Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1997næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 13 LAIUDIÐ Jóhannesar úr Kötlum og Eiríks rauða minnst Búðardal - Þeir voru báðir Dala- menn, Eiríkur rauði og Jóhannes úr Kötlum, þó að fátt annað hafi þeir átt sameiginlegt. Á nýafstöðnum Daladögum var þeirra beggja minnst. „Eiríksstaðagleði" var haldin að Eiríksstöðum í Haukadal. Gestum var boðið upp á leiðsögn frá Búðar- dal í Haukadal og var Kristmundur Jóhannesson bóndi á Giljalandi leið- sögumaður. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur sagði frá og lýsti húsakynnum og staðháttum. Séra Óskar Ingi Ingason kom fram fyrir hönd Eiríksstaðanefndar og sagði frá fyrirhugaðri uppbyggingu og undirbúningi fyrir 1000 ára afmæli Vínlandsfundar. Hápunkturinn var þegar Erik rode, Bothiid kona hans og Thorvald sonur þeirra stilltu sér upp á rústum Eiríksstaða, öli klædd í víkingafatn- að. Erik rode sem er þýsk-danskur fornleifafræðingur sérhæfður í handverki til forna, hélt fyrirlestur um áhöld og klæðnað víkinga. Jóhannesar úr Kötlum var minnst á fæðingarstað hans, Ljárskógarseli. Um leiðsögn sáu bræðurnir Ragnar og Elís Þorsteinssynir en Ragnar fæddist og ólst upp í selinu. Byijað var á að fara niður í „Katlana" sem er klettakvos í ánni Fáskrúð. Þar las Ragnar upp ljóðið „Karl faðir minn“ eftir Jóhannes, og um leið kom sólin fram úr skýjunum. Svanur Jóhann- esson, sonur þjóðskáldsins, lagði til fróðleik um skáldið. Þaðan var haldið að bæjarrústun- um að Ljárskógarseli. Fengu ferða- menn raungóða lýsingu á húsakosti þar sem tvær fjölskyldur bjuggu í tveimur litlum samliggjandi baðstof- um með þili á milli. Morgunblaðið/Guðrún Vala VÍKINGURINN Eiríkur rauði og Bóthildur kona hans í rústum skálans á Eiriksstöðum. Borðeyri 150 ára verslunar- afmæli ÞRJÁR sýningar verða opnaðar á morgun, laugardag, í grunnskólan- um á Borðeyri við Hrútafjörð í til- efni af 150 ára verslunarafmæli kauptúnsins. Um er að ræða ljós- mynda- og munasýningu um menn- ingu og mannlíf á Borðeyri, þar sem verslunarsaga þorpsins er rakin í máli og myndum. Einnig hefur verið sett upp lista- verkasýning á málverkum Þorvalds Skúlasonar sem er fæddur á Borð- eyri. Sýningarnar verða opnar 9.-17. ágúst frá kl. 13-19 alla daga. Helgina 15.-17. ágúst verður af- mælisins síðan minnst með hátíða- höldum. Hátíðin verður sett föstu- daginn 15. ágúst með söngtónleikum í grunnskólanum kl. 21. Laugardag- inn 16. ágúst verður afmælisveisla á Borðeyri. Gönguferð með leiðsögn, leikir og grín, útimarkaður, kaffi- veitingar og óvæntar uppákomur verða fyrir unga sem aldna. Um kvöldið verður grillveisla og kvöld- vaka með varðeldi, tónlist og leik- atriði. Veislan hefst kl. 13. Afmælis- hátíðinni lýkur á sunnudeginum með guðsþjónustu í Prestbakkakirkju kl. 14.30. Tjaldstæði eru í næsta ná- grenni. Höfuðstaður við Húnaflóa Fornar heimildir benda til að Borðeyri hafi verið í tölu meiriháttar siglinga- og kauphafna allt frá fyrstu tíð. Um miðja 19. öld varð Borðeyri fullgildur verslunarstaður og hófust þá siglingar lausakaup- manna á staðinn, þær stóðu til árs- ins 1879. Eftir það voru ýmsir stór- kaupmenn með verslun á Borðeyri. Verslunarsvæði Borðeyrar var á þessum tíma afar stórt og mannlíf auðugt og fjölskrúðugt. Þangað sóttu bændur úr suðurhluta Stranda- sýslu, úr Dalasýslu allt vestur í Saurbæ, úr Norðurárdal og Þverár- hlíð í Borgarfirði og úr Húnavatns- sýslu austur að Vatnsdal. Viðskiptavinir athugið'! B&L hefur fengið nýtt símanúmer 575 1200 B&L, Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Sími: 575 1200, Fax: 568 8675, Email: bl@bl.is, Internet: www.bl.is 'fCTHAUST Flu GRANCANARY Pr. mann: 3.DES. Pr. mann: Flugvallarskattar innifaldir. Verðið miðast við tvofullorðna og tvö börn 2-11 ára, gistingu á Aloe á Ensku ströndinni í 14 nœtur. Tveir sanuin í íbúð á Aloe. r. 48.700.-pr. rnann. Flugvallarskattar innifaldir. Verðið miðast við tvofull- orðna og tvö börn 2-11 ára, gistingu á Aloe í 28 nœtur. Tveir sarnan í íbúð á Aloe. kr. 67.900.-pr. mann. SÉRTEBOÐ fiv 30.SEPT Pr. mann: Flugvallarskattar innifaldir. Verðið miðast við tvo fullorðna , gistingu í íbúð á Halley í 2 vikur. 'ÆM 3.SEPT Pr. mann: Flugvallarskattar innifaldir. Verðið miðast við tvo fullorðna og tvö börn 2-11 ára, gistingu í íbúð á Pil Lari Playa í 1 viku. SÉMWOÐ Pr. mann: IHEfiS 23.775.- I 3.SEPT / Flugfargjald pr. mann: PARIS/FRANKFURT Miðað við tvo fullorðna og tvö börn 2-11 ára. Heimkoma frá Kaupmannahöfn í september. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. 3 SEPT Flugfargjald aðra leið pr. mann 19.900.- / beinu flugi í sumar. Innifalið flug og flugvallarskattar. VISA FERÐIR Umboðsmetin Plúsferða: Akranes: Auglýsingablaðið Pésinn Stillholti 18, sími 431 42221431 2261. Faxafeni 5 108 Reykjavík. S(mi: 568 2277 Fax: 568 2274 Sauðárkrókur: Skagfirðingabraut 21, sími 453 6262. Akureyri: Ráðhústorg 3, sírni 462 5000. Vestmannaeyjar: Eyjabúð Strandvegi 60, sími 481 1450 Selfoss:Suðurgarður hf. Austurvegi 22, sími 482 1666. Keflavík:Hafnargötu 15, sími421 1353. SJÓVÁ-ALMENNAR

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 176. tölublað (08.08.1997)
https://timarit.is/issue/129739

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

176. tölublað (08.08.1997)

Aðgerðir: