynna allt aðra stöðu í ijármálum
borgarinnar en staðreyndir segja til
um með því að stunda sífelldar sjón-
hverfíngar. Útstrikun skulda borg-
arsjóðs við eigin fyrirtæki og sala á
leiguíbúðum til hlutafélags í eigu
borgarinnar í þeim tilgangi að fela
aukna skuldasöfnun borgarsjóðs
flokkast undir sjónhverfíngar en
ekki markvissa og raunhæfa fjár-
málastjóm. Þannig verða ekki til
fjármunir sem koma til með að
mæta vaxandi rekstrarútgjöldum
borgarsjóðs. Ef fram heldur sem
horfír munu rekstrarútgjöld og
skuldir halda áfram að vaxa og það
kemur að þvi að ekki verður hægt
að fela vandann með því að strika
út skuldir borgarsjóðs hjá borgarfyr-
irtækjum eða að borgin selji sjálfri
sér eigin eignir til að búa til gervi-
peninga.
Meiri tekjur en skuldir aukast
Það hlýtur að vera áhyggjuefni
fyrir borgarbúa að þrátt fyrir hag-
stæð ytri skilyrði, aukinn hagvöxt,
nýjar tekjur fyrir borgarsjóð frá
1994, sem nema árlega 1,2 millj-
arði kr., og veralega auknar út-
svarstekjur skuli enginn raunvera-
legur árangur nást. Rekstrarútgjöld
standast ekki áætlanir, peningaleg
staða borgarsjóðs og fyrirtækja
borgarinnar versnar og skuldir auk-
ast. R-listinn hefur gert og ber
ábyrgð á þremur fjárhagsáætlun-
um, þ.e. fyrir árin 1995, 1996 og
1997. Allar sprangu þær og eyðslan
er meiri. Það er í samræmi við þá
ákvörðun R-listans að standa ekki
við kosningaloforð sín frá því í maí
1994 um að minnka skuldir borgar-
innar.
Höfundur er borgarfulltríu
Sjálfstæðisflokks.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
I
>
►
>
I
t
>
>
l
I
(
í
l
í
!
I
I
■u