Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.08.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1997 15 VIÐSKIPTI Apple og f jandvinurinn Microsoft í bandalag \pple Computer og Microsoft Corp. komu tölvuheiminum í opna skjöldu á miðvikudag með samkomulagi sín á milli um að grafa stríðsöxina og taka upp tæknisamstarf. Steve Jobs / Annar stofnaadi Apple Aðalatriði MÍCIOSOft samkomulagsins Bj|| Gates ■ Apple mun láta vefvafra Aöalstjórnandi Microsoft — Internet Microsoft Explorer fylgja stýrikerfi sínu. ■ Microsoft mun kaupa 150 milljón dollara hlut án atkvæðisréttar í Apple. Microsoft mun gera Makkaútgáfu af Office- hugbúnaði sínum. Lokaverð hlutabréfa í Apple var 26,62 dalir 6. ágúst. Lokaverð Microsoft var á sama tíma 143,42 dalir. HEIMILDIR: Frettaskeyti, Apple Computer, Microsoft Corp. Endurfl ármögnun ríkisverðbréfa hefst óvenju snemma hjá Lánasýslu ríkisins Kaupir ríkisverð- bréf fyrir 800 millj. LANASYSLA ríkisins hefur ákveð- ið að kaupa hluta útistandandi ríkis- verðbréfa þrátt fyrir að enn sé um ár í gjalddaga þeirra. Er þetta gert vegna góðs fjárhags ríkissjóðs um þessar mundir, en ekki stendur til að selja á nýjan leik þau bréf sem keypt verða. Að sögn Péturs Kristinssonar hjá Lánasýslu ríkisins, eru bréfin sem hér um ræðir í flokkunum SPRÍK93/1D5 og RBRÍK1004/98. Hann segir alls um 8 milljarða króna útistandandi af bréfunum og hyggist Lánasýslan kaupa bréf fyr- ir allt að 800 milljónir króna, eða um 10% af útistandandi bréfum. „Þetta er ákveðin tilraun sem við erum að fara út í með þessu, ann- ars vegar vegna góðrar fjárhags- stöðu ríkissjóðs, og hins vegar vegna þess að viðskipti með þessa flokka bréfa hafa verið lítil upp á síðkastið og því viljum við sjá hvort ekki er hægt að örva þau aðeins með þessum hætti,“ segir Pétur. Hann segir þetta ekki hafa verið gert áður hjá Lánasýslunni, en sam- bærilegar stofnanir erlendis stundi hins vegar viðskipti af þessu tagi. Að sögn Péturs mun eigendum bréfa í þessum flokki síðan verða boðið að skipta þeim út fyrir nýrri flokka ríkisverðbréfa í október nk. Á vöxtunarkrafa spariskírteina hækkar VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi voru með líflegra móti í gær en þau námu alls 1.102 milljónum króna. Talsverð viðskipti voru með spari- skírteini, húsbréf og húsnæðisbréf, alls um 645 milljónir króna. At- hygli vekur að ávöxtunarkrafa 30 mánaða spariskírteina hækkaði um 6 punkta og ávöxtunarkrafa ríkisvíxla til 38 mánaða hækkaði um fimm punkta eftir lækkunar- hrinu undanfarið. Hlutabréfaviðskipti á Verð- bréfaþingi íslands námu 113 milljónum króna, þar af voru mest viðskipti með bréf íslands- banka, rúmar 27 milljónir króna, og SR-mjöls og Þormóðs ramma - Sæbergs, rúmar 15 milljónir króna með bréf hvors félags. Verð hlutabréfa í Hampiðjunni lækkaði um rúm 5% frá síðasta viðskipta- degi. Lítil viðskipti voru með hlutabréf á Opna tilboðsmarkaðn- um en þau námu alls rúmum níu milljónum króna. Færrí ferðamenn tíl landsins íjúlí Morgunblaðið/Þorkell KOMUM erlendra ferðamanna hingað til lands fækkaði lítillega í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra. KOMUM erlendra ferðamanna hingað til lands fækkaði lítillega í júli samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls komu hingað tæplega 42 þúsund erlendir ferðamenn í júlí en á sama tíma í fyrra komu liðlega 43 þúsund erlendir ferðalangar hingað til lands. Þetta samsvarar um 1,5% fækkun milli ára. Þegar litið er á fyrstu sjö mánuði ársins hafa hins vegar um 3% fleiri ferðalangar lagt leið sína hingað til lands miðað við sama tímabil í fyrra, þegar tekið hefur verið tillit til svo- nefndra „Bláa lóns farþega" sem ekki eru íengur taldir með í tölum um erlenda ferðamenn. Alls komu hingað tæplega 124 þúsund erlendir ferðamenn á þessu tímabili. „Megum ekki sofna á verðinum" Magnús Oddsson ferðamálastjóri segir að það hljóti að vekja menn til umhugsunar að erlendum ferða- mönnum hafi