Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 39 BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1108 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 Leiðsögn um Reykjanesskaga Frá Reyni Eyjólfssyni: NÚ ER sá tími þegar hvað flestir leggja land undir fót í gönguferðum um landið. Þá er þörf á góðri og áreiðanlegri leiðsögn og ekki síst ef ferðast er á eigin spýtur. Einar Þ. Guðjohnsen var mikill ferðamálafrömuður eins og kunnugt er og var þekking hans á íslandi með yfirburðum. Hann var kominn vel á veg með leiðsöguritið Göngu- leiðir á Islandi, en entist því miður ekki aldur til að ljúka því verki. Bótin er að synir hans, Björn og Sigurður, halda ótrauðir áfram. Eftirtalin sex hefti eru komin út: Suðvesturhornið (1988), Suðvestur- hornið - Reykjanesskagi (1989), Frá Þingvöllum til Rangárvalla (1993), Frá Hvalfirði til Búða (1993), Frá Arnarstapa til Kleifaheiðar (1993) 9g Vestfirðir - Frá Rauðasandi til ísafjarðardjúps (1996). Auk þess hafa sum þessara rita verið gefín út á erlendum tungumálum. Annað heftið hefur nýlega verið gefið út aftur og heitir nú Reykja- nesskagi. Það er 96 bls. með 6 meg- inköflum: 1. Gönguleiðir sunnan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. 2. Suður með sjó. 3. Sunnan á skag- anum. 4. Vestan Kleifarvatns. 5. Austan Kleifarvatns. 6. Beggja vegna Bláfjalla. 74 gönguleiðum er lýst stuttlega; kort fylgja til glöggv- unar og eru leiðirnar teiknaðar á þau. Textinn er skorinorður. Mörg örnefni eru nefnd, fjallað um gróð- urfar, söguleg atriði og hvernig land- ið er yfirferðar. Segja má, að flest það sem máli skiptir fyrir ferða- manninn sé tíundað. Ágæt örnefna- skrá er aftast í heftinu. Ég hef fyrir löngu farið allar þær leiðir sem lýst er í bókinni og miklu meira til; ferðir mínar víðs vegar um Reykjanesskaga eru nú líklega orðn- ar um 700. Langflestar þeirra hef ég gengið einsamall, sumpart á skíð- um. Ég get fullyrt, að heftið hefur reynst mér hinn ágætasti förunaut- ur. Það svarar öllum spurningum fljótt og örugglega. Sé það með í bakpokanum ásamt áttavita, far- síma (NMT) og nokkrum öðrum hlutum eru manni allir vegir færir. Þó mjög gaman sé að ganga með öðrum er engin ástæða til þess að óttast að vera einn á ferð svo fram- arlega sem menn hafa vit fyrir sér. Öldum saman hafa bændur farið um lönd sín og sjómenn róið til fiskjar einir síns liðs og ekki þótt tiltökumál. Mikil og góð breyting hefur orðið á viðhorfum almennings til útivistar og gönguferða upp á síðkastið. Fyr- ir fáum árum var sjaldgæft að rek- ast á fólk á gangi utan alfaraleiða en nú er til dæmis bílastæðið við Mógilsá sneisafullt á öllum góðviðr- isdögum vegna fólks sem er að ganga á Esjuna. Reykjanesskaginn er nærtækur til útivistar fyrir meg- inhluta landsmanna og er stórmerki- legur í jarðfræðilegu tilliti vegna þess að þar er Atlantshafshryggur- inn ofansjávar og sýnilegur. Hér eru margar náttúruperlur svo sem Sog- in, Krýsuvíkursvæðið, Brennisteins- fjöll og „suðuröræfin" á milli Keilis og ísólfsskála. Það mætti segja mér að stundum sé leitað langt yfír skammt eftir náttúrufegurð, mikil- fengleik og unaðsreitum. Bókaflokkurinn Gönguieiðir á ís- landi er langbesta ieiðsöguritið sem völ er á í dag fyrir göngufólk. Von- andi verður þess ekki mjög langt að bíða að það taki til alls landsins. REYNIR EYJÓLFSSON, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Norðurslóðir ruslakista heimsins Frá Dagmar Völu Hjörleifsdóttur: KÆRU landar! Þar sem ég sit í útlöndum, sem flóttamaður undan umhverfisstefnu ríkisvaldsins, get ég ekki látið vera að stinga niður penna eftir að hafa lesið úrklippur úr íslenskum blöðum, sem ættingjamir senda mér í útlegð- ina. Mikið gleðiefni er það að umhverf- isráðherra hefur sett stopp fyrir frekari stóriðju á Islandi um stund. Sérstaklega ber þó að gleðjast yfir því að iðnaðarráðherra virðist hafa látið sér segjast, alla vega fram að áramótum. Batnandi manni er best að lifa segir máltækið. Einkennilegt er samt það, að íslenskir ráðherrar ráðast á granna vora Grænlendinga og álasa þeim fyrir að bjóða erlend- um aðilum grænlenska jörð fyrir mengandi eiturefni og fá í staðinn örlitla aura fyrir. Hún er sígild sagan um fiísina í auga bróðurins og bjálkann í eigin auga. Hver er að gera norðurslóðir að ruslakistu fýrir heiminn? Ég get ekki séð að eiturefni þau sem koma til með að úðast yfir heimsbyggðina frá allri stóriðju á Grundartanga sé annað en eyðilegging á sameiginleg- um lofthjúpi okkar jarðarbúa. Það er engin afsökun að ef við tökum þessa stóriðju ekki að okkur þá geri bara einhver annar það. Hver erum við svo að dæma granna vora Græn- lendinga, sem líka vilja fá peninga í sína kistu vegna stóriðju? ísland hefur verið nefnt sem heppilegt land til að geyma kjarn- orkuúrgang. Getum við treyst því að byðist íslenskum stjómvöldum nægilegt fé þá skipti þau ekki um skoðun? Það er einkennileg stefna að sinna umhverfismálum með ann- arri hendinni og gera svo allt annað með hinni. Það vill enginn hafa kjamorkuúr- gang í sínum garði og það vill eng- inn vera valdur að því að eyðileggja lofthjúpinn umhverfis okkur, en það getur bara ekki verið rétt að reka umhverfismál heillar þjóðar á þenn- an hátt. Umhverfisstefna ríkisvalds- ins verður að vera sterk, heil og sjálfri sér samkvæm. Betur má ef duga skal. Með von um batnandi tíð á íslandi. DAGMAR VALA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Klungshamra 56a, Solna, Svíþjóð. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Grettir Z' N r'* /\rv v. f»r;rÞ, ° °j^ ° I e/teJcki^) I V^&iv um t>o3> J-S I f (TfOwv ***»►') CeitrUk*/ ? Æ,ae.-.A £3?M PAVfó b-5 I O 4 Tommi og Jenni Ferdinand Ég veit ekki... ég sé hann Ég hleyp til baka í búðina og Hefur einhver skilað ostborgara? ekki... spyr þau ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.