fækkað í júní og júlí á þessu ári. „Það er orðið langt síð- an fækkun hefur átt sér stað í júlí, þessum mesta ferðamannamánuði ársins. Auðvitað hafa menn verið að velta fyrir sér skýringum en fækk- unin hefur fyrst og fremst verið á ferðamönnum frá meginlandi Evr- ópu og þá fyrst og fremst Þýska- landi og Frakklandi og ég held að það sé samdóma álit manna að það stafi fyrst og fremst af efnahags- ástandinu í þessum löndum. Það sem styður þessa skoðun er það að ýmis samkeppnislönd okkar eru að upplifa svipaða þróun. Við megum samt ekki sofna á verðinum og afgreiða málið þannig að skýringin sé einhver þáttur sem sé utan þess sem við ráðum við. Þó svo að við séum stöðugt að end- urskoða okkar vinnubrögð og vöru- framboð, ætti svona niðurstaða að vera enn frekara tilefni til þess að skoða hvar við getum stóreflt okkar markaðsvinnu og skoða vörufram- boðið á þessu markaðssvæðum, því við verðum stöðugt að reyna að bæta samkeppnishæfni okkar.“ Magnús segir það jafnframt vera gríðarlega mikilvægt að hægt verði að finna leiðir til þess að snúa þess- ari þróun við, því allar fjárfestingar og allir grunnþættir ferðaþjón- ustunnar séu byggðir upp til þess að þjóna meiri fjölda ferðamanna en sé að skila sér nú á þessum háannatíma. „Það ánægjulega við tölur sum- arsins það sem af er, er fjölgun ferðamanna frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum sem við hljótum að fagna,“ segir Magn- ús. íslendingar ferðaglaðari íslendingar hafa heldur aukið utanferðir sínar á þessu ári, ef marka má tölur útlendingaeftirlits- ins fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Alls fóru tæplega 104 þúsund ís- lendingar um Keflavíkurflugvöll á þessu tímabili og er það um 8% aukning milli ára. Vextir hækka um 0,25% íBretiandi London. Reuter. PENINGASTEFNUNEFND breska seðlabankans ákvað í gær að hækka opinbera vexti úr 6,75% í 7% en það er fjórða hækkunin á jafnmörg- um mánuðum. Segir í tilkynningu nefndarinnar að þetta sé gert vegna spáa um aukna eftirspum á innan- landsmarkaði og að hækkun sé tal- in nauðsynleg til að ná takmarki breskra stjórnvalda um 2,5% verð- bólgu á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir að almennt hafí verið búist við því að nefndin myndi hækka vexti, varð ákvörðunin til þess að koma róti á fjármálamark- aði. Féll pundið um 5 pfennig gegn þýska markinu um tíma og bresk hlutabréf hækkuðu mjög í verði. í tilkynningu sinni í gær viður- kenndi peningastefnunefndin að sterk staða pundsins yki mjög þrýsting á útflytjendur en sagði að ástæðunnar væri að leita annars staðar en hjá þeim hefðu áhrif á breska peningastefnu. Hagfræðingar kváðust í gær telja ólíklegt að vextir myndu hækka að nýju í september. Hins vegar væri viðbúið að þeir yrðu hækkaðir síðar á árinu, vegna þess að tekjur færu hækkandi, verð á fasteignamarkaði sömuleiðis, atvinnuástand væri gott og hlutabréfamarkaðurinn stæði vel. Verg landsframleiðsla jókst um 3,4% á öðrum ársfjórðungi en hag- fræðingar telja ekki að sá vöxtur haldist lengi án þess að verðbólgan aukist að nýju. Hefur staða punds- ins styrkst um 25% gagnvart öðrum gjaldmiðlum, sem kemur sér vel gagnvart breskum almenningi á ferði í Evrópu, svo og innflytjend- um, en útflytjendur kvarta hins vegar sáran. ÞA SEM VIUA HAGSTÆÐ KAUP ! tímnlnlp Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar sem pláss er litið þvo*« Aöeins þvottak*t« ' 40 Cm SÍkhm breið, tilvalin þar 1 -sem pláss PmJrThvítur x Jirþvotta- kerfi Stiglaus hitastiliing. Stiglaus hraði. Litur: hvitur Aðeins 40 cm breið, tilvalin þar sem pláss \ er lítið * wWi t 1 af þvotti Veltir fram og aftur Sparnaðarkerfi Tvöföld hitaeinangrun Litur: hvltur Þvottavél + þurrkari 14 þvottakerfi, 700- 1200 sn. Tekur 5 kg. Stiglaus hraði og hitastilling. Litur: hvítur Þvottavél til innbyggingar 18 þvottakerfi, 1000 sn. Tekur 5 kg. Stiglaus hitastilling. Litur: hvitur - íryggi" Við Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.